Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. febrúar 1953 Veðsetning verði heimil fyrir rekstrarlán i 1 Breylingartillaga í Efri deild. FRUMVARPIÐ um breytingu á veðlögum, sem fjallar um heim- ild bænda til að veðsetja einu nafni tiltekna flokka búfjár, fóður- birgðir og húsmuni er nú komið gegnum neðri deild óbreytt og var til umræðu í Efri deild Alþingis i gær. Ailsherjarnefnd hafði skilað áliti. í frumvarpinu var upphafiega ákvæði um það, að þótt veðskuld- ari flyttist búferlum, þyrfti ekki að þinglýsa veðgerningnum að nýju í þeirri þinghá, er hann flyttist í. ÖG FRÁ ALÞINGZ Sala á ríkisjörðum. SAMÞYKKX var í gær sem lög frá Alþingi heimild fyrir ríkis- stjórnina til að selja eftirtaldar jarðir: Prestsetursjörðina Kollofjarð- > arnes í Strandasýslu. Prestsctursjörðina Stað í Hróf- bergshreppi, Standasýslu. Ásmunclareyjar í Kaldrananes- hreppi, Strandasýslu. I TIL EINS ÁRS í SENN <► Þar sem slíkt gæti verið mjög * varhugavert fyrir öryggi veðá- byrgða, þá leggur allsherjar- - Æskulýðssíða Framhald af bls. 10 öflugustu þjóðmálahreyfingu líf. Þeirra er framtíðin. Þeirra er að axla þá bagga, sem fyrirrennar- arnir hafa bundið. Þess vegna leit um vér oss menntunar á sviði nefnd til i breytingartillögu að slík veðsetning sé aðeins heimil til tryggingar rekstrarlánum, sem veitt eru til ekki lengri tíma en eins árs í senn. Einnig er lagt til að húsmunir séu ekki taldir með í frumvarpinu. VAR FYRST UTBYTT 26. JANÚAR I Páll Zophoníasson hafði fram- I sögu fyrir allsherjarnefnd. Hann sagði m. a. að eins og frumvarp i þetta kom frá Neðri deiid hefði þessara mala. Þess vegna erum þag yerið >óalandi og óferjandi“. vér nú saman komin til þess ao; Jónsson benti og á það að fagna þeim árangri, sem náðst frumvarpi þessu hefði verið út- hefir með stjórnmálanámskeiði býtt fyrst í Neðri deild 26. jan. því, er í dag lauk á vegum „Varð- s_ j og hefgj það því þotið í gegn- ar“ félags ungra Sjálfstæðis- um deildina óbreytt og lítt at- manna hér í bæ. Við viljum hugað. biðja þeim, sem þar unnu saman blessunar inn á braut framtíðar- innar, hvar sem þeir kunna að hefja lífsstarf sitt, um leið og við hvetjum þá til þess að halda hátt merkinu með orðunum, „sjálf- stæði“, ,,frelsi“, og „framtak“. — KvennasíÖa — Hrefna Tynes Framhald af bls. 7 in hlýtur að miklu leyti að vera háð. Og svo er það skálinn okkar við Hafravatn í Mosfellssveit, sem við erum að láta byggja við, hefur senior-deildin aðallega for- göngu um þá framkvæmd. Ætl- unin er að hefja þar skógrækt og höfum við í því augnamiði fengið iand og lofun fyrir trjáplöntum. Hver sveit innan félagsins á svo að fá sinn reit til umráða og ræktunar. ERFITT AÐ GREINA ÁRANGURINN Annars er erfitt og jafnvel hæpið að gera of ákveðnar áætl- anir, segir frú Hrefna að lokum, — en höfuðmarkmiðið hlýtur allt af að verða eitt og hið sama: að koma einhverju góðu til leiðar, að keppa að sem heilladrýgstum árangri af starfinu. En eins og ég sagði áðan — skátastarfið er fyrst og fremst uppeldisstarf og þar er oft harla erfitt að greina hinn jákvæða árangur. sib. Hjátrú og... Framhald af bls. 7 heima í eldhúsinu. Kona nokkur sæmilega greind að öllu leyti, drekkur ekki vatn með matnum, því hún er hrædd um að fitna. Þessi ótti er ástæðulaus. Menn fitna ekki af því að skola matn- um niður með vatni. Meltingar- starfsemin verður aðeins hægari, vegna þess að magasýran þynn-. Ist. Önnur greind kona situr á hverjum laugardegi heilan Jclukkutíma í gufubaði til að ínegra sig. Hún tilkynnir hróðug sð hún hafi létzt urn hálft kíló í hvert sinn. Það er líka vitleysa. ílún megrast aðeins ef hún hættir að borða sætar kökur og drekka rjóma. Það sem hún sér renna «f sér í gufubaðinu, er ekki bráð- jn fita, heldur vatn, sem hún inn- Jekur aftur, þegar hún drekkur ýatn, te eða kaffi. . • <* n fíÁÐNING Á GÁTU DAGSINS: .