Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 1
Rússar hafna afvopnunartillögu Ætla þeir að steypa mannkyninu út í hyl- dýpi styrjaldarhœttu? Lundúnum og Washington, 28. ágúst (Reuter). í DAG var haldinn 25 mínútna fundur í afvopnunarnefnd- inni í Lundúnum. Á honum gerðust þau miklu tíðindi að fulltrúi Rússa Valerian Zorin hafnaði með öllu síðustu til- lögu Vesturveldanna um bann við tilraunum með kjarnorku- sprengjur og um upphaf afvopnunar. Það vekur mikla athygli, að þessi afdrifaríka neitun Rússa kemur aðeins fáum dögum eftir að Rússar tilkynntu að þeir hefðu smíðað eldflaug er gæti flutt vetnissprengjur hvert sem er í heiminum. Eisenhower forseti Bandaríkjanna gaf í dag út tilkynningu um að hann harmaði ákaflega þessa neitun Rússa. Með henni væru Rússar að stefna gervöllu mannkyninu út í hyldýpi af hættu og ótta. Eins og kunnugt er, lögðu full trúar Vesturveldanna fram þann 21. ágúst tillögur um tveggja ára bann við kjarnorkutilraunum. Einnig lögðu þeir fram tillögur um aðgerðir, sem gætu hindrað að hernaðarárás væri framin að óvörum. Var því þó lýst yfir, að þetta væru aðeins byrjunar- tillögur. Fulltrúar Vesturveld- anna myndu næsta daga „víkka“ þessar tillögur og skýra . þær nánar út. Það vakti því mikla undrun þegar fundurinn í dag hófst, að Framh. á bls. i Ljósmynd þessi var tekin úr björgunarflugvél varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og sýnir hún hvar Pólarbjörn er fastur í rekísnum. Republikanar bíða óvæntan og stórfelldan ósigur Allt útiit fyrir að jbyrilvængja bjargi áhöfn Pólarbjarnar ínótt MILWAUKEE 28. ág. (Reuter) tJrslit í öldungadeildarkosning- unum í Wisconsin urðu þau að frambjóðandi demokrata William Proxmire var kjörinn með mikl- um atkvæðamun. Hafði hann 120 þúsund atkvæði fram yfir Walt- er Kohler frambjóðanda repu- blikana. Þessi úrslit hafa vakið feurðu og eru álitin ósigur fyrir Eisen- hower og stórkostlegur hne^kir fyrir Republikanaflokkinn í heild. Orsök þessa eru taiin að hægri sinnaðir republikanar hafi setið heima frekar en að kjósa hinn frjálslynda Kohler. Þetta voru aukakosningar. Skyldi kjósa nýjan fulltrúa til öldungadeildar Bandaríkjanna í stað hins alræmda McCarthys, sem lézt í sumar. Ósigur Kohler er þeim mun meiri þar sem að fyrr á árum hefur hann tvisvar sigrað Proxmire í kosningum um ríkisstjóraembættið í Wisconsin og allir öldungadeildarþingmerm þessa ríkis í 25 s.l. ár hafa verið republikanar. Eftir þessi úrslit eru republik- anar úrkula vonar um að ná meirihluta í öldungadeildinni. Hafa demokratar nú 50 af 86 þing sætum í henni. Hótaði Gomulka að skjóta Krúsjeff? MJÖG sterkur orðrómur gengur um það í Póllandi og jafnvel meðal pólskra stjórnmálamanna, að Gomulka hafi ógnað Krúsjeff með skammbyssu, þegar hann var staddur í Varsjá í október sl. Eins og menn minnast var ákaf lega mikii ólga í Póllandi um það leyti, sem Rokossovsky marskálk ur var rekinn og Gomulka tók við völdum þar. Þegar fundir stóðu sem hæst í pólska komm- únistaflokknum, varð það skyndi lega upplýst, að Krúsjeff hafði komið með flugvél til borgarinn- ar. Var hann mjög æstur og reið- ur yfir því, að Pólverjar hugð- ust nú fara sínar eigin götur. Ætlaði hann að skakka leikinn, flutti ræðu á fjölmennum fundi, þar sem hann hellti úr sér sví- virðingum um Gomulka. Rússneskur her var um þessar mundir allt umhverfis Varsjá, reiðubúinn að láta til skarar skríða hvenær sem fyrirskipunin bærist. Og nú spyrja menn: —Hvers vegna gaf Krúsjeff ekki skipun um árás. Hinn plóski orð rómur skýrir þetta svo, að Krú- sjeff hafi, er hann sat fund með Gomulka, sagt að nú ætlaði hann að skipa rússnesku herjunum að gera árás á borgina. Allt í einu tók Gomulka upp skammbyssu og sagði: — Ef þú gefur slíka skipun út, þá skýt ég þig. Eftir þetta var Krúsjeff í rauninni fangi Pólverja. Og það