Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 9
Fimtudagur 3. jan. 1946 IORSUNBLAÐIÐ 9 „Sá byggir á klöpp, sem trúir á orku þjóðarinnar“ Á ÁRINU sem nú er að kveðja lauk hinni geigvænlegustu styrj öld, sem sagan segir frá. Almætti elds og stáls lagði í rúst jafnt bygð sem borg, vökv- aði akur og engi mannanna blóði, en hæll kúgarans traðk- aði á vilja og rjetti hins veik- ari. Þeim heljarátökum má nú heita lokið. I nafni jafnrjettis, bræðralags og ákvörðunarrjett- ar var sigurinn unninn. Honum var fagnað meir og af fleirum en nokkur dæmi eru til. Aldrei hafa jafnmörg mannshjörtu hlakkað og þakkað, sem yfir þeim sigri. Aldrei verða von- svikin svo víðtæk og hörmu- leg sem nú, ef út af ber. íslendingár vilja að sjálf- sögðu vera í tölu þeirra, sem slá skjaldborg um friðinn. — Við vitum að við erum þess ekki megnugir að ráða neinu í þeim efnum. Þeir, sem þá örlaga- þræði spinna, ht^yra ekki rödd svo fámennrar þjóðar. — Lóðs okkar gætir ekki á þeirri vog- arskál. Óskir okkar eru því ljettvægar. Vilji okkar van- mátta. En þótt við engu fáum um þetta ráðið. hugsum við um það og ályktum. Einnig og ekki síst vegna þess, að fari skriðan á stað, er nær víst að hún mun sópa burtu lífi íslendinga og fjármunum. Að treysta öoru væri óskynsamlegt. Við Islendingar verðum að byggja traust okkar á því, að nú þegar valdamönnum heimsins er Ijóst orðið, að ný styrjöld leiðir til tortímingar, svo að um er að velja að lifa í heimi frið- arins eða að lifa ekki, mun það glapræði aldrei framar henda, að til styrjaldar fái dregið. Reynist þetta ekki oftraust, verður ársins 1945 um allar aldir minst í sögu allra þjóða sem endis hins versta sjálfskap arvítis, er mannkynið hefir ,þjáð. En þess verður þá einnig og engu síður getið, sem upp- hafs þeirrar gerbreytingar á högum og háttum allra, er leiða mun af rjettri hagnýtingu atóm orkunnar í þágu nýrrar og áður óþektrar velsældar öllum til handa. Þétta er viðhorfið. Á öðru leitinu glötun. Á hinu gæfa. Aldrei hefir jafn mikið oltið á rjettu vali. Aldrei hefir valið sýnst jafn vandaiaust. í þessu liggja vonirnar. Sje skynsemi mannanna eigi myrkvuð, gifta þeirra eigi ofurseld illum örlög um, geta þær vonir varla brugð ist. Þannig hljótum við íslend- ingar að áykta. Og það sjónar- mið breytist ekkert, þótt aðra stundina dragi ský fyrir sólu, er nýir og nýir örðugleikar verða á vegi friðarins. Slíkt þarf engum að koma á óvart og ræð ur ekki úrslitunum. Það væri mikil yfirsjón ef ís- lendingar ljetu hugarvíl út af því, er þá kann að henda af ann ara völdum skyggja á þá stað- reynd, að án eigin dáða geta þeir einskis góðs vænst af fram tíðinni. I dag, á þessum síðasta degi ársins, degi reikningsskilanna, Áramóta-ávarp Óiafs Thors forsætisráðherra Ólafur Thors, forsætisráðherra, horfum við um öxl og spyrj- um okkur sjálfa hversu við höfum rækt skyldurnar á liðna árinu og hver farsæld hafi fylgt þjóðir keptu við okkur í þeim framtaki okkar. i efnum. Verður ný, þegar hinir Á áliðnu síðasta ári tókst, sem kunnugt er, að koma á víð- tæku samstarfi óskyldra skoð- ana og andstæðra afla, í því skyni að leitast við að sækja fram að því marki, er öll þjóð- Án efa veltur afkoma þjóð- arinnar í náinni framtíð mest á útveginum. Það er því gleðiefni að útvegurinn er einmitt sá at- vinnurekstur landsmannaa, sem mesta á sjer framtíð. Við búum við ríkustu fiskimið heimsins. Eigum afburða fiskimenn. Erum að afla okkur nýrra og fullkom- inna tækja. Þetta vekur