Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 4
VIÐ ÞJÓÐ- BRAUT HEIMSINS EFTIR ÁRNA ARNARSON Oft er vísað til þess að íslendingar hafi verið ein- angruð þjóó, ósjólfstæð og lokuð fró meginstraum- ----—... . ""‘F------ ' -------- um Evrópusögunnar. Utgerðarsvæði eins og Vest- firóir bjuggu samt alla tíó við góðar samgöngur og Vestfirðingum var auðveldarg að komast til Englands eóa Hollands en suður í Skólholt. FLLT FRAM á 19. öld voru sam- göngur í heiminum að mestu takmarkaðar við hafið, vötn, skipgengar ár og skipaskurði. Borgir og bæir byggðust við stórfljót og strandir þar sem hafnarskilyrði voru frá náttúr- unnar hendi. Án siglinga gátu borgarbúar ekki etið, drukkið eða hitað upp híbýli sín. Hafið var hlið auðsins og skipa- smíðar voru háþróuð atvinnugrein. Sem dæmi um hina gífurlegu skipaumferð má nefna að á tæplega. hundrað ára tímabili, frá því um miðja sextándu öld og fram á þá sautjándu, fóru hátt á annað hundrað þúsund skip um Eyrarsund. Þegar Jón Ól- afsson Indíafari sigldi frá íslandi til Eng- lands með enskri duggu sumarið 1615 sigldu þeir í gegn um flota 700 síldveiði- skipa við Hjaltland. Talið er að á fyrri hluta 17. aldar hafi Hollendingar haldið úti um 1.500 skipum til síldveiða í Norðursjó. Þeg- ar þeir Jón koma til hafnar í Newcastle voru þar fyrir 300 skip af ýmsum þjóðemum að lesta kol. Árið 1828 voru samgöngur á landi enn svo lítt þróaðar að borgir á austur- strönd Bandaríkjanna urðu að kaupa kol frá Evrópu þó svo að næg kol fyndust í nágrenninu. Þeir fáu vegir sem voru til voru afar léleg- ir. Á málverkum frá 17. öld má sjá, að jafn- vel á sléttu landi, eru vegirnir varla merkjanlegir, útlínurnar óljósar og ef til vill gerðum við okkur ekki grein fyrir að þarna væri vegur ef ekki væri sýnt fólk á hreyfíngu. Það eru oftast fótgangandi bændur, kerrur með afurðir á leið á mark- að, stundum stærri vagnar með yfirstéttar- fólki. Vegurinn er holóttur og verður að eðju þegar rignir. Þá flýja menn og skepn- ur út fyrir veginn. Fólk skynjaði fjarlægðir i árstiðum og árum og það var ekki fyrr en á 19. öld sem manninum tókst að yfirstíga þann þröskuld að komast lengra en 100 kílómetra á dag. Það er nokkurn veginn sami ferðahraði og tíðkaðist á dögum Róma- veldis. Mörg landlukt svæði í Evrópu bjuggu við nær algjöra einangrun fram á 20. öld. Fólk var lokað inni af tíma og rúmi, náttúru- legum hindrunum, sem ekki tókst að ryðja úr vegi fyrr en með tilkomu járnbrauta, ritsíma og gufuskipa. Þegar fólk í af- skekktu héraði í Póllandi var spurt að því árið 1930 hverrar þjóðar það væri, þá skildi það ekki spurninguna. Þá hafði þjóðernis- hugtakið enn ekki náð inn í alla afkima álfunnar. Það kann að hljóma ótrúlega en ferðalög innanlands á íslandi hafa ekki tekið mikið lengri tíma en milli heimsborga í Evrópu. Við upphaf 17. aldar var talið að það tæki fimm til sex daga að komast frá tírussei til Parísar, leið sem er um 300 kílómetrar. Á íslandi taldist þingmannaleið vera 38 kílómetrar, sem var dagleið þingmanns á leið til Alþingis. Þar sem því var við komið ferðuðust íslendingar auðvitað sjóleiðis og reru þá sex til sjö kílómetra á klukkustund við góð skilyrði. Slíkar samgöngur hafa verið með þeim greiðustu sem þekktust í Evrópu. Á svæðum sem lágu vel við sam- göngum á sjó líkt og við ísafjarðardjúp var því oft mikil umferð báta bæði til fiskveiða og flutninga. íslenskar heimildir eru annars afar þögl- ar um samgöngumál. Samgönguerfiðleikar töldust ekki til tíðinda enda hugtakið ekki til fyrr en á 19. öld, þegar farið var að gera kröfur til greiðari samgangna á Iandi. Sjaldan er talað um stórár sem