Þjóðviljinn - 09.10.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. október 1946 ÞJÖÐVILJINN Björn Jónsson, ritstjóri Aldarminning í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra. — Þessi þjóðskörungur kom mikið-við sögu í stjórnmálabaráttu ís- lendinga um langt skeið og tók drjúgan þátt í sjálfstæðis baráttunni. Því þykir Þjóð- viljanum viðeigandi að birta hér helztu æviatriði hans: Iiann fæddist 8. okt. 1846 í Djúpadal í Barðastrandar- sýslu. Foreldrar hans voru Jón Jónsson hreppstjóri og kona hans Sigríður Jónsdótt- ir. Undirbúningskennslu að skóla fékk hann hjá þeim Olafi E. Johnsen, presti á Stað á Reykjanesi og Sveini prófasti Nielssyni á Staðar-' stað. Haustið 1863 gekk Björn Jónsson inn* í skóla og útskrifaðist 1869. Næsta ár sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og hóf nám við laga- deild háskólans þar. Björn Jónsson lauk aldrei prófi í lögum, enda kom það brátt í ljós að áhugi hans var mestur á sviði stjórnmála og ritstarfa, sem hann lét sitja rnjög í fyrirrúmi fyrir laga- náminu. Meðan Björn dvald- ist í Höfn var hann tíður gestur og velkominn á heim- ili Jóns Sigurðssonar forseta. sem hafði mikið álit á honum og var það fyrir fulltingi Jóns Sigurðssonar að Birni var falið að rita Skírni 1872. Á þessum árum starfaði hann einnig í ritnefnd Nýrra Fé- lagsrita. Björn lét af störfum við Skírni árið 1874, er hann fór hingað heim og staðfest- ist hér. Þann 19. sept sama ár kom út fyrsta tölublað af ,,ísafold“, blaði því sem Björn Jónsson stofnaði og starfaði síðan við sem rit- stjóri að heita má óslitið til 1909. Árið 1877 stofnaði hann Isafoldarprentsmiðju. Árið 1879 bauð Björn Jónsson sig fram til þings í Strandasýslu og var kosinn. Sat a þingi um sumarið en hélt svo aftur til Hafnar og dvaldist þar fram tll hausts 1883, er hann kom alkominn heim.' Hann settist að í Reykjavík og bjó hér til dauðadags. Næstu 25 árin vann hann aðallega að ritstjórnarstörf- um við ísafold en stofnaði áuk þess á þeim árum bóka- verzlun Ísafoldar og bóka- bandsstofu. Ennfremur lét hann bæjarmál ýms og félags mál til sín taka. Árið 1884 var hann kjörlnn forseti Bók- menntafélagsins, og þá stofn aði hann einnig tímaritið Iðunni ásamt þeim Stein- grími Thorsteinsson, Jóni Ól- afssyni og K. Ó. Þorgríms- syni. Um sama leyti gerðist hann templari og tók að starfa að bindindismálum af miklu kappi. Björn Jónsson var kunnur fyrir drengilega frammistöðu Sína oft þegar slys eða hörm- ungar bar að höndum, þann- ig gekk hann glæsilega fram í að hjálpa þeim, sem harðast urðu úti 1 landskjálftunum árið 1896. Um aldamótin fór Björn að finna til heilsubrests og var hann oft þungt haldinn, en 1903 sigldi hann til Hafn- ar, var skorinn upp og fékk fulla bót meina sinna. Meðan Björn dvaldizt í H-öfn að þessu sinni var full- ráðlð um stofnun Islands- banka, og mun það mest hafa verið fyrir gerðir Björns að lausn fékkst á því máli, en það var skömmu áður komið í mesta öngþveiti og allar lík- ur til, að ekkert yrði úr stofn un bankans. Björn Jónsson var mjög á- berandi á sviði stjórnmálanna þessi árin, ekki sízt 1908, er hann við kosningarnar þá átti mestan þátt í afdrifum Upp- kastsins. Hann var þá kosinn á þing fyrir Barðstrendinga Fyrsta kynslóð leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð var eins og víðast annarsstaðar >að mestu menntamenn, sem komizt höfðu í kynni við kenningar sósíalismans og gerðust braut ryðjendur hinnar ungu hrevf ingar. Önnur kynslóðin, or tók við forustunni fyrir 20—30 árum síðan bar að verulegu leyti annan blæ, það voru menn, sem komu frá sjálfri verkalýðsstéttinni og höfðu frá unga aldri aliat upp í verkalýðshreyfingu og bárust með vexti hennar upp í æðstu stöður þjóðfélagsins. Hinn