bjart- ar vonir, en minnir jafnframt á, að betur má ef duga skal. Aflinn er aðeins önnur hliðin. Salan er hin. Og þótt vel sje nú búið í haginn og örugglega þyl^i horfa um aflamagnið, er þó allt í óvissu meðan markaður- inn er ótryggur. En einmitt í þeim efnum eru nú veðrabrigði í vændum. Á stríðsárunum höf um við selt tveim þjóðum alla útflutningsvöru okkar. — Nú strax, misseri eftir ófriðarlok, er sú breyting þegar á orðin, að þessar bjóðir kaupa aðeins % hluta útflutningsvörunnar, en 13 aðrar þjóðir V5 hluta hennar, þar af 3 þjóðir fyrir tæpar 40 miljónir króna. Hjer er þó miklu meiri röskun í vændum. Sú mynd skýrist! best með því að minna á, að aðalútflutningsvara íslendinga er sjávarajurðir. Aðalkaupand- inn hefir verið ein helsta út- vegsþjóð heimsins. Af því leið- ir, að samkepnin, sem allir vissu að nefjast myndi um breska markaðinn að ófriðar- lokum, er við Breta sjálfa. Það er ekki vænleg vígstaða. Við það bætist, að fremur er ólík- legt að við getum, a. m. k. í bili, horfið til fyrri úrræða og tekið upp saltfiskframleiðslu, svo 'verulega máli skifti. * En í þessu er ekkert nýtt. Þetta er það sem við vissum Við Islendingar höfuð ástæðu að í vændum var. Og af því leita uppi alla þá sem sjávar- afu^.ir vilja kaupa. Við vit- um þegar um marga og ieitum að fleiri. Við erum að kynna okkur óskir þeirra og vilja. Síðan munum við leitast við að afla þeirra tækja, sem með þarf til þess að geta sent þeim vöru okkar framreidda að þeirra ósknm. við verði sem þeir telja sjer hagkvæmt. Þetta hlýtur að vera kleift. Við eig- um það þrent. sem mest veltur á: Fiskimiðin, atorkuna og er- lendar ínneignir sem verið er að breyt.a í tæki. Þetta er það sem gera þarf og gert verður. Um aðferðirn- ar er að öðru leyti ekki fremur ástæða fyrir íslendinga að fjöl- yrða, en fyrir hygginn kaup- sýslumann að tilkynna vænt- anlegum kaupanda eða keppi- nautum hvað hann hyggst fyrir. Jeg endurtek því, að íslend- ingum á að vera heimil bjart- sýni um framtíð útvegsins. muna að við mistum af þeim feng, einkum hvað togarana áhrærir, þareð margar aðrar nýju vjelbátar, togarar og flutn ingaskip taka til starfa, loks hægt að sýna sjómönnum í verki, að afrek þeirra eru met- in að verðleikum og munu all- ir, sem starf hinna íslensku sjó m alltaf hefir þráð. í fátækt garpa kunna að meta, fagna því okkar og fámenni og aldagöml- ■al e'nlægni- um þrehgingum, hefir þráin I I eftir því að fá stofnsett hjer til áð gleðjast yfir því, hversu leiðir ekki, að nokkur ástæða sje til að örvænta. Línurnar eru aðeins að skýrast. Þær marka veginn. Nú gildir að leggja ekki árar í bát, heldur frjálst og öllum áháð menning- margt hefic gengið okkur í hag arríki aldrei kulnað. Og þegar inn og hversu giftusamlega við, hinn 17. júní í fyrra lifð- margt hefir farið okkur úr um óskastundina, braust þessi hendi á þessu ári. Stórhugur innri þörf út eins og leiftrandi og framsýni hafa ráðið hjer' róa lífróður á ný mið. Og það hugsjón, er lýst hefir og lýsa ríkjum. Er óþarft' að fjölyrða er einmitt það, sem íslending- mun okkur fram á veginn á um það, sem á hefir unnist. — ar ætla að gera. komandi árum. Eldur hennar Þjóðin þekkir sín eigin afrek. | yið tre„ctum þvi að fyrri bræddi ísinn. Fyrirheitið skóp ! Hitt skiftir þá líka miklu viðskiftaþjóðir ske]li ekki ■ lás friðmn. Afl hennar gaf okkur meiru, að við snúumst rjett við fyrir lifsþröfum okkari strax Þróttinn' lþví „sem framundan er, enda er Qg þrýnustu ófriðarþörf þeirra