Morgunblaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 8
 Miðvikudagur 28. febr. 19401 } 8 BDiiinHHiiHiniiflimiiiiimiiiiiiu Síöari hluti Litla píslarvottsins IHHIHIHHHIIUIIUniHUUIUUUflfll Síðasla afrek ranðu al uiliffunnar Svo varð aftur kyrð o" ró í kring um. Marguerite — jafn- vel meiri en hún kunni við, því a8 það olli henni óróa og kvíða. Hún gat greinilega heyrt reglu- legan andardrátt Armands, þar sem hann sat við hlið hennar. , Kerruglugginn, þeim megin sem hún sat, var opinn, og þegar hún hallaði sjer fram kom hressandi vindgustur á móti henni, líkast sjávarlofti, eins og hafið væri í nánd. Það var ekki aldimt og henni virtist sem nú væri farið gegn um víðáttumikla akra. Ofurlítill Ijós- bjarmi sást á himninum, en brátt l>eytti vindurinn skýjum fyrir og hann hvarf aftur. Marguerite horfði eins og í leiðslu upp í himinhvolfið og var einhver ró og þakklæti yfir svip hennar. Þessi litli hjarmi, sem hún sá rjett sem snöggvast, hafði djúp áhrif á hana, eftir myrkrið nndanfarið. Hún starði á skýin, sem stormurinn þeysti áfram. Bjarminn kom aftur og var nú enn skærari en í fyrra skiftið. Gullnum roða sló á hann milli skýjanöa ög hún sá ótal myndir í honum — dansmeyjar, sem ým- ist nálguðust eða fjarlægðust; stundum fóru þær hart yfir, svo hægðu þær á sjer aftur. Svo alt í einu kom máninn fram milli skýjanna, gyltur og leyndardóms- fullur, eins og hann hefði sprottið upp úr ósýnilegu hafi, langt burtu. Marguerite starði á þessar undramyndir í himinhvolf- inu og á mánann, sem óð í skýj- unum. En hvernig var þetta? Mán-, inn hafði komið upp til hægri — og það var austur — kerran hlaut því að fara tii norðurs — en Grécy — — — 1 hinni djúpu kyrð, sem grúfði yfir öllu, heyrði hún hljóma kirkju klukkna einhversstaðar langt í fjarska; það var miðnóttin, sem var hringd inn. Og nú virtist henni hiin heyra fótatak á blautri jörðinni, fótatak ,sem nálgaðist óðum. Hún var í einskonar leiðslu. Hún heyrði að kerruhurðin var opnuð og hressandi sjávarloftið ljek um andlit hennar. Hún fann að ein- Eftir Orczy hver kom og þrýsti löngum og heitum kossi á hendur hennar. Henni fanst hún vera dáin og að Gúð hefði í miskuririse'mi sinni opnað dyr paradísar fyrir henni. „Elskan mín!“, hvíslaði hann. Hún hallaðist aftur á bak í kerr unni og var með lokuð augun. En hún fann, að sterkar hendur leystu hlekkina af úlnliðunum og að heit- ar varir þrýstu á sárin. „Jæja ,elskan litla, það er betra svona — ekki svo? Nú þarf jeg að komast til veslings Armands!“ Hún var vitanlega í himnaríki, því' að hvernig gat jörðin látið henni í tje slíka himneska sælu? „Percy!“, hrópaði Armand ótta- sleginn. „Rólegur, kæri vinur!“, hvísl- aði Marguerite, „við erum í himna- ríki, þú og jeg-----“ En nú varð það skellihlátur, sem rauf hina djúpu næturkyrð. „I himnaríki, elskan mín!“ Og það var ekkert sem leyndi því, að gleðin var jarðnesk. „Ef Guð lof- ar, verðið þið bæði með mjer í Portel fyrir birtingu“. Svo varð hún að trúa því, að þetta væri veruleiki. Hún breiddi út faðminn og þreifaði fyrir sjer eftir honum, því að myrkur var í kerrunni. Hún fann, að hann hall- aðist upp að kerruhliðinni og var önnum kafinn við að losa hlekk- ina af Armand. „Snertu ekki á skítugri úlpu þorparans með þinni yndislegu hendi, hjartað mitt“, sagði hann glaðlega. „Guð minn góður! Jeg hefi í fulla tvo tíma verið í treyju þessa óþokka“. Svo tók hann með báðum hönd- um utan ‘ um höfuð hennar og þrýsti henni að sjer. í daufum bjarmanum, sem kom utan frá, gat hann sjeð andlitið, sem hann elsk- aði svo heitt og innilega. Hann horfði lengi inn í starandi augun. Hún gat