nýlátni forsætisráð- herra Svía, Pe.r Albin Hans- son, tilheyrði þessari kynslóð. Hann var verkamannssonur frá Malmö, fæddur 1885, tek ur þegar kornungur þátt, bæði í hinni faglegu og stjórnmálalegu baráttu verka lýðsins. Árið 1910, þá 15 ára gamall, gerist hann starfs- maður aðalblaðs sósíaldemo- krata, Social-demokraten, í Stokkhólmi, og verður aðal- ritstjóri bess 1917, sama ár og flokkurinn í fyrsta sinn tekur þátt í ríkisstjórn. Þegar Per Albin komst í forustulið flokksins er fyrsta tímabili í sögu flokksins lokið, tímabili hinnar róttæku, byltinga- sinnuðu stefnu, hinnar hat- römmu • andstöðu við hið gamla auðvaldsskipulag, sem um leið var það tímabil, er flokkurinn var lítill og áhrifa laus og forustumenn hans hundeltir, ofsóttir og svívirt ir. Við kosningarnar 1911 Eg legg til að þeir verði iátnir afskiptalausir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þann 31. marz 1909 var Björn Jónsson skipaður ráð- herra Íslands. Háskólalögin voru samþykkt í ráðherratíð Bjöfns Jónssonar, en kunn- asta málið frá ráðherratíð hans var Landsbankamálið svonefnda er bakaði honum bæði vinsældir og andúð. Á þinginu 1911 var honum gef- in vantraustsyfirlýsing, sagði hann þá strax af sér ráðherra dómi og lét af embætti 13. marz 1911. Við kosningar það ár vann hann enn glæsilegar. sigur í Barðastrandarsýslu en nú tók vanheilsa mjög að þjá hann og gat hann lítið sinnt störfum á þinginu 1912. Þann 20. nóv. 1912 fékk Björn Jónsson heilablóðfall, er leiddi hann til bana 24. nóv. Björn Jónsson kvæntist 1874 og var kona hans Elísa- bet Sveinsdóttir, Nielssonar prófasts á Staðarstað. Fjögur voru börn þeirra: Guðrún, kona Þó.rðar Páls- sonar læknis, Sigríður, Sveinn, forseti íslands og Ólafur, lengi ritstjóri Isa- foldar. verður flokkurinn stærsti flokkurinn í sænska þinginu. Þá hefst annað tímabil í sögu flokksins, þegar hann er stærstur og áhrifamestur sænskra stjórnmálaflokka, en hefur þá ekki kjölfylgi né bolmagn til að taka einn við stjórn landsins og koma hinum róttæku hugsjónum sínum, um gerbreytingu hins borgaralega þjóðfélags í framkvæmd. Á þessu tímabili lagar flokkurinn sig meir og meir eftir hinu ríkjandi þjóð skipulagi, verður hægfara umbótaflokkur, en ekki rót- tækur byltingaflokkur. Hinar sósíalistisku kenningar eru að mestu lagður á hilluna. Þetta tímabil, tímabilið frá 1917—’45 mun ávallt fyrst og fremst verða kennt við nafn Per Albin Hansson. — Hann hafði þegar beitt sér mjög eindregið á móti vinstri mönnunum, er flokkurinn klofnaði 1917, og tekur við flokksforustunni, er Branting 'deyr 1925. Var hann jafnfr. landvarnarráðherra. Það er Per Albin, sem 1928 fyrst einkennir hina nýju stefnu flokksins með nafninu „vel- ferðarstefnan“, er táknaði hægfara umbótastefnu á sem breiðustum grundvelli. Árið 1932, þegar kreppan var sem skæðust, tókst Per Albin með mikilli lægni að kljúfa raðir borgaraflokkánna og mynda stjórn með Bænda- flokknum. Hann var síðan, að 'heita má stöðugt forsætisráð herra, það sem eftir var æf Fravihald á 6. síðu Það þýðir ekki að velja vesal- ingunum, sem sviku okkur á laugardaginn, háðsyrði né hróp yrði, né að hárreyta þá. Eg legg til, að þeir séu látnir afskipta- lausir. Og forheimskunarblöðin mega nú enn spreyta sig á sinni fyrri iðju, að afmanna og afsiða fólk ið, ljúga það fullt, böggla sam- an með harmkvælum vondum greinum, morandi af málvillum og ámátlegum trassaritvillum, rithröngli, „þar sem ófagrar hugmyndir og hróplegt mál fara saman“, eins og nokkrir góðir menntamenn komust að orði um fyrirhugaða sorpútgáfu, í á- varpi, sem þeir gáfu út til höf- uðs henni, og reið það henni að fullu. Þá voru menntamennirnir á verði í máli, sem að vísu hefði mátt virðast lítilvægt (en