Morgunblaðið - 13.01.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1935, Blaðsíða 5
M O R <] 1 NRLAÐIO Sunnudaginn 13. jan. 1935. m i !!!«-*——>"• - — jöfnu harðar úti við samdrátt heimsverslunarinnar en önnur lönd og þolir hnignun hennar ver en þau. Hinsvegar getur hin minsta aukning útflutningsins haft víðtækari áhrif á afkomu almennings hjer á landi, en þar isem framleiðslan er fjölþættari. ísland hagnast landa mest á verkaskiftingu þjóðanna og frjálsi verslun. Af þessu, sem að ofan er sagt, -er það og ejnnig Ijóst, að tolla- og haftastefna sú, sem á und- anförnum árúm hefir farið sig- urför um heiminn er því geig- vænlegri fyrir ísland og búskap þess en fyrir aðra, sem fá lönd eru svo fjarri því sem ísland að geta framleitt nauðsynjar sín- ar. — Þetta þýðir í rauninni ekki annað en það, að fá lönd álfunnar hagnast eins á verkaskiftingu þjóðanna og ein mitt Island. Má jafnvel svo sterkt að orði kveða, að bú- skapur íslands og fjárhagsaf- koma grundvallist á frí- hyggju þjóðanna í viðskifta- málum. Islendingar eru meira en flestir aðrir „innstiltir“ á verkaskiftingu þjóðanna. Þeir hafa í fullu trausti á arð- semi hennar að miklu leyti einskorðað sig við framleiðslu þeirrar vöru, saltfisksins, sem þeir vegna kunnáttu og ýmissa annara aðstæðna höfðu betri skilyrði til að framleiða en flest ar aðrar þjóðir. Jafn rjett og þetta var, meðan útflutningur okkar var frjáls og óháður, eins sjálfsagt er það nú, eftir að alger stefnubreyting frá frjálsri verslun hefir átt sjer stað, að vinna að því að gera útflutn- inginn fjölþættari. Kaupgetan út á við og gjaldeyris- skamtanir. I sambandi við hina miklu utanríkisverslun íslands, var bent á það, að þetta þýddi ekki annað en það, að mikill hluti allrar framleiðslu landsmanna gengi til útflutn- ings eða til skifta fyrir erlend- ar vörur, sem er það sama. Búskaparlífi okkar er svo háttað, að aðeins tiltölulega lít- ill hluti af heildarkaupgetu landsmanna gengur til kaupa á íslenskum vörum, held- ur leitar hún út á við og beinist að vörum af erlend- . um uppruna, sem hjer eru ekki framleiddar. — A það má einnig benda, að sje að ein- hverju leyti um aukna kaup- getu að ræða, hvort sem það nú er vegna mikils útflutnings eða erlendra lána, þá verkar þessi aukni kaupkraftur aðeins að litlu leyti örvandi á annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, sem sje sjávarútveginn, því að þótt auknar tekjur einstakling- anna sjeu fyrir hendi, þá kaupa þeir að jafnaði ekki meira af t. d. fiski eða öðru því, sem þessi grein búskaparins lætur í tje. Með landbúnaðinum er aftur öðru máli að gegna. Hjá öðr- um þjóðum, sem fjölbreyttari framleiðslu hafa, er þetta að jafnaði með dálítið öðrum hætti. Þar beinist aukin kaup- geta minna til annara landa, og er þar af leiðandi notadrýgri fyrir atvinnulíf og framleiðslu þessara þjóða. Þessi sjerkenni, sem hjer hefir verið drepið á hafa haft veigamikil áhrif á ut- anríkisverslun undanfarinna ára, og þá sjerstaklega í sam- bandi við þau erlendu lán, sem ríki, bæjarfjelög eða einstak- lingar hafa tekið á þessum ár- um. En út í það er ekki tæki- færi að fara hjer. Aftur á móti er óhjákvæmi- legt að vekja athygli á því, að þetta sjerkenni á viðskiftalífinu fær alveg sjerstaka þýðingu, þegar hið opinbera leggur inn á