aðeins sjeð móta fyrir andliti hans. Hún gat ekki sjeð augun og ekki heldur varirnar. En hún fann hann nálægan, og. hamingja hennar var svo mikil, að hún var nærri fallin í yfirlið. „Komdu út úr kerrunni, yndið baionessu ■-.j? * mitt“, sagði hann, og þó hún gæti’ ekkert sjeð, fann hún að hann brosti; „láttu hið hreina, himn- eska loft leika um höfuð þitt. Ef þú svo getur gengið, þá er veit- ingahús hjer rjett hjá. Jeg hefi vakið gestgjafann, sem reyndar mætti vera kurteisari. Þið Arm- and getið svo hvílt ykkur í hálf- tíma, áður en við höldum ferð- inni áfram“. „En þú, Percy? — ert þú ör- uggur ?“ „Já, vinur minn, við erum öll örugg þar til dagsbirtan kemur. Og við höfum nægan tíma til þess að komast til Le Portel og um borð í „Dagdraum', áður en minn kæri vinur, herra Chambertin, hefir fundið hinn virðulega fje- lága sinn, sem liggur kefldur og fjötraður í litlu kapellunni. Hvort gamli Heron mun ekki taka upp í sig, þegar hann getur opnað munninn!“ TTann lyfti henni út úr kerr- • unni. Hin snöggu viðbrigði og hið hreina og sterka loft, sem hún andaði að sjer, urðu þess valdandi að hana svimaði og hún gat varla staðið. En hún var svo innileg hamingjusöm, að einmitt þessar tvær hendur — af þúsund- uin á jörðinni — skylda verða til þess að grípa hana. „Geturðu gengið, yndið mitt?“, spurði hann. „Styddu þig við mig — það er stutt, og þú munt hress- ast við hvíldina“. „En þú, Percyf' Hann hló og í hlátrinum birtist innileg gleði yfir að lifa. Hún studdi sig við hann. Hann þrýsti hönd hennar að hjarta sínu. „Yndið mitt“, mælti haun og röddin skalf af geðshræringu. „Bak við skóginn þarna, langt burtu, eru hræðileg andvörp og kveinstafir, sem hljóma fyrir eyr- um mínum. Yæri það ekki ]nn vegna, yndið mitt, myndi jeg strax í íiótt brjótast gegn um skóginn og vera í París í fyrramálið“. Hann þrýsti hönd hennar, því að nýr ótti og skelfing hafði gripið hana. 'Tnu? 'm^^u/r^c^Á/rvu (. > T71 rægur skurðlæknir var að ■*- skera upp sjúkling. Ein hjúkrunarkonan átti að sjá um að koma með skál með köldu vatni, en var svo óheppin að hrasa og missa skálina, svo vatnið skvett ist á yfirlæknirinn og lak í straum um niður eftir baki hans, innan klæða. tJþpskurðurinn stóð upp á sitt hæsta er þessi atburður skeði og skurðlæknirinp varð að bíta á jaxl- inn til þess að fara ekki úr jafn- vægi er hann fjekk vatnsgusuna á sig. Þ.egar uppskurðinum var lokið stóð hjúkrunarkonan náföl og hrædd fyrir framan skurðlæknir- inn Ög bjöst við öllu því versta, og ’minsta kosti húðarskömmum. Læknirinn leit hvast á stúlkuna, en sagði svo: — Vitið þjer, systir góð, að það eru rúmlega 40 ár síðan bux- urnar mínar hafa blotnað þangað til nú! ★ I þorpinu Enchendorf í Suður- Bayern er nýlega búið að reisa minnismerki um lús. Á heims- styrjaldarárunum var þarna í þessu þorpi „aflúsaðir“, s,em kall- að var, og vegna þess var lögð járnbrautarlína til þorpsins. Yegna þessarar járnbrautarlínu óx vel- megun þorpsbúa, sem gátu nú auð- veldar komið afurðum sínum á markaði og nú er búið að setja lús í skjaldarmerki bæjarins! ★ . Sænski leikarinn Gösta Ekmann, sem dó í fyrra, sagði einu sinni: ■ „Hamingjan er ekki fólgin í því að vera hamingjusamur, heldur að vera ekki óhamingjusamur". ★ Bílstjórinn segir við lögreglu- þjón: Þjer ættuð ekki að kæra mig. Það sem jeg veit um bíla- akstur er nóg efni í heila bók. Lögregluþjónninn: Það getur vel verið, en það sem þjer vitið ekki utn bílaakstur gæti orðið til þess að fylla heilt sjúkrahús! ★ Konuhjartað. — Er það nauðsynlegt að þú troðir á konfektinu mínu, pabbi? XX. kapítuli. Draumalandið. T vasabókinni ,sem var