var ekki fyrr en Krúsjeff hafði beygt sig, sætt sig við brott- rekstur Rokossovskys og skilið alvöruna í þessu máli, sem Pól- verjar slepptu honum. Þá höfðu aðstæður breytzt svo að örðugra var að gefa árásarfyrirskipun, Pólverjar höfðu þá safnað sínu herliði og hefði orðið úr því blóð ugasta styrjöld, ef Rússar hefðu látið til skarar skríða. Þessar upplýsingar hefur Reuters-fréttastofan eftir tveim- ur frönskum þingmönnum, Jean Lipkowsky og Pierre July, sem nýlega voru á ferð í Póllandi. SÍÐUSTU fregnir frá Meistara- vík í gærkvöldi hermdu að byrj- að væri að bjarga sjómönnum af norska skipinu Polarbjörn. Var það þyrilvængja bandaríska flug liðsins sem selflutti skipbrots- menn frá Pólarbirninum til danska strandgæzluskipsins Test en, sem var um 70 sjómílur í burtu. Þessi lokaþáttur björgunar- starfsins hófst með þeim hætti, að þyrilvængja bandariska flug- hersins var flutt með risaflutn- ingavél frá Thule á Norður-Græn landi til Meistaravíkur. En þang- að höfðu flutningaflugvélar frá Keflavíkurflugvelli flutt benzín birgðir. Skömmu eftir hádegi í dag J lagði þyrilvængjan af stað frá Meistaravík og settist hún nokkru seinna á ísinn 60 sjómílur norð- ur af Meistaravík skammt frá danska varðskipinu Testen, en það var um 70 sjómílur frá Pól- arbirninum. Hafði Testen ekki komizt lengra vegna þess hve ísinn var þéttur. Þarna fékk þyrilvængjan benzín og var nú ákveðið að fljúga frá þessum stað yfir að Pólarbirninum. Skymaster björg unarflugvél frá Keflavíkurflug- velli hafði kannað flugskilyrði og reyndust þau góð. Veður var kyrrt og skyggni um 40 km. Ekki höfðu en borizt ákveðnar til Testen væri lokið, en þar sem flugskilyrði voru svo heppileg var talið víst, að björgun færi fram samkvæmt áætlun. Yfir 30 manna áhöfn er á Pólarbirni en þyrilvængjan getur aðeins tekið þrjá til fjóra farþega og getur því þurft að fara allt að tíu ferð- ir. Þegar skipbrotsmennirnir fengu skeyti um að þyrilvængjan væri komin svo nálægt þeim bjuggust þeir til að yfirgefa skipið. M.a. festu þeir báta aftur í davíða skipsins. Vonast menn enn til að skipið Kista Dan kunni um síðir að ná fram til Pólarbjarnarins, þótt ekki sé hægt að hætta mannslífum með fréttir um að fyrsta selflutningi því að fresta björgun skipsverja. Danir samþykkja skipun nefndar til að gera út um handritamálið KAUPMANNAHÖFN, 28. ágúst: (Eigin fréttaritari). Á ráðuneyt- isfundi H. C. Hansen-stjórnar- innar í gær var rætt um þau til- mæli íslendinga að nefnd yrði skipuð til að fjalla um handrita- málið. Ríkisstjórnin ávað að verða við tilmælum íslendinga. Á morgun kemur utanríkismála- nefnd þjóðþingsins saman til að ræða málið. Berlinske Tidende skrifar í dag, að mjög séu skiptar skoð- anir um, hvernig nefndin skuli skipuð. íslendingar hafi óskað þess að í henni sætu aðeins al- þingismenn og Þjóðþingsfulltrú- ar, en háværar raddir heyrist um það í Danmörku, að þar sitji einnig vísindamenn. Blaðið Socialdemokraten segir að allt sé enn óráðið hvernig skipað verði í nefndina. Ákvörð- un um það verði tekin síðar í HELSINGFORS, 28. ág. — Horf- urnar hafa batnað nokkuð fyrir minnihlutastjórn Sukselainens. Var talið að stjórn hans yrði ekki lengri lífdaga auðið, vegna þess að jafnaðarmenn vildu ekki fall- ast á úrbótatillögur hennar í efna hagsmálum. En nú benda allar líkur til þess að Jafnaðarmantia- samráði við ríkisstjórn íslands. Biaðið telur þó líklegt, að í nefnd inni fái sæti bæði stjórnmála- menn og vísindamenn. flokkurinn sé klofinn í þessu máli og muni takast með stuðn- ingi annars arms flokksins að koma tillögunum gegnum þingið. Fyrst reyndi verulega á þetta í þinginu í dag við lok einnar um- ræðu, þegar ákvæði um frestun barnalífeyris voru samþykkt, Frh. á b' . 2. Stjóm Sukselainens virð ist ætla að halda velli *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.