Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. jan. 1946 Sfarfsmenn sfrætis- vagnanna ælla að byggja 39 hús n. k. sumar Hafa stofnað með sjer samvinnu- byggingarfjelag STARFSMENN strætisvagn- anna hafa stofnað með sjer byggingarfjelag. — Samvinnu- byggingarfjelag starfsmanna strætisvagna. Hefir fjelagið á- kveðið að hefja framkvæmdir á næsta vori, og hefir það þeg- ar sótt um lóðir undir 30 íbúð- arhús inn í Kleppsholti, við Langholtsveg og Holtaveg. Er ætlunin að ljúka þeim öllum á næsta sumri. Stjórn byggingarfjelagsins skipa: Kristján Sigurgeirsson, formaður, Einar Guðmundsson, gjaldkeri, Guðmundur Höskulds son, ritari og meðstjórnendur Sigurður Guðmundsson og Bald vin Sigurðsson. Rélegf gamlárskvöld GAMLÁRSKVÖLD var ó- venjulega rólegt, eftir því, sem lögregla og slökkviliðið hafa skýrt blaðinu frá. Slökkviliðið var kallað út þrisvar sinnum. — Til aðstoðar við slökkvilið ameríska setu- liðsins, er eldur hafði komið upp í herbúðunum á Melunum. — Búið var að slökkva er það kom á staðinn. — >á kveiktu börn óviljandi í litlu „Baðmull- arhúsi“ í Tjarnargötu 40. Búið var að slökkva, er slökkviliðið kom á staðinn: — Á aðeiens ein um stað var um íkveikju að ræða. — Það var í skúr skamt frá gróðrastöðinni. — Eldurinn var orðinn allmagnaður er slökkviliðið kom. — Því tókst fljótlega að ráða niðurlögum hans. — Nokkrar skemmdir urðu á skúrnum. Eftir því, sem lögreglan hefir skýrt blaðinu frá, var gamlárs- kvöld með því allra rólegasta sem verið hefir í nokkur ár. — Dansleikir fóru allir vel fram og hvergi mun hafa komið til alvarlegra handalögmála. Drengur verður íyrir bíl ÞAÐ slys vildi til á Sólvalla- götu á gamlárskvöld, að sex ára gamall drengur, Sigurður G. Þormar, Sólvalagötu 21, varð fyrir bifreið og fótbrotnaði á hægra fæti. Maðurinn, sem ók bifreiðinni sem var R-306, telur sig hafa sjeð drenginn rjett áður en slysið vildi til. Hafi hann þá hemlað bifreiðina, en hún runn ið nokkuð áfram. — Sláin fram an á bifreiðinni rakst á dreng- inn er fjell í götuna. Þegar far- þegi, sem var í bifreiðinni, kom út úr henni, stóð bifrqiðin of- an á fæti drengsins. — Maður þessi telur sig hafa lyft bifreið inni upp af fætinum. Farið var með drenginn í Landspítalann og gert þar að meiðslum hans, en því næst var hann fluttur heim til sín. Sjálfstæðisflokkurinn einn treystir dómgreind fólksins forseta Framh. af bls. 1. Listi Sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar hjer í bæ var birtur síðastl. sunnu- dag. Síðan hafa menn, hvar sem talið hefir borist að þessum efn um, lokið upp einum munni um, að listinn væri mjög vel skipað ur og líklegur til mikils fylgis ^ meðal kjósenda Reykjavíkur. Á listanum eiga sæti þjóð- kunnir menn, er mikið liggur eftir á sviði menningar. athafna heilbrigðis- og fjelagsmála. — V-egna fyrri starfa eru þeir vissulega líklegir til að halda svo á málum höfuðstaðarins, að hin frjálslynda framfarastefna Sjálfstæðismanna megi enn > njóta sín öllum bæjarbúum til aukinnar hagsældar. Axarsköft kommúnista. Auðvitað datt aldrei neinum , viti bornum manni annað í hug, en að listi Sjálfstæðismanna yrði að þessu sinni vel skipað- ur svo sem ætíð hefir verið. En kommúnistar gerðu rjett eitt axarskaftið í baráttu sinni, þegar þeir hófu umræður um listann, áður en þeim var kunn . ugt um, hvernig hann yrði skip aður. Þeir höfðu í blaði sínu og manna á meðal reynt að breiða það út, að lítil klíka hefði ráðið mannavalinu. Óheilbrigð hrossakaup hefðu átt sjer stað, en prófkosningin að engu höfð. Þegar almenningur nú sjer- listann, þá verður honum jafn- skjótt ljóst, að hjer sem ella hafa kommúnistar farið með staðlausa stafi. Um 10 efstu menn listans var algerlega farið eftir prófkosn- ingunni. Sú atkvæðagreiðsla fór fram meðal þúsunda af reyk- vískum kjósendum og átti sjer stað án þess að nokkur áróður eða togstreita kæmi fram með al kjósendanna. Og það er sannarlegt ánægj«efni og gefur fyrirheit um, að hjer hafi hin rjetta leið verið valin, hversu vel hefir