Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. ágúst 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 „Manstu þegar kóngurinn kom á Þingvöll 1874?“ „Já ég man eftir því. Hann var þar, en ég ekki“. „Finnst þér ekki langt síðan þú varst ungur maður, Pétur?" „Mér finnst ég alltaf vera ungur“. „Já, auðvitað. En segðu okkur eitt: af hverju heldurðu að þú hafir náð svo háum aldri?“ „Með því að lifa vel“. Lengra varð samtalið ekki, enda var Pétur orðinn þreyttur á spurningum okkar. Um leið og við kvöddum þá félaga, sagði ég við Svein: „Ég tala við þig, þegar þú verður hundrað ára“. „Jæja“, svaraði Sveinn og brosti, „heldurðu að þú lifir svo lengi“? KOMIN er út á vegum Bókaút- gáíu Menningarsjóðs bók, er f jallar um þau tímabil í ævi móð- ur og barna, sem einna mestu máli skipta fyrir bæði, með- göngutímann og tvö fyrstu ævi- ár barnsins. Bók þessi nefnist „Mæðra- bókin“ og er eftir víðkunnan norskan barnalækni, Alfred Sundal, prófessor, dr. med. Hef- ur bókin á fáum árum náð óhemju útbreiðslu í Noregi. Eru þar komnar af henni 19 útgáfur, upplag samtals rúm 200 þús. ein- tök. Mjög hagnýt fræðsla Stefán Guðnason, læknir á Akureyri, hefur íslenzkað bókina og breytt sumum köflum hennar, að fengnu leyfi höfundar, til samræmis við íslenzkar aðstæð- ur. Bókin er 196 bls., með mörg- um skýringarmyndum, teikning- um og töflum. Aftast er ýtarleg skrá um atriðisorð. f bók þessa getur tilvonandi móðir sótt fræslu um heilbrigða lifnaðarhætti um meðgöngutím- ann og leiðbeiningu um þjálfun sálar og líkama, til þess að búa sig undir ótta- og sársaukalausa fæðingu í fyllingu tímans. Þar Pétur Hafliðason er fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1857 og þar er hann einnig alinn upp. For- eldrar hans voru Guðfinna Pét- ursdóttir úr Engey og Hafliði Nikulásson sjómaður úr Gríms- nesi. — Pétur kvæntist Vilborgu Sigurðardóttur og eignuðust þau 12 börn. Þegar við spurðum Pét- .ur um það í gær, hvað honum þætti skemmtilegast að hugsa um í ellinni, svaraði hann og brosti: „Konuna og börnin". Pétur var beykir, lærði þá iðn í Þýzkalandi, segist hafa farið þangað 17 ára. Hann var í Þýzka- landi í níu ár, en fór síðan til Suður-Afríku, þar sem hann stundaði einnig beykisstörf. Þar var hann í fjögur ár. er og lýst gangi fæðingarinnar og meðferð konunnar í sængur- legunni. Bókin rekur þroskaferil barns- ins og hversu haga skuli fæðu þess, umhirðu og uppeldi fyrstu tvö æviárin. Þá er einnig greint frá .helztu ungbarnakvillum og hversu helzt megi ráða bót á þeim. Fjórar bækur í bókaflokki Mæðrabókin er handhæg fræði- og kennslubók fyrir alla þó, sem annast þurfa ungbörn og smá- börn, en einkum er hún tilvalin handbók fyrir tilvonandi og ung- ar mæður. Efni bókarinnar er þannig raðað niður, að fljótlegt er að fletta upp í bókinni og glöggva sig á aðsteðjandi vanda- málum. Mæðrabókin er hin fjórða í röð inni í flokki handbóka um hag- nýt efni, sem Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs gefur út. Þær þrjár, sem áður eru komnar, hafa allar hlotið mikla útbreiðslu og vin- sældir. Þær eru þessar: Lög og réttur, eftir