Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 14
14 MORCVNBL4Ð1B Miðvikudagur 12. des. 1956 Rauða akurliljan er komin út ^ i Kvikmyndin, sem tekin var eftir sögunni, var sýnd í haust við gífurlega aðsókn í Bæjarbíói i Hafnar- firði. — En það er óhætt að fullyrða, að þó að myndin sé góS, þá er sagan þó enn betri. — Lesið hana — »g þið verðið ekki fyrir votibrigðum. Kauða akurliljan verður uppáhaJtlsbókin ykkar. Sogusafnið Sími 86080 — Reykjavík — Pósthólf 1221. Mýtt - - Mýtt Samkvæmistöskur — Peningabuddur •k ★ Pils Kvenhúfur Blússur Barnahúfur Kjólabrjóst Fingravettlingar Kragar Belgvettlingar Herðasjöl Hálsklútar ★ ★ Clugginn Laugavegi 30. ATHUGIfl ~ Síðasta blaðið fyrir jól kemur út á Þorláksmessu (sunnudagur) Handrit að stórum auglýsingum SALT JARÐAR Sigurbjörn Einarsson: MEÐAN PÍN NÁB. Prédikanir. 268 bls. kr. 125 ib. Bókaútgáfan Fróði. PRÓFESSOH Sigurbjörn Einars- son hefir undanfarin 13 ár kennt guðfræði við Háskóla íslands. Þessi ár hefir hann unnið það þrekvirki að nýmóta nærri alla hina yngstu kynslóð presta lands- ins og opna þeim útsýn, svo að stefnumið kirkjunnar hafa þok- azt til meira víðsýnis. Árin næstu þar á undan var hann prest- ur í Hallgrímssöfnuði í Reykja- vík og muna margir ásamt þeim, er þetta ritar, hinar ógleyman- legu helgistundir í jafnóandlegu umhverfi og bíósalur Austurbæj- arskólans var, þótt húsaskjólið vœri með þökkum þegið. Þaðan barst einnig rödd prédikarans á öldum ljósvakans í margrnennið og flutti hann í sess fremsta prédikara þessa lands. Bók þessi tekur af skarið um það, að þann sess skipar hann enn. Þegar frá er talið kverið „í nafni Guðs“, er þetta í fyrsta sinn, sem höf. sendir frá sér safn prédikana, og hlýtur það að sæta miklum tíðindum, enda þótt til- efni höfundar sjálfs virðist næsta tilviljunarkennt: „Ég sá fram á lamasess nokkurn af völdum las- leika og þar með tóm til þess að fara í fórur mínar og handfjalla ræðublöð". í bókinni eru 23 prédikanir og þeim nokkurn veginn jafnskipt á megintímabil og hátíðir kirkju- ársins. Hvítasunnan verður þó útundan. Ekki er allt jafnsnjallt í bók- inni, höfundi tekst misjafnlega upp en alltaf vel og oftast með ágætum. Miðað við annað í bók- inni þykja mér upphafsræðan á 2. sd. í aðventu og ræðan á 2. jóladag, með veikara móti. En ræðan á jóladaginn, „Verið ó- hræddir“ er sterk og byggð á einni meginhugsun, og afburða- snjöll er ræðan á Gamlárskvöld, „Nýtt ár, nýtt líf“, og minnir stundum á Kaj Munk. „Heródes íapar“ (á scL milli nýárs og þrett- ánda) er ógleymanleg. Hún er með því bezta í bókinni og felur í sér dramatíska hugsun: Þegar Guð leggur á flótta. í „Þegar Jesús er boðinn“ (2. sd. e. þrettánda) er lagt út af brúðkaupinu í Kana á eftirminni- legan hátt. Þar er kraftaverkið skilið út frá ljóðrænni náttúru- slcoðun og síðan beitt hinni tákn- rænu (allegórísku) túlkun: Hver eru föng hinna ungu hjóna, sem leggja út í lífið I dag. Merkur lög- fræðingur sagði við mig um dag- inn, að sér virtist prestar ættu að leggja enn meira kapp á að stinga á kýlum hjónabandsvandamál- anna, enda hefir hann kynnzt þeim átumeinum í starfi sínu. í þessari ræðu eru þau mál snilld- arlega rædd, og mættu prestar láta sérprenta hana og gefa ný- vígðum hjónum. Það yrði mörg- um hollt veganesti. Oftast er höf. fremur spámað- urinn og Jjóðskáldið en „kennar- ] inn“ sem útlistar smákróka. Samt er „kennslustílnum“ beitt víða. Á 9. sd. e. trinitatis („Hvað áttu að gjöra, ráðsmaður?“) er hin torskilda dæmisaga um rangláta ráðsmanninn skýrð á Ijósan og lipran hátt. Að loknum lestri ræðunnar situr lesandinn uppi nveð þá spumingu, hvers vegna hann geri minna til þess að rækta með sjálfum sér líf og heill en lánleysinginn í Hafnarstræti leggur á sig til þess að ná í eina flösku. — — — Og svo mætti lengi halda áfrarn, en yrði oflangt upp að telja hér. Lesandinn hleyp ur frá einni ræðu til annarrar og verður ekki fyrir vonbrigðum. Það er ekki eytt tíma í að segja það, sem liggur í augum uppi, og viða eru snilldarlega vel sagðir hlutir og spakmæli. Ails staðar er talað til þess, sem í kirkju- bekknum situr, til einstaklings- ins, og það kemst enginn undan því að skírast í þeim eldi,. því hér er Guðs orð flutt, sem „er beitt- ara hverju tvieggjuðu sverði, og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamöta og mergjar, og er vel fallið til að dæma hugsan- ir og hugrenningar hjartans“. Fjölmargir munu fagna þessari bók, og spái ég því, að hún verði uppseid áður lýkur. Þórir Þórðarson. A BEZT A» 4VCLTSA J. T I MORGVMBLAÐtNV “ Hinar vinsælu hettubamakápur eru tii í 3 litum. Fyrsta flokks efni. Saumastofa Jónínu Þorvalds, RAUÐARÁRSTÍG 22. Öðum styttist til jóla Harnanáttföt, undirföt, nælon. Nærföt, húfur, vettiingar, sokkar o. m. fl. Ok/mpia Laugavegi. MASTER k. MIXER ■ Hrærivélar Master Mixer Litli Mixer Hrærivélarnar, sem aldrei bregðast. Einkaumboðsmenn: LUDVIG STORR & CO. sem birtast eiga í því blaði þurfa að berast auglýsingaskrifstof- unni sem allra fyrst og í síðasta lagi nk. föstudag 14. þ. m. CLOZONE sápuþvottaefnið er rétta þvottaefnið Framleitt úr ekta sápuefnum Heildsölubirgðir: Eggert Kristjónsson & Co. hJL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.