Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 2
i Mnnr.rxnT Antfí Miðv’^'ida^ur 19 ðes. 1056 Ungur svaríEistarmaður sýnir myndir á Freyjugöfu Segir eð svartlistin sé skenmsfileg lisfgrein en ekki lokafakmark TVÍTUGUR piltur Ragnar Lárusson hefur opnað listsýningu í Listvinasalnum á Freyjugötu 41. Hann er sonur Lárusar Hall- dórssonar skólastjóra á Brúarlandi í Mosfellssveit. Sýnir harvn 132 myndir, aðallega svartlistarmyndir. Áfcti hann svo mikið af myndum eftir nokkurra ára nám og þrotlaust starf, að honum dafct allt í einu í hug, að listunnendur hér í Reykjavík myndu hafa gaman ai að sjá þær, en myndirnar bera vott myndræns smekks og skilnings. SKEMMTILEG LISTGREIN Ragnar er ljóshærður piltur og góðlátlegur. Hann sagði við frétta mann Mbl., sem hitti hann: — Mér finnst svartlistin mjög skemmtileg listgrein. Hún er t. d. mjög skemmtileg til að mynd- skreyta bækur. — Hún er samt ekkert lokatakmark hjá mér, heldur lít ég á hana sem undirstöðu undir frekara nám. En áður en ég sný mér að olíumálun vil ég öðlast reynslu í teikningu sem undirstöðuatriði. HRIFINN AF MUNCH Ég hef frá unga aldri haft mik- inn áhuga á teikningu og nú lang- ar mig til að fara að komast eitt- hvert út í heim, þar sem betri tækifæri eru til að skoða söfn o. fl. Af erlendum svartlistar- mönnum er ég hrifnastur af Ed- ward Munch. Finnst trúlegt að 1 hann hafi haft áhrif á mig. Kathe Kollwits hef ég líka dálæti á. — Svo þú hefur þá aldrei kom- ið út fyrir landsteinana? — Jú, svarar Ragnar. En það var bara með togara. Ég fór nú í sumar með togara á Grænlands- veiðar, Við komum við í Græn- landi, sigldum síðan með aflann til Esbj erg. Þaðan fórum við til Cuxhaven í Þýzkalandi. Þetta var fróðleg ferð. Ég tók nokkrar skissur þar sem við komum, en veit ekki, hvað ég vinn úr þeim. MES PRENTSVERTU — Hefurðu teiknað landslags- myndir? — Nei, heldur lítið af því, mest eru þetta ýmiss konar hugmynd- ir og ég hef aðallega fengizt við línóleumskurð og tréristumyndir og þrykki þær síðan. Mest er Litlar skemmdir ÞRÁTT fyrir stöðugt ofsaveður hafa furðu litlar skemmdir orðið á öllu því mikla jólaskrauti, sem búið er að setja upp í bænum. Á nokkrum stöðum hafa þó skreyt- ingar slitnað niður. Nú er búið að skreyta með fallegum greni- bliðum neðanverðan Laugaveg- inn, svo jólaskreytingin á götum Reykjavíkur er nú orðin miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Síðdegis á sunnudaginn var sæmilegt veður hér í bænum í nokkrar klukkustundir og var þá margt fólk úti á götum að skoða! jólaútstillingar kaupmanna og virðist vöruúrvalið vera nokkuð eða svo til hið sama og á undan- förnum árum. Hreinsun Moskvu 11. des. (Reuter). AÐALRITARI kommúnisía- flokksins í Sovét-Lithauen, Snetsjkus, hefur í ræðu, sem hann hélt fyrir æðsta ráði flokksins í Lithauen, sakað — Þrálálar íregnir Framh. af bls. 1 kvæmdir þar féllu niður eftir ályktun Alþingis í marz s.l. um brottflutning herliðsins frá landinu. í grein frá sérstökum Was- hington-fréttamanni enska stórblaðsins Daily Telegraph segir að í sambandi við hina nýju hervarnarsamninga muni Bandaríkjastjórn hafa falliet á að veita íslandi efna- hagslega aðstoð. ★ Svo virðist af þessum þrálátu fréttum frá Washington að þar sé það á margra vitorði, að jafn- framt nýju hervarnarsamningun- um hafi Bandaríkjastjórn orðið að ganga að skilyrðum um að veita efnahagsleghlunnindi til þess að vamarliðið fái áfram að vera á íslandi. r Lithauen afturhaldsöfl innan flokksins um tilraunir til að æsa íbúa landsins gegn Rússum. Snetsj- kus gaf í skyn, að nauðsynlegt kynna að reynast að gera hreinsun meðal stúdentanna, sem „láta ginnast af lygunum, sem er dreift meðal óvina al- þýðunnar og mcnntamanna, og ráðast á hin hugsjóna- legu grundvallaratriði flokks- ins og hlutverk hans í listum og vísindum.