Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 7
Efniviðurinn í reykvískum börnum er góður EITT glöggt merki um hinn öra vöxt Reykjavíkurbæjar á síðari árum eru hinar mörgu nýju skólastofanir, sem gefur að líta hvarvetna í bænum og sem tví- mælalaust eru ánægjuleg menn- ingarmerki. Þess er örskammt að minnast, að vígður var til notkunar nýr barnaskóli austur í Kleppsholti, sem ber nafnið Langholtsskóli og vestu^ á Haga- mel gnæfir annar stór og glæsi- legur skóli, Melaskólinn, þar sem um 1300 börn stunda nám. Skóla- byggingunni er ekki fulllokið, en er þó þegar orðin of lítil hinum mikla nemendafjölda, segir frú Helga Þorgilsdóttir, yfirkennari við skólann, en Kvennasiðan átti við hana samtal fyrir nokkrum dögum um skólastarfið, vítt og breitt. STÓR SKÓLABYGGING — OF LÍTíL SAMT — Þér hafið eflaust frá mörgu að segja af svo umfangsmiklu starfi. Svo að við byrjum nú á byrjuninni — hvenær hefjið þið kennslu á morgnana? t •— Klukkan O.Annars er það mjög' misjafnt. Skólabyggingin, þótt stór sé, er þegar orðin of lítil, svo. að nauðsynlegt er að þrisetjaj kennsluna á hverjum degi í nokkrum stofum og er eðlilega j að því mikið óhagræði bæði fyrir börnin og kennarana. — Hafa ekki orðið ýmsar breytingar á barnaskólaíræðsl- unni nú á síðari árum? — Jú, ein hin helzta þeirra er sú, að samkvæmt nýju fræðslu- lögunum taka börnin nú barna- skólaprófið, þegar þau eru 12 ára í stað 13 úra áður. Álít ég þá breytingu óheppilega, tel að börnin séu of ung, 12 ara, til að fara inn á unglingastigið. MÓÐURMÁLSKENNSLAN — Hvað getið þér sagt mér um móðurmálskennsluna í skólan- um? — Fleiri kennslustundir eru helgaðar islenzkunni en nokkurri annarri námsgrein. Hefir verið haft. sérstakt eftirlit með íslenzku kennslunni, sem ég tel mjög þarf- legt og sjálfsagt. Fyndist mér óhyggilegt og rangt að leggja slíkt eftirlit niður eins og kom- ið hefir til mála. — Er þágufallssýkin íilræmda í nokkurri rénun — eða máske hið gagnstæða? | — Hún gerir því miður stöð- ugt mikið vart við sig, en við vinnum á móti henm eftir megni og virðist, að vel hafi orðið á- gengt að undanförnu í þeirri baráttu. Yfirleitt er reynt að glæða smekk og tilfinningu barn- anna fyrir fögru og réttu máli.1 Þau eru látin gera stilæfingar og semja sjálfstæðar ritgerðir, þeg- ar fram í sækir. I segii- Hc.l'g.3 Þorgilsdótiir yfárkei Me^skóla Frú Helga Þorgilsdóttir. ÞÖRF Á SUNDI.AUG í VESTURBÆNUM — Er mikil áherzla lögð á íþróttakennsluna? — Leikfimi er tvisvar í viku hjá flestum aldursflokkwm og auk þess er svo sundkennslan. Þar erum við Vesturbæingar mjög illa settir að því leyti, að við höfum enga sundlaug, svo að við verðum að senda börnin austur í Sundhöll, sem þegar er^ yfirfull, svo að þar er sannarlega ekki á bætandi. Það er þessvegna aðkallandi nauðsyn, að bætt verði úr þessu ástandi með byggingu sundlaugar í Vesturbænum. — íþróttirnar eru annars yfirleitt mjög vinsælar meðal barnanna ( og sama má segja um handa- vinnuna, sem kennd er öllum börnum, sem náð hafa níu óra aldri, tvær stundir í viku þeim yngri en fjórar þeim elztu. j — Hvað um söng- og