var það þó ekki), og enn eru þeir á verði. Eg gæti nefnt hin góðu og fögru nöfn þeirra í tugatali, þeirra, sem nú hafa verið í brjóstfylkingu, og sumir skrif- að hverja greinina annarri snjallari, ogh inar beztu munu verða sígildar, og lengi hafðar til fyrirmyndar og aðdáunar og er þannig ekki til einskis að ver ið í þessu annars svo ömurlega máli. Mér var sagt að sá héti Cunn- ing, sem hingað kom með samn- inginn fræga, sem nú hefur ver ið samþykktur. Hann heitir það að vísu ekki, en nafnið hefði vel hæft honum, því að lævíslegt var erindi hans. Við sem leið áttum um Aust- urvöll í fyrradag, litum til gráa- hússins líkum augum og til ,,holy-rollers“ á Læjartorgi, er þeir eru þar að tala, og guðs- angistin skín af þeim, eða; „karlsins á kassanum“, sem1 kvað vera kostaður af amerisku' trúfélagi til að tala þarna. Oft hefur virðing vors háa; Alþingis verið lægri' en skyldi,’ á laugardaginn seig hún sýnu neðar en nokkru sinni fyrr. Sástu bregða fyrir í gluggra þessa húss gömlu og sköllóttu höfði, sem sýndist skopast að örlögum Islands með japönsku glotti? Út um aðaldyrnar kom löng strolla af lögregluþjónum, sem höfðu vopnast kylfum í til- efni dagsins, og til verndar hags munum Bandaríkjanna á Is- landi. Engin gaf þeim ncitt að starfa, né ætlaði að gera það. Þegar land er svikið, gefið eða selt með mútum, dreymir okkur illa fyrir því. Okkur dreymir að við séum komin í vondar flíkur, háðul. stagaðar saman með seglgarni, og er við vöknum af slíkum draumi, spyrj um við mæðilega áður en við komum til fullrar vitundar: Hvaða ógæfa og smán hendii’ mig í dag ? Og svarið kemur þeg ar í stað upp tir svefnrofunum: I dag ætla nokkrir litlir karlar að koma saman í umboði sínu fölsuðu, til að svíkja af okkur landsréttindi. 1. okt. 1946. F. E. SigiiFjóii Á. Ólnlsson og lé«* lagar lians dæmdir j Nýlega kvað Einar Arnalds borgardómari upp dóm - . , 5 yfir Sigurjóni Á. Ólafssyni og félögum hans í stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur fyrir skrif þeirra á s. I. liausti um Braga Agnarsson stýrimann. Voru ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk og þeir all- ir dæmdir til þess að greiða sektir og málskostnað. Greinin, sem Bragi stefndi fyrir birtist í Alþýðublaðinu 26. okt. í fyrra, undir fyrir- sögninni „Sundrungarstarf 'kommúnista í farmannadeil- unni“, var hún undirrituð af stjórn Sjómannafél. Reykja- víkur. Ummælin, sem stefnt var fyrir voru þessi: „Sundrung- arstarf kommúnista í far- mannadeilunni. Ganga ljúg- andi í skipin til að reyna að kljúfa Sjómannafélagið nú meðanþað stendur í verkfalli1. „Maður að nafni Bragi Agn- arsson, stýrimaður, hefur þessa dagana verið á stjái urn borð í skipum hér í höfninni til þess að fá sjómenn til und- irskrifta undir plagg, sem kommúnistar hafa búið hon- um í hendur og miðar að því, að breyta öllu skipulagi Sjó- mannafélags Reykjavíkur eftir kokkabók kommúnista. Mundi það aðeins verða til þess, að veikja áhrif félagsins | Karl Karlsson. á málefni sjómanna og þá deilu, sem það er í nú. Piltur þessi hefur sagt mönnum, að hér sé um fé- lagssamþykkt að ræða, serh er með öllu ósatt. Félagi- menn ættu því að varas|t þenna útsendara kommún- ista og aðra slíka, og skrifa ekkí undir nein plögg, sem þeir hampa framan í menn" Ummæli þessi voru dæmd dauð og ómerk og Sigurjón Á. Ólafsson dæmdur til að greiða 40 kr. sekt í ríkissjóð, eða sæta tveggja daga varð- haldi ef sektin væri ekki greidd ’innan aðfararfrests. Þá skyldi hann og greiðá stefnanda, Braga Agnarssym, 15 kr. til að standast kostnað af birtingu dómsins og 25 kf. í málskostnað. Sama dóm fengu þeir Sig-t urður Ólafsson, Ólafur Frið- riksson, Garðar Jónsson og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.