“ Á laugardaginn fór fram lista- verkauppboð Sigurðar Benedikts sonar í Sjálfstæðishúsinu. Sú mynd, sem seldist á hæstu verði var vatnslitamynd eftir Ásgrim Jónsson, úr Suðursveit. Var hún seld fyrir kr. 18 þús. Andlátsfregn SÍÐASTLIÐINN föstudag andað- ist í Hull í Englandi Alida Thord- arson, 1003 Anlaby High Rd., sem var gift Jóni Thordarsyni, er um fjölda ára var skipstjóri á ensk- um togurum. Hann andaðist 9. september s. L Ragnar Larusson. það með prentsvertu og ég'er rétt að byrja að þrykkja með litum. MIKILL FJÖLDI MYNDA Þannig er sögn þessa unga, myndarlega pilts. Meginhluti myndanna á sýningu hans er svartlistarmyndir, línóleum-teikn ingar og tréristur, penna- og pensilteikningar, olíukrítarmynd- ir og blýantsteikningar. Sktunmsýni stjórnorsinna Eru andvígir fjölgun togaranna IGÆR var í Efri deild framhald 2. umr. um frumvarp ríkis- stjórnarinnar »m skipakaup. Hafði fjárhagsnefnd athugað brtill. þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Jóhanns Jósefssonar, í fyrsta lagi um að fjölga togurunum í 20 úr 15, sem í frumvarpinu stendur, og í öðru lagi að binda dreifingu togaranna ekki við einstaka landshluta, heldur að miða við þá staði þar sem at- vinnuþörfin er brýnust. TALDI BREYTINGARTILL. ÓÞARFAR Bernharð Stefánsson lýsti áliti meirihluta fjárhagsnefndar á þessum brtill. Taldi hann lög- gjöfina eiga að miðast við ástand það, sem ríkjandi væri við setn- ingu hennar og ekkert væri auð- veldara en að breyta henni, ef í ljós kæmi að Suðurland þyrfti á auknum atvinnutækjum að halda og því væri tillagan um að breyta frumvarpinu þannig að ekki væri sérstaklega miðað við Vestur-, Norður- og Austurland óþörf. Eins og nú stæði virtist engin hætta á atvinnuleysi á Suðurlandi, einkum þar sem hætt hefði verið við að láta herinn fara úr landinu. Einnig taldi hann óþarfa að fjölga togurunum. Það myndi hafa sinn aðdraganda að þeir kæmu til landsins og þá auðvelt fyrir Alþingi að bæta við tölu þeirra ef þurfa þætti. Ennfremur gerði hann ráð fyrir að nógu erfið / Ungverjalandi Framh. af bls. 1 ildir voru í óvissu um orsakir þess, að Nador væri nú aftur í Búdapest, en það var talið lík- legt, að hann ætti að vera milli- og venjulega, enda þótt göngumaður Nagys og Kadars. Jafnframt er bornar brigður á þann orðróm, að Kadar hafi lýst sig fúsan til að láta af störfum forsætisráðherra, fái hann að halda embætti aðalritara komm- únistaflokksins, og að Ferenc Er- dei taki við af Kadar. Erdei var formaður Sovétvinafélagsins í Búdapest og pólitískur ráðgjafi Nagys á fundinum við rússnesku herforingjana 3. nóv., sem lauk með því að meðlimir ungversku samninganefndarinnar voru fang- elsaðir, og árás gerð á Búdapest 4. nóv. í dag heyrðist tvívegis í leynilegri útvarpsstöð upp- reisnarmanna þar sem því var m. a. lýst yfir, að Kadar hefði nú sýnt það, að hann bæri enga virðingu fyrir verka mönnum og mundi aldrei gera það; uppreisnin væri ekki gerð af gagnbyltingarsinnum, heldur af hinum vinnandi stéttum, sem væri annt um frelsi sitt. f Kadar horfinnf /ínarborg, 11. des. (Reuter) Um það gengur nú sterkur1 Jrómur í Búdapest, að Kad-j 1' hafi annað hvort framið áifsmorð eða verið „f jar-! egður“ af rússnesku herjun-! m, sagði vesfcurlenzkur stjóm' rfulltrúi, sem kom frá Búda-' est til Vínar í dag. Þessi orð- ómur hefur ekki verið stað- -cstur, en Kadar hefur ekki cézt opinberlega og hefur held -ar ekki talað í Búdapest-út varpið síðan á föstudag í fyrri viku. Hins vegar skýrði út varpið í Prag frá því í kvöld ð Kadar hefði rætt við sendi- æfnd verkamanna í dag og lof ð henni, að hann nrundi gera Ut, sem í hans valdi stæði, il að þurrka út gagnbylting- rmenn í landinu. Prag-út- varpið sagði, að verkamenn hefðu lofað að hafa vakandi auga með afturhaldsöflunum. Ungvérskir ferðamenn, sem komu til Belgrad í dag, sögðu, að samkvæmt óstaðfestum fréttum hefðu 120.000 Ung- verjar verið drepnir, síðan uppreisnin hófst, en 300.000 verið særðir, þar af 100.000 mjög alvarlega. — Það fylgdi einnig fréttinni, að flest ir hinna föllnu hefðu verið menn á unga aldri. Ungverj- ar voru alls um 10 milljónir, þegar uppreisnin var gerð. FRÁSÖGN