Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, þriðjiidaginn 20. ágúsí 1957. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Eitatjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinam (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsi ngasím n 19523, afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan EDDA hf. Spamaður í ríkisútgjöldum ÞAÐ VAKTI nýlega um- tal og abhygli víða um heim, að fjármálaráðherra Frakka knúði fram allverulegar spama'ðartillögur í sam- bandí við undirbúning næstu fjárlaga. Þrátt fyrir þennan spamáð verður samt rúm- lega 800 millj. franka halli á fjárlögunum eða svipaður og •hann er áætlaður í ár. Ef spamaöartillögur ráðherrans höfðu ekki náð fram að ganga, myndi tekjuhallinn hinsvegar hafa orðið milli 1400—1500 milljarða franka. MátS tillögunum var þannig aðeins komið í veg fyrir auk- in itekjuhaHa. A'ðallega voru þessar til- lögur fólgnar í því, að draga úr niöurgreiðslum á vöru- verði og almannatrygging- um. Einnig voru framlög til hersins nokkuð lækkuð, þar sem gert er ráð fyrir stytt- ingu herskyldunnar. ÞESSI ATBURÐUR í Frakklandi hefur orðið til þess í mörgum löndum að hafist hafa umræður um það, hvort mögulegt sé að lækka ríkisútgjöldin, sem þykja víðast orðin ískyggi- lega há. Eðlilegt er að slík ar umræður eigi sér einnig stað hér á landi. Ríkisútgjöldunum hér eins og annarsstaðar má skipta í tvo aðalflokka. Annar flokk urinn er beinn embættis- kostnaður, sem hlýzt af ýmis konar þjónustu, er ríkið veit- ir (skólar, spítalar, löggæzla o.s.frv.), en hinn flokkurinn eru framlög til verklegra framkvæmda, trygginga, niðurborgana á vöruverði o.s.frv. Þessi síðari útgjalda- flokkur hefur aukizt mjög í fiestum löndum eftir styrj- öldina. Hér er yfirleitt að ræða um útgjöld, sem stuðla að ýmsum jöfnuði í þjóðfélag inu og bættri aðstöðu þess fólks, sem hefur lökustu af- komuna. Um báða þessa útgjalda- flokka gildir það, að þeir eru að mestu leyti ákveðnir með sérstökum lögum. í sér- st(»ium lögum eru ákvæði um tiltekna þjónustu eða framlög, sem ríkinu er skylt að inna af hendi. Þessi lög binda mjög hendur fjármála ráðherra við samningu fjár- laga. Hann verður að áætla útgjöldin í samræmi við þau. Sparnaðartillögur franska fjármálaráðherrans snerta að mestu leyti síðari út- gjaidáflokkinn, þar sem þær draga úr framlögum til al- mannatrygginga og niður- borgana á vöruverði. ÞAÐ ER AÐ sjálfsögðu æskilegt, að útgjöld ríkisins séu lækkuð, án þess að skerða þau framlög, sena. renna til kjarabóta þeirra lakast settu, og án þess að draga úr nauðsynlegri þjón- ustu. Þetta þyrfti þá að ger- ast'með fækkun embætta og endurbættri starfrækslu, Inn & þessa braut hefur franski fjármálaráðherrann ekki treyst sér að fara, svo að neinu næmi. Aðstaðan er líka sú, að fjár málaráðherrann hefur yfir- leitt mjög bundnar hendur að þessu leyti. Starfsmanna haldið heyrir yfirleitt undir önnur ráðuneyti, er að réttu lagi mætti kalla útgjalda- ráðuneyti. Þau ráða starfs- mannaihalc’|nu v)ð þær stofnanir, er undir þau heyra. Glöggt dœmi uvi þetta er það, að hér á landi hefur núvkrandf. fjármálairáð- herra jafnan hvatt þessi ráðuneytt til að halda út- gjöldum i skefjum og öenda á leiðir til sparnaðar. Með- an Sjálfstœðismenn sátu í stjórn, voru það viðbrögð þeirra, að ekki var bent á neinar leiðir til sparnaðar, heldlur krafizt stórfelldra nýrra útgjalda, og fjármála ráðherra kennt um, ef þau náðu ekki fram að ganga. Ekki sízt átti