Vísir - 04.05.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 04.05.1945, Blaðsíða 4
/ 4 VISIR Föstudaginn 4. maí 1945, VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Réttur og iettur. Iferkamenii um heim allan hafa kosið sér “ 1. maí að hátíðardegi, til þess fyrst og fremst að fylkja sér í baráttu fyrir hagsmuna- málum sinum og minnast sigra eða ósigra liðins tíma. Er þetta eðlileg viðleilni, sem á að miða að því að hæta hag verkamanna og þjóð- arheildarinnar jafnframt. Ræðumenn, sem hér komu fram á þessum degi verkalýðsins, höguuð áróðri sínum að ýmsu einkennilega. Þeir minntust þess að kjör vcrkalýðsins hefðu verið kröpp fyrir styrjöld- ina og nauðsyn hæri til að vinna ge’gn hruni og eymd. Þeir lýstu trausti sínu til núverandi ríkisstjórnar, en gátu þess jafnframt að hún licfði lítið sem ekkert gcrt til þess að tryggja hag verkalýðsins allt til þessa. Þeir bentu held- ur ekki á ákveðnar leiðir til úrbóta, nema að skilja bcri kröl’una um þátttöku Islands í al- ])jóðasamvinnu sem einskonar öryggi í því efni, en sú þátttaka átti að byggjast á yfir- lýsingu Alþingis og ríkisstjórnairnnar um að Island hefði verið i slríði við möndulveldin um nokkurra ára bil. Þá var rætt um gull- straum og heilsuspillandi íbúðir, en ekki ein einasta jákvæð tillaga borin fram til lausnar á vandanum. Þeir áróðursmenn, sem höfðu sig mest í frammi, minntust yfirlcitt ekki á hætt- an hag almcnnings, — hækkað kaup og því um líkt, — hcldur aðeins hitt, ag koma skyldi í veg fyrir að hann vcrsnaði. Er engu líkara en að þeir tclji að takmarkinu sé náð og lengra verði ckki komist í bættum launakjörum. En á bak við þessa þögn um hættu kjörin felst vafalaust vitundin um það, að styrjöldin cr senn á lokum, en þá verða tilfinnanlegar hreytingar á ýmsu íslenzku þjóðinni í óhag. Þessir menn vita eins vel og allir aðrir, að verðþenslan er hér meiri en í ýmsum löndum öðrum ,og þó einkum þcim, sem framleiða sömu vörur lil útflutnings og við íslendihgar. Þeir skilja að aðsk /ða okkar Islendinga vcrður ])á erfið og hagur okkar hlýtur að fara versn- andi, nema því aðeins að við verðum reiðu- húnir til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að afstýra þyngstu óhöppunum. Þcir skilja eins og hver annar, að cklci er unnt að tryggja nýsköpun, ef nýsköpunin eykur aðcins á halla- rekstur atvinnnuveganna, en að reksturinn verður að tryggja til þcss að afkoma þjóðar- innar verði viðunandi. Þessir menn hafa haldið því fram í ræðu og riti, að lækkun verðþensl- unnar væri sama og kauplækkun hjá almenn- jngi. Þetta er hinsvegar vísvitandi blekking, framsctt í áróðursskyni. Minni verðþensla er sama og aukin kaupgeta, — lækkun vísitöl- únnar þarf ckki að draga úr velmegun almenn- 5ngs á nokkurn liátt, en gctur jafnvel leitt til bættrar aðstöðu og hækkaðs kanpgjalds í ýms- lim greinum. Verkamcnn og allar stéttir þjóðfélagsins ieiga rétt á viðunandi lífskjörnm og þeim sem þeztum. Fettur og brettur áróðursmannanna, Sem töluðu 1. maí, og tala í tíma og ótima, breyta ckkr bláköldum staðreyndum, frekar jen er mcnn gretta sig framan í tilveruna. Hún Cr söm við sig og óttast ekkert slíkt. Fram- úndan bí,a vcrkcfnin, scm hljóta að felast í því að vinna bug á