tónlist- arkennslu? j — Hún er heldur stutt á veg komin, enn sem komið er. Einu sinni í viku er sameiginlegur söngur og einnig eru kennd byrj- unaratriði i söngfræði og nótna- lestri. Ekki er hægt ennþá að koma við morgunsöng, þar eð anddyri skólans, er enn ofullgert, en þar mun hann fara fram og svo fljótt sem unnt er mun sá siður tekin upp. GOTT IIEILSUFAR — Hvað hafið þér að segja um heilbrigðismál og heilsufar inn- an skólans? | — Þau mál eru yfirleitt í góðu lagi og vel skipulögð. Við hvern barnaskóla eru fastráðin einn al- j mennur læknir, tannlæknir og hjúkrunarkona, sem hafa eftir- lit með heilbrigði barnanna yfir skólatímann þeim að kostnaðai- lausu. Hið sama er að sf'gja um lýsisgjafirnar, sem mikil regla er höfð á um og um ljósböð fyrir þau börn, sem álitið er að hafi þörf fyrir þau. Heilsufar hefir verið ágætt það sem af er vetrinum. Nú upp á síðkastið hefir þó nokkuð borið á ýmsum smákvillum eins og oft- ast vill verða, þegar líður að jólum og skammdegið gerist sem svartast. BÖRNIN LÁTA VEL AD STJÓRN — Hvað um hegðun og fram- komu barnanna? — Yfirleitt láta þau vel að stjórn, þó að nokkrar séu þar undantekningar eins og gefur að skilja í svo fjölmennum hópi. Ég held að mér sé óhætt að segja, að Melarnir séu „gott hverfi“, og kennararnir og skólastjóri eru b'raiunald a tils. l'/ * Mælikvarði á myndarskáp 3 tBzkumyndir eftir PH. Rouff Þrifnaóur smábarna ÉG á 18 mánaða gamla telpu, sem hefur allt í einu fengið þá flugu að vilja ekki setjast á pottinn. Annars var hún byrjuð að „segja til“. Ég skil ekki hvernig á þessu stendur, þar sem að öðru leyti er rólegt og gott barn. Hvað á ég að gera? Ráðholl svarar: Þetta vanda- mál yðar er mjög algengt, en ekki alvarlegt og hægt að leysa það auðveldlega með því að sýna skilning á þroskastigi barnsins Á öðru ári vaknar áhugi barnsins fyrir þessu atriði. Það kemst að því, að það getur stjórnað því sjálft, hvenær það þurfi að hægja sér, og því finnst það gaman. Það vill þó ekki að aðrir blandi sér í þetta gaman því einmitt á þessu þroskastigi vaknar þráin til að ráða sér sjálft. Ef móðirin er of ströng og legg- ur mikla áherzlu á að barnið fylgi settum reglum vill oft fara svo, að barnið sezt loks á pottinn, en hægir sér ekki fyrr en búið er að færa það í buxurnar aftur, að barnið þverneitar að setjast á pottinn og hefur engar hægðir í jafnvel nokkra daga. Af því leið ir meltingartruflun. Og þegar loks kemur að því að barnið hæg- ir sér, eru hægðirnar harðar og valda barninu sársauka. Réttast er því að láta barnið sjálfrátt á aldrinum frá 1—2 ára. Upp úr því verður neínilega löng unin til að „gera eins og hinir'* yfirsterkari. Þctta er sérkennileg peysa. Fram- stykkiff minnir einna helzt á abstrakt-málverk, og skiptast á þarna gulir og gráir litir. Klæffi- legt plagg fyrir ungar stúlkur. Þaff er elrlri ví«í nX 'invnr sítiIIi. ur felli sig við þaff almennt að spenna breilt beiti uian um mjaðmirnar. Tízkuhöfundarnir scgja þó margir hverjir að betta m»ni ei<va ertir að rvffja sér til rúms, svo þaff er ekki að vita, líLiiid Ciiiiiv ci'jar lau til leiðast. HÍBÝLAFRÆÐINGUR