þá braut að skamta innflutn- inginn og ráðstafa erlendum gjaldeyrir með tilliti til þess að draga úr vöruinnflutningi. Er þá mikið undir því komið, að þeir menn, sem mestu ráða um skipun þessara mál beri gæfu til að skilja eðli viðskifta okkar við útlönd, og þá staðreynd, að eins og nú er ástatt, er óhjá- kvæmilegt annað en að veruleg- ur hluti heildarkaupgetu lands- manna leiti til annara landa. — Menn kunna að hafa skiftar skoðanir um nauðsyn innflutn- ingshafta, en það er alveg víst, að sjeu menn ásáttir um að nota þau af gengis- eða gjald- eyrislegum ástæðum, þá hljóta allir að ýíðurkenna, að strang'- leiki haftanna^getur og má ekki miðast við annað en hina rjettu kaupgetu í landinu. Það er að vísu ofur auðvelt að takmarka innflutt vörumagn eftir vild, en sje sú takmörkun ekki í samræmi við kaupgetu landsmanna, þá er hún á kostn- að almennings. Þáð er hinn megnasti misskilningur, að hægt sje að koma á innflutningshöft- um, sem ætlað er að bægja frá innflutningi, án þess að þau hafi í för með sjer almenna verðhækkun, og þar með lækk- un raunverulegra launa almenn ings. Með því sem hjer er sagt um það, að innflutningurinn eigi að stjórnast af hinni rjettu kaupgetu, er ekki átt við annað en að jafnmikið sje flutt inn og landið er fært um að standa skil á. — Hvellur sá, sem um þetta varð í blöðum landsins, í sam- bandi við umræður um hin nýju gjaldeyris- og innflutningslög, er sprottinn af misskilningi, eða einhverju enn verra. Þröngur markað- ur útflutningsins og slæm aðstaða til verslunarsamn- inga. Eitt af þeim sjéVkennum á íslenskri utanríkisverslun, sem getið var um hjer að ofan, var hin fábreytta skifting útflutn- ingsins, sem aftur hafði í för með sjer, að markaður fyrir helstu útflutningsvörur okkar takmarkast við fá lönd. Nægir að benda á, að 53% af öllum útflutningi okkar fer til aðeins þriggja landa, sem við kaupum aftur sáralítið af. Á þeim hafta tímum, sem nú standa yfir, get- ur þessi skifting haft örlaga- ríkar afleiðingar fyrir alt bú- skaparlíf í landinu, og veikir aðstöðu okkar í hverskonar samningagerðum um viðskifti við þessi lönd. Þetta hefir og þegar sýnt sig. Með skömtun á saltfisksinnflutningi vorum til Spánar stóðum við algeidega varnarlausir, og þó svo rætist úr því máli, sem raun er á, þá er það einungis að þakka þeim skilningi, sem spönsk stjórnar- völd sýndu á hinum sjerstæðu þörfum íslenskrar utanríkis- verslunar. En hjer þarf ekki að vitna í það, hvað hefði getað orðið, ef Spánverjar hefðu beitt haftastefnu sinni út í æsar gegn okkur. Við höfum þegar dýr- keypta reynslu að baki oss, sem sýnir, hvernig hægt er að láta okkur sæta afarkostum í samn- ingum við önnur lönd, þegar um það er að ræða að halda þröngum markaði opnum fyrir þýðingarmikla útflutningsvöru. Er í þessu sambandi skemst að minnast þess, hvernig Norð- menn hafa hvað eftir annað notað sjer af hagsmunum þeim, sem við áttum að gæta á norska saltkjötsmarkaðinum, . til að knýja fram hlunnindi, sem voru miklu meiri, en þeir með nokk- urri sanngirni gátu krafist. Á undanförnum árum hefir verið unnið að því að verða óháðari norska márkaðinn, og fer vel á því. — Ber mikil nauðsyn til, að slíkt starf verði einnig hafið í sambandi við saltfiskmarkaði okkar. Framh. •* —i «g§> 1— Lárus H. Bjarnason fyrv. hæstarjettardómari Lárus BjarUason liæstarjettar- dómari varð 68 ára. Hann var fæddur 27. mars 1866 í Flatey, sonur Hákonar Bjarnasonar kaup- manns, prests Gíslasonar og Jó- hönnu Þorleifsdóttur prófasts Jónssonar í Hvanimi. Hann varð stúdent 1885, cand. juris. 