Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 19
Miðv5Vij<ío<*iir \f nrt r* r * n t fí 19 Felsenborgarsögurnar ARH) 1854 kom út á Akureyri bók, sem hlaut miklar vinsæld- ir með íslenzkri alþýðu. Þetta var íslenzk þýðing á Felsenborg- arsögunum þýzku. Aðalþýðand- inn var Ari Sæmundsson, en nokkrir kaflar voru þýddir af Daða Nielssyni hinum fróða og séra Guttormi Guttormssyni í Stöð. Felsenborgarsögurnar voru eflaust í tölu vinsælustu bóka hér á landi á síðari hluta 19. aldar. Þær voru bókstaflega lesnar upp til agna, en það eru láklega hin beztu örlög, sem bók getur hlotið, stórum betri en þau að vera af engum lesin, til skrauts í bókaskápum. Og svo fór að þessar sögur gleymdust að mestu, á 20. öld var það varla nema gamla fólkið, sem mundi eftir þeim. En Halldór Kiljan Laxness vakti athygli manna á þeim að nýju. f sögunni um Ólaf Kárason Ljósvíking er sagt frá því á áhrifamikinn hátt, er sögu- hetjan kemst í kynni við þessar sögur. Og menn tóku að spyrja hverir aðra, „Hvað eru Felsen- borgarsögur eiginlega?" En fá- um varð greitt um svör, sögurn- ar voru horfnar úr bókasöfnum manna og að mestu leyti gleymd- ar. Felsenborgarsögurnar, eða Die Insel Felsenburg, komu fyrst út' í Þýzkalandi 1731. Skáldsagan var rituð af lítt þekktum em- bættismanni, sem þó hefur auð- sjáanlega hlotið góða menntun. Efni sögunnar fjallar í aðaldrátt- um um fólk, sem verður skip- reika á eyðieyju í Suðurhöfum og kemst í mörg og furðuleg ævintýri. Þarna á eyjunni eru drýgðir glæpir, hatað og elskað. Að lokum er aðeins eftir maður og kona, sem auðvitað finna hvort annað, og kemur af þeim ættbogi mikill, sem byggir eyjuna ásamt nýju skipbrots- fólki. í sögulokin er ættfaðirinn, Albert Júlíus, hartnær 100 ára gamall en stjórnar enn eyjar- skeggjum, sem flestir eru niðjar hans. Eyjan er ekki annað en smámynd af því þjóðfélagi, sem tíðkaðist í Evrópu í upphafi 18. aldar, hinn einvaldi þjóðhöfðingi er æðstur manna og hátt yfir Framh. af bJs. 11. býr við böl húsnæðisleysisins eða bíður eftir lánsfé til að ljúka íbúðum sínum, muni þó heldur fagna því, þótt ekki sé annað gert en það, sem við Sjálfstæðismenn í Húsnæðismálastjórn leggjum til. Ríkisstjórnin gæti því alveg verið þekkt fyrir það að hefjast handa um þær fjáraflanir. Því miður hefur aðgerðarleysið ráðið í húsnæðismálunum frá því Sjálfstæðisflokkurinn lét af stjórnarforustunni á sl. sumri. — Það hefur mikið tjón hlotizt af því, að ekki voru þegar í sumar gerðar ráðstafanir til aukinnar fjáröflunar fyrir almenna veð- lánakerfið. Þá þegar var fengin sú reynsla, sem í upphafi var tal- in nauðsynlegur grundvöllur til að ákveða um frekari fjáraflanir en í fyrstu voru gerðar. En nú- verandi ríkisstjóm hefur ekki einungis verið aðgerðarlaus um framkvæmdina á þessu ári, sem nú er að líða. Ríkisstjórnin hefur ekki enn tryggt áframhaldandi rekstur veðlánakerfisins næsta ár. Ófyrirsjáanlegt er, hvaða tjóni slíkt kann að valda. En ekki er öllu glatað enn, ef ríkisstjórn- in sýnir loks einhvern manns- brag í þessu máli. En almenning- ur mun sætta sig við það eitt, að ekki verið rifið niður það, sem gert hefur verið og áunnizt með þeirri merku húsnæðismálalög- gjöf, sem sett var árið 1955, held- ur verði aukið og bætt við á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hefur. Með því móti verða húsnæðismálin leyst til frambúð- ar. — Þorvaldur Garðar Kristjánsson. aðra hafinn, en þegnum hans skipt í hópa og stéttir, þar sem hverjum er afmarkaður sinn bás og allt í röð og reglu. Eyðieyjasögurnar voru mjög í tízku um þessar mundir. Fyrsta alkunna sagan af þessu tagi er Simplicius Simplicissimus eftir Grimmelshausen, þar sem sögu- hetjan endar daga sína á eyði- eyju og þráir alls ekki að hverfa aftur til menningarinnar. Fels- enborgarsögurnar eru svipaðar að því leyti, að fólkið unir hag sínum hið bezta á eyju sinni og vill hvergi annars staðar vera. Allt annar blær er á Robinson Crusoe, sem kom út tólf árum fyrr en Felsenborgarsögurnar. Þar þráir söguhetjan ekkert ann- að freka en að komast brott frá eyjunni heim til menningar- innar á ný. Það er í sjálfu sér ekkert und- arlegt, þótt skáldunum þyki fólk á eyðieyju freistandi viðfangs- efni. Hér er aflokaður smáheim- ur, oftast með fáum aðalpersón- um, sagan verður einföld í snið- um. Hið takmarkaða svið eyjar- innar er freistandi á sama hátt og heilsuhælið, bóndabærinn eða jafnvel smáþorpið. En eyðieyja- sögur komust einnig í tízku vegna hinna rómantísku drauma