* EVA. ÞÓRF LANSFJÁR Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, tók til máls. Hann sagðist skilja það mæta- vel, að þörf væri á slíkri lög- gjöf. Landbúnaðarurinn þyrííi meira lánsfé til reksturs. Hitt er annað mál, sagði hann, að hér er mikið vandamál, hvernig koma eigi formi þessa frumvarps fyrir svo að það sé lögfræðilega rétt. EN VANDMEÐFARIÐ MÁL Hér er því um efnislega nauðsyn að ræða en um form- ið hefði átt að leita álits fær- ustu fræðimanna, sem þyrftu að gerskoða málið, en veð- rétturinn er ein vandmeð- farnasta lilið lögfræðinnar. Spurði dómsmálaráðherra síð- an, hvort ekki hefði verið leit að álits Lagadeildar Háskól- ans í þessu máli. EKKI VAR LEITAÐ UMSAGNAR LAGA- DEILDAR! Páll Zophoníasson svaraði að þegar frumvarp þetta hefði komið til nefndar hefði verið orðið svo seint, svo skamrot til þinglausnar, að ekki hefði gefizt tími til að senda það neitt til umsagnar. Það upplýstist og að allsherj- arnefnd Neðri deildar haíði ekki heldur sent það til Laga- deildar. ni;ZT Atí AUGLYSA / MOHGUMBLAÐINU Eyðijörðina Kolgrafarsel í Eyr- arsveit, Snæfellsnesi. Kollafjarðarnes og Staður selj- fet ábúendum þeirra með því skil- yrði að þær verði gerðar að ætt- aróðali. Ásmunareyjar seljis* eiganda Ásmundarness. Kolgrafarsel seljist ábúanda Kolgrafa í Eyrarsveit. Breyting á skipulagsskrám sjóða. í NÝJUM lögum um viðauka við lög um eftirlit með opinberum sjóðum er gefin heimild til að stjórn Legatssjóðs Jóns Sigurðs- sonar á Böggvisstöðum, selji jarð ir sjóðsins. Þá er forráðamanni kristfjárjarðarinnar Reynis í Innri Akraneshreppi heimilt að selja þá jörð og hreppsnefnd Fl.iótsdalshrepps að selja krist- fjárjarðir hreppsins, enda verði andvirði allra þessara jarða í samræmi við ákvæði gjafa- bréfa fyrir þeim. Eftirlitsmenn opinberra sjóða verða og að mæla með sölunni til þess að hún sé heimil. T5LLÖGUR UM BREYTINGAR FYRIR 1. JÚLÍ í hinum nýju lögum eru og sett ar almennar reglur um að gefin skuli tímabundin heimild til að breyta skipulagsskrám opinberra sjóða, svo að heimilt sé að selja jarðir þeirra. Skulu forráðamenn sjóðs eða jarða senda tillögur til breytingar til félagsmálaráðuneyt isins fyrir 1. júlí þessa árs. FARI JARÐIR ÚR ÁBÚÐ MÁ SELJA ÞÆR Nú getur verið svo mælt fyrir í skipulagsskrá eða gjafabréfi að jarðeign sjóðs megi ekki selja. Slíkar jarðir má þó seija, ef þær eru lausar úr ábúð og enginn vill taka þær á leigu. Séu jarðirnar þannig að leggjast í eyði, þá iná selja þær þrátt fyrir ákvæðið í skipulagsskránni. TIL AÐ STUÐLA AÐ UMBÓTUM Lög þessi munu vera fram kom in vegna þess að fjöldi jarða er í eign opinberra sjóða, sem stofn- að hefur verið til með gjafabréf- um endur fyrir löngu. Nú eru aðstæður orðnar svo breyttar að ákvæðin í skipulagsskránum tefja fyrir eðlilegum umbóturn á jörðunum. - íþróflaþjálfarar Framhald af bls. 8. — Eg hef enn ekki séð íslenzka badmintonmenn leika íþróttina. Þó veit ég að þeir eru margir góðir miðað við allar aðstæður. Eg hef hins vegar séð nokkra af íþróttasölum Reykjavíkur og get hiklaust sagt að þeir eru mun betri en margir þeirra sem not- aðir eru til badmintoniðkana í Danmörku. — Þar er auðvitað notað hvert gólf, sem hægt er. — Já. I Danmörku starfa nú um 500 félög sem hafa badminton á stefnuskrá sinni. Mörg þeirra verða að notast við húsnæði sem ekki er gert til íþróttaiðkana. T. d. leigja sum þeirra sali í gisti- húsum. Jörgen Bach er talinn einhver fremsti badmintonþjálfari Dana, sem enn er eftir í röðum áhuga- manna. Hann mun dveljá hér um 4—5 vikna skeið. Verður hér í Reykjavík fyrstu þrjár vilcurnar en fer síðan til Stykkishólms og verður þar 1—-2 vikur, en hingað kemur hann á vegum þriggja aðila I.S.