Þjóðviljinn - 09.10.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1946, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐ V IXj JINN Miðvikudagur 9. október 194ð þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokrurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. S. —------------------------------------------ ■ J Svik íhaldsins við nýsköpunina Sósíalistaflokkurinn hefur hvað eftir annað varað * bæði þing og þjóð við þeim svikum, sem íhaldið hefur und- anfarið verið að fremja við nýsköpunina. Sósíalistaflokkurinn varaði við í vetur, þegar aftur- haldið barði það í gegn með offorsi að veita afturhalds- seg'g'jum Landsbankans yfirráðin yfir stofnlánadeild sjáv- arútvegsins. Nú er það komið í ljós að þar voru ráðin svik við sjávarútveginn að verki, svik, sem reynt var að hilma yfir fram yfir kosningarnar, en nú eru komih í ljós. — En hvaS segja útvegsmenn? Ætla þeir að þola það með þögn, auðmýkt og undirgefni að svikið sé megnið af því, sem þá var lofað? Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við, þegar aftur- haldsflokkarnir í bankaráði Landsbankans skriðu saman, til þess að gera Jón Árnason að bankastjóra Landsbank- ans. Það var táknið um að svíkja ætti nýsköpunina í fram- kvæmd, gera hin fögru loforð og miklu, raunhæfu fyrir- ætlanir að engu með því að láta dauða hönd steingerfings- ins í Landsbankanum drepa hana, er til kastanna kæmi. Og hvað hefur komið á daginn? Fjandskapurinn við nýsköpunina drottnar nú einvald- ur í Landsbankanum, fyrir aðgerðir afturhaldsins. Iskald- ar helgreipar þess eru þegar byrjaðar að taka sjávarút- veginn kverkatökum sínum að gömlum sið. Flokkar þeir, sem ætla að springa af ást á lýðræði, er þeir tala fyrir fólkinu, eru búnir að koma á í Landsbank- anum harðsvírasta fjármálaeinræði, sem þekkst hefur á íslandi, einræði Jóns Árnasonar. Þetta eru efndir íhaldsins á nýsköpuninni. Einræðisherrann í Landsbankanum er heldur ekki lengi að færa sig upp á skaftið, þegar hann finnur silki- mjúka hönd Morgunblaðsins kjassa sig fyrir hvert fyrir- tækið, sem hann stöðvar. Nú er hann að stöðva útgerðina sjálfa með því að lána of lítið út á veiðina, — og knýja þannig fiskimenn .til þess ýmist að henda dýrmætum fiski eða leggja skipunum. Og þegar svona vel gengur að hefja hrunið í sjávar- útveginum, þá sækir skemmdarvargurinn samstundis á önnur svið líka og hefur þegar orðið vel ágengt um stöðv- un bygginga og hækkun okurvaxtanna. Okrararnir klappa Landsbankanum lof í lófa. Þeir einir allra eru ánægðir. Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við því, þegar byggingalöggjöfin var samþykkt í vetur, að ef Landsbank- inn yrði ekki skyldaður til þess að lána 15—20 milljónir króna í Byggingarsjóð, þá yrði þröngt fyrir dyrum hjá al- þýðu manna, sem byggja vill yfir sig í skjóli þeirra laga. Finnur Jónsson vildi því engu sinna. Nú sjá menn hvað það kostaði, að Alþingi skyldi beygja sig eins og aumingi fyrir þessu hlægilega émbætt- ismannavaldi Landsbankans. Nú er verið ajð leiða kreppu yfir þessa þjóð, — kreppu, sem engin þörf er á að komi, — kreppu, sem á eftir að valda . hér hruni, atvinnuleysi og vandræðum, ef hún verður ekki1 stöðvuð strax. Þessi kreppa er lieimatilbúin, framleidd í kölkuðum heilabúum andlegra steingerfinga, sem settir hafa verið til að stjórna málum, sem Jæir ekkert vit liafa á né vilja til að stjórna vel. Þjóðin verður að þoka nátttröllunum burtu. Svik í- haldsins við nýsköpunma eru nú oróin þjóðinni svo ljós, að ekki dugar að bíða lengur með að taka í taumana. HJARTFOLGIÐ NAFN HEFUR VERIÐ ÓVIRT. Fá nöfn eru eins hjartfólgin íslenzku þjóðinni og nafn Jónas ar Hallgrímssonar. Það er hjá sérhverjum sönnum íslending tengt ástinni á landinu, tung- unni og þjóðinni, vegna þess að Jónas Hallgrímsson hefur öllum öðrum