þetta sér stað á sviði dóms- og menntamála. Það er þvi hámark hrœsni og ódreng- skapar, þegar núv. aðalrit stjóri Mbl. og fyrrv. dóms og menntamálaráðherra ræðst nú á fjármálaráð- herra fyrir vöntun á sparn aðarvilja! ÞAÐ ER VÍST, að núv. fjáirmállxrláðfoerra hefuir mjög reynt að sporna gegn hækkun rlkisútgjalda. Vald hans hefur hinsvegar verið mjög takmarkaíð. Þingið hefur sett ný og ný lög, sem haft hafa stóraukin útgjöld í för með sér og hefur oftast verið samkeppni um það mlilU þingflokkanna að ganga sem lengst í þeim efn um, en hirða minna um á- lögur, er kæmu í kjölfarið. í annan stað hafa svo þeir ráöherrar, sem réðu yfir út- gjaldaráðuneytunum, haft sparnaðaróskir fjármálaráð- herra að litlu. Þrátt fyrir þetta, hefur fjármálaráð- herra þó híndrað margar hækkanir, sem ella hefðu gengið fram. Nú er vissulega svo komið, að öllu lengra má ekki ganga í hækkun rlkisútgjalda. Tví- þætt verkefni hlýtur að bíða framundan. Annað er það, að endurskoða þau lög, sem hafa útgjöld í för með sér og athuga möguleika þess að færa þar saman seglin. Hitt er það, að hafin verði athug un á því, hvernig hægt sé að draga úr hinum beina rekst- urshaldi rlkisins, t.d. með samfærslu stofnana og fækk un embætta. Hvorugt af þessu verður gert í einni svipan, þvl að hér mun þurfa til athugun valdra og óháðra manna. En strax verður þó aö byrja á því að auka við- námið í útgjaldaráðuneytun um, svo að þar haldi ekki áfram sama öfugstreymið og meðan ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins fóru þar með völd. ERLENl YFIRLI7 Athafnasamur fjármálaráðherra Gaillard reynir atS lækna íjárhag Frakka meS sparna'Öi og gengislækkun SEINUSTU VIKURNAR hefir njT maður vakið sérstaka atíhygli á sviði franskra stjórnmála. Það er Felix Gaillard fjármálaráðherra, sem er yngsti fjónmálaráðherrann, er Frakkland hefir haft é þessari öld. Ástæðan er sú, að Gaillard hefir gengið skörulegar fram í því en flestir fyrirrennarar hans að stöðva öfugþróun þá, sem átt hef- ir sér stað í fjármálum Frakka undanfarin ér. Fyrsta verkefni Gaillardis var að ganga frá undirbtimngi nýrra fjár- laga. Seinustu fjárlög höfðu verið afgreidd með nær 900 milljarða franka tekjuhalla. Síðan hefir á- standið versnað svo, að tekjuhall- inn ó nýju fjárlögunum hefði orð- ið 1500 milljarðar franka, ef ekk- ert hefði verið að gert. Gailiard tók sér því fyrir hendur að gera tillögur um sparnað, sem hefðu það í för með sér, að tekjuhallinn á nasstu íjárlögum yrði aðeins lægri en ó þessu fjárlagaári eða rúmir 800 milljarðar franka. Þetta mætti harðri mótspyrnu þeirra ráð herra, sem fóru með þau ráðu- neyti, som sparnaðurinn bitnaði á, en þeir létu þó undan síga, þegar Gaillard hótaði að 6egja af sér ella. Tregastur var trygginga- málaráðherrann. Hann lét sig ekki fyrr en flokksformaður hans, Mol- let, fyrrv. forsætisráðherra, hafði lýst sluðningi við tillögur Gaill- ard. ÞAÐ VERÐUR ekki sagt um sparn aðartillögur Gaillards, að þær séu eirthver töfraráð. Þær felast t. d. ekki nema að litlu leyti að því að draga úr beinum rekstrarútgjöld- um með fækkun embætta, afnámi bitlinga o. s.frv. Aðalsparnaður- inn er fólginn i því að draga úr niðurgreiðslum á vöruverði, aðal- lega á landbúnaðarvörum, og að draga úr vissum tryggingum. Þá eru nobkuð Iækkuð útgjöld til hersins, þar sem gert er m. a. ráð fyrir nokkurri styttingu herskyldu tímans. Tillögur Gaillards hafa fyrst og fremst vakið athygli vegna þess, hve mikla einbeitni hann