Ólaf Jóhannesson, prófessor (-uppseld), Búvélar og ræktun, eftir Árna G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúa og Bókband og smíðar eftir Guðmund Frí- mann, kennara. staksteTmar „Mistök í landbúniði'* Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frásögn um ástandið í landbúnaðarmálum í Póllandi: „Önnur meginástæða þess að áætlunin um bætt lífskjör stóðst ekki voru mjög víðtæk mistök i landbúnaði. Eftir styrjöldina var stórjarðeignum skipt milli bænda, og var þeirri aðgerð mjög fagnað og skjót þróun^ varð i landbúnaði. En jafnframt iðnvæð ingunni hóf Verkamannafl. bar- áttu fyrir samyrkjubúskap í sveitum. Skilningur á þeim bú- skaparháttum var hins vegar mjög takmarkaður meðal bænda. Þá var gripið til þess ráðs að neyða bændur til þess að stofna samyrkjubú og með harðfylgi tókst að stofna 10.000 samyrkju- bú í lanainu og spenntu þau yfir 6% af pólskum landbúnaði. Jafn- framt var kreppt mjög að einka- bændum, hert á skyldum þcirra til að afhenda afurðir á föstu, lágu verði og þeim gert mjög erfitt fyrir um eðlilega þróun; þannig var byggingarefni einatt ófáanlegt til framkvæmda f sveitum og oft kom það fyrir að bændur skorti kol í einu helzta kolalandi heims! Afleiðingin varð sívaxandi óánægja meðal bænda og4birtist hún í slælegri framleiðslu, einkabændur skeyttu ekkert um aukinn af- rakstur, heldur létu sér nægja að framleiða nóg handa sjálfum sér og standa ríkinu skil á lág- markskvöðinni. Samyrkjubænd- ur sem þrúgaðir höfðu verið til samvinnu, unnu með hangandi hendi, þannig að afrakstur þeirra varð enn lélegri en á einka búunum. Og öll ríkisbúin voru rekin með halla. Einn af miðstjórnarmönnum pólska Verkamannaflokksins sagði mér smásögu sem varpar Ijósi á ástandið á samyrkjubúun- um. Meðal þátttakenda í sam- yrkjubúi var stórbóndi einn, sem átti mun meira land en hinir. Fé- lagar hans komust senn að þeirri niðurstöðu að hann hefði af þeim fé, hagnaðist á vinnu annarra, og að réttast væri að reka hann úr búinu. Þeir skýrðu flokknum frá ákvörðun sinni og hann sendi nefnd manna á staðinn til að at- huga málavcxti. Nefndin komst að sömu niöurstöðu og bændurn- ir og sá dómur var upp kveðinn að stórbóndinn skyldi rekinn úr samyrkjubúinu. Þá kom til nefr.d arinnar gömul kona, ein hin snauðasta á búinu og hélt yfir henni svofellda ræðu: AHíaf skal lánið elta þennan stórbónda. Hann græddi á tá og fingri fyrir styrjöldina. Hann græddi á stríðs árunum á viðskiptum við Þjóð- verjana. Og nú fær hann að fara úr samyrkjubúinu, en ég verð að vera hér kyrr. Og þetta kallið þið réttlæti! Mæðrcibókin komin út hjú Menningarsfóði VIÐ skruppum í heimsókn til Péturs Hafliðasonar í gær. Hann býr á Elliheimilinu. Pétur verður hundrað ára í dag og kemst í hinn fríða flokk þeirra öldunga, sem náð hafa þeim aldri og enn lifa. Pétur Hafliða- son hefur lengst af stundað beykisstörf, bæði hér í Reykja- /ík, þar sem hann er fæddur ig uppalinn, og einnig annars jtaðar á landinu, svo og er- lendis. — í herbergi með Pétri eru þeir Bergsveinn Sveinsson frá Strandasýslu og Jóhann Guðjónsson frá Hjörsey við Breiðafjörð. Kannast