Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Ásdís „BACH og Reincken heilluðust hvor af öðrum.“ Glen Wilson semballeikari, sem leika mun barokkverk og flytja erindi í Skálholti þessa síðustu tónleikahelgi. til að kenna. Heimsókn hennar hingað til lands er álíka löng og flest önnur vinnu- ferðalög en henni finnst gallinn við ferða- lög sín vera sá að þau eru fullstutt. „Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt hérna í gamla daga þegar tónskáldin fóru í langar tónleikaferðir og dvöldu þá lengi vel á sama stað við störf sín. Nú um stundir gefst tónlistarmönnum varla tækifæri til að anda að sér loftinu á nýjum stað. Ég myndi t.d. gjarnan vilja vera lengur á ís- landi, en ég eins og margir aðrir verð að svara kröfum áheyrenda víða um heim. Svo einfalt er það nú,“ segir Marijke að lokum. missti föður sinn ungur og ólst upp hjá Eggerti Hannessyni lögmanni og síðan hjá Ragnheiði dóttur Eggerts og manni iiennar Magnúsi Jónssyni sýslumanni, oft nefndur Magnús prúði. Hann varð prestur í Sauð- lauksdal árið 1590, en fyrir réttum 400 árum, árið 1596, varð hann prestur á Sönd- um í Dýrafirði og var hann jafnan síðan kenndur við þann stað. Ólafur þjónaði á Söndum samfellt í 31 ár og andaðist þar árið 1627 „með bezta mannorði“ eins og Sighvatur Grímsson Borgfirðingur kemst að orði í „Prestaæfum“ sínum sem varðveitt- ar eru í handritadeild. Skrifleg menning Kvæði Ólafs er gott dæmi um þann skrif- lega arf sem lifði öldum saman sjálfstæðu lífi til hliðar við „bullarans svertu" eins og Hannes Finnsson Skálholtsbiskup kallaði prentverkið. Frá upphafi prentunar á Is- landi, um siðaskipti, og allt fram til 1773 var aðeins ein prentsmiðja til hér á landi, staðsett mestan hluta síns tíma ýmist í Skál- holti eða á Hólum. Flest það er fékkst gefið út á þrykk á því langa tímaskeiði var guð- fræðilegs eðlis, kjörið svo af yfirmönnum prentverksins að það mætti útbreiða þann boðskap er þeir hinir sömu yfirmenn voru í „A tímum Bachs lögdu tónskáld ekki mikla áherslu á ad vera frum- leg} helduraö tjá sigá sameiginlegu máli tónlist- arinnar} ekki ósvipad og gildir umpoppió í dag. “ forsvari fyrir. Jón Helgason prófessor kemst svo að orði á einum stað: En sögurnar sem fólkið girntist að lesa og heyra lesnar, rímurnar sem það girnt- ist að kveða og heyra kveðnar, voru ekki látnar á prent. Menn skrifuðu þær upp á miðaldavísu af endalausri þolinmæði. [„.] Svona var skrifað og aftur skrifað á ís- landi á 17du öld og 18du og langt fram á hina 19du. Mikill hluti af því sem var skrifað og aft- ur skrifað af endalausri þolinmæði, eins og Jón kallaði það, hefur aldrei verið gefinn út. Ein afleiðingin er sú að sjálf bókaþjóðin hefur aldrei eignast bókmenntasögu sem staðið gæti undir nafni, til þess skortir enn hina heildstæðu sýn til bókmenningarinnar sem ekki fæst fyrr en miklu meira hefur verið gefið út og rannsakað af bókmenntum síðari alda en gert hefur verið til þessa. Sú kynning sem hefur farið fram á Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju 1996 til að losa um tunguhaft handritanna er lítið spor - en þó í rétta átt. Höfundur er sérfræðingur í handritadeild