Morgunblaðið - 13.01.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1935, Blaðsíða 4
H I 't ' Sunnudaginn 13. jan. 1935. IÐNAÐUR VER5LUN SIGLINGAR Eðli og einkenni íslenskrar utan ríkisversl u nar. Verslunarjöfnuður ársins 1934. Eftir ör. Oöó Quöjónsson.' í eftirfarandi grein lýsir dr. Oddur Guðjónsson helstu sjerkennum íslenskrar utanríkisverslunar, hvemig einhæfir og fábreyttir atvinnuvegir vorir gera okkur háðari erlendum við- skiftum, en aðrar þjóðir, sem fjölbreyttari framleiðslu hafa og betur geta komist af án viðskifta við aðra. — Þá lýsir hann því m.a. hve verslunaraðstaða okkar er erfið, meðan útflutn- ingur okkar fer að miklu leyti til annara þjóða, en við kaupum af nauðsynjar okkar, og hvernig aukin kaupgeta almennings hlýtur altaf að leiða til þess, að eftirspumin eykst eftir inn- flutningi, þaureð fábreytt framleiðsla getur að svo litlu leyti full- nægt þörfum okkar. Utanríkisverslun nokkra þjóða á íbúa reiknuð (í Rm). Gagnkvæm áhrif framleiðslu og verslunar. Af utanríkisverslun landanna má að jafnaði ráða, hvernig búskap, framleiðslu og atvinnu háttum þeirra er farið. Skýrsl- urnar um inn- og útflutning endurspegla mynd af búskap- arlífi þess lands, sem þær ná yfir. Gildir þetta ekki hvað síst um ísland, þar sem svo er á- statt með utanríkisverslunina, að hún er oft og tíðum einnig besti mælikvarðinn á afkomu íslenska þjóðarbúsins. Þetta ber samt ekki að skilja svo, sem ut- anríkisverslunin sje bein orsök að hinni góðu eða slæmu af- komu, heldur er hjer um gagn- kvæm áhrif að ræða, þar sem fara saman verkanir framleiðsl unnar annars vegar og verslun- arinnar eða viðskiftanna hins vegar. Að jafnaði ber samt meira á áhrifum annars fyrir- brigðisins, og er því þá þakkað eða kent um afkomu landsins. Með þessu, sem hjer er sagt, má öllum vera það Ijóst, að til þess að skýra eðli og einkenni íslenskrar utanríkisverslunar,.er einnig nauðsynlegt að benda á þá höfuðdrætti íslensks búskap arlífs og framleiðslu, sem mest ber á, því að einungis með hlið- sjón af þeim fæst fullnaðarskýr ing á eðli viðskiftanna við út- lönd. Fábreytt árstíða- framleiðsla. í þessu sambandi verður samt látið nægja að vekja athygli á þeim tveimur sjerkennum, sem augljósust áhrif hafa á viðskift- in við aðrar þjóðir, þótt að sjálf sögðu mætti tilfæra ýms fleiri. Bæði þessi sjerkenni mótast fyrst og fremst af staðháttum og náttúru landsins. Hið fyrra felst í því, hvað framleiðslan er fáskrúðug og atvinnuvegirnir fábreyttir: Annars vegar land- búnaðúírinn, sem að flestu leyti er einþættari en landbúnaður annara landa, þar sem hann svo að segja eingöngu byggist á kvikfjárrækt. Hins vegar sjáv- arútvegurinn, sem að sínu leyti er heldur ekki eins fjölþættur og hann gæti verið og kemur til með að verða (fáar og til- tölulega verðlitlar vörur eru fluttar út). Vísir að iðnaði í sambandi við þessa tvo höfuð- atvinnuvegi, hefir komist upp á undanförnum áratugum. — En áhrifa hans, svo og annars iðnaðar í landinu gætir enn lítt í utanríkisversluninni. Hitt atriðið, sem hjer verður tilfært og talið annað augljós- asta sjerkenni fyrir búskap og atvinnulíf landsmanna, er það, hvað framleiðslan er háð árs- tíðum og kemur í lotum á mark aðinn (Saisonbúskapur). Þetta þarf ekki að skýra sjerstaklega: Landbúnaðarframleiðslan er bundin við sumartímann, og kemur megnið af henni á mark- aðinn aðeins einu sinni á ári, eða að haustinu. Um sjávarút- veginn er það kunnugt, að hann er byg#úr upp og honum hag- að með tilliti til fiskigangnanna og þótt talsverður hluti fram- leiðslu