1891 og var þá settur málaflutningsmaður við yfirrjettinn, en ári eftir se;tt- ur sýslumaður í ísafjarðarsýslu og skipaður sýslumaður í Snæfells- cg Hnappadalssýslu 1894. Gegndi hann því embætti uns liann varð forstöðumaður lagaskólans 1908, en prófessor varð hann 1911, er Iláskólinn var stofnaður. Hann varð ' dómari í hæstarjet.ti 1919, en l.jet af störfum 1931, enda heilsa lians þá farin að bila. Hann var skipaður í milliþinga- nefnd í kirkjumálum 1904 og i millilandanefndina 1907. — Hann var formaður í milliþinganefnd 1924 um sparnað í ríkisrekstri. Ilann var forseti amtsráðs Vestur- amtsins 1904—’07, var kosinn bæj- arfulltrúi í Beykjavík 1908, var þingmaður Snæfellinga 1901—’07, konungkjörinn alþingismaður 1909—11 og 1. þingmaður Reyk- víkinga 1912—’13. Hann var einn helsti forvígismaður andstæðinga valtýskunnar á þingi 1901, t. d. aðalflutningsmaður stjórnarskrár- frumvarps „and-valtýinga“, en það frv. náði ekki fram að ganga. Hann flutti tillögu á þingi 1902 um að skipa þingmannanefnd til að íhuga dómaskipunina. Fór sú tdlaga í svipaða átt og þingsálykt- un sú, sem samþykt liafði verið á síðasta þingi um nefndarskipun í þessu skyni, en málið fell niður. Hann var aðalhöfundur háskóla- laganna og laga um laun háskóla- kennara 1909. Hann átti ásamt Hannesi Haf- stein aðalþátt í samningu' lands- dómslaganna, er samþykt voru 1905. Hann átti mikinn þátt í endanlegu lögunum um ábyrgð ráðherra frá 1904. Hann var aðal- maðurinn í bankarannsóknarnefnd efri deildar 1911. Hann var aðal- h'öfundur laganna um lögræði, er samþykt voru 1917. Hann vann mest að undirbúningi laganna um stofnun og slit hjúskapar (1921), ?,ð lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna (1921), að 16g- um um afstöðu forelclra til skil- getinna barna (1921), að lögum nm rjettindi og skyldur hjóna ‘ (1923), en öll voru þessi lög að miklu leyti samin eftir nýrri lög- gjöf Norðurlandaríkjanjia um þessi efni. Eftir að liann varð liáskóla- keniiari, samdi liann ýmis lög- fræðileg rit og eru þau lielstu: íslensk stjórnlagafræði 1913, sem lögð var til grundvallar við kenslu í Háskólanum í þeirri grein, þangað til Sambandslögin komu. Skrifaðir fyrirlestrar hans ,,um lögræði“ ex*u og enn lagðir til grunclvallar til kenslu- Til skamrns tíma voru notaðir skrifaðir fyr- irlestrar hans „lög- og lögskýr- ing“ og fjölritaðir fyrirlestrar •,um sifjarrjett“ (1923). Hann var einn af ritstjórum Tidsskrift for Retsvidenskap og' birtist þar ekki alis fvrir löngu ritgerð eftir hami um „Skandiua- visk Fælleslovgivning og íslaryTf í nefndaráliti d ‘nsk-ís!ensku nefndarinnar 1907 ritaði haun „Nogle forelöbige Bemærkninger om Islands statsretlige Stilling“. Hann kvæntist 1895 Elínu Pjet- ursdóttur amtmanns Hafstein, en hún ljest árið 1900. Börn þeirra cru frú Jóhanna, ekkja Páls J. Olafson tannlæknis og Pjetuí’, kaupmaður á Akureyri. Lárus H. Bjarnason var í sínu. insta eðli lögfræðingur og stjórn- málamaður. Hann Unni lögvísind- 'un og voru þau honum vafalanst mjög lcær viðfangsefni. Hann