Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 11
Þriðjuclagur 3. febrúar 1953 MORGVNBLAÐEB II Enska krýningin Framhakl af hls. 9 cfrynjandi fallbyssuskotí kL 4 um morguninn á krýningardagínn og hafi engu að síður haft þrek til að koma út á hallarsvafirnar 20 klukkustundum síðar ta að horfa á hátíða flugeldana, sem svifu um loftið í þúsundatali um mið- riættið. — „Reyndar var ekki laust við, að ég væri orðin. dálítið aum í tánum“, — skrifaði hún í dagbókina sína. NÍU UNGMEYJAB RF.RA SLÓÐA DROTTNINGAR En víst er um það, að þeir verða margir, sem ganga þreyttir og uppgefnir til hvildar í LonAon að kvöldi hins 2. júní n.k. Lög- reglulið og Rauðakrossmenn eru við öllu búnir. Þeir áætla fyrir- fram, að koma muni til 10 þús. yfirliða, að minnsta kosti, £ West- minster Abbey ag í manngrúan- um, sem bíður fyrir utan. Auð- vitað mun það, að míklu leyti fara eftir veðrinu. En sú, sem undir engum kring- umstæðum má falla í yfirlið er sjálf Elísabet drottning. Það er því engin furða þótt allar hugs- anlegrar varúðar sé gætt til að fyrirbyggja sem öruggtegast, að slíkt voða óhapp komi fyrir. Níu œttgöfugar ungmeyjár munu bera hinn þunga kyrtiMóða henn ar. Þegar móðir Elisabetar var krýnd, árið 1937, voru sex látnar nægja, en krýningarkápa drottn- ingar, sem krýnd er til þess að ríkja, er venjulegas síðari og þyngri af gullsaumuðu skrauti heldur en þegar drottningin er krýnd sem eiginkona víð hlíð maka síns. 'ic FILIPPUS HERTOGI RÉTTUR OG SLÉTTUBt i ÁHORFANDI Við skulum byrja þar sem hún kemur akandi til dómkirkj- unnar í lifrauðum kyrtíi og krýn ingarkupli úr sama efní og með sama sniði og sá er Vilhjálmur hinn sigursæli krýndíst í. Fyrir utan aðal innganginn standa hin- ir æðstu háklerkar landsins í her- legum skrúða og bíða drottmng- arinnar. Inngangan mun senni- lega taka um hálftima. — Virðu- leg fylking alls hins heízta stór- mennis Bretlands þokast hægt og tígulega að kirkjudyrunum: hertogar og háembættismenn, prestar og prelátar og siðan koma hin konunglegu tignarmerkí, bor- in á rauðu flosklæði. ' Drottningin gengur evn síns liðs ' — eða líklega verður það þannig. I Annars er ekki enn ákveðið hvert j muni hlutverk Filippusar her- toga við krýninguna. Við sjálfa athöfnina verður hann ekki ann- að en réttur og sléttur áhorf- andi, en mögulegt er, að hann fái að leiða konu sína í kirkjuna — um það verður hann að hiíta úr- skurði Elísabetar konu sinnar og hins 300 manna krýningarráðs. 'ÍC „GUÐ BLESSI DROTTNINGUNA” Sjálf krýningarathöfnin hefst með svo kallaðri viðurkenningar- athöfn. Elísabet gengur upp á nokkurs konar ræðupalí i miðri dómkirkjunni og snýr sér síðan hægt í hring þannig, að altir við- staddir geti séð hana vel og greini lega á meðan að erkihískupinn f jórum sinnum, með hárri röddu hvetur söfnuðinn til að kannast við drottningu sína. Tandurhreinir og prúðir ung- sveinar úr Westminsfer sltóla, klæddir hvítum knipplirsgaskikkj um, hrópa á móti fyrir munn íólksins: „Guð blessi drottning- una“. Og siðan er krýningareið- urinn unninn. Drottningin er færð úr rauða möttlinum og hin. hátíðlega smurning fer fram fyrir framan þáaltarið. Samkvæmt gamalli hefð á brezkur þjóðhöfðingi að smyrjast á enni, brjóst og hend- ur, en árið 1838, þegar Víktoría drottning var krýnd var brjóst- smurningin niðurfelld