Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 1
16 síSur 39. árgangur 172. tbl. — Fimmtudagur 27. nóvember 1952 Prentsmiðja Morgunb laðsins. 53 vsrði afgreidd greiðsluhallalnas Úr áii fjárvcifmganefndar. í GÆR var lagt fx-am á Alþingi nefndarálit fjárveitinga- nefndar um frumvarp til fjáriaga fyrir árið 1953. Nefndin varð ekki sammáia um afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. I.eggur meirihlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með v þeim breytingum, sem hann ber fram á sérstöku þingskjali, en á það getur minni hlutinn, Hannibal Valdemarsson og Ásmundur Sigurðsson, ekki fallizt. Þó er minnihlutinn í mörgu samþykkur þeiih breytingartillögum, sem meirihlut- inn ber fram. Verður tillagnanna getið nánar hér á eftir. Fjárveltiuganefud hélt 35 í'undi um írumvarplð og tók til meðferðar og ræddi í sambandi við það 346 erindi. Lagði nefndin að venju mikla vinnu í að afla uppiýsinga um rekstur ríkisstofnana, og ræddi við marga þá menn, sem veita þeim forstöðu, og aflaði sér skýrslna frá þeiin, sem eigi náðist til. Er nefndarálitið allt hið vandaðasta. Undir nefndarálitið rita Gísli Jónsson, formaður og framsögumað- ur, Ingólfur Jónsson, Pétur Ottcsen, Jónas G. Rafnar, Helgi Jónasson, Halldór Ásgrímsson og Karl Kristjánsson. Nefndin hefur ekki að fullu lokið tillögum sínum. Rekstraryfirlit ríkissjóðs árið 1953 samkv. tillögum nefndarinnar: Tekjur samkv. frv...................... kr. 387.984.750 -f Tekjuhækkun............................ — 9.700.000 Tekjur alls kr. 397.684.750 Gjöld samkv frv........... kr. 351.955.159 + Gjaldahækkun.............. — 8.126.812 Gjöld alls kr. 360.081.971 Rekstrarhagnaður ........... — 37.602.779 Lie klmm NEW YORK, 26. nóv. — Áreiðanlegar heimildir innan samtaka Sameinuðu þjóðanna herma, að Tryggvi Lie sé reiðubúinn til að taka lausn- arbeiðni sína aftur og starfa sem aðalritari S. Þ. þar til kjörtímabili hans er lokið í febrúar 1954. Þéssar sömu heimildir herma að nú síðustu daga hafi ýms- ar vonir manna um sam- komulag um eftirmann Trvggva Lie farið út um þúfur. Til að forða ýmsum erfiðleik- um, sem slíku ósamkomulagi er samfara, hefur Tryggvi Lie þvi fallizt á að verða enn um sinn i stöðu aðalritara. Alls kr. 397.684.750 397.684.750 Níðurstöðutölur sjóðsyfirlits verða 402 millj. 644.750 kr. þar hagstæður greiðslujöfnuður 2 millj. 131.109 kr. Er Tekjur og gjöld. | Verða hér nú rakin höfuðatriði nefndarálitsins. 12 MILLJ. KR. HÆKKUN Samkvæmt frv. eru heildartekj urnar áætlaðar á árinu 1953 tæp- ar 388 millj. kr. Er það um 12 millj. kr. hærra en tekjurnar voru áætlaðar á fjárlögum yfir- standandi árs. Samkvæmt ríkis- reikningi 1951 reyndust tekjurnar alls 413,5 millj. kr., eða 115,5 millj. kr. hærri en áætlað var á fjárlögum það ár. Rekstrargjöldin urðu á því ári 304.5 millj. kr. og Framhald á bls. 2. Lækka skatta BAGDAD, 26. nóv. — Hin nýja ríkisstjórn í írak tilkynnti í kvöld að einstaka skattaliðir og útgjöld myndu verða lækkuð. Er þetta spor í þá átt, segir í til- kynningunni, að stöðva stöðuga hækkun framfærslukostnaðar. Tveir sendiherrar missa stöðurnar BELGRAD, 26. nóv. — 1 dag krafðist júgóslavneska stjórnin þess að ungverska stjórnin kall- aði sendiherra sinn í Belgrad heim þegar í stað. Þetta er svar Júgóslafa gegn þeirri kröfu Ungverja að sendi- herra Júgóslafiu í Budapest yrði kvaddur heim. Seeir i orðsendingu Júgóslafa til Ungverja að ásakanir þeirra á hendur júgóslafneska sendi- herranum í Ungverjalandi séu með öllu úr lausu lofti gripnar. — NTB-Reuter. Vilja kommúnista á brott Frakkar vilja endur- skoðun samninoa 'PARÍS, 26. nóv. — Franska stjórnin samþykkti í kvöld að endurskoða samninga Frakk- lands og Saar um efnahagsmál. Samningar þessir fjalla meðal annars um kolavinnsluréttindi Frakka í Saar. — NTB-Reuter. Verkfal! við New Vork höfn NEW YORK, 26. nóv. — Um 1000 hafnarverkamenn í New York hófu verkfall í dag, nokkr- um stundum áður en Queen Elisabet átti að leggjast að bryggju. Orsökin er sú, að leið- togar þeirra voru kallaðir fyr- ir nefnd er rannsaka á ólöglega stafrsemi í hafnarhverfunum. NTB-Reuter. , KAUPMANNAHÖFN Danski flugherinn ráðgerir byggingu radarstöðva viðs- vegar um Danmörku. Áætlun- in um radarstöðvarnar hefur enn ekki verið Iögð fyrir landvarnarráðuneytið. 