farartálma. Oddur Einarsson biskup segir í íslandslýs- ingu sinni frá því í lok 16. aldar, að á aust- urhluta íslands sé eitt foraðsfljót, sem hvorki sé fært bátum né hestum. Þar hafi einhvern tíma verið gerð hengibrú og hangi hún enn uppi nokkurn veginn. Annars stað- ar hafí ferðamönnum verið séð fyrir kláf- feijum, þar sem þeir togi sig yfir með hand- afli. Oddur bendir á að þó nóg sé af gijóti til brúargerðar, hafi Islendingar ekkert kalk og enga meistara sem kunni til verka. Oddur hafði eins og margir íslenskir heldri- manna synir dvalið og menntast erlendis og séð slík mannvirki þar. Lítill áhugi var samt fyrir því að innleiða slíkar nýjungar hér á landi. Konungsvaldið reyndi þó stöku sinnum að ýta við landsmönnum til sam- göngubóta en án árangurs. í tilmælum konungs til Henriks Bjelke hirðstjóra árið 1650 er talað um, að það vanti brýr og pramma og að leggja þurfi nýja vegi. ís- lenska höfðingjastéttin sýndi þessu lítinn áhuga enda kallaði þetta á fjárútlát en hin ráðandi stétt á íslandi leit á það sem helsta hlutverk sitt að viðhalda óbreyttu ástandi og koma í veg fyrir nýjar álögur og útgjöld. Verslun og samgöngur Við heyrum oft vísað til þess að íslending- ar hafi verið einangruð þjóð, ósjálfstæð og lokuð af frá meginstraumum Evrópusög- unnar. Það er rétt að við Iok Þjóðveldis- tímans bjuggu íslendingar við samgöngu- leysi en um leið og útlendingar uppgötvuðu hin auðugu fiskimið við landið og tóku að sækja hingað á tugum og stundum hundruð- um fiskiskipa ár hvert var sú einangrun rofin. Vissulega var það svo að þeir lands- hlutar sem bjuggu við hafnleysi og ekki lágu að eftirsóttum fiskimiðum bjuggu áfram við einangrun, en útgerðarsvæði eins og Vestfirðir bjuggu alla tíð við miklar og 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 góðar samgöngur. Það var Vestfirðingum auðveldara að komast til Englands eða Hollands en suður í Skálholt. Þeir þurftu aðeins að taka sér far með einhveiju hinna fjölmörgu skipa sem sóttu á miðin úti fyrir hvert sumar og áttu margvísleg samskipti við landsmenn. Jón Ólafsson Indíafari segir á nokkrum stöðum í Reisubók sinni frá samskiptum sínum við útlendinga á æskuá- rum heima í Álftafirði. Hann segir frá því að þegar hann var fjórtán ára hafí hann öðlast bata eftir langvarandi veikindi þegar danskur skipstjóri hafi sent sér epli sem hann borðaði reyndar aðeins til hálfs. Þegar Jón tekur þátt í dönskum leiðangri til Sval- barða árið 1618 hittir hann þar mann, ensk- an í móðurætt og sennilega baskneskan í föðurætt, sem hafði: fyr meir siglt hingað þá hann var 14 ára að aldri með þeim mönnum, er komu einu ári eftir Píning á Amarfjörð, og vom fjórir af þeim sendir til sýslumanns sál. Ara Mapússon- ar, sem sat að Ögri við ísafjarðardjúp, og var eg þá 9 vetra er þeir komu til Svarthamars við Álftafjörð. Margir Vestfirðingar eignuðust vini og kunningja meðal erlendra sjómanna og kaupmanna. Samgöngur tengdust því fiskveiðum og verslun. Þau svæði sem höfðu upp á eitt- hvað að bjóða í þeim efnum voru því aldrei einangruð. Þetta átti fyrst og fremst við um Vestfirði, Snæfellsnes og Suðurnes. Á tveimur síðastnefndu svæðunum hafði út- gerðin snemma komist í hendur kirkju og klaustra og þaðan til konungs við yfirtöku klaustureignanna eftir siðaskipin. Á Vest- fjörðum var útgerðin að stærri hluta í hönd- um einstaklinga auk þess sem einangrun landshlutans frá öðrum hlutum íslands veitti Vestfirðingum visst athafnafrelsi og gerði þájafnframt háðari verslun við útlend- inga. Byggðin, sem var að mestu með ströndum fram, gerði íbúana háða útgerð og útgerðin var háð versluninni. Menningar- straumar og