af „íil- hlýðilegri háttvísi", þar sem kona var annars vegar. Væntanlega verður sama hátt- vísi viðhöfð árið 1953. * KOMIÐ FRÁ HIMNUM OFAN Smurning þjóðhöfðingja var innleidd í Englanöi með hinum kristna sið og meðal hinna fyrstu „Diottins smurðu“ var Egford konungur árið 785. Smurnings- smyrsl Hinriks konungs IV. var sérsíaklega heilagt enda var álit- ið, að það hefði komið beina leið af himnum ofan til Tómasar þá- verandi erkibiskups. Þetta dýr- mæta smyrsl entist kynslóð fram af kynslóð í ágætu ástandi og var notað við aiiar konungs- smurningar í Englandi þangað til hin vandfýsna Elísabet I. kvartaði undan, að lyktin af því væri hvimleið og baðst undan, að hún yrði smurð úr þvi til drottn- ingartignar! ic UPPSKRIFTIN AÐ KONUNGS-SMYRSLIND ER LEYNDARMÁL í dag er hið konunglega smyrsl úr olívusmjöri frá Palest- ínu, blandað moski og rósaolíu, ambri og kanel og vissri tegund af indverskum ilmjurtum. Upp- skriftin að því, sem er frá því um ái ið 1600 er geymd með mikilli leynd í lyfjabúð brezku konungs- hirðarinar. Smurningsathöfnín fer fram undir gullsaumuðum tjaldhimni, sem borinn er uppi af fjórum tignum hertogafrúm Tjaldhim- inn þessi eru síðustu leyfarnar af hinni gömlu smurningsathöfn, eins og bún tíðkaðist upphaflega og var þá til ætlazt. að hann væri nokkurs konar skýli fyrir kon- unginn þannig að hann væri ekki alitof berskjaldaður fyrir áhorf- endafjöldanum. -*r FÆRÐ í KRÝNING AR SKRÚBANN Eítir smurninguna er drottn- ingin færð í krýningarskrúðann af erkibiskupinum — fyrst í hinn svokallaða „Colobium Sindonis“, seni er ermalaus kyrtill, hvítur að lit, skreyttur knipplingum, síðan kemur Yfirskikkjan, úr skraut- lega útsaumuðu silki, og því næst Armill-borðinn, búinn glitrandi gullflúri, sem lagður er, Hkast slái, yfir herðar drottningarinn- ar. Og að lokum er það svo sjálf krýningarkápan — „Pallium Regale“, gerð úr purpuralitu gull brókaði. Kápa Viktoríu drottning ar reyndist of stutt fvrir Elísa- betu, svo að hún mun sennilega nota skrýðingarkápu föður síns, sem með lítilsháttar Iagfræingu, mun vera henni hæfilega stór. Klædd þessum skrúða gengur svo drottningin upp í hinn 600 ára gamla krýningarstól, sem bvggður er úr traustri eik og imdir honum hvílir hinn sögu- legi skozki krýningarsteinn. ic LÉTÐRAÞYTUU OG FALL- BYSSUSKOT GEFA TIL KYNNA AÐ — ELÍSABET ER KRÝND Og nú tekur hún við hinum konunglegu tignarmerkjum — gullsporarnir og konungssverðið eru borin fram og færð henni á táknrænan hátt. Ríkiseplið er lagt í aðra hönd hennar, veldis- sprotinn í hina. Kóngahringurinn er dreginn á fingur henni. Erki- biskupinn lyftir upp Játvarðar- kórónunni, glitrandi demöntum, og setur hana á höfuð drottning- arinnar. — Á næsta augnabliki glymur kirkjan af hornabiæstri og fallbyssuskotin þruma úti fyrir. — Elísabet er krýnd. Henni er færð biblía, sem hún kyssir á og móttekur síðan blessunina. Þegar lúðrar og fallbyssur eru þagnaðar stendur hún upp og gengur að hásætinu, sem einnig er frammi fyrir háaltarinu — þar tekur hún sitjandi við hyllingar- eiðnum — fyrst af Filippusi eig- inmanni sínum, síðan af erki- biskupinum og hinni löngu fy!k- ingu andlegra og veraldlegra höfð ingja — allra knékrjúpandi. -fr keisarakórónan DÝRMÆTASTA KÓRÓNA HEIMSINS Athöfninni lýkur með hinni svokölluðu næturvarðgöngu