Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 8
I Fáir stórmeistarar málaralistarinnar eru líklega vinsælli en Vermeer eftir yfirlitssýningar á tveimur þriðju verka hans í Washington og Haag. Jafnframt hafa menn velt fyrir sér leyndardóms- fullri ævi þessa manns, svo og leyndardóminum sem býr í verkum hans, - verkum sem voru umheiminum ókunn hátt á aðra öld. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Um þessar mundir stendur yfir merkileg yfirlitssýn- ing á verkum hollenzka málarans Jóhannesar Vermeers í Haag, en áður hafði sýningin staðið í Washington og vakið gíf- urlega athygli. Ekki svo að skilja að menn hafi ekki þekkt ágætlega vel þessi rúmlega 30 málverk, flest þeirra lítil, sem varðveizt hafa. Þau hafa veri prentuð á óteljandi bækur og plaköt. Mynd- efnið er ekki dramatískt, engar grískar goðsagnaverur, engar bardagalýsingar og bara ein mynd úr Nýja Testamentinu. Þeg- ar litið á verk hinna stóru meistara, er myndefni Vermeers það sem minnst er frumlegt, segir Trevor Winkfield í ritgerð í tímaritinu Art in America. Vermeer leitaði ekki langt yfir skammt; flestöll málverk hans eru líklega sett á svið í hans eigin íbúð og vinnustofu. Þar ríkir einstæð kyrrð; fólk dútlar við handverk, en birtan kemur inn um glugga sem oftast er til vinstri. Þetta er borgaralegt umhverfi í landi sem var auðugt á þeim tíma, og afar langt frá hýbýlum almennings uppá ís- landi. Hluti af sviðsmynd Vermeers er oft íburðarmikið veggieppi, gólfflísar og sam- tíma landakort af heimsbyggðinni á vegg. En það er kannski ekki neitt af þessu sem skiptir máli, heldur samspil þeirra persóna sem hann málar við þetta umhverfi og síð- ast en ekki sízt: Einhver kennd, andrúm eða stemmning, sem ekki verða útskýrð með orðum, allra síst þó með langlokum listsögufræðinga, en verða helzt tengd er- lenda orðinu magic, sem vísar til töfra eða galdurs. Kráareigandi eg f ristundamálari? Jóhannesi Vermeer auðnaðist ekki að ná háum aldri. Hann er fæddur 1632 og 1675 var hann allur. Fjórum árum áður hafði Rembrandt fallið frá; frægasti málari lands- ins í tíð Vermeers. Um sama leyti, 1674, dó Hallgrímur Pétursson uppi á Islandi og Brynjólfur biskup ári síðar. Að þeir séra Hallgrímur og Brynjólfur biskup hafi vitað um tilvist Jóhannesar Vermeers er í hæsta máta ólíklegt; hann var um sína daga nán- ast óþekktur utan smábæjarins Delft. Eins og nærri má geta hefur öllum tiltæk- um brögðum verið beitt til þess að rann- saka og bregða ljósi á líf Vermeers. En með harla litlum árangri. Aðeins er það vitað, að sem sonur kráareiganda ólst hann að einhveiju leyti upp á krá. Hann kvænt- ist og þau hjón eignuðust 11 börn. Hann virðist hafa tekið við kránni af föður sínum og orðið „vert“, en jafnframt rak hann litla málverka- og listmunaverzlun. Trevor Winkfield finnst það merkilegt, að við vitum í rauninni meira um ítalska málarann Cimabue á 13. öld en Vermeer á þeirri 17. Engin sendibréf hafa varðveizt, engin lýsing samtímafólks er til á meistaranum og ekki hafði hann einu sinni fyrir því að mála sjálfsmynd að öðru leyti en því, að það er að líkindum baksvipur hans á mynd þar sem kappklæddur málari með hatt málar fyrir- sætu. Jafnvel gröf hans er týnd. í 25 þúsund manna bæ úti á hollenzku landsbyggðinni hefur ugglaust ekki verið hægt að lifa af málverki einu saman. Það má gera því skóna, að kráin hafi verið tíma- frek og ekki víst að konan hafi getað létt undir með manni sínum þar; hún hefur haft nóg að gera að sinna ómegðinni. Kannski hafði Jóhannes Vermeer aðeins stopular stundir til að mála og hinn mjög svo takmarkaði fjöldi málverka sem til er eftir hann, bendir til þess. í ljósi þeirra aðstæðna sem málarinn bjó við, má búast við að hann hafi vantað næði. En myndirn- ar hans bera það ekki með sér; þær minna margar á helgiathafnir í klaustri eða kirkju. Við finnum og skynjum að þarna er allt undur hljótt. Tíminn virðist líða hægt. Það er síður en svo að eitthvað slíkt hafi verið í tízku meðal hollenzkra málara á 17. öld. Margir þeirra hafa einmitt lýst háværu og galsafengnu mannlífi með hlátrum og glasa- glaum. Einn þeirra, Jakob Jordaens, d. 1678, var allur í þeirri hefð og ærslafullar veizlur voru eftirlætis myndefni hans. En þó þeir væru landar og samtímamenn, er ekki einu sinni víst að Vermeer hafi þekkt hann eða aðra landa sína í málarastétt. Átti þó einn aódáanda Á sýningunni í Washington var safnað saman 20 myndum af þeim liðlega 30 sem til eru. Það er er út af fyrir sig merkilegt að jafn margar myndir eftir Jóhannes Vermeer voru til í einu tilteknu húsi í Delft hjá hjónum að nafni Pieter van Ruijven og Mariu de Knuijt. Þau virðast hafa verið sérlegir aðdáendur stað- armálarans og trúlega keypt jafnóðum það litla sem hann málaði, eða mest af því. Um aðra kaupendur er ekki vitað. Eftir daga Pieters og Mariu dreifðust myndir Vermeers til erfingja eins og gengur og enginn gerði sér þá grein fyrir verðmæti þeirra. Venjulega hefur sagan verið sögð þannig, að Vermeer hafi fallið í gleymsku og dá til 1866, að fransksur gagnrýnandi, Thoré-Biirg- er, hafi uppgötvað hann og lyft til vegs og virðingar. Svetlana Alpers, söguprófessor við Berkeley-háskóla í Kaliforníu, sem skrifar um Vermeer í tímaritið Art in America í mai síð- astliðnum, telur að mjög sé ofsögum sagt af þessari uppgötvun Fransmannsins. Hún telur að Vermeer hafi eftir sína daga verið mjög GLUGGAÐIGA mmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmm^mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm u 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.