Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. jan. 1946 • Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. , Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. rri j' • nr • , Trum a Sovjet Á SÍÐASTLIÐNU sumri kom út bók eftir ungverska rithöfundinn Arthur Koesler í London. Hún hefir vakið mikla athygli sem eðlilegt er. Er þetta safn greina, um stjórnmál og lífsskoðanir þjóða, en aðalefni hennar er um Rússland, eins og þar er umhorfs í dag, um núverandi stjórn landsins og kjör þjóðarinnar. Höfundurinn er víðfrægur maður. Hann var eindreg- mn fylgsimaður kommúnistanna rússnesku. Hann er sósíalisti, og dregur enga dul á_það, þ>ó hann sje orðinn harla fráhverfur valdhöfum Rússlands. ★ í sjerstöku tölublaði Lesbókar, sem, fylgir blaðinu í dag, birtast nokkrir kaflar úr þessari bók, er fjalla um hið rússneska stjórnarfar. Eru þeir teknir upp hjer, vegna þess hve lýsing Koestlers á ástandinu í Rússlandi er bygð á áreiðanlegum heimildum. Hann hefir dvalið þar í landi. Hann skilur rússnesku til fullnustu. Og hann hefir haft gott tækifæri til þess að afla sjer óyggjandi glöggra frumheimilda um stjórnarfar landsins, löggjöf, hagsskýrsl ur og margt er lýtur að líðan almennings. Síðustu áratugi hafa allmargir íslendingar hallast að þeirri skoðun, að keppa ætti að því, að koma hjer á hinu kommúmstiska þjóðskipulagi. Hvergi hefir það komist á íót í heiminum nema með þessari einu þjóð, —* hinni lússnesku. Fregnir af því, sem gerst hefir og gerist inn- an hinna rússnesku landamæra, hafa verið nokkuð óljós- ar. Sem eðlilegt er. Því stjórnin hefir allan frjettaflutn- ing og blaðaútgáfu í sínum höndum. Það er því eðlilegt, að áreiðanlegar skýrslur um hagi rússnesku þjóðarinnar veki athygli, þar eð þær gefa mönnum til kynna, hvernig hin stórfelda tilraun til þjóðskipulags eftir forskrift komm únismans hefir tekist, og hvers menn mega vænta með þeim þjóðum, sem síðar meir kynnu að eiga von á, að tilraun yrði gerð til þess að svipað stjórnarfar kæmist a hjá sjer. ★ Menn kunna að halda því fram, að okkur varði harla lítið um það, hvernig hin rússneská þjóð er á vegi stödd, bæði á hinu efnalega og andlega sviði, og hverskonar ítjórnarvöld það eru, sem þar ráða lögum og lofum. En hinir íslensku ffokksmenn rússn. stjórnarvalda hafa sjeð íyrir því, að enginn íslenskur kjósandi getur látið sig þetta einu gilda. Því svo fast er róið frá hendi hinna ís'lensku kommúnista, að þjóðin hallist á þá sveif, að hjer verði fyrr eða síðar gerð samskonar tilraun um stjórn lands vors, eins og nú hefir verið reynd í Rússlandi framt að því þrjá áratugi. Ætlandi er, að þeir menn, bæði hjer á landi og annars- staðar, sem þekkja ekki Rússland nema af afspurn, en hafa litið svo á, að þar væri að finna það fvrirmyndar- skipulag, er breytt gæti hverju landi af öðru í sæluríki, hefðu áhuga á að safna að sjer sem áreiðanlegustum heimildum að því, sem gerst hefrr og er að gerast með þeirri einu þjóð, sem tekið hefir upp stjórnskipun komm- únista. Enda hefir bók Koestlers, eins og fyrr segir, orðið mörgum kærkomin fræðslulind. Fjöldinn allur þeirra ís- lendinga, sem aðhylst hafa stefnu kommúnista, og talið bafa að stjófnskipulag þeirra myndi best henta íslenskri þjóð, hafa fylgt þessari stefnu og þessum flokki, vegna þess að þeir hafa baft alt of óljósar fregnir af þv'í, sem gerst hefir og er að gerast þar eystra. Óyggjandi þekk- ing á högum hinnar innilokuðu rússnesku þjóðar, mun opna augu íslenskra kjósenda fyrir því, hve fráleitt það er, að sú stjórnmálastefna, sem alið hefir núverandi stjórnarfar Rússlands, eigi nokkuð erindi til íslendipga. Lesendur Morgunblaðsins, sem fá bókarkafla Koeslers i hendur með þessu tölublaði, ættu vel að íhuga, hvað þessi fróði maður hefir að flytja þeim. Fyrir þá, sem af ókunn- ugleik hafa hallast að stefnu þeirra manna, sem ráða hinu mikla ríki í austrinu, verða kaflar þessir ærið umhugsunarefni. ÚR DAGLEGA LÍFINÚ 1946. VIÐ SKRIFUM 1946. Nýja