verðþenslunni og skapa iframleiðslunni öruggan grundvöll. Þegar svo jer komið er unnt að tala um eðlilega nýsköpun jog -fyrr ekki. Frá hæstarétti: Kiaia um 50.726J3 kr. enduigreiðslu ekld tekin til greina. Krafan gerð vegna fisks, sem seldur var í Englandi. Þann 25. apríl var kveðinn upp dómur i liæstarétti í mál- inu Il.f. Ilængur gegn fjár- málaráðherra f. li. ríkissjóðs. Málsatvik voru þau, að á árinu 1942 flutti áfrýjandi ís- varinn fisk með b.v. „Baldri“ til Englands til sölu á mark- aði þar. Mun fiskur þessi hafa verið eigin afli togarans. Af hálfu ríkisvaldsins var áfrýjandi krafinn ýmissa gjalda (sbr. 1.—6. hér á eftir) vegna þessa útflutningsverð- mætis, og hefir liann greitt þau gjöld eins og þau voru krafin. Áfrýjandi taldi sig hafa ofgreitt gjöld þessi um kr. 50.726,93 og krafði stefndan um endurgreiðslu, þegar i bréfi dags. 22. des. 1942, en án árangus. Gjöld þau, sem um ræðir í málinu eru þessi: 1. Útflutningsgjald skv. lög- um nr. 53, 1935. 2. Útflutningsgjald skv. lög- um nr. 98, 1941. 3. Fiskveiðasjóðsgjald skv. lögum nr. 47, 1930. 4. Fiskimálasjóðsgjald skv. lögum nr. 75, 15)37. 5. Útflutningsnefndargjald. 6. Viðskiptanefndargjald. Krafðist áfrýjandi þess, a'ð dæmt yrði, að frá 1. jan. 1942 hafi borið að miða gjöld þau, er um er deilt, við „fob“-verð hinS úlflutla fisks b.v. „Bald- urs“, eins og það var sam- kvæmt samningi ríkisstjórn- arinnar við matvælaráðu- neytið brezka frá 5. ág. 15)41, en frá 1. júli til.ársloka nefnt ár hafi borið að miða um- rædd gjöld við „fob“-verð í samningi ríkisstjórnarinnar við sölustjórn landbúnaðar- nefndar Bandaríkjanna frá 27. júni 1942. Ríkissjóður reiknaði gjöld þessi þannig, að miðað var við söluverð aflans á erlend- um markaði, að frádregnum áætluðum beinum kostnáði við flutninginn, og þannig reiknuð greiddi áfrýjaridi þaú. Úrslit málsins urðu þau, að ríkissjóði vai’ talið rétt að reikna gjöldin á þann hátt er gert hafði verið og var liann ])vi sýknaður af kröftim áfrýjanda. Segir svo í for- sendum hæstaréttafdómsins: „Fyrir hæstaréttí er það komið fram, að aðaláfrýjandi hafi þann 15. febr. 1940 geng- izt undir að greiða viðskipta- nefndargjald það, er greinir i 6. lið hins áfrýjaða dóms, og sé gjaldið heimt á sama liátt og útflutnings- og inn- flutningsgjöld, Lög þau og reglugerðir, sem heimila gjöld þau, er í máli þessu getur, verða ekki skilin öðruvísi en svo, að þeg- ar útflytjandi selur vöru á eríendum sölustað, beri að reikna gjöldin af söluverði vörunnar þar að frádrcgnum kostnaði þeim, er í lögum nr. 63, 1935 greinir. Samkvæmt framanskráðu og að öðru leyti með skírskot- un til forsendna héraðsdóms- ins þýkir bera að taka til greina sýknukröfu gagn- áfrýjanda að þvi er varðar þenna þátt málsins.