margir Seykvíkingar við hann, því að hann var um tíma hringjari í Dómkirkjunni. Þegar við hittum Pétur Hafliða son að máli í gær, tók hann á móti okkur með mikilli vinsemd og bauð okkur sæti. Ekki var hann þó viss um, hvert erindi okkar var, fyrr en Sveinn segir við hann: Þeir ætla að setja þetta í blöðin. — Ha? sagði þá Pétur því að hann heyrir illa og varð Sveinn að endur- taka athugasemd sína. Nú svaraði þá Pétur, og lét sér fátt um finnast. Ekki alveg víst, að hann hafi verið viss um erindi okkar þrátt fyrir ábendingar Sveins. Pétur er orðinn heldur minnislítill og heyrir mjög illa, en hann hefur fótavist á hverj- um degi og heilsan er í góðu lagi. „Heilsan hefur alltaf verið ágæt“, segir hann, „mér hefur eiginlega aldrei orðið misdæg-' urt“. Og að sumu leyti má segja, að Pétri hafi farið fram með aldrinum: Hann les gleraugna- laust. „En einu sinni átti ég tvenn gleraugu“, segir Pétur, „og notaði þau, þegar ég las. Nú þarf ég engin. T. d. les ég Tím- ann gleraugnalaust“. „Finnst þér ekki allt hafa breytzt frá því þú varst ungur“, spyrjum við. „Ekki allt“, svarar Pétur. „En rnargt". „Veiztu, að þú ert orðinn meira en sjötíu árum eldri en við?“ „Nú — jæja. Það er manns- aldur“. „Já, þetta er orðinn langur tími. Er þér nokkuð sérstakt minnisstætt?" „Onei“. Þar vantar ekki hrauð Þegar ljósmyndari Mbl. Gunn- ar Kúnar var nýlega á ferð fyr- ir austan fjall tók hann eftir því að hestar voru eitthvað að nasa að brúsapalli við nýbýlin l vestan Ingólfsfjalls. Hann fór að athuga, hvað væri svo merki legt á brúsapallinum og sá þá að hestarnir höfðu rifið upp brauðpakka og voru langt komnir að éta tvö heilhveiti- brauð og stórt, kolsvart, seytt hverarúgbrauð. Sýnir efri myndin verksummerkin. Neðri myndina tók ljósmynd- arinn, er hann ætlaði að halda ferðinni áfram. Hún sýnir glöggt að annar hesturinn er belgvíður og saddur, og er sem Afleiðing þessarar stefnu varð sú að áætlanirnar um aukna land búnaðarframleiðslu stóðust hvergi nærri, afrakstur af ein- ingu landsins varð miklu lægri í Póllandi en í nágrannalöndunum og býsna mikið Iand komst í ó- rækt. Þetta birtist m.a. í því að fyrir styrjöldina voru fluttar út landbúnaðarvörur frá Póllandi en á síðari árum hefur orðið að flytja landbúnaðarvörur inn. Þetta stafar auðvitað einnig af aukinni neyzlu í landinu, en sýn- ir þó einkar glöggt að landbún- aðurinn hefur dregizt aftur úr í þróuninni. Er þetta ein megin- ástæða þess að lífskjör hafa ekki batnað eins ört og ráð hafði verið fyrir gert og nauðsynlegt hefði verið, því Iandbúnaðurinn leggur ekki aðeins fram helztu matvæli þjóðarinnar heldur og hráefni í mikilvægan neyzlu- vöruiðnað“. Pistilinn sendi Magnús Kjart- ansson — í Þjóðviljanum 20. þ.m. Pétur Hafliðason 100 ára „Mér finnst ég alltaf vera ungur" sagði hann við blaðamenn í gær hann segi: — Nú er ég víst búinn að fá nóg. En úr svip hins má lesa: — Ég held ég ætti að fá mér svolitla ábót. Það virðist ljóst af þessum myndum að ekki geisar bakara verkfall austanfjalls, ef hægt er að ala liross á brauðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.