Landsbókasafns og situr i stjórn „Collegium Musicum, samtaka um tónlistarstarf í Skólholti". GAMLAR ______TÓNLIST_____ Sígildi r diskar LISZT Franz Liszt: Dansar og marsar. Leslie How- ard, pianó. Hyperion CDA66811/2. Upptaka: DDD, 10/1993,4/1994. Lengd (2 diskar): 146:13. Verð: 2.999 kr. ÁSTRALSKI píanóleikarinn Leslie How- ard, alnafni brezka kvikmyndaleikarans úr Rauðu akurliljunni sem fórst í flugi í seinni heimsstyrjöld, þykir fulltrúi deyjandi arfleifðar. Á okkar tímum er aðeins ætlazt til, að sígilt menntaður píanóleikari leiki vandlega undirbúin tónverk eftir nótum; í mesta lagi, að hann taki líka að sér að kenna ungmennum píanóleik. En svo hefur ekki alltaf verið. Áður fyrr þótti einnig sjálf- sagt, að píanistar frumsemdu eða útsettu tónverk, læsu hvað sem væri - líka hljóm- sveitarraddskrár - prima vista, lékju af fingrum fram og tónflyttu upp og niður eftir þörfum söngvara og meðleikara. Nú orðið heyrist aldrei spuni á klassískum pía- nótónleikum, en fram eftir 19. öldinni þótti hann ómissandi. Jafnvel útsetningar flytj- andans á tónsmíðum annarra hafa lagzt af; Horowitz var einn af þeim síðustu sem átti í fórum sínum eigin dúndurútsetningar eins og hina kunnu útgáfu hans af Sousa- marsinum Stars and Stripes Forever fyrir uppklöppin. Howard er sagður undantekning frá núgildandi sérhæfingarreglu, þar sem æ fleiri píanistar einbeita sér að æ færri tón- verkum, sem verða æ gerilsneyddari í flutningi og að lokum öll eins. Hann sem- ur, spinnur á opinberum vettvangi, og leik- ur spilandi sem óspilanleg píanóverk. Hann er einnig forseti brezka Liszt-félagsins og því tilvalinn stafnbúi Hyperion-plötuútgáf- unnar í viðamestu heildarútgáfu á píanóeinleiksverkum eins tónskálds sem þekkzt hefur í iðngreininni til þessa, en það er á verkum austur- rísk-ungverska píanósnillingsins Franz Liszts (1811-86). Hófst út- gáfuröðin 1985 og mun fullkláruð ná yfir 70 (!) hljómdiska. Til sanns vegar má færa, að ekki eru þetta allt frumsmíðar, heldur er líka um að ræða umritanir Liszts á verkum annarra. Tæknin hefur leyst þá kvöð af nútímapíanistum að kynna hlustendum brot úr nýjustu óperum og sinfóníum þekktustu tón- skálda, en þegar Liszt var uppi, var þetta meðal þess sem „fólkið vildi“ - og fékk - á píanótónleikum stór- snillinga. í ljósi þessa skilst vel, hvers vegna jafnmikið liggur eftir af píanóumrit- unum eftir Liszt, en eins og kunnugt er lagði hann mikið kapp á að geta spilað sjálfur jafnvel viðamestu hljómsveitarverk síns tíma með tíu fingur eina að vopni, enda fingra- tækni þessa „Paganinis hljómborðs- ins“ annáluð. Og margt var umritað í fleiri en einni útgáfu, því af tillits- semi við forleggjara og lysthafendur gerði hann einnig einfaldaðar útgáf- ur af því sem erfiðast þótti að torga á slaghörpur heimilanna. Ef rétt er sem manni skilst, að meiningin sé að gefa allt þetta efni út í hljómandi mynd, er engin furða að þurfi mikið pláss. Öllu torskiljanlegra sýnist manni aftur á móti það fólk sem ætlar sér að safna öllum 70 diskunum. Því þó að mörg um- skrift Liszt sé gerð af miklu hugviti, er hlustunaraðgengi nútímamanna að frum- gerð tónverkanna