tekist val þessarra manna. Hver þeirra um sig er ágætur af þeim verkum, er hann þegar hefir unnið, og allir í hóp eru þeir líklegir til góðrar samvinnu og sterkra átaka bæjarfjelag- inu til góðs. En hvergi kemur fram sú mynd klíkuskapar og einræðis, sem svo mjög auðkenn ir val efstu manna á lista kom- múnista. Bæjarfulltrúar kommúnista fylgislausir. Morgunblaðið hefir enga löng un til að fara að hallmæla ein- stökum mönnum á listum and- stæðinganna. Verður þó að segja eins og er, að fáir menn eru þar slíkir, að þeir komist með tærnar þar, sem frambjóð- endur Sjálfstæðismanna hafa hælana. Og hvert einasta mannsbarn í bænum veit, að a. m. k. sumir frambjóðendur kommúnista hefðu ekki fengið mörg atkvæði við prófkosningu meðal sinna eigin flokksmanna, hvað þá hjá öðrum. Hinir al- mennu flokksmenn kommún- ista eru sáróánægðir yfir skip- um lista síns, og telja að reynsl an hafi þegar sýnt, að Þess vegna fylgir fólkið honum sumir frambjóðendanna hafi þegar gert flokknum næg- an miska, þótt ekki sje bitið höfuðið af skömminni með því að hafa þá enn í kjöri. Þessu áliti hins almenna flokksmanns kommúnista fær það ekki haggað, þó að þessir fínu frambjóðendur láti viku- lega birta af sjer myndir í Þjóð viljanum. Það mundi engu breyta, þó að Þjóðviljinn birti mynd af þeim hvern einasta dag allan ársins hring. Einmitt vegna þess, að ráða- menn kommúnista vita um al- gert álits- og fylgisleysi sumra bæjarfulltrúa sinna, þá leyfðu þeir ekki, að fram væri látin fara prófkosning um listann innan flokksins, þrátt fyrir mjög háværar kröfur kjósend- anna um það. Forystumenn kommúnista í bæjarmálum vissu, að þeir mundu lítið fylgi fá, og þar sem áhugi þeirra fyrir opinberum málum er bundinn við forystu þeirra sjálfra er prófkosning, þ. e. hinn frjálsi ákvörðunar- rjettur fólksins sjálfs, eitur í þeirra beinum. Af þessum sökum hafa kom- múnistar illa samvisku vegna samsetningar lista síns og vegna þess, að vilji fólksins var for- smáður við skipun hans. Þess- vegna er nú reynt að gera það tortryggilegt og vekja óvild meðal Sjálfstæðismanna út af því, að vegna prófkosninganna var nokkuð breytt um skipun manna á listanum frá því sem áður var. Rógur kommúnista áhrifalaus. Þó að kommúnistar hafi þeg ar reynt að hefja róg á þessum grundvelli, mun hann verða á- hrifalaus. Úrslit prófkosning- anna voru vissulega slík, að fyrri bæjarfulh»úar Sjálfstæðis flokksins máttu vef við una. — Allir fengu þeif mjög mikið fylgi og var ljóst, að þeir nutu almenns álits meðal borgar- anna. Gagnstætt því, sem for- ystumenn kommúnista vita um sjálfa sig. Hitt er annað mál, að kjós- endur Sjálfstæðisflokksins telja á sama veg og kjósendur annara flokka, að bæjarfull- trúastaða sje ekki lífstíðarstarf, sem maður fái einkarjett á, þótt hann sje kosinn í það um sinn. Prófkosningin sýndi öruggt fylgi Sjálfstæðis-kjósenda við stefnu flokksins og forystu í bæjarmálefnum. En jafnframt kom á daginn það, sem liggur í mannlegu eðli, að margir kusu nokkrar breytingar á starfsliði. Þeir vilja gefa fleiri mönnum kost á að reyna sig og sjá, hvers þeir eru megnugir í störfum bæjgrfjelaginu til hags. Þetta er eðlilegt og sjálfsagt, og eng inn flokkur getur vænst þess, að halda fylgi um langan tíma, nema hann taki fullt tillit til þessarra eðlilegu óska hinna al- mennu kjósenda. Kommúnistar einir gera enga breytingu á forystuliði sínu. — Það er eðlilegt. Þeirra flokkur er steinrunninn kennisetninga- flokkur, þar sem vilji hins al- menna kjósanda ræður engu, en dutlungar örfárra forystu- manna öllu að svo miklu leyti, sem þeir lúta ekki fyrirmælum erlendis að. Slíkur flokkur hefir ekki neitt að gera hvorki við nýjar kenningar nje nýja menn. Hann þarf eingöngu á að halda tækj um, málpípum til að túlka vilja hinna raunverulegu einræðis- manna. Núverandi bæjarfulltrúar kommúnista hafa sýnt sig hæfa til þessa. Og þessvegna eru þeir látnir vera áfram. Fólkið var ekki spurt. En fólkið mun þá heldur ekki verða ákaflega gírugt að lcjósa þann