Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 12
-f- ZELDA og F. Scott Fitzgerald árið 1921. DÚKKULÍSUR sem Zelda gerði fyrir dóttur sína, Scottie. og mörg málverkanna eru þaðan sprottin. Þau sýna m.a. dansmeyjar með útblásna og þrútna fótleggi, „þannig líður balletdansara eftir dansinn,“ sagði hún. Þá málaði Zelda blóm og borgarmyndir. Er Zelda var á fertugsaldri frelsaðist hún og þess má sjá merki í verkum hennar, en hún átti m.a. við trúarlegar ofskynjanir að stríða. Aðgengilegustu verkin málaði hún fyrir dóttur sína en þau voru m.a. byggð á sögunni um Lísu í Undralandi og ýmsum ævintýrum. Nokkur verkanna voru sýnd er Zelda var enn á lífi en þau fengu heldur slaka dóma. Nokkrir vinir keyptu verk eftir hana en svo virðist að það hafi fyrst og fremst verið af vorkunn við hana og þau eru flestöll horfín. Scott lést árið 1940 og ekki er ofsagt að í lífi þeirra hjóna hafi kristallast athugasemd sem Zelda lét falla um mann sinn á fyrstu árum hjónabandsins: „Bæði erum við áber- andi og líflegar myndir, þar sem smáatriðin eru látin liggja milli hluta. En ég veit að lit- ir okkar munu blandast og ég held að við munum líta vel út þar sem við höngum hlið við hlið í listasafni lífsins.“ ALVERKIN hafa dreifst um víðan völl og voru við það að gleymast. Nú hefur Eleanor Lanahan, barnabam banda- ríska rithöfundarins F. Scott Fitzgerald og Zeldu konu hans, ákveðið að heiðra minn- ingu ömmu sinnar með því að kynna verk hennar í bók sem nefnist „Zelda, An Illustr- ated Life“. Frá þessu segir í lndependent. Hugmyndina að bókinni fékk Lanahan eftir að námsmaður, sem var að skrifa rit- gerð um ömmu hennar, hafði samband við hana. Rannsóknir þessa námsmanns urðu til þess að Lanahan hafði upp á allmörgum málverkum Zeldu, þar á meðal ellefu verkum sem hún málaði á meðan hún var í meðferð á stofnun fyrir geðsjúka í Baltimore. Bókin er sú fýrsta sem ijallar um listsköp- un Zeldu en hún dregur einnig upp skýra mynd af Suðurríkjadísinni, sem fædd var aldamótaárið, giftist Fitzgerald tvítug og var miðpunktur samkvæmislífsins þar til hún greindist með geðklofa. Hún lést árið 1948 í bruna á geðsjúkrahæli. Zelda bjó ekki síður yfír listrænum hæfíleik- um en eiginmaðurinn og undanfarin ár hafa bókmenntafræðingar skoðað verk hennar í nýju ljósi en þau voru flestöll gefin út undir nafni F. Scotts Fitzgeralds. Hingað til hafa menn hins vegar látið eins og málverk hennar hafí ekki verið til. „Þau hafa verið skipulega hunsuð, þeim jafnvel hafnað og þau ekki sögð nógu alvarleg listsköpun til þess að meta og greina,“ segir Jane Livingston, sérfræðingur í listasögu, í formála bókarinnar. Dans, trú og dúkkulisur Zelda sneri sér að myndlistinni þegar hún hafði eytt tíu árum í innihaldslaust líf glaums og gleði sem Fitzgerald lýsir í þekktustu bók sinni, „The Great Gatsby". Hjónin voru talið hið gullna par samkvæmislífsins en geysileg drykkja kaffærði að lokum drauma þeirra. Segir í bókinni að drykkjulætin hafí oft og tíðum verið svo mikil að Fitzgerald-hjónin hafi orðið fræg að endemum fyrir þau. Leik- kona sem hitti þau kvaðst hafa séð „dauða- dóm æskunnar“ og átti þá ekki síst við Zeldu, sem var að missa vitið. Um svipað leyti sagði læknir hennar hana „hælismat, geðsjúkling í andlegu ójafnvægi". Scott og Zelda eignuðust dóttur sem þau kölluðu Scottie og það var fyrir hana sem Zelda hóf að gera myndir og dúkkulísur, sumar þeirra af þessari óvenjulegu þriggja manna ijölskyldu. Zelda heillaðist af dansi „TEKINN niður af krossinum" sem Zelda málaði árið 1945. ZELDA FITZGERALD HEFUR SNÚIÐ AFTUR ÓPERUHÁTÍÐ BJARGAÐ LITLU mátti muna að tónlistarhátíðin í Aix-en-Provence sem hófst með glæsibrag fyrir hálfri öld, legði upp laupana. Hátíðin, sem varð án efa ein stærsta og glæsilegasta óperuhátíð Frakk- j lands, má muna tímana tvenna. í ár er að- ) eins ein ópera á efnisskránni og fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar til margra ára hefur verið látinn víkja. Hátíðin í Aix-en-Provence hefur verið ’ þekkt fyrir gríðarlegan kostnað og íburðar- miklar sýninga. Rekstur hennar hefur hins vegar gengið illa að undanfömu og í ár sáu frönsk stjómvöld sig knúin til að þrefalda framlag sitt til hennar, upp í 15 milljónir ' franka á næstu tveimur árum, að því er segir í The European. Sagan af falli hátíðarinnar er jafn átaka- mikil og óperurnar sem settar hafa verið , upp á henni. Aðalpersónan er Louis Erlo, sem hefur stjómað hátíðinni frá 1982 en var fómað til að bjarga hátíðinni, þrátt fyr- ir að hann fullyrti að hann hefði gert sitt j besta til að reka stórhátið á smáframlögum. Varaóur vió Erlo hafði í hyggju að setjast í helgan Ístein að loknu hálfrar aldar afmælinu. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um að til stæði að finna annan í hans stað, er honum var fyrirvaralaust vikið úr starfinu í febrúar , sl. en hann var þá staddur í New York. Þá las hann það í blöðum að Stéphane Lissner, hinn ungi og kraftmikli stjómandi Chátelet Theatre í París, myndi stjóma hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar afmælinu og að þeim yrði frestað til ársins 1998. Áður en Erlo tók við stjóm hátíðarinnar var hann varaður við því að fjárhagur henn- ar leyfði ekki uppsetningar í ætt við þær sem skapað hefðu hátíðinni nafn. Þegar Aix-en- Provence hátíðinni var hleypt af stokkunum fyrir fímmtíu árum, voru fáar slíkar tónlistar- hátíðir haldnar og hún varð fljótt ein sú þekktasta, nokkurs konar frönsk útgáfa af tónlistarhátíðinni í Salzburg. Upphafsmaður- inn, Gabriel Dussurget, stýrði hátiðinni til 1972 en þá tók Bemard Lefort við og það var undir hans stjóm sem stærstu og íburðar- mestu sýningamar voru settar á svið. Þegar Erlo tók við tíu árum síðar, var staðan breytt. Tónlistarhátíðir höfðu sprott- ið upp um alla Evrópu og vegur Aix-en-Pro- vence-hátíðarinnar lá niður á við, vegna tímaskorts við skipulagningu og ónógra fjár- framlaga. Segir Erlo að þau hafí ekki verið ákveðin fyrr en í febrúar eða mars en hátíð- in sjálf sé haldin í júlí. Það gefi augaleið að slíkt gangi ekki. Engu að síður var hátíðin haldin þrátt fyrir að framlögin, sem nú eru um 660 milljónir ísl. kr., dygðu hvergi nærri til að setja upp þijár til fjórar óperur og ráða til þeirra 5-600 listamenn. Miðasala stóð sjaldnast undir væntingum og fjárstuðning- ur fyrirtækja og einkaaðila brást. „Hr. Styrkir" Þrátt fyrir stórkostlegar sýningar á borð við „Adriane auf Naxos“ með Jessye Nor- man í aðalhlutverki, og uppsetningu Robert Carsen á „Draumi á Jónsmessunótt“, hefur reksturinn verið í jámum. Hefur Erlo neyðst til að draga svo saman seglin, að aðeins ein ópera er á efnisskránni í ár, „Sernele" eftir Hándel, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er sett á svið í Frakklandi Eftirmaður Erlo hefur fengið úr mun meira fé að moða og því fagna margir áhrifamenn á tónlistarsviðinu. Því þrátt fyr- ir að Aix-en-Provence hátíðin sé ein þekkt- asta tónlistarhátíð Evrópu, hefur ímynd hennar veikst á síðustu árum. Þegar hún hóf göngu sína voru Mozart-óperur aðal hátíðarinnar en nú virðast engar sérstakar áherslur í dagskránni. Lissner hefur verið þekktur undir nafninu „Herra Styrkir", vegna hæfni hans til að verða þeirri starfsemi sem hann hefur verið í forsvari fyrir úti um opinberan fjárstuðn- ing. Honum hefur tekist að gera Chátelet Theatre að fremsta óperuhúsi Parísar og hann hefur tekið að sér að hressa upp á Madrídar-óperuna á næsta ári. Lissner hefur lítið viljað tjá sig um hvað hann hyggist gera í Aix. Hann segist hafa lokið við að skipuleggja starfið fram til árs- ins 2000, því það sé einungis hægt að fá styrki ef menn sýni fram á langtímamark- mið sín. Ætlunin er að setja upp fjórar óper- ur, þar af þijár nýjar uppsetningar og eina sem verði í samvinnu við óperuhús. Lissner hefur tvö ár til að fínpússa og ljúka dagskránni fyrir afmælishátíðina 1998. Á næsta ári verður engin ópera flutt, aðeins haldnir tónleikar, og er það í fyrsta sinn í fimmtíu ára sögu hátíðarinnar. Þetta er sagt nauðsynlegt til að grynnka á skuldunum. Og þrátt fyrir að það sé leitt fyrir Erlo að hverfa frá störfum á þennan hátt, getur hann huggað sig við að óperan „Semele“, sem sýnd var í ár, hefur hlotið afbragðsdóma. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.