sem hann útsetti fyrir píanó allt annað og auðveldara en fyrir daga grammófónsins. Engu að síður þykir eflaust hörðum píanóunnendum tiltækið stórmerkilegt, og þar sem heildarútgáfur virðast i ofanálag hálfgert lausnarorð nú á tímum og ekki lengur einkamál vísinda- legra nótnaútgáfna, má vera, að nægt til- efni sé saman komið. Fyrir venjulega hlustendur hefur þetta box þann kost, að allt er þar frumsamið, enda þótt sumt sé píanóútfærsla af öðrum verkum Liszts. Dansarnir og marsarnir eru flestir tækifærisstykki eða vinarhót og GLÆÐUR spanna gífurlega breitt stílþróunarsvið, allt frá árdögum hins unga senurústara, þar sem sumt minnir á Chopin, að nærri því flögrandi impressjónisma Debussys eins og í Mephisto polkanum, tileinkuðum síðustu ástkonu snillingsins. Breiðfylking úr stormum og stefnum Norðurálfu 19. aldar líður hér framhjá undrandi eyrum hlustandans í skilvirkri fítonstúlkun Leslies Howard, og upptöku- gæðin hæfa þessu grettistaki Hyperions. LISZT / ENESCO Franz Liszt: Ungverskar rapsódíur nr. 1-6; Georg Enescu: Rúmensk rapsódía nr. 1 Op. 11. Sinfóníuhijómsveit Lundúna u.stj. Antals Doratis. Mercury 432 015-2. Upptaka: ADD, London 6/1960 og 7/1963. Geislaútg.: 1991. Lengd: 73:50. Verð: 1.399 kr. MIKIÐ ORÐ hefur farið af amerísku Mercury „Living presence" hljóðritunum frá árunum sitt hvorum megin við 1960, sem markaðssettar hafa verið í geislaend- urútgáfu undir sama vörumerki. Það er stórt upp í sig tekið, en eftir fyrstu reynslu að dæma má alveg telja sér trú um að hljómsveitin sé virkilega stödd inni í stofu hjá manni - að frádregnu suði og rumi (hk., ’rumble’) sem fylgja flestum ADD diskum. Hrifnari var ég þó af spilamennsku Lundúnasinfóníunnar undir stjórn Doratis. Þar er ekkert gefið eftir, heldur leikið með blóði, svita og tárum. Það er líka eins gott, því veðurbarðir „stríðsfákar" eins og fyrstu ungversku rapsódíur Liszts þurfa þess með. Georges Enescu (eða -o; d. 1955) er kunnastur fyrir 1. Rúmensku rapsódíuna sína, sem hann samdi aðeins tvítugur, þó að hann hafi verið bæði afkastamikið og fjölbreytt tónskáld. Eins og í nágranna- verkunum eftir Liszt má heyra mikil sí- gaunaáhrif í tónlistinni og fara höfundarn- ir tveir því vel saman á einum diski, þótt hátt í öld skilji á milli. Liszt-rapsódíurnar voru flestar frums- amdar fyrir tví- eða fjórhent píanó og síð- ar útfærðar fyrir hljómsveit eftir að þær náðu lýðhylli; algengt ferli á 19. öld, sbr. þjóðlegu dansasöfn Brahms, Dvóraks og Griegs. Hafa sumar elzt verr en hliðstæða þeirra eftir Enescu. Aðrar - sem sjaldnar heyrast - hafa haldið sínu betur, eins og hin glæsilega nr. 6 („Kjötkveðja í Pest“) sem er nánast fullgildings hljómsveitarfor- leikur með smellandi lúðraþyt í lokin. Einhvers staðar stendur, að lengi lifi í gömlum glæðum. Þó að ungverska sí- gaunarómantíkin sé í hugum flestra löngu liðin lumma eins og týrólska jóðlið, þá má vissulega enn hafa gaman af þessu þjóð- lega neistaflugi á góðri stund, og er það ekki sízt frísklegum flutningi að þakka. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLISTARARFUR Franz Liszt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.