hugmyndir bárust því fyrr og jafnara til Vestfjarða en annarra lands- hluta. Hér var ekki einungis um að ræða tískuvarning og hégóma, heldur einnig rit um guðfræði, vísindi og heimspeki. Alþjóð- legir menningarstraumar hittu því þennan veðurbarða útkjálka íslands í langtum rík- ari mæli en þau svæði í Evrópu, sem ekki lágu að sjó eða skipgengum ám. Það er því engin tilviljun að alþjóðlegt fyrirbæri eins og galdraofsóknir hefjist á Vestfjörðum og einskorðist næstum við þennan landshluta. Vestfirskir höfðingjasynir dvöldu tíðum er- lendis við nám og störf. Talið er að Ari Magnússon í Ögri hafi sem ungur maður dvalið níu ár í Hamborg og móðurafi hans, Eggert Hannesson, sem stundaði verslun í félagi við þýska kaupmenn, átti þar stór- eignir og settist þar að á efri árum. Hin gjöfulu fiskimið tryggðu að siglingar brugðust sjaldan og Vestfirðingar versluðu við hina erlendu fískimenn auk kaupmanna. Þegar konungsvaldið ákvað að öll verslun á Islandi yrði háð einkaleyfum árið 1602 var öll verslun við aðra en leyfishafa bönn- uð þótt lengi vel væri erfitt að framfylgja slíku banni. Launverslun var því mikil alla 17. öldina. Íslenskir höfðingjar reyndu af miklu harðfylgi að koma í veg fyrir að einka- leyfisfyrirkomulagið yrði endurnýjað árið 1614, en án árangurs. Þetta verslunarfyrir- komulag, sem íslendingum er tamt að kalla einokunarverslunina, var afsprengi merkan- tílismans, sem var tískustefna þeirra þjóð- höfðingja sem vildu efla hlut sinn gagnvart þeim ríkjum sem ráðandi voru í heims- versluninni. Á þessum tíma voru Hollend- ingar að ná yfirburðastöðu í alþjóðlegri verslun og viðskiptum. Líkt og önnur ríki í sambærilegri stöðu gerðust þeir boðberar fijálsrar verslunar. Það er jafnan stefna hinna sterku að festa í sessi þá heimsmynd sem þeim geðjast að. Kristján fjórði Danakonungur var metn- aðargjarn þjóðhöfðingi og vildi efla verslun Fólk skynjadi jjarlœgb- ir í árstíóum og árum ogþaö var ekkifyrr en á 19. öld sem mann- inum tókst abyfirstíga þann þröskuld ab kom- ast lengra en 100 kíló- metra á dag. sinna þegna og þar með gera ríkið vold- ugra. Einkaleyfisfyrirkomulagið tryggði þó kaupmönnum ekki einungis forréttindi held- ur lagði þeim jafnframt þá skyldu á herðar að sigla öll ár hvernig sem áraði, en áður höfðu kaupmenn að sjálfsögðu verið tregir að sigla ef lítinn fisk var að hafa. Islands- verslunin líkt og önnur verslun fyrr á öldum byggði á því að koma til baka með verðmæt- ari farm en lagt var upp með. Hið veika konungsvald á íslandi var engan veginn fært um að framfylgja þeim skilyrðum sem kaupmönnum voru sett. Því gátu kaupmenn oft farið sínu fram óáreittir. Danskir kaup- menn voru heldur ekki í stakk búnir að sinna svo umfangsmikilli verslun sem ís- landsverslunin var og því varð hér fljótlega gríðarleg óánægja með þetta fyrirkomulag. Einkaleyfisfyrirkomulagið var endurnýjað árið 1614 þrátt fyrir kröftug mótmæli. Vorið 1615 beittu atkvæðamestu sýslumenn landsins sér fyrir samþykktum og dómum um málið. Það er að sjálfsögðu engin tilvilj- un að snörpustu viðbrögðin komu frá Vest- fjörðum. Engin útgerð gekk án innfluttra veiðarfæra, sem höfðu hækkað í verði og framboðið minnkað. Dómur Ara Magnús- sonar í Ögri „Vm kaupskap vtlendskra og Jslenskra“ tekur langtum fastar á þessu máli en dómar annarra sýslumanna þetta vor, enda Ari ráðríkur og ákveðinn sýslu- maður, sem lét sér fátt mannlegt óviðkom- andi í sínu umdæmi. í dóminum, sem kveð- inn var upp á Hóli í Bolungarvík 4. maí 1615 af T2 betri bændum úr nágrenninu, er það Ari sjálfur sem talar og hann getur ekki stillt sig um að setja ofan í við þegna sína sem honum þykir