ár- ið er komið. Hvað það færir okk ur, vitum við ekki, en við fögn- um nýja árinu og óskum hver öðr um gleðilegs árs. Það er heldur dauft yfir bæjarlífinu fyrstu dag ana. Margir eru þreyttir eftir há- tíðarnar. Hátíðisdagar eru hætt- ir að vera hvíldardagar. Menn nota hátíðina til að skemta sjer og margir eru þreyttari eftir vök ur og sællífi heldur en þó þeir hefðu unnið þessa daga. En nú eru hátíðarnar liðnar hjá að þessu sinni og lífið fer aftur að komast í sinn vana gang. Það er orðinn siður hjer í bæn um að verslanir allar eru lokað- ar 2. janúar. Þá fer fram vöru- upptalning. Ekki veit jeg hvers vegna þessi dagur hefir verið til þess valinn. Það kemur sjer illa eftir marga lokunardaga, að ekki skuli vera hægt að komast í búð. Húsmæðurnar kvarta yfir þessari lokun, sem von er. Væri ekki al- veg eins hægt að hafa vöruupp- talninguna þann 3. janúar, eða á einhverjum öðrum degi? En það er erfitt að fá menn til að breyta til frá hefðbundinni venju. • íkveikjuæði unglinga. GAMLÁRSDAGUR er að verða dagur ærsla og óláta hjá okkur. Menn gefa sjer venju fremur laus an tauminn og kanske er ekkert við því að segja. Það er ekki gamlársdagur nema einu sinni á ári, segja menn. Fullorðna fólk- ið ætti að hafa vit fyrir^sjer — þó langt sje frá að svo sje. En einna verst og hættulegast við ærslin á gamlárskvöld er íkveikjuæði unglinga á götunum. Það er orðið að fastri reglu hjer í bænum, að unglingar gangi um eins og brennuvargar og kveiki í öllu, sem logað getur. Má teljast hin mesta mildi, að ekki skuli verða stórtjón að þessu. Lögreglan ræður ekki við þetta brennuæði í unglingunum. Enda mætti það vera fjölment lögreglulið, sem gæti verið til staðar um allan bæinn til að koma í veg fyrir þenna hættu- lega leik. Munaði oft mjóu. ÞAÐ MUNAÐI oft mjóu að stórtjón yrði að íkveikjuæðinu á mánudaginn var. Á einni götu sá jeg unglinga koma með stærð- ar blys, sem þeir sveifluðu yfir höfði sjer og dönsuðu Indíána- stríðsdans með tilheyrandi ópum og óhljóðum. Sennilegt að blysið hafi verið tuska, vætt í olíu eða öðru eldfimu efni því það log- aði glatt. I sveiflunum og látun- um, sem tilheyrðu þessum leik, slapp tuskan fram af spýtunni og þeyttist undir bíl, sem þarna var nálægt. Piltarnir, sem voru með blysið, vissu ekki hvað þeir áttu að gera, cn það var þeim til happs, að eldurinn lenti framan undir bíinum. Hefði hann lent aftur undir honum, er ekkert sennilegra en að eldurinn hefði læst sig í bensíngeymi bilsins, og geta menn þá sagt sjer sjálfir, hvernig farið hefði. Skömmu á eftir sá jeg ungl- inga sem kveikt höfðu í ösku- tunnum og logaði þar mikið bál fast upp við húsið. En það voru ekki eingöngu unglingar, sem tóku þátt í þess- um leik. Það voru víða fullorðn- ir menn, sem ljeku sjer að íkveikjum. Jólatrjen sem hurfu. EINS OG kunnugt er, Fárust jólatrjen seint til landsins að þessu sinni og var mikil eftir- spurn eftir jólatrjám, enda munu margir hafa verið jólatrjeslausir að þessu sinni. En aðrir höfðu allfrumlega að- ferð til að afla sjer þessa jóla- skrauts. Rjett fyrir jólin kom bílhlass af jólatrjám til Blóm og Ávextir, sem átti að selja hjá versluninni. En um leið og bifreiðin nam staðar við verslunina, rjeðist fólk að bílnum og afgreiddi sig sjálft. EftiP augnablik var ekki eftir eitt einasta jólatrje á bílnum og „viðskiftavinirnir" allir komnir á bak og burt án þess svo mikið sem að þakka eigendunum fyrir sig. Daginn eftir komu tvær konur til þess að borfa fyrir jólatrje, sem þær höfðu tekið af bílnum. Aðrir sáust ekki. Þetta framferði fólksins er vit- anlega ekki annað en rán og und arlegt er það fólk, sem hefir haft ánægju af þeim jólatrjám sem þannig var aflað. En sagan er sönn, svo lýgileg sem hún kann að þykja. . IUiVMiMM'iVai'i■■■■»« pBHWWw«'aainraBnnrrcB«;B"**a*>**a*"iB'*'v*i»**'r9’rvaB ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■«aBH*aHirmmVgirraNfinuanai ! Á ALÞJÓÐA VETTVANGI I • » * ■■■■■■■■■■■■■■■(•■■■■■■■■■■■■■■■■■a.