hefir sýnt í því að knýja þær fram. Það er orðið alllangt síðan, að fransk- ur fjármálaráðherra hefir þannig sett hnefann í borðið. Gaillard hefir þó ekki gengið svo langt að gera tillögur um tekjuhallalaus fjárlög, þar sem hallinn á nýju fjárlögunum er áætlaður um 825 milljarða franka, en ríkisútgjöldin eru áætluð alls um 5200 milljarð ar franka. ANNAÐ vandamál Frakka, sem var orðið jafnvel enn alvarlegra en sívaxandi tekjuhalli ríkisins, var hallinn á verzlunarjöfnuðin- um. í fyrra varð mikill halli á verzlunarjöfnuðinum, en í ár hefir hann þó stóraukist, þar sem inn-, flutningur varð 28% meiri á fyrra' helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra, en útflutningurinn jókst hinsvegar aðeins um 10%. Stjórn Rourges-Maunourys, sem! kom til valda í júní s. L, hugðist að reyna að breyta þessu með því að taka upp innflutningshöft. Það gaf hins vegar ekki góða raun, þar sem útflutningurinn örfaðist ekki, Stjóx-nin greip þess vegna til þess ráðs eftir seinustu mánaðamót að framkvæma dulbúna gengislækk- un. Hún lagði 20% nýtt innflutn- ingsgjald á allar vörur, nema hrá- efni, og hét 20% uppbótum á all- ar innflutningsvörur. Jafnframt var erlendum ferðamönnum heitið 20% uppbót á erlendan gjaldeyri, er þeir seldu í iandinu. Víst þykir, að þessi ráðstöfun verði til að örfa útflutninginn. Ofsnemmt er hins vegar að spá því, . hvernig henni reiðir af. Henni mun fylgja nokkuð aukin dýrtíð, er einnig mun aukast við það, að ríkið dregur úr niður- greiðslum á vöruverði. Þetta gerir líka Gaillard sér vel ljóst og hef- Lr hann því lofað ýmsum aðgerð- uim til að halda vöruverðinu sem Gaillard ráSherra mest niðri. Eftir er hins vegar að sjá, hvort verkalýðsfélögin sætta sig við þetta, en stærsta verkalýðs sambandið er undir forustu komrn- únista. EINS OG ÁÐUR segir, er Fclix Gaillard aðeins 37 ára og yngsti fjármálaráðherra Frakka á þess- ari öld. Hann er fæddur og uppal- inn í hinu þekkta Cognac-héraði, þar sem framleidd eru sum fræg- ustu vín Frakka. Foreldrar hans voru velefnaðir og hann gekk því menntaveginn. Hann var námsmað ur ágætur og lauk doktorsprófi i lögum, er hann var 23 ára gamail. Hann starfaði mikið í mótspyrnu- hreyfingunni á stríðsárunum. Eink um hafði hann það með höndum að sjá um fjárreiður hennar. Eftir •styrjöldina varð hann náinn sam- verkamaður Jesan Monnets, sem talinn er einn snjallasti fjármála- maður Frakka og hefir öðrum fremur verið lífið og sálin í efna- hagssamvinnu Vestur-Evrópu, m. a. fyrsti forstjóri kola- og stálsam- steypunnar. Eftir að Monnet gerð- ist forstjóri áðurnefndra samtaka, varð Gaillard um skeið samverka- maður Réne Mayers og Rene Ple- vens og fólu þeir honum ýms merkileg verkefni. í fyrra varð Gaillard svo formaður frönsku nefndarinnar, er vann að samn- ingunum um hinn sameiginicga Evrópumarkað. Hann leyst þ.essi verk þannig af hendi, að það þót.ti yfirleitt vel ráðið, er Bourges-Mo- unoury gerði hann að fjSrmalápáíð- herra, er hann myndaði stjúrn sína. Fyrsta verk Gaillards sem fjár- málaráðherra var að koma fram nýrri löggjöf um skattinnhéimtu, sem hingað til hefir verið i mikln ólagi í Frakklandi, en frumvörp um endurbætur á henni höfðu jafnan dagað uppi. Það þótti spá góðu, er GaiIIerd tókst að koma þessari löggjöf fram. Gaillard hefir verið þingmaður fyrir radikala flokkinn síðan 1947. Hann er allgóður ræðumaður, en er málefnalegri í málflutningi en Frakka er vandi. í frístundum sín- um ýmist leikur hann tenni's