í rúmt ár hefir þjóðin geng- nn iuil Þ°rf að hafa gat a nllu’ sjálfra er lokið. Við bvggjum ið á þessari braut. Hún hefir Íaln rnil<i11 vandi sem okkur er það traust á eð]i málsinS) striðs verið stórstíg og harðgeng. Að nu a höndum. frsmlagi íslendinga og mikil- sjálfsögðu hnotið en aldrei fall vægi þeirra afnota af landi okk ið. Og enn er hert á göngunni. EKKI er auðið í stuttu ávarpi ar, er við af frjálsum vilja og Allar stjettir hafa lagt sinn að víkja nema að fæstu því, án þess að spyrja um áhættu skerf af mörkum. Þátttakan í sem framundan er Veljegmjer eða afleiðingar Ijeðum, þegar viðreisninni er almenn. Þess- því örfá atriði til umræðu, og mest reið á og þunglegast vegna er nú þegar búið að festa nokkuð af handahófi. horfði fyrir bandamönnum. En frámt að 200 miljónum króna Atvinnuíf íselndinga hefir okkur er ljóst, að hvorki gæt- í nýjum tækjum. Þar srf-er milli sem kunnugt er nú um skeið um við nje heldur óskum við 70 og 80 miljónum varið til staðið með blóma. Fjárhagurinn þess að lifa eiiífiega af náðar- kaupa á stærri og að öllu bet- er því góður. Erlendar inneign- brauði. Við viljum byggja fram ur búnum nýtísku togurum en ir miklar. Hjer eru nú ríkari tíð okkar á venjulegu lögmáli áður hafa þekst, og mörg sjer- menn en nokkru sinni fyrr, en samkepninnar. Við ætlum að lega vönduð flutningaskip hafa efnahagur manna þó jafnari en græða á því að selja þeim sem verið keypt. Er það fyrir það áður, vegna þess hversu allur græða á að kaupa af okkur. enn meira gleðiefni, sem j almenningur hefur efnast. En Þess vegna höfum við þegar víst er, að eigi mátti neinu 'mest er þetta stríðsfyrirbrigði. hafið undirbúning að því að EN ÞAÐ raskar ekki því, að bátaútvegurinn kvíðir nú þreng ingum, og því miður ekki að ástæðulausu. Því veldur lækk- andi verðlag sjávarafurða í Bretlandi, óttinn um töp eldri markaða og óvissan um hvað þá tekur við. Verðfaliið kemur okkur ekki á óvart, en hittir okkur þó að því leyti berskjald aða, að enn höfum við ekki fengið hin nýju tæki til að ljetta okkur baráttuna. Það verður því að játa, að nú eru góð ráð dýr. Tvö úrræði eru fyrir höndum. Annað er, að ráðast á framleiðslukostnaðinn, að reyna að koma á sem hag- sýnustum rekstri og mestum sparnaði, og, ef í nauðir rekur, að lækka kaupið. Ilitt er að brjótast táfarlaust í því að sækja inn á nýja markaði með öllum tiltækum ráðurn og treysta því, að hungraður heim- up kaupi góða matvöru því verði, sem með þarf til þess að útvegurinn fái borið sig. Iiin fyrri leið er öruggari, vegna þess að þar eigum við við okkur sjálfa. En hún er þó engan vegin auðfarin. Núverandi ríkisstjórn lítur á það sem höfuðmarkmið sitt að tryggja öllum íslendingum at- vinnu við sem arðvænlegastan atvinnurekstur. Hún játar að sjálfsögðu, að til langframa verði eigi unt að reka útveg- inn með tapi, en telur hinsveg- ar fullkomið nevðarúrræði að lækka lífskjör almennings í landinu, ekki síst sjómanna, sem mesta hafa áhættu og erf- iði. Til slíkra ráða einna og út af fyrir sig verður ekki gripið undir hennar forystu. Ef þrautreynt þykir. að annars sje ekki úrkosta, verður að hennar dómi samtímis að neyta ýmissa annara ráða. Verður þá hver og einn, ef að því kemur, að leggja sinn skerf af mörkum. !Með því og því einu móti verður eigi um verulegar fórnir að 1 ræða, þótt tekjur og eignir Iskerðist eitthvað tölulega. Frá ; þátttöku allra verður því ekki | Frarahald á bla. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.