einn lét svo um maeii, ao eitt það, seni hafa mætti til marks um þrifna5> og hirðusemi húsmóður væri það, hve marga sópa og bursta húa notaði við heimilisþrifin, og, þaff sem meira er um vert, hvernig þeir væru hirtir. * Það er engum blöðtfrn um þa að fletta, að gólfskrubban, sópui inn og uppþvottabuístinn hverri húsmóðiir ómissandi, því miður, gleymist henni of að þessir þarfahlutir þurfa þ: og umhirðu við ekki síður ýmsir aðrir hlutir á sem skipa þar göfugri og meira áberandi sess. Minnumst þess að- „þeir eru saurugir, sem í saurinnia ganga“ og þurfa því eðlilega stö5' ugri umhirðu en hinir, sem minnaun mæðir á. 33 Hér eru nokkrar leiðbeiningar. uni notkun og þrif á gólfsópum. Yður kann að þykja þær hvers- dagslegar og óþarfar, húsmóðir góð, en þær eru gagnlegar enguts að síður og aldrei er góð vísa of oft kveðin: • Haldið sópskaftinu eins beinuJÍ og yður er unnt, þegar þér sópið. ’ • Notið hliðar sópsins til skipt.is,! þannig að hann bælist ekki um of * öðru megín. • Hvílið ekki með ot1’ miklum þunga á sópskaftinu, þa5 ' gerir yður óþarfa erfiði. • Gæti» ' þess að hengja sópinn ávallt upf>‘ að notkun lokirini, svo að þungi.1 skaftsins bæli ekki niðlir hárið. • Munið að losa allt ryk ogt' óhreinindi úr sópnum áður en þér • leggið hann frá yður. • Geymiðp1 gólfsópa og skrubbur í skáp, þa* sem nægilegt loft getur leikið umÁ þá til að komast hjá liinni hvirn- leiðu fúkku- og óþrifalykt, sem loftleysi hefir í för með sér. • Það er bæði failegra að mála sóp- skaftið og hentugra, hvað þrif snertir. • Þegar sóphárið er tek- ið að bælast, getið þér hresst upp á það með því að halda því stund- arkorn yfir sjóðandi vatnsgufu. og hengja síðan sópinn upp ál skaftinu til þurrks. • Gólfsóp- inn þarf að þvo ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti úr heitu sápuvatni, skola hann siðan úr volgu og hengja út undir bert loft; til þerris. • Mclaskólancmendur í frímínútúm. Sítrónur b sandl SÍTRÓNUR eru hollar, auk þess sem oft er gott að grípa til þeirra við matargerð. Eins og er fást þær í húðunum, en ekki er gott að vita, hvað það verður lengi. Einhver vildi ef til vill kaupa sér dálitlar birgðir, og skal því bent á það, að öruggast er að geyma sítrónur í þurrum sandi, þannig að þær snerti ekki hvora aðra. Ef sítrónurnar eru harðar og erfitt er að kreista úr þeim saf- ápn, ér ágæít ráð að ýlja þær Íítið eitt. Mbr tfóð rií5 EF parket-gólf yðar er orffiff ó- lireint, fáiff yður flösku af fljót- andi bÓDÍ (gott ísl. bón fæst i flestum verzlnnum) og mátulega. grófa stáíull. BeriS á lítinn bletí í eimt og nuddið nifí slálullinni, þnrrkið’ blettinn síffan vel mcff hreinni tusku. Þvoiff aldrei parket-gólf úr sápuvatni, en notið helelur fljót- andi bón til hreiasunar. Gætiff þess aff kanpa ávallt bóit sem inniheldur hreinsiefni, þv* arnar eru hálfsíðar, og kraginn ella er bónið gagnslaust til hreins er stór og stencíúr úpp 'að 'altah. núar. ' ' “ ' ___ Skemmtileg blússa úr silkipoplin. Það er rykkt undir berustykk- inu, eins og sézt á myndinni, erm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.