Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 2
m FANTASÍUR UM HAFIÐ Nútímatónlist í Sigurjónssafni Morgunblaðið/Golli KAMMERTRÍÓIÐ leikur í Sigurjónssafni annaðkvöld. KAMMERTRÍÓ skipað Krist- ínu Mjöll Jakobsdóttur/agott- leikara, Brynhildi Óskars- dóttur píanóleikara og Ey- disi Franzdóttur óbóleikara, heldur tónleika í listasafni Sigutjóns Ólafs- sonar annaðkvöld, sunnudagskvöld kl. 20:30. Á efnisskránni verða fjórir þættir úr sellósvítu nr. 2 eftir Bach sem Kristín leikur á fagott, sónatína fyrir fagott og óbó eftir André Joli- vet, Duo fyrir fagott og óbó eftir Georg Rochberg og Trío fyrir óbó, fagott og píanó eftir Madeling Dring, en öll þtjú síðastnefndu verkin eru samin um og eftir miðja þessa öld. „Verkið eftir Jolivet gerir líklega mestar kröfur til áheyrenda, en hann var nemandi Veresé, sem var einn af þekktari framúrstefnuhöíundum samtímans,“ segir Kristín Mjöll. „Hins vegar er Tríóið eftir Dring mjög áheyrilegt og svipar til tónlistar Gershwins og er barokkskotið.“ Kristín Mjöll er búsett í Hong Kong og leikur með fílharmoníu- sveitinni í Hong Kong. í fyrra stóð hún fyrir norrænum tónleikum þar sem leikin var tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson, meðal annarra. „Tónleik- amir fengu góða umsögn og tölu- verða athygli, enda eru Kínveijarnir opnir fyrir nýjungum þó ekki verði það sama sagt um Vesturlandabú- ana, en Hong Kong er spennandi staður samt sem áður og mikil upp- bygging sem á sér stað þar.“ SVEINN BJÖRNSSON myndlistarmað- ur hefur opnað sýningu í Kringlunni á 11 af stærstu verkum sínum. Verkin eru máluð á tímabilinu frá 1977 til dagsins í dag en sum þeirra hafa aldrei komið fyrir almennings sjónir fyrr. I samtali við blaðamann sagði Sveinn að myndirnar væru flestar afurðir hugarflugs og ímyndunar hans. „Þær eru flestar eins konar fantasíur um hafið og náttúruna. Þetta eru myndir TROMPETLEIKARINN Veigar Mar- geirsson hefur verið valinn fyrir ís- lands hönd í alþjóðlega 20 manna stórsveit, sem leika mun á tónleikum víðsvegar í Evrópu nú síðsumars. Veigar heldur til Brande í Danmörku eftir helgina þar sem stórsveitin mun hefja æfingar undir stjórn Rays Anderssons, en Rytmiske Konservatorium í Kaup- mannahöfn stendur fyrir tón- leikunum. „í fyrra lék ég í norrænni hljómsveit og í kjöl- farið var bent á mig sem hæf- an hljóðfæraleikara í alþjóð- legu stórsveitinni," segir Veig- ar. Með stórsveitinni syngur hundrað manna kór og mun það vera í fyrsta skipti sem tónlist er flutt með slíkri sam- setningu. í stórsveitinni leika hljóðfæraleikarar frá Norður- löndunum, Kúbu, Bandaríkj- unum, Englandi, Japan og víðar. „Undir- búningur fyrir tónleika stórsveitarinnar hefur staðið yfir í eitt ár og það virðist sem hvergi sé til sparað,“ segir Veigar. „Til að mynda eru átta mánuðir síðan vandað kynn- ingarrit var hannað og að öðru leyti hefur stórsveitin fengið mikla kynningu í blöðum og tímaritum erlendis." Tónleikar ó æskuslóóunum Veigar er Keflvíkingur og lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum í Keflavík árið 1992. Undanfarin ár hefur hann verið við nám og störf hér heima og erlendis og nú standa fyrir dyrum tónleikar á æskuslóðun- um. Á sunnudagskvöldið mun Veigar Ieika á trompetinn í Ytri-Njarðvíkurkirkju ásamt þekktum djössurum og segir hann að efnis- skráin verði fjölbreytt. „Þessir tónleikar í dæmigerðum Sveins Björnssonar stíl. Okkur datt í hug að selja upp sýningu í Kringlunni vegna þess að þar er nægt rými fyrir svona stór verk, þarna fá þau að njóta sín.