“ Ilrl. Jón Ásbjörnsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrl. Einar B. Guðmundsson af háífu stéfnda. Friður á jörðu. Hvað segja nú hinir sér- fróðu menn. Þeir brosa senni- lega af meðaumkun, ef við hinir, óvitibornu náttúrunn- ar börn í þessum efnum, dirf- umst að tala um smekk okk- ar. — Það er þreytándi að sitja á betrunarbekkj um íslenzkra guðshúsa fullar þrjár klukku- stundir, en þetta reyndist þó l'urðu léttl)ært, að minnsta kosti mér, á jneðan sungið var og leikið hið mikla tón- verk Björgvins Guðmunds- sonar, Friður á jörðu. En sú skemmtilega tilvilj- un, að þetta einstaka tónverk og ljóð skuli hljóma einmitt nú á friðvana tímum, einmitt nú er allra augu nræna og allra hjörtn- vona á komu heimsfriðarins, og það jafn- vel þótt ófriðarandinn riki enn með ofsahita i brjóstum mannanna fáráðu barna. — Elskulcgt hefði það verið, ef friðarspá allra þjóða hefði getað brotizt út á meðal allra stórvelda heimsins í slíku máttugu hrópi á friðinn og í þessu tilþrifárhikla tónverki. Eg er ekki maður til að benda á hið bezta eða lakasta í tónverkinu, Cn eg harmaði það mjög, er eg sat í ldrkj- unni, að ekki skyldu áheyr- endurnir vera í salarkynnum þar sem merin hefðu mátt láta hrifningu siria ótvirætt í ljós, því að eg er sannfærður um, að hrifnirigaraldan hefði Iivað eftir anriað orðið sterk, já, mjög sterk, ef smekkur og tilfinningar alþýðu hefðu mátt tjá sig, hvað svo sem liinir sérfróðu rnenn kunna að segja. Það gefur að skilja, hvílíkt ógnarerfiði það er að æfa slíkt tónverk á skömmum tima, og vafalausl hljóta að vera takmörk fvrir því hjá okkur, hve hæfa krafta er hægt að finna í hvert hlut- verk, cn í tónverkinu sjálfu ö gljóði þess er fluttur mátt- ugur boðskapur, sem flestir munu lilusta á með fögnuði og hrifningu. Þar hefir því bæði tónskáldið og þeir, sem komið hafa verki hans á framfæri, ufaið afreksverk í þágu listaririna’r og þjónustu þess bctra, sem með mönnum býr. Pétur Sigurðsson. Gjafir í Barnaspítalasjóö Ilringsins. Frá hr. Júlíus Schopka 5000 kr. (finim þús. kr.). Gjafir: Frá Axel og Villa 50 kr. Frá ólafi Axels- syni 50 kr. Frá N. N. 5 kr. Frá Einari GuðrnuiKÍssyni 25 kr. Frá öla 50 kr. Frá Þórhildi Brynjólfs- dóttúr 50 kr. Afhent fjáröflunar- nefnd frá starfsfólki Bögglapóst- stofunnar 40 kr. Minningargjöf: Til niinninagr uin lilla drenginn O'kkar 100 kr. Laufey Hernianns- dóttir og Raghar Guðnason. Á- Iieit: Frá vinkönum 500 kr. 2 áheit frá niæðgiini 250 kr. Frá Stefáni Bjönssyrii 100 kr. Frá Thor 5 kr. Frá N.N. 30 kr. Frá Valgi 50 kr. Frá N.N. 50 kr. Frá Sólon 10 kr. Suir.argjöf: Til minn- ingar rim Þórunni Baldvinsdótt- ur, frá tveim systrufn hennar 900 kr. (niu hundruð) og frá dótt- ur hennar 1200 kr. (tólf hundr- uð). Kærar þakkir til allra gef- enda, Sveitavera Eg hefi heyrt, að gistihús viða að sumarlagi. á landinu sé huin að taka við pöntunum lim sumardvöl fýrir næstum allt sumarið. Er þó erin nökkur tími þangað til þa ueiga að taka, til starfa, en á und- ariförnum sumrum hefir reynzt svo erfitt að koinast í sveit á gislastaði, að menn vilja nú vera nógu snennna í tíðinni með pantanir sin- ar. Eins og allir vita, hefir það farið í vöxt á síðustu árum, að fólk dvelji uppi um sveitir einhvern hluta sumarsins og það hefir aUkizt iöikið við orlofslögin, þvi að þau gera mörgum kleift áð komaslt á gras.'sem urðu ánnars að sifja heima sumarlangt. v Ferðalög. Jafnframt þessu hafa férðalög og útilegur aukizt til muria og er suiti- arleyfi þeirra, sem fara upp um óbyggðir eða liggja úti fjarri þeirii stöðum, séin fólk sækir mést, mun skemmtilegri að mínum dómi. Það er varla hægi; að njóta fullkoíriinnár hvildar nema fyrir u.an ys og skarkala bæjánna og hann