hans skiftist á hina ýmsu mánuði ársins, þá kemur þó mestur hluti hennar á markað- inn um mitt sumar og að haust- inu. Þessi tvö sjerkenni á búskap íslendinga, sem hjer hafa verið talin, ráða nú mestu um éðli og einkenni íslenskrar utanrík- isverslunar, og flest af þeim fyrirbrigðum í fari hennar, sem sjerstæðust eru, eru ýmist bein afleiðing þessara sjerkenna, eða verða skýrð út frá þeim. Skal þetta nú athugað lítillega. Fáskrúðug fram- leiðsla og mikil utanríkis ver ' lun. Eitt af því fyrsta, sem vekur athygli manns við athugun utan ríkisverslunar íslands er það, hve mikil hún er saman borið við þann fólksfjölda, sem býr í landinu. Eftirfarandi tafla sýn- ir þetta mæta vel: Árið 1930 1931 1932 ísland .... 1063 691 466 Danmörk . . 987 790 480 St. Bretland 678 491 324 Noregur. . . . 690 491 330 Svíþjóð . . . , . 570 441 265 Finnland. . . . 304 210 140 Þýskaland . . 359 253 160 Frakkland . . 370 281 191 Spánn 164 73 58 Ítalía . 160 117 78 Portúgal . . . . 95 65 51 Bandaríkin. , . 231 150 96 Þessi samanburður sýnir, að utanríkisverslun Islands á íbúa, er árið 1930 'mest og árin 1931 og 1932 næst mest allra þeirra landa, sem til samanburðar eru tekin. Skýringin á þessu er ofur einföld: Hin fáskrúðuga fram- Ieiðsla landsmanna og hinir einþættu atvinnuvegir þeirra leiða til þess, að hjer er not- aður tiltölulega lítill hluti af heildarframleiðslunni í landinu sjálfu. Menn verða því að sækja meira af lífsnauð- synjum sínum til annara landa en þær þjóðir þurfa, sem fjöl- breyttari framleiðslu hafa. Fjölbreyttur inn- flutningur — vöru- fár útflutningur. í beinu framhaldi af þessu má lýsa utanrík- isversluninni á þá leið, að höfuð einkenni hennar sje það, hve út flutningurinn skiftist í fáa vöru flokka, þar sem þó langsamlega mest ber á einum; en innflutn- ingurinn aftur á mótí í nokkuð marga, sem þó eru hver um sig miklum mun minni. Síðustu verslunarskýrslur varpa skýru Ijósi á þetta sjer- stæða fyrirbrigði. Samkvæmt þeim má skifta útflutningnum í þrjá flokka, sem hver um sig eru þetta há hundraðstala af öllum útflutningi landsins: I. Af urðir af fiskv.. . 92.1% II. Afurðir landb. . . 6.8% III. Annar útflutn. .. 1.1% Innflutningurinn skiftist aft- ur á móti sem hjer segir: Matvæli....................11.6% Munaðarvara................ 9.1% Vefnaður og fatnaður. . 11.3% Heimilismunir og til persónulegrar notkunar 6.1% Ljósmeti og eldsneyti.. 14.4% Byggingarefni.............. 8.6% Til sjávarútvegsins . . 15.9% Til landbúnaðarins. . . . 4.5% Til _ ýmislegrar fram- leiðsíu....................18.5% Mynd sú, er h.}er fer á eftir sýnir þetta enn ljósar. Þetta sjerkenni á íslenskri utanríkisverslun þarf ekki að skýra nánar, það er frekar öðru bein afleiðing af búskap og framleiðsluháttum þjóðarinnar. Otflutt: -----r-tr?- _____ Innf lutt: '////> 'ét Ý2v 9/ //é Innflutningurinn og útflutningurinn farast á mis. Þá er það eitt atriði enn, sem mjög einkennir íslenska utan- ríkisverslun. Það mótast einnig að nokkuru leyti af þessu sama, framleiðsluháttunum og búskap landsmanna, þótt aðallega viti það að vörutegundunum sjálf- um, sem framleiddar eru — og því hvernig þær eru framleidd- ar. Er hjer átt við það, að nokkrar helstu vörutegundir okkar eru framleiddar á þann hátt og með því sniði, að fyrir þær er aðeins takmarkaðan markað að fá (saltfiskurinn, kjötið til skamms tíma). Af þessu leiðir, að vörustraumar inn- og útflutningsins farast svo hrapallega á mis, að megnasta ósamræmi er á því, hvernig inn- og útflutningurinn skift- ast á hin einstöku löndy. Þetta