“ Sýningin mun standa í tvær eða þrjár vikur. „Við teljum ekki óhætt að hafa myndirnar uppi lengur því að fólk get- ur orðið sjóveikt af því að horfa á sum- ar þeirra,“ hló Sveinn á meðan hann var að koma verkum sínum fyrir á annarri hæð Kringlunnar. verða haldnir vegna fjölda áskorana og þeir leggjast mjög vel í mig,“ segir Veigar. „Hingað til hef ég að mestu leikið fyrir aðra samkvæmt forskrift, en að þessu sinni leik ég lög sem ég hef sjálfur valið og sam- ið.“ A efnisskránni verða þekktir djassslag- arar í bland við tónlist frá róm- önsku Ameríku og segir Veigar að suðrænn blær muni svífa yfir vötnum á sunnudagskvöld- ið. En er ekki syndsamlegt að leika svona suðræna og seið- andi tónlist í kirkju? „Það vill svo til að aðstaða til tónleika- halds víða um land er bágbor- in, en vegna þess að kirkjan í Ytri-Njarðvík hefur mjög góð- an hljómburð og ekki síst vegna þess að prestamir hafa verið hlynntir tónlistarflutningi er þetta ekki svo syndsamlegt," segir Veigar. I haust byijar Veigar í meistaranámi við Háskólann í Miami á háum styrk. „Þessi námslína heitir „Studio Jazzwriting“ og styrkurinn felst í niðurfell- ingu skólagjaldanna sem nema um einni milljón,“ segir Veigar. Hann segir að með náminu muni honum bjóðast margir nýir möguleikar á sviði tónlistarvinnslu fyrir sjónvarp og kvikmyndir, enda nærist hann á fjölbreytninni. „Eg hef alltaf beitt mér á sem fjölbreyttastan hátt innan míns sviðs. Ég spila jöfnum höndum popp í stúdíói, við messu á sunnudegi eða djass á fimmtudags- kvöldi. Sumum gagnrýnenda minna finnst þetta ólistrænt, en bæði nýt ég fjölbreytn- innar og svo verður maður að hafa í sig og á,“ segir Veigar. „Ég held að maður verði frekar betri með því að vera opinn fyrir þessu öllu saman og óttast ekki fram- tíðina,“ segir Veigar að lokum. Leikur fyrir Islands hönd í alþjóðlegri stórsveit Veigar Margeirsson MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmund- ar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á siifri til sept- emberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls Iris Elfa Friðriks- dóttir er með sýningu. Gallerí Stððlakot Kristín Guðjónsdóttir sýnir til 18. ágúst. Gallerí Hornið Beatriz Ezban, mexíkósk listakona, opnar sýningu í dag og sýnir til 28. ágúst. Galierí Gúlp Samsýning 24 þýskra, hol- lenskra, bandarískra og íslenskra myndlist- armanna opnar í kvöld kl. 21 og verður svo flutt til Akureyrar og opnuð á Café Karól- ínu miðvikudagskvöldið 14. ágúst kl. 21. Verslun Hans Petersen, Austurveri Rut Hallgrímsdóttir, ljósmyndari sýnir. Listhús Ófeigs Katrín Elvarsdóttir opnar sýningu í dag og sýnir til 24. ágúst. Listhús 39 Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson og Þóroddur Bjarnason sýna til 18. ágúst. Nýlistasafnið