MOSKVU- ÚTVARPSINS Útvarpið í Moskvu skýrði frá því í kvöld, að ungversk yfir- völd hefðu handtekið fjölda fólks víða í Búdapest. Þetta fólk var kallað undirróðursmenn og skemmdarverkamenn. M. a. bundu yfirvöldin endi á störf skemmdarverkamanna við eina olíuverksmiðjuna, sem unnu „næstum fyrir opnum tjöldum". Útvarpið hélt því líka fram, að óvinum alþýðunnar í verka- mannaráðinu í Búdapest hefði tekizt að koma á vinnustöðvun í borginni, trufla umferðina til að hindra verkamenn í að kom- ast til vinnustöðva, o. s. frv. Útvarpið í Moskvu tilkynnti, að Malenkov og Suslov hefðu verið á fundi þar í borg í dag. Malen- kov hefur ekki sézt í Moskvu nýlega, og í gær komst sá orð- rómur á kreik, að hann og Suslov væru nú í Eúdapest, þar sem þeir stæðu bak við aðgerðir Kadars. Það þykir nú sýnt, að Rússar séu að fá æ sterkari tök á Ungverja- landi. Má m. a. marka það af bví, að flóttamannastraumurinn \il Austurríkis hefur minnkað. 1 gær komu t. d. aðeins um 400 flóttamenn yfir landamærin, en það er minnsti hópur flóttamanna síðan í lok síðasta mánaðar. Skýrði flóttafólkið frá því, að rússneskir hermenn væru nú að leggja belti af jarðsprengjum meðfram endilöngum austurrisku Iandamærunum. Ilins vegar má einnig telja víst, að verkamanna- ráðin starfi nú „neðanjarðar", og þau eru enn hinn raunverulegi valdhafi í landinu. Stjórn Kadars hefur bara stuðning innrásarherj- anna og situr við völd í skjóli þeirra. lega myndi ganga að útvega þær 150 milljónir, sem til þyrfti að láni fyrir 15 togurum, þótt ekki væri bætt við 50 milljónum í við- bót. Á þessum forsendum lagði hann til að frumvarpið væri sam- þykkt óbreytt. SKAMMSÝNI STJÓRNARLIÐSINS Sigurður Bjarnason sagði að sér þætti miður að meirihluti fjárhagsnefndar hefði ekki talið sér fært að samþykkja brtill. Kvað hann hinn langa afhend- ingartíma togaranna einmitt gera nauðsynlegt að samið væri um smíði fleiri togara en 15i Sigurður Bjarnason benti einn- ig á að togaraflotinn væri nú stöðugt að ganga úr sér. Enn- fremur fækkaði skipunum af völdum slysa. Af þessum sökum kvað hann nauðsynlegt að ganga frá þessu máli af raunsæi og framsýni. Hann kvaðst harma þröngsýni og skammsýni meiri- hluta nefndarinnar, þ.e. fulltrúa stjórnarflokkanna í henni, því að Sjálfstæðismenn hefðu viljað samþykkja þessar brtill. og hann kvað rétt að þjóðin vissi að það væri stjómarliðið, sem vildi koma í veg fyrir framgang þessa máls. Að svo mæltu kvaðst hann vilja taka till. þá, sem hann hefði flutt ásamt Jóhanni Jósefssyni, aftur til 3. umræðu. Var málið síðan afgreitt til 3. umræðu. Bústaðasókn hyggst kirkju reisa SÍÐASTLIÐINN sunnudag þann 9. þ. m., var haldinn aðalsafnað- arfundur Bústaðasóknar. Þar gerði formaður safnaðarnefndar Axel L. Sveins, grein fyrir störf- um safnaðarins á s. 1. ári, og lagði fram reikninga. Það kom skýrt í ljós á fundinum að menn telja tímabært að tekið sé að undirbúa kirkjusmíði, m. a. með því að tryggja fagurt og hentugt kirkjustæði, afla kirkjuteikninga, og vinna að fjársöfnun. Er ákveð- ið að koma á fót all-fjölmennri nefnd eftir áramótin, sem vinni ásamt safnaðarnefnd að fram- gangi þessa máls. Eins og sakir standa býr söfnuð urinn við næsta ófullkomið hús- næði, en haldið er þó m. a. uppi fjölsóttum barnasamkomum, og kirkjukórinn, undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar, hefur við ýmia tækifæri getið sér góðan orðstúr. Afhugað um flug- vallargerð STYKKISHÓLMI, 10. des. — Loftleiðir hafa fyrir nokkru sett á stofn í Stykkishólmi umboð fyrir Stykkishólm og nágrenni. — Annast það Árni Helga- son, póstafgreiðslumaður. Ennþá er enginn flugvöllur í Stykkis- hólmi, en uppi í Helgafellssveit er lítið svæði, þar sem litlar flugvélar geta lent og hefur það verið notað þegar um sjúkraflug hefur verið að ræða. Athugaðir hafa verið staðir hér og í nágrenninu til flugvallar- gerðar, en ekkert verið fastá- kveðið um þá né framkvæmdir hafnar. — ÁrnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.