1 PARÍS, 26. nóv. — Franska stjórnin samþykkti í aðalatriðum tillögu sem á að koma í veg fyrir að starfsmenn ríkisins séu skráðir félagsmenn ' stjórnmála-' flokka eða félagssamtaka, sem stjórnast láta af erlendum áhrif- um. Tillagan miðar að því að útrýma kommúnistum úr áhrifa- stöðum. — NTB-Reuter. 14 dauðadómar i nafni friðarins Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. PRAG, 26. nóv. — Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær er réttarhöldunum út af sekt 14 kommúniskra leiðtoga í Tékkóslóvakíu nú lokið og gengu þau samkvæmt áætlun. Hinn opinberi ákærandi í réttarhöldunum krafðist í dag „í nafni allrar tékknesku þjóðarinar og í nafni friðarins" dauðadóms yfir öllum sakborningunum. Ákærandinn, dr. Josef Urvalek, lauk þriggja tíma lokaræðu sinni í málinu með því að slá því föstu að hin framlögðu sönnunargögn og „játningar" sakborninganna hefðu Ijóslega sýnt svo ekki verði um villzt að þeir hafa ailir gerzt sekir um stærri afbrot en nokkur réttur i Tékkóslóvakíu hefur komizt i kynni við, að því er snertir njósnir og svik gegn hernum og skemmdarverk gegn ríkinu!!! Kunnur próíessor skrifar gegn handritaafhendinsíu n Danska ríkSsstjórnin ræðir við formenn þifiigf lokkanna um máiið Frá fréttaritara Mbl. í Kaupmaiunahöfn. O KAUPMANNAHÖFN, 26. nóv. — Kvöldblað Berlings ræðir í dag nokkuð um tillögu þá er ríkisstjórnin befur lagt fyrir formenn þingflokkanna varðandi afhendingu handritanna til tslendinga. Q Skýrir blaðið svo frá að mjög litlar líkur séu til þess að samkomulag um málið náist á þeim fimdi. Q Blaðið birtir í dag neðanmálsgrein um handritamálið eftir próf. Carsten Hög. Leggst greinarhöfundur gegn afhendingu handritanna og segir þá ríkisdagsmenn, seni atkvæði greiða með afhendingu þeirra, taka á sig þunga ábyrgð gagnvart danskri menningu og alþjóðlegum vísindum. Skipting manna í flokka má ekki ráða nlð- urstöðu þingsins í þessu máli. — Páll. Sovétríkin standa nú ein gegn indversku tillöffunni Vopnahlé á Kéren er undir þeim komið Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. NEW YORK, 26. nóv. — Stjórnmálanefnd S. Þ. kom saman til fundar í dag eftir 24 stunda hlé er gert var á umræðum um Kóreumálin vegna mikils hita í umræðunum í gær. Samþykkt var í upphafi fundarins í dag, að indverska miðlunartillagan í Kóreu- deilunni skyldi tekin fyrir fyrst allra tillagna, enda hafði hún borizt fyrst. Vishinskí gengur berserksgong En þegar minnst hefur verið á indversku miðlunartillög- una, er eins og komið hafi verið við kviku Vishinskis. Hana tilkynnti að Peking-stjómin hefði þegar vísað þessari til- lögu á bug. Fyrir atkvæðagreiðsluna hafði hann barizt sem Ijón fyrir því að tillaga Rússa í málinu kæmi fyrst tjl atkvæða. — RUSSNESKA TILLAGAN Rússneska tillagan gengur í þá átt að stofnsett verði 11 manna nefnd er fjalli um Kóreudeiluna og skuli í henni sitja fulltrúar 4 Anstur-Ev- rópurikja og til þess að mál hljóti samþykki nefndarinnar þarf % hluta atkvæða. Vishinskí deildi mjög hart á Þegar hillti undir vopnahlé í Kóreu varð Vishinskí-æfur. I stjórnmálanefndina í heild. —■ „Hér ríkja ekki lög, ekkert rétt- læti, ef fulltrúarnir með fulltrúa Bandaríkjana í broddi fylkingar ætla að beita okkur ólöglegri meðferð“. BREYTINGARTIL- LÖGURNAR t Síðan rigndi niður breytingar- tillögum við hina indversku til- lögu frá Vishinskí. Hann lagði til að vopnahlé yrði samið þegar í stað — að stofnað yrði 11 manna nefnd, sem fjalli um heimsend- ingu stríðsfanga — um samein- ingu hinna tveggja hluta Kóreu o. fl. — VILJA RÚSSAR FRIÐ EÐA EKKI ...... Það er nú Ijóst orðið að innan stjórrmálanefndarinn- ar er mikill áhugi á að leiða Kóreudeiluna til lykta og þykir fulltrúum almennt hin indverska tillaga stórt spor í þá átt. Vilji aðeins Rússar og • fylgiríki þeirra gagna til sam- komulags væri hægt að því er nú verður séð, að koma á vopnahléi í Kóreu. Innah stjórnmálanefndarinnar eru þó enn skiptar skoðanir um gildi indversku tillögunnar að því er varðar fangaskiptin en ýmsir fnlltrúar hafa stungið upp á nýjum leiðum til lausn- aa- þvi vandamáii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.