fylgií' jafnari með að nokkuru leyti, þegár marg- | menni keniur- saman, jafnvei þótt það sé langt | frá bætíuni. Eg er svo sem ekki að ráða inönnum frá þvi að koma sér fyrir í sumargistihúsum, þvi að aðstæður margra eru þann veg, að þeir geta ekki tekið sig upp og horfið upp í óbyggð- ir, þó'tt þá blóðlangi iíil þess. * „Inn milli En eg vil aftur á mótí hvetja fjallanna-------“ alla þá, sein það geta, til að fara upp um „fjöll og fyrtí- indi“ að sumarlagi, sé þess nokkur kostur. Það þarf skáld til að lýsa öllum þeim unaðssemd- um, sem þeir kynnast er um fjöllin arka, og þess vegna ætla eg ekki að reyna að gera það, en eg hefi sjálfur geri: þetta — og þó ekki eins riiikið og eg vildi — og eg hefi fundið, að eg hafi aldrei fengið betri skemmlun eðá meiri hvild en í slíku umhverfi. Og vilji menn ekki trúa mér, þá geta þeir spurt hvaða fjallamenn sem er. Eg veit, að þeir vitna rélt og það svíkur engan að fara að þeirra ráðum. * Þjáningarnar Jæja, þá ættu nú þjáningar ! á enda. þeirra, sem geta ekki reykt ann- að én sigarettur að fara að taka enda. Þær — þ. e. sigarefturnar, ekki þjáning- arnar — háfa verið að koma í verzlanirnar og reykingamenn hafa getað varpað öndinni lé'.tara. En sá böggull fylgir skammrifi, að það eru aðeins enskar sigarettur, sem nú fást, en það er svo langt síðan menn notuðú litið ann- að en „fílinn“, að það liggur við að hálsinn sé orðinn of fínn til að meðtaka óblandaðan virg- iniureyk. En svo má illu venjast, að gott þýki og inér kæini það ekki á óvart, þótt menn verði búnir að venja sig af amerísku sigarettunum, ef þær skyldu einhvern tímann koma aftur i verzlanir. =t= Nýsköpun — Eftirfarandi bréf er frá „H. Il.“: nýskipun. „Eg he'fi öft undrazl:, hve gagn- rýnislaust menn nota nú orð- skrípið „nýsköpun". íslenzkan er i eðli sínu rökrétt og þess vegna eiga ekki heima í málinu orð sem eru hrein öfugmæii eða andstæð réttri hugsiin. öll sköpun er ný og þess vegria er það ambögulegur hortittur að kalla eil'.thvað „ný- sköpun“. Orðið er fundið upp af mönnum, sem eru smekklausir á íslenzkt mál. Það orð, sem hér á við, er „nýskipuri", því að það er að skipa málum á nýjan vcg. „Nýsköpun" er ijólt orð og fer í bága við rökrétta hugsun.“ Eg er eig- inlega á móti báðum þessum orðum, því að mér hefir eiginléga alltaf fundizt, að það, sem liér á að fara fram, sé ekkertt annað en „við- reisn“ atvinnuveganna og þvi ætti það nafn bezt við. * „Friðelskandi“. Og svo cilt orð — „friðelsk- andi“. Það liefir verið klifað á þessu orði nú um langt skeið. Eg ge.ri ráð fyrir að nær allir lesendur rtííriir hafi séð það eða heyrt einu sinni eða oftar nú á siðusl u tímum, þegar friðurinn fyrir ökkur í Evrópu er að nálgast.-En er þetta orð íslenzkl? Eg leyfi mér að vera á gagnslæði skoðun við þá, setíi það segja. Eigum við ekki orðið „friðsamur"? Hefir það ekki merkt einmitt það sama, sem friðelsk- andi hefir táknað að undanförnu? Það held eg. Eg skal jáfa, að inálið má ekki festast í skorð- um, það verður að þróast, eins og all't, en á ekki að elta iivert erlent orð. Eg held, að frið- samur sé ekki verra en þetta orð, sem eg ininntist á og vona, að við getum samið frið um það. «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.