Morgunblaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1940, Blaðsíða 2
2 MO RGUNBLAfiI© Miðvikudagur 28. febr. 1940. Flótti setuliðsin Bjarkarey Lá við að sprunga í ísnum stöðvaði undanhald þess i Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SKEYTI FRÁ STOKKHÓLMI er sagt frá hinum viðburðaríka flótta setuliðsins á Bjarkarey yfir ísinn til meginlandsins, að baki finsku víg- stöðvanna. Setuliðið sá fram á, að það gæti ekki haldið uppi vörn- um á eynni, vegna skotfæraskorts. Það ákvað því að flýja um nótt, svo að Rússar yrðu ekki varir við ferðir þess. En áður losaði það um allar fallbyssur. sem nokkurt útlit var fyrir að það gæti haft með sjer yfir ísinn. Það, sem eftir var, og hugsanlegt var, að Rússar gætu haft gagn af, var sprengt í !oft upp. FLÓTTINN YFIR ÍSINN. Eftir að myrkur var skollið á, á sunnudagskvöld, lagði setu- liðið af stað yfir ísinn á Bjarkareyjusundi. . Allir fóru á skíðum. Ferðin yfir ísinn var stórhættuleg, vegna sprungna og vaka, aewpi opnast höfðu í kúlnahríð bardaganna undanfarna daga. Svo kom líka að lokum, er setuliðið var komið miðja vegu til lands, að á leið þess varð stór sprunga, sem engin leið var að komast yfjr. Var ekki annað sýnna. en að leiðin til undanhalds væri Iokuð. * < Nóttin leið, og farið var að elda aftur. Jafnframt óx eftir- y^enting hermannanna. En forlögin ætluðu þeim ekki að falla fyrir morðtólum Rússa, a. m. k. ekki í þetta sinn. Sprungan lokaðist skýndilega og Finnarnir gátu haldið áfram ferð sinni yfir ísinn, og náð landi. Hjðlp Breta 03 Frakka til Finna Öiðugleikar vegna afstöðu Svía Rakst á tundurdufl og laskaðist Finska stjómin fyrirskipaði í dag, að fólk skyldi flutt burtu af 25 mílna breiðu svæði, upp af ströndinni, umhverfis Viborg-flóa. Er litið svo á, að þessi ákvörð- un sje bein afleiðing af uppgjöf Bjarkareyjar. Óttast er, að Rússar muni nú gera hörð og áköf áhlaup yfir ísinn 'og reyna á þann hátt að komast. á bak við Mannerheim- línuna. En á það er bent, að reynslan hafi sýnt að áhlaup yfir ísínn eru miklum örðugleik- um Ibundin. Hafa strandvarnir Finna reynst frábærlega vel. SÓKN ROSSA Ejps og búist var við, gerðu Rússar ítrekuð áhlaup á vestan- verðu Kirjálaeiðinu í gær, til þess að fylgja eftir Bjarkar- eyjarsigri sínum. En í hemað- artilkynningu Finna í kvöld seg ir að öllum áhlaupum hafi ver- tð hrundið og að manntjón í liði Rússa hafi verið gífurlegt. Barist var á nokkrum öðrum yígstöðvum á Kirjálaeiðinu, og tókst Rússum hvergi, að rjúfa varnarlínu Finna. í þessum bar- dögum mistu Rússar 18 skrið- dreka. * Eön var barist á Taipala-víg- fitöðvunum í gær, án þess að Rússum yrði nokkuð ágengt. t hernaðartilkynníngu Finna er FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Norskt skip siglir á kafbát Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. O íðustu þrjá dagana hafa ^ borist fregnir af fimm kaf- bátum, sem talið er að sökt hafi verið. Mr. Churchill skýrði frá þrem tilfellum, einu öruggu og tveim óvissum, í ræðu sinni í gær. 1 dag bárust fregnir Um að franski tundurspillirinn ,Simon‘ hefði sökt þýskum kafbát suð- ur hjá Kap Finis Terre, við suð- urodda Spánar. Sigldi tundur-> spillirinn 'á kafbátinn. I kvöld barst sú fregn “frá rgen að norskt skip, 950 smá- lestir, hefði siglt á kafbát í Norð ursjónum. Tók skipið isjónglerið (;periscopið) af kafbátnum. En ókunnugt er hvort báturinn sökk. Sjálft laskaðist norska iSkipið svo mjog, að skipsmenh urðu að bjarga sjer í bátana. Komst annar báturinn til hafn- ar í Noregi, en danskt skip tók mennina af hinum bátnum um borð, Síðast þegar frjettist var skipið ekki sokkið. Hefir björgy unarskip verið sent til þess að reyna að bjarga því í höfn. Frá frjottaritara vorum. Khöfn í gær. Oll veruleg hjálp til handa Finnum af hálfu Banda- manna verður algerlega undir af- stöðu ríkisstjórna Noregs og Sví- þjóðar komin' ‘, er aðalkjarni greinar, sem birtist á laugardag í enska tímaritinu „The Econono- mist“. Fer hjer á eftir útdráttur úr greininni: Enginn vafi leikur á því, að Bandamenn eru fúsir til að veita Finnum hernaðarlegá hjálp, en því má ekki gleyma, að aðal við- fangsefnið er að sigra Þýskaland. Ef sigurintí" yfir Þýskalandi yrði verulega torveldaður með því að koma Finnum til hjálpar, yrði hjálpin Finnum skammgóður vertíl i’r, eins og bersýnilegt er, þar sem ÞjóðVérjai' ertí bandaöienn Rússa. Hitt er ekki jafn-víst, að hjálp til handa Finnutíi þyrfti að koma í bág við hernaðaraðgerðir gegn Þjóðverjum, vegna þess að þeir erfiðleikar, Sem Rússar