Katrín Sigurðardóttir, Lind Völundardóttir og Pietertje van Splunter sýna í aðalsölum. í setustofunni stendur Nýiistasafnið fyrir kynningu á verkum kú- bönsku myndlistakonunnunar Ana Mendi- eta. Sólon íslandus Ráðhildur Ingadóttir sýnir til 24. ágúst. Listasafn Sigurjón Ólafssonar Högg- myndasýningin Vættatal með verkum eftir Siguijón Ólafsson og Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Gallerí Laugavegur 20b Björn Birnir sýn- ir fram eftir sumri. Nemendagallerí Bún.bankans v/Hlemm. Eirún Sigurðardóttir sýnir til 20. ágúst. Garðatorg í Garðabæ Handverksýning laugardag og sunnudaginn frá kl. 12. Hafnarborg Samsýning vatnslitamálara tii 22 ágúst. Opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Við Hamarinn Ásdís Pétursdóttir og Ingi- björg María Þorvaldsdóttir sýna til 25. ágúst. Opið laugd. og sud. kl. 14-20. Á næstu grösum Halldóra Emilsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir sýna ljósmyndir f mat- stofunni. Norræna húsið. Edda Jónsdóttir og Kol- brún Bjorgúlfsdóttir sýna til 11. ágúst. í anddyri íslensk náttúra, bækur Guðmundar P. Ólafssonar o.fl. til 14. ágúst. Ráðhúskaffi Þorsteinn J. opnar sýningu í dag sem kallast Raddir í Reykjavík. Græna höndin, Hveragerði Lára Janus- dóttir sýnir myndlist og postulín til 17. ágúst. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelm- ilch sýnir. Gallerí AllraHanda, Akureyri. Guðný G.H. Marinósdóttir sýnir veflist í Listagill- inu á Akureyri til 16. ágúst. Laufey Páls- dóttir sýnir málverk í kaffihúsinu á Hótel Hjalteyri. Á Seyði - Seyðisfirði Samsýning til 25. ágúst. Gaileríkeðjan - Sýnirými Sýnendur í ág- úst: í sýniboxi: Áslaug Thorlacius. í barmi: Alda Sigurðardóttir. Berandi er: Einar Gari- baldi Eiríksson. í hlust: Finnur Arnar Arn- arson. TONLIST Laugardagur 10. ágúst Sumartónl. Skál- holtskirkju: Glen Wilson flytur erindi kl. 14. Kl. 15 leikur Glen Wilson sembalverk eftir D. Buxtehude. Kl. 17 leika Marijke Miessen og Glen Wilson sónötur eftir Bach. Hallgrímskirkja: Lenka Mátéová, organisti Fella- og Hólakirkju, leikur í hálftíma kl. 12.03. Sunnudagur 11. ágúst Sumartónl. í Skál- holtskirkju: Kl. 15 leika Marijke Miessen og Glen Wilson sónötur eftir Bach. Kl. 17 messa. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar kl. 20.30. Lenka Mátéová leikur. Aðgangseyr- ir 800 kr. Þriðjudagur 13. ágúst Listasafn Siguijóns Ólafssonar, kl. 20.30. Þórunn Guðmunds- dóttir, sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Fimmtudaginn 15. ágúst Gerðuberg: Erla Þórólfs, sópran ásamt Ólafi Vigni Alberts- syni, halda tónleika kl. 20.30. Hallgríms- kirkja: Marteinn H. Friðriksson, dómorgan- isti Reykjavlk, leikurkl. 12.03. LEIKLIST Loftkastalinn Sirkus Skara Skrípó laugd. og sud. kl. 20. Borgarleikhúsið Stone Free laugd. kl. 20. Skemmtihúsið Ormstunga fimmtud. 15. ág. kl. 20.30. Light Nights - Tjarnarbíó Öll kvöld nema sunnudagskvöld kl. 21. Betri stofan, 3. hæð, Kaffi Rcykjavík Leikhópurinn Ljóshærða kennslukonan sýnir Sköllóttu söngkonuna dagana 9.-12. ágúst. ! 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10.ÁGÚST1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.