drottningarinnar, er hún sjálf fellur á kné. Síðan kemur loks- ins að því, að hún fái að draga sig í hlé — eða réttara sagt skríða knékrjúpandi til Játvarðar-kap- ellunnar, þar sem bíður hennar hirðþerna hennar og ljúffengar hressingar. Hér skiptir hún um kórónu og klæði — og þegar hún kemur út aftur er hún í hinum purpura- rauða rikismöttli og nieð keisara- kórónu á höfðinu. Hún vegur um 2 og hálf kg. og er sett ekki færri en 6000 gimsteinum. enda er hún ta.lin hin dýrmætasta kóróna sem til er í heiminum. * í SKRÚÐGÖNGU UM STRÆTI LUNDÚNA — MEÐ FILIPPUS SÉR VIÐ HLIÐ í þessum' skrúða ekur svo hin nýkrýnda drottning, Elísabet II. næstu klukkustundirnar í við- hafnarvagninum glæsilega, hægt og tígulega um stræti Lundúna- borgár. í þetta sinn fær hún þó vafalaust að hafa Filippus bónda sinn sér við hlið. Hafi hún, keik og óbuguð stað- ið af sér allt erfiði undangeng- innar athafnar, mun hún áreið- anlega ekki f’alla í yfirlið nú. Á SÍÐASTLIÐNU hausti var Jón Bárðarson fyrrv. bóndi í Drangshlíðardal 80 ára. Þegar ég kjmntist Jóni var hann orð- inn aldraður að árum. Hann vakti strax athygli mína, sem merkisberi hi-eysti og dugnaðar. Nú, þegar hann er byrjaður 9. áratuginn er hann ungur í fasi og hress í framgöngu. Á áttræð- isaxmælinu heimsóttu margir Jón í Drangshliðardal. Vini á hann marga en enga óvini, svo ekki var nema eðliiegt, að merkisdegi í lífi þessa heiðursmanns væri fagnað. Afmælisgestir dvöldu Jengi nsetur og skemmtu sér við söng og ræðuhölö. Jón gekk J ekki til hvíhi, þegar gestirnir , kvöddu, heldur byrjaði starf næsta dags með sama ábuga og aíorku eins og jáfnan áður. — Daginn byrjaði hann með því, að setja lömb á bíl, sem slátra áttl þann dag að Hellu. Og ekki lét hann það nægja, heldur fylgdi lömbunum og gætti þeirra á bíl- pallinurit 70 km. leið. Þegar ég hitti Jón eftir vökunóttina Og erfiði lambaflutningsins, var mér ljóst, hversu óvenjulegur þrekmaður hann er. Fullyrði ég, að ekki munu margir áttræðir menn geta þetta, sem hér hefur verið lýst. Þegar Jón var 18 ára drukfcn- aði faðir hans og eldri bróðir i fiskiróðri. Systkini Jóns voru mörg og flest ung, þegar þetta gerðist. Kom það því í hlut Jóna og Páls bróður hans að veita ágætri móður aðstoð við uppeldi systkinanna. Tókst þetta með prýði, og urðu þau Öll mannvæn- leg og vel metin, hvert á sínu sviði. Jón tók ástfóstri við Eyja- fjöllin og hefir jafnan dvalið þar. Lengi var hann bóndi í Drangs- hlíðardal og farnaðist vel. Nú hefir Þorsteinn sonur hans teki'ð við jörðinni og helöur áfram að bæta hana. Erfiði uppvaxtarár- anna hefir hert Jón og gefið hon- um_ mikið þrek. Ef til vill er þa'5 því að þakka, hversu vel kraft- arnir endast. Æfiatriði Jóns verða ekki rak- in hér, heldur eru þetta aðeins fáein orð um mann, sem ég hefi veitt eftirtekt og mér hefur þótt gott að kynnast. Vona ég, að hann megi lengi lifa og við, sem eigum þess kost að hitta hann, megu menn fcafa ánægju af hans milda brosi og njóta hans festulegu framkomu. í. J. - Sig&arvegarÍEifi Framhald af bls. 6 ust á ný og tóku ávexti og brunn- hjólin jusu vatninú. í þorpunum hljómaði hlátur barnanna og djúpar rákirnar eftir burðarólar á herðum gömlu konunnar máð- ust út. Úr jörðu, þar sem blóðið hafði áður stiknað, steig nú ilm- ur nýplægðrar moldar. * Ibúð óskast 4 hei'bergi og eldhús óskast til leigu nú þegar, helzt í Kleppsholti. 