var rnjög athugull maður og varkár og gerði aldrei ákvarðanir, jgfn- vel um mjÖg smávægileg atriði, fyr en hann hafði hngsað sig vandlega um. Hann var mjög vin- sæll af stúdentum lagadeildar meðan hann var háskólakennari eg vildi í öllu greiða götu nem- h anda sinna- Hygg jeg að ham» síðar, er hann var orðinn hæsta- rjettardómari, liafi stundum sjéð eftir því að hafa horfið frá BEá- kólanum. Hann stai’faði með þeim, er þetta x-itar, að fyrsta undirbúningi stúdentagarðsbygg- ingar og sat fyi'stxx árin í bygg- inganefnd Garðsins. Mátti sjá þess merki, hve ant honum var um öll mál stúdenta, að síðastHðinn 1. desember heimsótti hann Garð og tók þátt í sknxðgöngu stxxdenta. Mestan áhuga nxun liann þó hafa haft á stjórixmálxuix. Olli því vafalaust að nokkru, að er hann var á xxnga aldri stóð allmikill styr um hann, er hann varð þing- maður. Hann var nxálsnjall maður og rökfastur einkunx, skapmaðnr mikill og fyrii’mannlegur, drotn- unargjarn og' óvæginn, er því var að skifta. Sást hann því lítt fyr- ir og varð því brátt, er á Alþing kom, végna lyndiseinkunnar sinn- ar og þekkingar á landsmálum að- sópsnxikill og mikilsráðandi í sín- um flokki. Atvik ollix því, að liamx fór af Alþingi fyr exx hann sjálf- xxi’ liafði óskað. Er liann gei’ðist hæstarjettardómari, átti hann ekki afturkvæmt í stjórnmálalífið, en'* áhugi lians á stjórnmálum var ætíð hiixn sanxi. Það var eins og honum fyndist, að lxans sanna eðli væri að standa í liai'ðri stjórn- málabaráttu, eins og liann gerði um eitit. skeið æfinnar. Jeg hygg og, að best. lxefði hann íxotið sín, ef hamx hefði átt þess kost einn- ig síðari árin að standa í broddi fylkingar í flokki sínxxxn, leggja til orustxx og veita andstæðingum sínurn þungar atlögur. Þegar bændafundurinn var haldinn, lá við, að aðsúgur yrði gerður að þinginu og voru lögregluþjónar fengnir til þefs að gæta anddyris Alþingishússins. Gekk þá Lárus H. Bjarnason á svölum þinghúss- ins, leit yfir mannfjöldann og sagði: Þetta er ungt og leikur sjex*. Ber þeitta vott um karl- mensku hang og víkingslund. og sýnii’, að hann myncli aldrei hafa hvikað fyr en hann felli, ef í or- ustu liefði verið. Þessi N staðfesta lundarfarsins konx áþreifanlega í ljós í dugnaði hans í þeim málum, er hann barðist fyrir. Þegar spánska veikin geisaði í Reykja- vík 1918, tók hann að sjer for- stoðu lijálpai’skrifstofu þeiri'ar, er, sett var á laggirnar til þess að hjúkra sjúkum og ráða fram úr aðsteðjancli vandræðum. Var því viðbrugðið, með lxve miklum ötul- leik hann gekk að þeim störfum. Lárus H. Bjarnason var mjög lióðelskur xnaður og unni mjög skáldskap. Fekst hann um eitt skeið nokkuð við Ijóðaþýðingar, e.inkum þýðingar á kvæðum Heines og hafa nokkrar af þeinx þýðing- um biret. En hann var nxaður mjög gagnrýninn og vandvirknr og Ijet því fæst af því frá sjer fara, er hann fekst við af þeim hlutum. Ritgerðir um land-mál oirti liann nokkrar í tímaritum, einkum Eimreiðinni og Andvara. en á síðari árxxm jókst. sjálfsgagn- i'ýni hans svo, að hann var ófús á að láta birta nokkuð eftir sig, enda var starfsorka hans biluð síðustu ár ævinnar. Hann var höfðinglegur maður ásýndum og snyrtimaður mikill í allri framkomu, en um hann mátti segja, að hann batt ei bagga sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.