tefla á tæpasta vað í fjármálum: Hier med forbanna ec ollum syslunnar innbyggiurum þeim sem j mijnu vmdæmi ero. ad giöra meiri skullder vid utlendska menn. enn þeir viti sig menn til ad borga. Hann finnur einnig að því að landsmenn haldi ekki reisn sinni gagnvart hinum út- lendu mönnum vegna drykkjuskapar og ónæðis: forðumst næturdryckiur edur langar næturslijmur. þui ’ þar af hefur opt komid micid vont. látum þessa vtlendska menn mega hafa sijna ró og náder kuölld og morna.. Dómurinn er afar merkilegur því Ari gengur lengra en aðrir sýslumenn með því að ákvarða beinlínis hvað eigi að flytja til landsins og á hvaða verði. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað hefur vakað fyrir Ara því auðvitað voru engar líkur á því að eftir þessu yrði farið, en fordæmið var sótt til Þjóðveldistímans þegar höfðingjum bar að úrskurða um verð ef samkomulag náðist ekki. Sennilega er hér fyrst og fremst um táknræn mótmæli að ræða til þess að vekja athygli á veikri stöðu landsmanna gagnvart samkeppnislausri verslun. Ari ákvað verð á allri verslunarvöru og er birt verðskrá með dóminum. Lúxusvarningur og smákram er þó undanþegið og „kaupist eptter þeim dyrleika sem sialfum semur, þo so ad eigi megi okur af verda“. Kaupsetning Ara gef- ur okkur ómetanlega innsýn í hvað menn töldu til nauðsynja í þessu útgerðarsamfé- lagi vestur á fjörðum í upphafi 17. aldar. Það er mjöl, gijón, brauð ýmiss konar, ýmsar tegundir öls, brennivín, hunang, tjara, járnföt, járn, eir, tin, látún, viður ýmiss konar, árar, hnífar, konupungar, hattar ýmsar tegundir, skór, vax, þjalir, nótagarn, hákarlsfæri, brýni, léreft, strigi, sængur og áklæði, peningar og silfur, klæði ýmiss konar, „Enn þau klædi sem betri flyt- iast sie eptter samninge manna á medal“. íslenskar vörur sem ákveðið er verð á eru: Smjör, lýsi, fiskur ýmiss konar, vaðmál, vettlingar, duggara- og smáprjónssokkar, sauðfé og nautgripir. Þeim svæðum sem eitthvað höfðu að bjóða heimsmarkaðinum voru ávallt tryggð- ar samgöngur. Á sama tíma og sveitarfólk í Evrópu steig sjaldnast fæti út fyrir sína heimabyggð áttu Vestfirðingar kost á tengslum við heimsmenninguna um hafið. Það var fyrst með tilkomu járnbrautanna á 19. öld sem hægt er að tala um greiðar samgöngur á landi. Þá fyrst var hægt að flytja vörur og afurðir í stórum stíl milli landluktra svæða. Höfundur er sagnfrœðingur. MATSUO BASHO TÍU HÆKUR UM HAUSTIÐ Óskar Árni Óskarsson þýddi fiðríldi, vaknaðu nú - við eigum langan veg ófarínn rétt sem snöggvast glampar mánaljósið á blómguðum trjátoppunum í alla nótt hef ég hlustað á haustvindinn eigra um eyðifjöllin kónguló, grætur þú - eða er það haustkulið? æ, fjallagaukar, í dimmum huga mínum ágerist nú einsemdin tryggðablómið fallið - skáld, nú er að yrkja um næpuna! haustkvöld - þennan veg fer enginn nema húmið jafnvel á dauðastundinni er söngur skortítunnar fullur af lífí haustvindar - sumarkvæðin mín á rifnum blævæng kráka tyllir sér á visna grein - haustkvöld Japanska skáldið og förumunkurinn Matsuo Basho (1644-1694) er talinn meistari japönsku hækunnar. Ljóðin eru úr nýútkominni bók, Fjögra mottu her- bergið, 150 hækur eftir Matsuo Basho í íslenskri þýðingu Oskars Arna Óskars- sonar. Utgefandi er bókaútgáfan Bjartur. SIGURGEIR ÞORVALDSSON SORGIN Loftið iðar af lífi og angan, sem berst um langan veg -. Alla leið þangað, sem stöndum við: Þú og ég! Á morgun syrtir í álinn, því þá verður sálin að píslarvætti -. Þá kemur sorgin og kveður sér hljóðs! Af öllum sínum mætti hún stingur til blóðs -, heggur til blóðs —! Höfundur býr í Keflavík LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.