Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 8
Tóbaksneysla var útbreidd í Nýjg heiminum þegar Kól- umbus og hans menn komu þangaó. Þó lióu 100 ór þar til Evrópumenn læróu af Indíónum aó reykjg tóbak. Þgó var þó talió flestrg meina bót. Til íslands barst só sióur aó nota tóbak um miója 1 7. öld og virÓist Jón Indíafari hafg oróió fyrstur landsmanna til þess. Tóbak er sannarlega snar þáttur í lífi fjölda fólks. Flestir byija að reykja þegar á unga aldri og ástæðan er mjög oft sú að langa til að „vera með“, vera eins og allir hinir. Á seinni árum hefur öðru hveiju verið reynt að snúa þessu dæmi við og það hefur gengið eitt- hvað um tíma, en þegar áróðrinum linnir vill sækja í sama farið fljótlega aftur. Sam- kvæmt nýjustu heimildum virðist tóbaks- neyslan vera að aukast enn á ný, þrátt fyrir haldgóða vitneskju um skaðsemi þess. En hver skyldi vera saga tóbaksneyslunnar? Tóbaksjurtin óx upphaflega í Ameríku og víða í nýja heiminum. Álitið er að indíán- ar í Ameríku hafí brennt tóbaksblöðum og þefmiklum harpeis til vamar gegn mýflug- um. Bál þessi komu auðvitað aðeins þeim að gagni er við þau sátu. Hinir sem voru á faraldsfæti tóku þá upp á að grípa log- andi blöð og bera þau með sér og þegar þeir þurftu að hafa hendur lausar má hugsa sér að þeir hafí tekið það ráð að bera blöðin í munni sér. Þannig hafí menn komist upp á að sjúga reykinn að sér og eftir nokkur skipti hafí þeim þótt bragðið gott. Eitt af því fyrsta sem Kólumbus tók eft- ir þegar hann steig á land í Ameríku var að hinir innfæddu reyktu eitthvað sem þeir nefndu tóbak. Tóbaksneysla var mjög út- breidd í nýja heiminum, nokkrir reyktu vindla, aðrir pípur, sumir tóku í nefíð eða í vörina, rétt eins og gerist nú á tímum. Þó liðu hundrað ár þar til Evrópumenn lærðu af indíánum að reykja tóbak. En þegar þeir komust upp á lagið breiddist tóbaksnotkunin óðfluga út. Spænskir sjó- menn fluttu fyrst tóbak til Spánar. Frá Flórída var tóbak flutt til Lissabon árið 1558. Franski sendiherrann Jean Nicot var í Lissabon um þetta leyti. Hann ræktaði tóbak í garði sínum og læknaði með því sár. Einnig þótti tóbakið gott meðal gegn tannpínu, höfuðverk, stífkrampa, krabba- meini og fleiru. Þá taldi Nicot sig hafa tek- ið eftir því að fólk sem notaði tóbak væri hlýðnara og auðsveipara en þeir sem ekki notuðu það. Hvatti hann Karínu af Medici, sem þá stjómaði Frakklandi, til að koma sem flestum þegnum sínum á að neyta tób- aks. Sú var ekki sein á sér að notfæra sér þessa vitneskju, enda voru þegnar hennar með baldnara móti um þær mundir. Hirð- fólkið gekk á undan með fagurt fordæmi og tók í nefíð allt hvað af tók og bráðlega ruddi tóbaksnotkunin sér til rúms, ekki aðeins í Frakklandi heldur um allan heim. Til minningar um Nicot er tóbakseitrið nefnt Nicotin. Víða reyndu yfirvöld að hamla á móti tóbaksnotkun. Mönnum var hótað dauða, limlestingum og helvíti í því skyni. Sums staðar töluðu menn um að bæta ellefta boðorðinu við og átti það að banna tóbak- snautn. Þegar ekki reyndist unnt að koma á sérstöku boðorði heimfærðu menn það undir sjötta boðorðið svo tóbaksnautn varð hjónaskilnaðarsök. Þegar engar hótanir dugðu til að koma í veg fyrir tóbaksnotkun var tekið það ráð að tolla tóbakið. Konung- ar leigðu tóbaksverslunina og gaf það af sér ógrynni fjár. Sjómenn reyktu helst pípu og hvar sem fley þeirra báru þá að landi voru þeir viljugir til að kenna fákænum bændum og borgurum að brúka tóbak. Sofnaöi út frá tóbaksdrykkjunni Til íslands barst sá siður að nota tóbak um miðja 17. öld en árið 1615 hafa menn fyrst sögur af að íslendingur hafí neytt tóbaks. Var það Jón Ólafsson Indíafari. Hann segir um þann atburð í Reisubók sinni: „Einn maður var þar innan borðs Rúben að nafni. Hann sá ég fyrst tóbak með hönd hafa og hvert kvöld taka og þá list að læra gjörðist minn tilsagnari.“ Þessu næst er minnst á tóbak á Islandi í bréfi sem séra Amgrímur Jónsson lærði ritar vini sínum EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Óla Worm í ágúst 1631. Árið 1650 er sagt frá manni í Selárdal er vanrækti kirkjuna á helgum dögum þá predikað var en lagðist í tóbaksdrykkju um embættistímann. Hélt hann þeim hætti þrátt fyrir áminningar prestsins, þar til sunnudag 1650 að hann sofnaði útfrá tóbaksdrykkjunni á kirkju- veggnum og vaknaði aldrei þaðan af, lá svo dauður þá út var gengið. Fyrst eftir að tóbak tók að tíðkast á Is- landi hefur það verið mjög sjaldgæft en þeim mun meira hefur þótt til þess koma. Menn sendu kunningjum sínum þumlung af tóbaki að vinargjöf. Ymsir urðu til að yrkja um tóbak ýmist til lofs eða lasts. í ljóðmælum séra Stefáns Ólafssonar er vísan Um tóbak. Presta tóbak prísa ég rétt, páfinn hefur það svo til sett, að skyldi þessi skarpa rót í öðrum vísum segir Stefán að neftóbak sé gott við kvefi, hósta, mæði, munntóbak við slími í munni og tannpínu. Hann full- yrðir einnig að tóbak sé gott við heila- veiki, bijóstmæði, vatnssýki, blóðnösum og kvefi. Árið 1810 kom hingað til íslands vís- indaleiðangur breskra fræðimanna. Einn af leiðangursmönnunum var ungur læknir, Henry Holland að nafni. Hann ritaði bók um ferðalag sitt og þar segir hann frá því er hann og þeir félagar komu að Eyvindar- múla í Fljótshlíð og voru viðstaddir þar guðsþjónustu. „Við gengum inn í kirkjuna nokkru eftir að guðsþjónustan hófst, með- an presturinn var enn að tóna. Hann benti okkur að ganga innar og taka okkur sæti í kórnum til hliðar við altarið. Rétt þegar við vorum sestir, meðan hann enn söng messuna, réttir hann að mér myndarlegar tóbaksdósir og benti mér að taka í nefið, eins og hann sjálfur gerði með sýnilegri ánægju. Ekki var það þó eina aukagetan sem hann hafði að sinna með guðsþjón- NÚKANNÉG 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.