eða syndir. Hann er vel efnaður og bætti enn efni sín á síðaisll. ári, er hann giftist rífcri ekkju. Tvísýnt er talið, hvort stjórn sú, sem Gaiilard er nú fjármálaráð- herra í, 6itur lengi að völdum. Hitt er víst, að hinn stutti ferill hennar, hefir nægt Gaillard til þess að gera nafn sitt þekkt bæði innanlands og utan. Við hann hafa þegar verið tengdar miklar vonir, þótt enn sé ofsnemmt að fullyrða um, hvort hann verði maðurinn, sem endurreisir hinn örðuga fjár- hag Frakka. — Þ. Þ. Brezkar eignir í Egyptaíandi Lundúnum 17. ágúst. Nefnd brezkra sérfræðmga er komin til Kairó, að beiðni egypzkra yfir- valda til þess að rannsaka hvernig háttað sé um eignir brezkra rnanna þar í landi. Er Súez-'stríðið hófst voru eignir Breta og innstæð ur „frystar“. Nú er hins vegar far ið að hægjast um og samningar verið teknir upp miMi landanna um livernig farið skuli með þessar eignir. Fyrirspurn til bæjarsímans. ÓÁNÆGÐUR símanotandi skrif- ar: „Fyrir 3 árum fékk ég milli- samband frá síma hér í Reykjavík og greiddi þá kr. 1200, hið svo- kallaða stofngjald. Stofngjaldið fyrir millisamband var þá hið sama og fyrir venjuiegan síraa. Nú hefir þessu mfllisambandi ver ið breytt í venjulegan beir.an síma, en mér um leið gert að greiða viðbótarstofngjald kr. 600, sem mun vera miamunur á stofn- gjaldi því, sem nú er innheimt fyrir nýju símana, kr. 1800,00 og því stofngjaldi, sem áður var inn heimt. Þessi viðbótarinnheimta væri skiljanleg, ef tekið hefði verið fram, þegar millisamband- ið var afgreitt, að stofngjalds- greiðslan kr. 1200 væri aðeins greiðsla upp í væntanlegt stofn- gjald þegar fullkominn sími feng ist, en eins og nú er komið, verð- ur manni helzt á að halda, að hér sé verið að beita þeim brögð um, sem heiðarlegir menn veigra sér við að nefna upphátt, og því spyr ég: með hvaða heimild er þessi viðbótarinnheimta gerð nú? Skrifstofa bæjarsímans hefir aðeins svarað mér út úr, þegar ég leitaði upplýsinga hjá henni í þessu efni, því hefi ég ekki önn- ur ráð en að senda þessa fyrir- spurn á þennan hátt“. Skapvonzka og undlrlægjuskapur. K. K. SKRIFAR blaðinu: „Ég gct ekki orða bundizt eftir að hafa lesið smáletursdálk Morgunblaðs- ins þar sem veitzt er harkalega að Tímanum fyrir að hafa bent á, að stöðumælarnir nýju eru ekki eintóm endurbót og sæla, eins og í pottinn er búið. Auðvit að þurfa viðbrögð Morgunblaðs- ins ekki að koma á óvart. Allt er gott, sem gerir bæjarstjórnar- meirihlutinn í augum þess. Hve- nær hefir sést í Mbl. gagnrýni á ráðstöfunum bæjai-yfirvaida? Samkvæmt forskrift þess eru þau óskeikul. Það var áuðvitað hár- rétt, sem bent var á í Timanum, að bæjaryfirvöldin tóku aðeins til meðferðar helming bílastöðu- vandamálsins. Settu upp stöðu- mæla, en gerðu ekki jafnhliða neinar ráðstafanir til að fjölga almennum bílastæðum einhvers staðar í hæfilegri fjarlægð frá miðbænum. Má með rétti segja, að byrjað hafi verið á öfugum enda málsins. Gjald ætti ekki að reikrta íyrir bílastöðu við nðalgöt ur fyrr en séð er fyrir almenn- um bijastæðum í hæfilegri fjar- lægð. Ef tilgangur stöðumælanna er sá einn, sem Mbl. víll vera láta, að hrekja bílana úr miðbæn um, mátti fá sama árangur með minni tilkostnaði og brambolti, sem sé með því nð banna stöð- urnar i vissum götum. Hróp og fáryrði Mbl. hitta því enga fyrir nema þá manngarma sjálfa, §em láta siga sér eins og rakka, hve- nær sem einhvei-ju bæjaryfir- valdi þóknast".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.