4 fullorðnir og eitt barn í heimili. Fyrir- framgreiðsla eftir samkomu lagi. Tilboð merkt: „Reglu- semi — 929“, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag kl. 5. Minniiigsrorð j HANN andaðist 8. nóvember | 1952 að heimili sínu, Steinholti, Eskifirði. | Jón var fæddur á Heiðarseli á i Síðu hinn 1. febrúar 1864 og ólst Söngfólk óskast í kirkjukór Háteígs- sóknar í Reykjavikurpró- fastdæmi. Upplýsingar gef- ur til 7. þ.m., Gunnar Sig- urgeirsson orgelleikari, sími 2626 eða Sigurður Birkis söngmálastjóri þjóðkirkjunn ar, sími 4382. Höfum fengið midnight blue kambgarn og fjórar aðrar togundir í kjól- og smokingföt. Ennfremur fjölbreytt úrval af fata- og frakkaefnum. VIGFÚS GUÐBRANDSSON & CO AUSTURSTRÆTI 10. Klæðskerar hinna vandlátu. ■JUIUÚUUM þar upp. Átján ára að aldri flutt- ist hann að Svínaskála við Reyð- arfjörð og vann að búskap hjá Jónasi Símonarsyni, bónda þar. um 10 ára skeið, en þá kvæntist hann Kristínu, dóttur Jónasar bónda. Fluttust ungu hjónin að Hólurn í Norðfiröi og bjuggu þar um skeið, settust síðar að á Stein- holti, Eskifirði, þar sem þaU dvöldust æ síðan. Grjótmelana kringum Stein- holt ræktaði Jón af öæmafáum dugnaði og haíði þar nokkurn landbúnað í hjáverkum. — Jón stundaði sjó nokkurn hluta æv- innar, en- annars alla algenga vinnu og iét aldrei verk falia sér úr hendi, en ha-nn var annálaður dugnaðarmaður og eftirsóttur til hverskonar starfa. Þau Kristín og Jón eignuðust einn son er dó ungur. En þau tcku sér til fósturs 5 börn, syst- urnar Lilju og Gunnþórunn-L Ein- arsdætur, Nikólínu Guðmunds- dóttur, Baldur Einarsson og Jón- as Þórðarson og gengu þeim í foreldrastað. Mun ástríki þessara fósturforeldra í garð fósturbarn- anna og ást fósturbarnanna iil fósturforelaranna sízt hafa ver- ið minni, en þar sern .eigin börn eru á heimili, enda sýndu þau þeirra fósturbarna, sem enn eru á lífi, hug sinn til fósturföðursins Jóns Steingrímssonar, ekki hvað sízt þau 13 ár, sem hann var blindur á báðurn augum. Jón missti konu sína fyrir mörgum árum, en heimilinu stýrði eftir það Nikólína Guð- mundsdóttir, sem ásamt Ba’dfi voru með fósturföður sínun tíl dauðadags. Jón Steingrímsson var einskqn ar samnefnari af barnslegri við- kvæmni og harðgerðri ksrl- mennsku. Hann var jötunn að burðum, svo rómað var og hikaði aldrei við að valda því, sem aðrjr réðu ekki við. En beztu stundir hans munu hafa verið, þeg-ar hann var »isð>barn í fangi sér. . Jón yar prýðilega vel greindur, hnyttinr. í orðum og fróður, enda stálminningur. Var ánægjuiegt að heyra Jón segja frá fyrir það hve vel og skemmtilega hann hag aði frásögninni, en harin kunni frá mörgum svaðilförum að segja og hreystiverkum, þar sem hann var eigi ósjaidan söguhetj- an, en þær sögur, sem hann var viðriðinn, bera karlmennsku hans og Kreysti órækt vitni. , Jón Steingrímsson var sviar mikill og minnti’á forníslenzkan. kappa, eins og þeim er lýst í sögum. Hann var greiðvikinn og hlýr í viðmóti og drengskapar- maður hinn mesti. • . Hann var jarðsettur á Eski- firði hinn 17. nóvember 1952 að viðstöddu fjölmenni. . T Þjóðin mætti eiga marga slita menn. Reykjavík, 1. febrúar 1953. E. Bj. .... * REZT AÐ AVGLÍ&A í MORGlMiLAÐlhu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.