mæta í Finnlandi, rýra möguleika þéirra til að hjálpa Þjóðverjum. En. það er af landfræðilegum orsökum mjög erfitt áð koma'Finú um til hjálpar, og virðist ein- -angi’un landsins ætla að vei’ða eitt alvarlegasta vandamál þeirra. Sú aðferð að veita Finnum ekki annað en „hlutlausa“ aðstoð, t. d. með því að senda ekki annað en sjálfboðaliða og vistir, getur ekki ráðið neinum úrslitum í styrjöld- inni, þó að auðvitað sje hægt að ganga lengra á þéirri leið. Opin- ber íhlutun xxm Petsamo eða Eystrasalt er óframkvæmanleg. Það er því aðeins hægt að koma til hjálpar um Noreg og Svíþjóð og með samþykki stjórnarvalda þessai’a landa. Ef Bandamenn ætt.u að skerða hlutleysi þessara landa í þeim til- gangi að koma Finnum til hjálp- ar, myndi skapast alveg öfugt á- stand, því að þessar þjóðir yrðu að verja. hlutleysi sitt. Myndu þá .Bándamenn eiga í höggi við þær þjóðir, sem nú virðast eiga alla sína framtíð sem sjálfstæð ríki undir sigri Bandamanna. Þar að auki myndi þetta valda því, að Finnar mistu þá litlu hjálp, sem þeir nú njóta. Alt er því undir afstöðu þessara tyeg^ja Norðurlandaríkja komið. Ef þáu æsktu eftir hjálp til handa Finnum, lili málíð alt öðruvísi ut. Stefna Bandamanna væri þá sjálf- gefin. En Bandamenn get.i ekki Orustuskipið „Nelson“, FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Haldið leyndu Mr. Churchill skýrði frá því í ræðu sinni í breska þinginu í gær, að í desember s.I. hefði orustuskipið „Nelson“ orð- ið fyrir skemdum af segulmögn- uðu tundurdufli, en komist tíl hafnar af eigin ramleik, og mundi brátt sameinast flotanum aftur. Hafði tekist að halda þessu svo vel leyndu, að fyrst nýlega hefði þetta frjest til Þýskalands, er það gat ekki, lengur talist mikilvægt, að þessu væri haldið leyndu. „Nelson“ er éitt stærsta her- skip Breta. 35 þús. smálestir, systurskip orustuskipsins „Rod- ney“, sem kom hingað til lands á meðan á Alþingishátíðinni stóð árið 1930. Það getur farið 23 sjómílur á klukkustund. „Nelson“ og „Rodney“ voru bygð árið 1925, og þóttu þá glæsilegustu skip breska flotans. Síðan er „Royal Oak“ var sökt í Scapa Flow, hefir þessi flota- stöð ekki verið notuð, að því er Mr. Churchill skýrði frá. En Scapa Flow var besta flotastöð Breta, með tillíti til landvarna. Engu stóru-herskipi kvað Mr. Churchill hafa verið sökt, síðan er „Royal Oak“ var sökt, nema ,,Courageous“. Mr. Churchill skýrði frá því í ræðu sinnj, að Bretai', hefðu nú í smíðum 5 orustuskip. Churchiil gerði samanburð á styrkleika breska og þýska flot- ans. Hann kvað Þjóðverja eiga að eins tvö stór herskip og ekki get.a lagt í mikla sjóorustu, en Bretar gætu lagt í mikla sjóorustu á 3—4 stöðuin samtímis, og auk þess haft herskip út um öll höf í gæslu- og eftirlits skyni. Hann sagði, að í lok síðastliðins, árs hefðu Þjóðverjar verið búnir að missa belming kafbátaflota sítíS, og hafi kafbátafloti þeirra verið 70 í byrjun stríðsins, eins og ætlað hefði verið, væri mismnnur- liní 35. Churchill kvaðst efast um, að fleiri en 10 nýir kafbátar hefðu verið teknir í notkun í stað þeirra sem sökt hafði verið. (FÚ) Mr. Ghurchill og „hlð smðmuna- iega loga- sjónarmið“ f ræðu, sem Mr. Churchill flota- málaráðherra Breta flutti í breska þinginu í dag, ljet hann m. a. svo um mælt: Svo virðist sein Þjóðvérjar Setíi annarsvegar að hafa gagn af þvi, að brjóta hverskonar alþjóðalög og reglur um hernað, oft á fúl- mennlegan hátt, og krefjast. þess á hinn bóginn, þegar svo ber und- ir, að haldin sjeu í heiðri þau al- þjóðalög, sem þeir svo oft brjóta sjálfir. Hlutlausu þjóðirnar taka það óstint upp, er jeg segi þeim hvað þær ættu að gei’a, og fjargviðrast meira út af því, en þegar Þjóð- verjar sökkva skipum þeirra dag- lega og þær missa sjómenn sína í liundraða tali. Það er ekki nema eðlilegt, að breska stjórnin sje orðin þreytt á þessu. Breska stjórnin mun framvegis fylgja þeirri stefnu, að líta á þessi mál meir frá mammðar isjónarmiði heldur en frá smá- munalegu lagasjónamiði, og Alt- mark-atburðurinn sýnir, að þessi skoðun er að verða ofan á, ekki aðeins meðal Breta, heldur meðal allra menningarþjóða. Ejnar Munksgaard: Lítíl þfóð, stór bókmentaþjóð Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende birtir í gær viðtal við dr. Ejnar Munksgaard bókaútgefanda, í til^fni af 50 ára afmæli hans í dag. í viðtali þcssu segir Munksgaard meðal annars að ísland sje dæmi upp á það, að bókmentirnar geti gert jafnvel hina minstu þjóð að stórþjóð á menningarlega vísu. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.