fyrirbrigði kemur einstaklega vel í ljós við athugun síðustu verslunarskýrslunnar. Þar sjest meðal annars, að frá þeim þremur löndum, Spáni, Ítalíu og Portúgal, sem taka á móti 53% af öllum útflutningi okkar, kaupum við aðeins 6.5% af þeim vörum, sem við flytjum inn. Hins vegar kaupum við 81.5% alls innflutnings frá þeim fjórum löndum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og Nor- egi, sem aðeins taka á móti 35.6% af útflutningi okkar. Þetta mikla ósamræmi mótar öðru fremur heildarsvip íslenskrar utanríkisverslunar — og verður komið nánar að því síðar, hver önnur áhrif það einn ig getur haft. % „Árstíða-búskap- ur“ og áhættuinn- flutningur — láns- f járþörf. Eins og að framan er getið, var það talið annað aðalein- kennið á íslensku búskaparlífi, hvað framleiðslan kemur í lot- um á markaðinn. Þetta verkar þannig á útflutninginn, að hann fellur helst á haustmánuðina, og er verslunarjöfnuðurinn þá að jafnaði mjög hagstæður. — Öðru máli er að gegna með innflutninginn. — Hann dreifist að vísu jafnar á alla mánuði ársins, en er þó tiltölulega mestur á vormánuð- unum og seinni hluta vetrar. — Þetta er mjög auð- skilið mál. Framleiðslan tek- ur langan tíma, og mikið verð- ur til hennar að kosta (salt, kol, tilbúinn áburður, matvæli o. s. frv.) áður en hægt er að koma henni í peninga. Allan þann tíma, sem hún stendur yf- ir, hefir verslunarjöfnuðurinn tilhneigingu til að vera óhag- stæður. Mönnum kann nú ef til vill að finnast þetta frekar lítil- vægt atriði — en svo er þó ekki. Isægir að benda á, að allan fyrri hluta árs vita menn að jafnaði harla lítið um það, hvað þeir koma til að fá fyrir framleiðslu sína. Þrátt fyrir það er flutt inn, og það að miklu leyti án hliðsjónar af því, hvort framleiðslan að haustinu er í því verði, að hún nægi til að greiða með innflutninginn. Það er áreiðanlegt, að þessi innflutn ingur „í blindni", á einhverja sök á því, að verslunarjöfnuð- urinn á undanförnum árum, svo oft hefir orðið óhagstæður. Er hjer um áhættu atriði að ræða, sem óhjákvæmilega er samfara búskaparháttum landsins og verður fremur vart hjer en ann- ars staðar þar sem framleiðsl- an kemur jafnar á markaðinn. í þessu sambandi má og bendá á, að einmitt þetta sjer- kenni í búskap okkar gerir það að verkum, að utanríkisverslun okkar þarf að styðjast við lengri og tiltölulega stærri lán, en utanríkisverslun þeirra landa, sem öðru vísi hagar til hjá í þessum efnum. En út í þess ahluti skal ekki farið að sinni. Hjer að framan hefir verið leitast við að benda á það, hvernig hin tvö höfuðeinkenni íslensks búskaparlífs hafa mót- að utanríkisverslunina og gefið henni svip. Samhliða þessum hugleiðingum hafa ýms atriði í sambandi við utanríkisverslun- ina skýrst svo, að af þeim virð- ist mega leiða ýmsar staðreynd- ir um eðli hennar og áhrif á búskaparlífið. Island á afkomu sína undir utan- ríkísversluninni. Af ýmsum sjerkennum ís- lenskrar utanríkisverslunar, svo sem hins mikla verðmagns henn ar, hins einþætta og vörufáa út- flutnings o. s. frv., leiðir sú staðreynd, að Islendingar eiga meira undir afkomu utanríkis- verslunar sinnar en flestar aðr- ar þjóðir álfunnar. Hjer eru að vísu engar skýrslur til um það, hve há hundraðstala af þjóðinni vinnur beinlínis að út flutningi — en óhætt mun að fullyrða, að hjer sje um tiltölu- lega hærri tölu að ræða en víð- ast annars staðar. Islenska bú- skaparlífið er af þessum ástæð- um mjög viðkvæmt fyrir öllum hagsveiflum í viðskiftunum við útlönd. Það verður að öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.