^VMS%ai.«aB«ft«.l!i(>A'» l Kröiur Rússa á hendur Tyrkjum HINIR frægu Grikkir Xeno- fons komust að sjó við Trebizond við Svartahafið eftir hina miklu æfintýraferð sína. Af skrifum Xenofons um ferðina má sjá að Grikkirnir fóru alla leiðina í jöfn um áföngum. — Hinir ótrauðu Rússar, sem fara líka í áföngum í utanríkismálastefnu sinni, kom- ust til Trebizond í s.l. viku. Enn /var^ ferðalag Rússa aðeins í orði. Það byrjaði í Tiflis, þar sem tveir prófessorar, S. R. Dzanashia og N. Berdzenishvili, skrifuðu brjef, þar sem þeir kröfðust, að 10.000 fermílur af Tyrklandi, — „vagga þjóðar vorr ar“ — ,sje þegar látin Rússum í tje aftur, þ.e.a.s. sovjetlýðveld- inu Georgiu". Brjef þetta var þeg ar birt í Izvestia, Pravda og Rauðu Stjörnunni, en þetta.eru málgögn stjórnarinnar, flokksins og hersins í Sovjetríkjunum. Tyrkir voru ekki mildir í svör- um. Kiazam Kara Bekir hers- höfðingi mintist þess, að Rússar hefðu áður krafist landa í Arm- eníu og við Dardanellasund og sagði, að Tyrkir skyldu berjast um hvern landsskika. — „Heim- urinn má vita, að sundin eru líf- æð Tyrklands, og Kars-sljettan hryggur þess. Tyrkneska þjóð- þingið veitti þegar meira fje til landvarna. Ekki lítur þó út fyrir að í odd.a skerist, þar sem svona á- gengni frá Moskva þýðir venju- lega það, að Rússar vilja fá stjórn málalegar tilslakanir. í þetta skifti var ekki gott að hengja sig í mannfræðina. Tyrkir segja, að Georgiumenn og Armeníu- menn í þeim hjeruðum, sem krafa er gerð til, sjeu undir 2% af íbúðunum. En Rússar höfðu miklar fyrirætlanir í huga. Á öll um hinum óralöngu vestur- og suðurlandamærum Sovjetríkj- anna er Tyrkland eina ríkið, sem ekki hefir stjórn hliðholla Sovjet. Rússar vilja breyta þessu, gera sig örugga í sessi hvarvetna. Ef að ágengni Rússa gæti orðið til þess, að stjórn hlynt þeim kæm- ist að völdum í Tyrklandi, þá mætti vel fara svo, að Rússar gleymdu landakröfum sínum. Ef svo færi ekki og Rússar næðu landsvæðum þeim, sem þeir eru að krefjast, myndi það vissulega styrkja aðstöðu þeirra mikið, því þá mætti segja, að Svartahafið yrði að mestu rúss- neskt innhaf. Rússar hafa nú um 45% af hinum 3200 km. löngu ströndum þess, og ráða þar að auki yfir þeim 15%, sem eru í Búlgaríu og Rúmeníu. Ef Rúss- ar fengju hjeraðið fyrir vestan Trebizond, myndu þeir bæta við sig 8% enn. Ef þeir fengju bæki- stöðvar við sundin, myndu þeir ráða ölgum og lofum á Svarta- hafinu öllu. Einnig líkar Rússum, sem þykir mikið til olíu koma, ekki við það að hafa hina ósam- vinnuþýðu Tyrki rjett hjá miklu olíuborginni Batum, og einnig við nýja olíuhjeraðið, sem þeir voru að komast yfir, — Azer- beidjan. í Moskva töldu Byrnes og Be- vin þessar aðfarir Rússa gagn- vart Tyrkjum vera eitt af þeim brögðum, sem Sovjetstjórnend- urnir eru vanir að beita fyrir ráðstefnur. Þeir mundu eftir því, þegar Rússar viðurkendu alt í einu austurríska stjórn, meðan á San-Franeisco-ráðstefnunni stóð, og líka hinu, þegar Moskva við- urkendi Lublinstjórnina pólsku rjett fyrir Yaltaráðstefnuna. — Einnig var hægt að skoða kröf- urnar á hendur Tyrkjum sem einn áfangann enn á leið Rússa að Miðjarðarhafinu. (Time 31. des. 1945.) Gerðu engar pantanir LONDON: Sænsk viðskipta- nefnd, sem í voru 50 verslunar- menn, og nýlega var í Bretlandi, fór heimleiðis, án þess að gera nokkrar pantanir á vörum. — Höfðu þessir menn ferðast um ýms iðnaðarsvæði. Einn af nefndinni ljet í Ijós mikil vonbrigði vegna þess, að ekki var hægt að gera miklar vjelapantanir í Manchester. — Honum hafði verið sagt þar, að slíka hluti yrði ekki hægt að afgreiða fyrr en eftir työ ár. Annar, sem kaupa vildi bóm- ullarvörur og karlmannahatta, hafði orðið fyrir svipuðum erfið leikum. Hann sagði, að Svíar myndu þá kaupa þessar vörur í Bandaríkjunum. Hann hjelt því fram, að Bretum myndi veita erfitt að keppa við Banda ríkin á þessu sviði, „nema þeir færu að láta hendur standa fram ÚV ermum“. , — (Telegraph).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.