í vasan- um á úlpu Jlerons, voru uokkur hundruð frankar. Það var skemtileg tilhugsun, að einmitt peningar þessa þorpára skyldu verða til þess að múta gestgjaf- anum í kránni, sem var í slæmu skapi yfir að vera vakinn. En peningarnir nægðu bæði til þess að múta honum og fyrir góðum mat og drykk. Marguerite sat þögul við hlið bónda síns og hjelt í hönd hans. Armand ,sem sat beint á móti þeim, lá með handleggina fram á borðið. Hann var fölur og þreytu- legur og starði á foringjann. Hann hafði bindi um ennið. „Já, kjáninn þinn“, sagði Blake- ney glaðlega. „Hróp þín og köll við kapelluna voru nærri búin að eyðileggja fyrirætlan mína“. „Jeg vildi komast inn til þín, Percy. Jeg hjelt að þorpararnir hefðu dregið þig inn í húsið“. Framh. atixs^lœ&í. TIL LEIGU 14. maí á Laugaveg 64, þriggja herbergja íbúð ásamt eldhúsi og geymslu. Hentugt fyrir iðnað eða saumastofu. Einnig fæst á leigu búð og bílskúr fyrir 2 bíla. Uppl. á skrifstofu Laugavegs Apóteks. EINS MANNS HERBERGI óskast til leigu nú þegar. A. v. á. Scyiað-funcUð KVENGULLÚR tapaðist í Hveradölum á sunnu- daginn. Skilist til Morgunblaðs- ins. TAPAST HEFIR brúnn karlmannshanski, vinstri handar, í Austurstræti eða Hafnarfirði. Finnandi geri vin- saml. aðvart í síma 9258 eða Jófríðarstaðaveg 8. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur Matstofan Brytinn, Hafnar stræti 17. POVL AMMENDRUP, klæðskeri, Grettisgötu 2 (horn- inu á Klapparstíg) sími 3311, saumar, hreinsar og pressar og breytir og gerir við karlmanns- föt. 1. flokks vinna. Sanngjarnt verð. Efni fyrirliggjandi. Tek efni í saum. FIÐURHREINSUN Við gufuhreinsum fiður, sæng- urfatnaði yðar samdægurs. —- Fiðúrhreinsun íslands. Aðalstr. 9 B. Sírni 4520. REYKHÚS HarðfUksölunnar við Þvergötu tekur kjöt, fisk og aðrar vörui til reykingar. Fyrsta flokk# vinna. Sími 2978. ■JCaupÁ&apw KARTÖFLUR valdar og ágætar gulrófur í heil- um pokum og smásölu. Þorstejna búð, Hringbraut 61, sími 2803, . Grundarstíg 12, sími 3247. HÆNSAFÓÐUR blandað — Kurl. Mais — heill Mais — Maismjöl — hænsamjöl — Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. Kaupi alskonar GAMLAR OG NÝAR BÆKUR Fornsalan, Hverfisgötu 16. GLÆNÝ RAUÐSPETTA Steinbítur. Sandkoli. Ýsa.- Reyktur fiskur. Útvatnaðar kinnar og siginn fiskur. Símar 5275, 2098, 1456. SILUNGUR í matinn í dag. — Kaupfjelag Borgfirðinga. Sími 1511. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugavegg Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Vi® sendum. Sími 1616. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28«. Sím,i 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirjiggjandi. Guðm, Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela*. glös og bóndósir. Versl. Alda*, sími 9189, Hafnarfirði. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00«- Sendum. Sími 1619. E FTIRMIÐD AGSK J ÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofasa Uppsölum, Aðalstræti 18. — Sími 2744. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela,, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 539&. Sækjum. Opið allan daginnx. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1* 2 og 3. Verð frá 0,40 au. kg. Sími 3448. VEGGALMANÖK og mánaðardaga selur Slysa- varnafjelag íslands, Hafnarhús- inu. ZION Föstuguðsþjónusta í Hafnar- firði. Linnetsstíg 2 kl. 8 í kvöld og Bergstaðastræti 12 C kl. 8 annað kvöld. Allir velkomnir. UNGBARNAVERND LÍKNAR í Templarasundi, opin alla þriðjudaga og föstudaga kl. 3—4. Ráðleggingar fyrir barns- hafandi konur 1. miðvikudag; hvers mánaðar kl. 3—4. Ý- % '•M.-r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.