Evrópumanna um sælueyjar suð- ur í höfum. Slíkar sögur um sælueyjar, sem ekkert áttu skylt við raunveruleikann mótuðu að allverulegu leyti náttúrudýrkun Rousseaus, sem hafði svo gífur- leg áhrif síðar á 18. öldinni. Og á bak við sumar eyjarsögurnar var einnig draumurinn um fyrir- myndarþjóðfélag, þar sem rétt- læti, friður og eindrægni ríkti, menn dreymdi um þjóðskipulag í líkingu við það, sem Thomas More hafði lýst í Útópíu sinni. Felsenborgarsögurnar eru nú komnar út í nýrri útgáfu, og er bókaútgáfan Muninn í Reykja- vík útgefandinn. Þetta er endur- prentun á fyrri þýðingunni frá 1854. Málið á þýðingunni er að vísu allólíkt nútímamáli, en það fellur ágæta vel að efninu, vekur einmitt þá réttu 18. aldar stemn- ingu, sentimentalt og frisklegt í senn. Sögurnar eru bráðskemmti- legar aflestrar, atburðarásin hröð og spennandi, þarna er allt Strauvélarnar kosta aðeins kr. 1.790.00. Laugaveg 166 M.S DRONNINC ALEXANDRINE Jólaíerðin M.s. Dr. Alexandrine fer til Fær- eyja og Kaupmannahafnar, laug- ardaginn 15. des. n.k. Farseðlar óskast sóttir í dag og á morgun. Flutningur óskast tilkynntur sem fyrst. — SkipaafgreiSsla Jes Zinisen Erlendur Pétursson. að finna, sem hægt er að heimta af skemmtilegri skáldsögu, ævin- týralega og dramatíska atburði, ástina, hatrið og glæpinn. En auk þess að vera skemmtilegar eru þessar sögur merkileg heim- ild um anda og hugsunarhátt 18. aldar. Sumt af þessu keraur okk- ur ókunnuglega fyrir sjónir nú á dögum, en um sumt er þó mannkindin sjálfri sér lík á öll- um öldum. Mér kæmi ekki á ó- vart, þótt þessi nýja útgáfa af Felsenborgarsögunum yrði jafn- vinsæl hinni fyrri. Ó. H. Samninga skal efna BELGRAD 6. des. — Tanjug- fréttastofan júgóslavneska skýrði frá því í dag, að júgóslavneska stjómin hefði sent nýja orðsend- ingu til Kadar-stjómarinnar, þar sem ítrekaðar eru fyrri kröfur um að griðasamningurinn til handa Nagy og fylgdarliði hans verði efndar. Segja Júgóslavar að rof á þessum samningi séu ekki einvörðungu innanríkismál Ung- verja, því ao samningurinn var gerður við Júgóslavíu. Er þess krafizt að Nagy fái að hverfa aftur heim til sín frá Rúmeníu. — Reuter. M.s. „Tungufoss" Fer frá Reykjavík mánudaginn 17. þ.m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: Isafjörður Húsavík Sigluf jörður M.s. „Gullfoss" Fer frá Reykjavík mánudaginn 17. þ. m. til Akureyrar. H.f. Eimskipafélag tslands. Fólagslíf TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR Æfing í Grófin 1 í kvöld kl. 8. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Æfingar í dag á venjulegum tíma. Kl. 21,00 hefst kynningar- kvöldvaka félagsins. Unglinga- flokkur mæti á venjulegum tíma á morgun. — Stjórnin. Knattspyrnufélagið Fram Munið skákkeppnina í Fram- heimilinu í kvöld kl. 8,30. Meist- ara-, I. og II. flokkur gegn III. flokki. — Mætið stundvíslega og hafið með ykkur töfl. — Stjómin. Ármenningar — Ilandknatleiksstúlkur Æfing í kvöld kl. 7 í íþr.h., — Lindargötu. Körfuknattleiksdeild Æfingar í kvöld í íþr.h., Lind- argötu: kl. 8—9, drengir. Kl. 9— 10, karlafl. Mætið öll vel og stund víslega. — Stjómin. Vinna II rci ngerni nga r! Tökum að oss jóla-hreifigermng- arnar. — Sími 80372. — — Hólmbræðnr. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í G.T.-húsinu í kvöld kl. 8,30. Inntaka nýliða. — Flokka- keppnin heldur áfram. í kvöld verða báðir flokkar á sviðinu. Nú verður m. a. flutt leikrit (20. mín.). — ÆSsti templar. Samkomur Kristniboðshúsið Betanía Laufásvegi 13 Alm. samkoma í kvöld ld. 8,30. Allir velkomnir. Okkar innilegustu þakkir færum við ölllum ættingjum og vinum, er heiðruðu okkur á sjötugsafmælum okkar, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Guðsblessun fylgi ykkur öllum. Kristín og Eigurður, Möðruvölölum, Kjóa. Unglinga vantar til blaðburðar í Háaleitisveg Barðavog Austurbæjarbíói Ný sending amerískar BARNAHÚFUR Einnig ódýrir þýzkir j Snrna- og kvenvettlingar Faðir okkar JOTí MEYVATSSON andaðist & Elliheimilinu Grund 11. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkinanna. Ásta JónsdótUr. Ekkjan SIGRHöUR HIIHSRANDSDÓTTIR andaðist að ERiheimiliiru Sólvangi, Hafnarfirði 10. þ.m. Einar Hildibrandsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við and-lát og útför konu minnar og móður okkar ELÍNAR JÓNSDÓTTUR, HRUNA, V-SKAFT. Sendum einnig þakkir og kveðjur öllum þeirn, er sýndu henni vinarhug í veikindum hennar. Einar J. Anesson og böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.