Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 9
mikils metinn hjá mörgum kynslóðum í Delft og að efnaðir safnarar í Amsterdam hafi sózt eftir verkum hans. Samt atvikaðist það þann- ig, að Vermeer var ekki talinn með í handbók um hollenzka málara frá 18. öld, sem talin er vera grundvallarrit ( Houbraken’s Groote Schouburgh). það telst því rétt vera að þekking og aðdáun á Vermeer var staðbundin í Hol- landi í heil 150 ár. Þó kom fyrir að myndir hans seldust til útlanda, en þær voru þá eignað- ar öðrum og frægari málurum. Til dæmis var eitt af meistaraverkum hans, Stúlka að lesa bréf við opinn glugga, selt árið 1742 til Dres- den sem verk eftir Rembrandt. „Það sem er undravert“, segir Svetlana Al- bers í fyrrnefndri grein, „er hversvegna þessar myndir af heimilislífi um 1660 í hollenzkum útkjálkabæ verða slíkt verðmæti fyrir evrópska menningu - og nú fyrir ameríska mennningu þegar hún kynnist þeim - Hvernig má það vera að áhugamál og færni Vermeers hitti svona naglann á höfuðið í heimi sem er svo gerólíkur hans heimi?“ Reyndar kom það að minnsta kosti einu sinni fyrir að Vermeer flutti trönurnar út úr vinnustofunni. Þá málaði hann Útsýni yfir Delft, (1660-61) og ekki gat myndefn- ið talizt frumlegt. Feneyjar í myndum Fe- neyjamálaranna virðast ólíkt magnaðra og meira spennandi myndefni, enda voru Fe- neyjar þá einskonar New York. Delft var aldrei neitt slíkt. Þarna er sýki og nokkrir bátar eða prammar. Fólk er á stjái á bakk- anum í forgrunni; konurnar klæddar að hætti þeirrar tízku sem sést í fjölmörgum málverkum frá þessum tíma. Það má sjá að þarna hafa verið nokkrar virðulegar byggingar; allar úr dökkbrúnum eða gráum steini. En þær eru mestan part í skugga. Form kvennanna á bakkanum er næstum endurtekið í nokkrum turnum sem bera við himin. Fljótt á litið er þetta ekki stórvægi- lega mynd, en hún vinnur svo á við kynnn- ingu, að það er eiginlega endalaust hægt að horfa á hana. Bak við allt það hversdags- lega sem blasir hér við í hollenzkum 17.ald- ar smábæ, leynist galdur Vermeers og verð- ur ekki frekar en fyrri daginn útskýrður með orðum. Marcel Proust taldi að þetta væri fegursta mynd sem máluð hefði verið fyrr og síðar. Erfióur fyrir frœóingana Vermeer hefur gert fræðingunum erfitt fyrir, segir Svetlana Alpers ennfremur. Það er vegna þess að hann verður ekki flokkað- ur með sama hætti og aðrir. Hlutverk teikn- inga verður ekki metið, því hann lét ekki neinar eftir sig. Menn hafa ekki farið í smiðju til hans, nema sá frægi falsari, van Megeren, sem náði ótrúlegum árangri í að líkja eftir Vermeer og plataði nasistafor- ingja, þar á meðal sjálfan Göring, svo sem frægt er orðið. Ekki er heldur hægt að tala um „skóla“, eða einhvern hóp málara sem tileinka sér stíl meistarans eftirá. „Við vitum ekki“, segir Trevor Winkfield, „hvort þessi litlu afköst - tvær eða þrjár myndir á ári -voru vegna þess að sjálf tækn- Myndir frá vinstri til hægri: ÚTSÝIMI yfir Delft, um 1660. Myndin er í eigu Maurits- huis-safnsins íHaag. TÁKNMYNDtrúarinnar, 1671-74. Ein ör- fárra mynda Vermeers sem ekki er „mót- íf- málverk" og byggir á táknrænu inntaki. Fastir liðir úr mörgum öðrum myndum hans svo sem gólfflfsar og ofið tjald eða teppi, eru þó á sínum stað. Myndin er í eigu Metropolitansafnsins í New York. STÆKKAÐUR hluti úr sömu mynd. Sér- kennilegt er hvernig Vermeer magnar upp áferðina með Ijósum punktum, svo efnið sýnist glitrandi. STÚLKA með perlu-eyrnalokk, um 1665-66. Myndin er í eigu Mauritshuis- safnsins í Haag. KNIPPLINGAGERÐARSTÚLKAN, um 1669-70. Frá Louvre-safninu íParís. UNG kona með vatnskönnu, um 1664-65. Metropolitansafnið í New York. in hafi verið svona tímafrek, en einnig - og þetta eru bara vangaveltur - hvort fjöl- skyldan, starfið eða bara hreinræktuð Ieti eigi þátt í þessu. Kannski litu samtíðarmenn hans á hann sem amatör - frístundamálara- og ekki sem alvörumálara, sem framleiddu þá eins og nú að minnsta kosti 20 málverk á ári. Ekki var pöntunum fyrir að fara, hvorki borgaralegum né konunglegum, ekki var hann beðinn um að vinna freskur í kirkj- ur eða kapellur, ekki var það grafík og ekki teikningar." Winkfield telur að það hafi sumpart ver- ið uppfinning ljósmyndavélarinnar á síðustu öld sem ýtti undir aðdáun á Vermeer, vegna þess að hann vinnur með ljósmynda- nákvæinni. En hann tekur fram, að það sem skiptir sköpum er hversu langt Vermeer fer framúr allri ljósmyndatækni. Aðeins Leon- ardo da Vici hafði áður sökkt sér svo niður í ofur-raunsæi, segir Winkfíeld. Aðrir sem skrifað hafa um Vermeer í tilefni téðra sýninga, hafa einmitt gert þetta að umtalsefni: Að hann hafi náð einhveiju sem ekki sé hægt að gera með ljósmynda- vél. í því sambandi er vert að íhuga, að ljósmynda-raunsæi í málverki hefur talsvert verið iðkað á þessari öld. Það er sameigin- legt með stærstum hluta af þessari raun- sæislist, að hún er fremur leiðigjörn. Henni tekst kannski að komast upp að hliðinni á ljósmyndum, en bætir sjaldnast miklu við, hvað þá að hún nálgist galdur Vermeers. „Hvemig má paö vera aó áhugamál og fœmi Vermeers hitti svona naglann á höfuöid í heimi sem er svo gerólíkur hans heimi. “ Svetlana Alpers LDURVERMEERS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.