Í., Tennis- og badminton félags Reykjavíkur og Ungmenna íélagsins Snæfelis í Stykkishólmi. — Íþróttasíðan mun ræða við Jörgen Bach nánar, þegar hann hefur kynnst íslenzkum badmin- tonmönnum og aðstöðu þeirra. Leikfélagið nýtfi leikrit frnmsýnir ú morgnn Leiðréfting I TILEFNI af grein Arna G. Ey- lands í Mbl. 31. jan. s.l. skal þetta tekið fram: Grastegundin festuca rubra nefnist á íslenzku .samkvæmt ótvíræðri málvenju túnvingull, og skiptir hér ekki máli, hvort aðrar nafngiftir þykja eðlilegri. Það ræður því af líkurf), að ,ég á við festuca rubrg qg eingöngu fesíuca rubra, er ég ræði um tún- vingul. Viiðist það eðlileg krafa, að þeir, sem skrifa um grasrækt, eða vinna að grasræktarmálum kunni rétt skil á hefðbundnum íslenzk- um grasheitum. Með þökk fyrir birtinguna. 31. janúar 1953, Björn .Tóhanuesson. „Géðir eigsnmenn xofa heíma,rr effir Walfer Ellis NÆSTKOMANDI miðvikudag hefur Leikfélag Reykjavíkur frum- sýningu á nýju leikriti, er nefnist „Góðir eiginmenn sofa heima“.‘ Er það skopleikur eftir enska leikritahöfundinn Walter Ellis. — Leikstjóri er Einar Pálsson, en Inga Laxness þýddi leikritið. Þau Einar og Inga fara jafnframt með tvö af aðalhlutverkunum. BERLÍN, 2. febr. — í dag komu fleiri flcAtamenrr- irá ■ 'Aust.ur- Þýzkala’ndj: en hokkrú-’sinni fyrr, á einum degi eða .2500. HLUTVERKASKIPUN Með önnur hlutverk fara: Alfreð Andrésson, Gunnar j iBjarnason, Guðjón EinarssonJ Brynjólfur Jóhannesson, Einar Ingi Sigurðsson, Auður Guð-1 f mundsdóttir, Gerður Hjörleifs— ' dóttir, en þær leika nú báðar í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og Elín Ingvars-. dóttir. Leiktjöld eru máluð af Lothar Grund, en smíðuð hjá Gissuri Símonarsyni. Ljósameistari er Gissur Pálsson. UM HÖFUNDINN í ieikskrá er grein eftir Lárus Sigurbjörnsson um höfundinn Waiter Ellis, en hann er með reyndustu mönnum í sinni grein, enda kominn náiægt áttræðis- aldri, fæddur árið 1874. Hann hefur samið fjölda skopleika og sumir þeirra hafa hlotið miklar vinsældir. Fyrsta leikrit Ellis var sýnt 1911. „Góðir eiginmenn ..“ var fyrst sýnt árið 1940 og gekk þá í tvö ár. „ÆVINTÝRIГ SÝNT 35 SINNUM Leikfélagið hefur nú sýnt „Ævintýri á gönguför" 35 sinn- um við mjög góða aðsókn. Sýn- ingum á því verður haldið á- fram, þó verður næsta sýning ekki fyrr en á sunnudag, og verður það síðdegissýning. ,, VE S ALIN G ARNIR“ EFTIR HUGO Næsta viðíangsefni Leikfélags- ins verður „Vesalingarnir" eftir Victor Hugo. Hefur Gunnar Hansen gert leikritið úr danskri þýðingu og verður hann leik- stjóri, en árið 1928 sýndi Hansen ,.Vesalingana“ í leikhúsi sínu í Danmörku, og hafði þá sjálfur unnið leikritið úr sögunni með aðstoð Guðmundar Kambans. Að sjálfsögðu hefur Hansen nú stuðzt við þá útgáfu. MAEKtlS Éítir Ed Dodd * 't And maek and johnny aeö UNAWARE THAT BEHIND THfrM THE GBBAT SMASHINS* EIVEC CONTINUES TO ClSfi 1) — Það er orðið áliðið dags, Jonni. Við ættum að leita fyrir okkur að stað til að hafa nátt- ból á. — Já, en hvar ætti það að vera? 2) — Þessi glúfur hérna eru mjög löng og djúp og engar eyr- ar í þeim. — Sérðu smáhellana, sem vatn ið hefur holað í hamravegginn? 3) — Það verður ekki þægilegt að liggja þar, en náttúrlega má iotast við það. — Ég, Jonni Malotli, get sof- ið hvar sem er. 4) Markús og Jonni hafa ekki hugmynd um að fljótið fyrir of- an þá er uppbólgið af flóðinu, sem brýzt áfram líkast háum vegg. :.l ______________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.