lista, sem svo er til kominn. Sjálfstæðismenn eru flokkur hins nýja tíma. Sjálfstæðismenn hafa gagn- stætt þessu ætíð gætt þess að laga stefnu sína eftir kröfum tímans, svo að flokkurinn gæti ætíð verið raunverulegur for- ystuflokkur og oddviti í fram- sókn Islendinga til betri tíma. Alveg á sama hátt telur flokkur inn það vera sjálfsagt, að þeir, sem á hverjum tíma njóta mests fylgis meðal kjósendanna, verði trúnaðarmenn flokksins í þeim stöðum, sem almenningur trúir flokknum fyrir. Þessa hef ir ætíð verið reynt að gæta í starfsemi flokksins. En próf- kosningin er öruggasta leiðin þessu til tryggingar, sem enn hefir verið fundin. Það hafa aldrei fleiri ihenn tekið þátt í undirbúningi nokk urs framboðs á íslandi, en þessa framboðs Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Framboðið er ráðið og ákveðið af þúsund- um reykvískra kjósenda, án togstreitu til eða frá. Á sama veg mun koma í ljós, að aldrei hafa fleiri menn kosið nokkurn framboðslista á íslandi en þeir, sem kjósa lista Sjálfstæðismanna hjer í Reykja vík 27. janúar n. k. Konoye fyrirfór sjer LONDON: Fyrir nokkru framdi Konye prins, fyrrum forsætisráðherra Japana, sjálfs- morð. Hafði hann frjett, að taka ætti hann fastan fyrir stríðsglæpi. Glæpaöld í S.-Afríku LONDON: Mikill glæpafar- aldur gengu.r nú í Suður-Afríku Hafa refsingar fyrir ofbeldis- verð verið þyngdar mikið. T. d. verður vægasta refsing fyrir árásir og barsmíðar, fimm ára fangelsi. fyrir víxlspor tókst okkur að komast yfir örðugleikana þá. Nú rjett fyrir ófriðarlokin komum við á því stjórnskipu- lagi, sem allur þorri þjóðarinn- ar hefir trú á að henti okkur best. Það verður hlutverk nú- lifandi kynslóðar, ekki síst þeirra, sem ungir eru, að sanna okkur sjálfum og öllum heim- inum, að íslendingar sjeu þess megnugir að halða'uppi menn- ingarríki, sem þeir og þeir einir ráði og beri ábyrgð á, með því stjórnarformi sem þjóðin hefir kosið sjálf. Vegna þess tortímingarófrið- ar, sem verið hefir í heiminum undanfarin ár verður þetta enn örðugra. En við íslendingar skulum minnast þess, að oft á tímum hafa einmitt örðugleikarnir stælt þrek og þrótt þjóðarinnar til átaka, sem hrakspáir menn mundu hafa talið ofurefli. Við skulum vona að svo verði enn. Sumum mun hætta við að treysta um of á það, að við höf um nú eignast meiri fjármuni, mælt á mælikvarða peninga, en nokkru sinni fyrr síðan á söguöld. Einn þeirra Islend- inga, sem fyrir rúmri öld hóf merki frelsisbaráttu okkar, á tímum, sem myrkur grúfði yfir þjóð okkar og hafði grúft þá lengi, komst svo að orði: „Það eru ekki landkostir og blíðviðri og gull og silfur og eðalsteinar, sem gera þjóðirngf- farsælar, voldugar og ríkar, heldur það hugarfar og andi, sem býr í þjóðinni“. Þótt við eigum mik- ið ólært enn í því efni, hafa þessi orð að sumu leyti sannast á okkur Islendingum síðan þau voru rituð. Því meiri ástæða getur verið til þess að beina nú huganum að þvi að það verða ekki fjármunir, sem við höfum eignast á undanförn um árum, sem reynast munu einhlítir til þess að gera þjóð- ina farsæla og ríka, heldur það hugarfar og sá andi, sem býr með' henni. Það er trú mín að uppistaðan í hugarfarinu verði að vera það, sem okkur hefir um aldir verið kent að mest sje í heimi: Kærleikurinn. Það er ósk mín og bæn á þess um fyrsta degi ársins, að kær- leikurinn megi móta orð okk- ar og athafnir í sem ríkustum mæli nú og um alla framtíð. Að máttur kærleikans megi styrkja okkur og leiðbeina í samfje- lagi einstaklinganna og í opin- beru lífi. Þá hygg jeg að við get um horft með meira hugrekkil og með meiri von um farsæld fram í tímann. Með þessum orðum óska jeg öllum þeim, sem heyra mál mitt, gleðilegs nýjárs. Met í hjónaskilnuðum. LOND0N: Aldrei hafa ei morg hjón skilið í Bretlan og á nýliðnu ári. Þau voru a 1 rúmlega 31.000. Árið 19 Jskildu um 12.000 hjón í Bre landi, en enn hefir ek (verið kveðinn upp úrskurðui (hjónaskilnaðarmálum rúmle 500 hjóna íyrir árið 1945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.