fremur kennt hverjum sönnum íslending að meta feg- urð landsins, skilja tign tung- unnar og gera sér grein fyrir þvi menningarafli er þjóðin býr yfir. Nafn Jónasar Hallgríms- sonar er hverjum sönnum Islend ing heilagt nafn. Þess vegna er það; að þegar nafn Jónasar Hallgrímssonar er á einhvern hátt óvirt, hlýtur það um leið að særa viðkvæm- ar tilfinningar í brjósti hins sanna Íslendings. Og þetta hef- ur verið gert. Ykkur er öllum kunnugt um þá atburði, sem átt hafa sér stað í sambandi við heimflutn- ing og greftrun á beinum Jónas ar Hallgrímssonar. Maður nokk- ur, sem hvað eftir annað hefur sagt heilbrigðri skynsemi stríð á hendur með furðulegustu upp- átækjum (sbr. sauðfjárlækning- ar og Ála h.f.), hefur nú móðg- að alla íslenzku þjóðina með því að bendla nafn sitt við nafn Jónasar Hallgrímssonar á hinn óvirðulegasta hátt. Hann hefur hreinlega stolið jarðneskum leif um Jónasar Hallgrímssonar og flutt þær milK landsfjórðunga í þeim tilgangi að greftra þær, þar sem hann telur sig einan hafa umboð til frá hendi hins j lótna. ÞJÓÐINNI BLÖSKRAR. Það dettur engum heilvita manni í hug, að spyrja þennau fáráðling að hvaða leiðum hon- um hafi borizt umboð til að ráðstafa beinum Jónasar Hall- grímssonar eftir eigin geðþótta og að þjóðinni forspurðri; slík- ar eftirgrennslanir sæma ekk. játendum heilbrigðrar skynsemi. Og auk þess þekkir islenzka þjóð in báða mennina of vel, til að láta sér detta í hug, að Jónas Hallgrímsson hafi, hvort heldur lífs eða liðinn, nokkurn tíma viljað gera Sigurjón á Álafossi að trúnaðarmanni sinum. En það er einmitt með full- yrðingum um þetta sem Sigurjón á Álafossi hefur óvirt nafn Jón- asar Hallgrimssonar og sært við- kvæmar tilfinningar. í brjósti hvers einasta íslendings. Þjóð- inni blöskrar, þegar móðursjúkir fáráðlingar hefja skrípalæti með eitt helgas-ta, nafnið úr sögu hennar og hún mun seint fyrir- gefa þeim mönnum, sem hafa látið slíka svívirðu eiga sér stað. UMGENGNIN A SKEMMTUN í DÍMON Einar Hlíðdal hefur beðið mig fyrir nokkrar athugasemdi-r varð- andi bréf er ég birti 10. sept. og fjallaði um skemmtun er verka- menn úr Þverárfyrirhleðslunni héldu 18. ág. sl. Höfundur bréfs- ins var Vestmannaeyingurinn H. G. — H. G. var ekki sérlega hrif- inn af skemmtiatriðum á sam- komu þessari en Einar Hlíðdal segir það vera mál manna, að hún hafi verið sú bezta, sem haldin hafi verið á þessum slóð- um um langan tíma, og ölvunar gætti þar lítt sem ekki. Síðan heldur Einar áfram. „Síðara atriði bréfsins fjallar um slæma umgengni á skemmti- staðnum. Aðfinnsla þessi er að vísu réttmæt, en í þessu tilfelli beint í þveröfuga átt. Bréfritar- inn á-lítur sem sé, að forstöðu- menn skemmtunar þessarar hafi getað skotið lófum sínum undir, alls staðar, þar sem rusli og flöskum var fleygt. Fja-rri sé mér að mæia um- gengni þorra komumanna bót^ en ásakanir fyrir þeirra afglöp, sem -beint er gegn okkur fyrirhleðslu- mönnunum eru svo ósanngjarn- ar, að mér finnst orð bréfritar- ans eigi betur heima hér en hjá honum: Þá er óþarft og rangt að þegja. Að lokum vil ég geta þess, að hefði .bréfritarinn komið á s-kemmtisvæðið að kvöldi næsta dags, hefði hann þurft að beita augum sínum vel til að finna flöskubr-ot eða rusl utan af sæl- gæti o. fl. Virðingarfylls't Einar Hlíðdal.“ „Bræðraflokkurinn“ í Noregi löðrungar Alþýðublaðið Ummæli Álþýðublaðsins um ræðu Wallace og ummæli aðalblaðs norska VerkamannafL Bandarískur flotáforingi leggur til að Wallaee verði skotinn Eins og menn muna hljóp Alþýðublaðið upp til handa og fóta vegna ræðu Henry Wallace á dögunum. Hann var talinn málpí-pa kommún ista, útsendari frá Moskva o. m. fl. Alþbl. tók afstöðu með Byrnes og Co en gegn Wallace. Við skulum athuga hvað bræðraflokkurinn norski og dúsbræður Stefáns Jóh. í N-oregi segja um þessa sömu ræðu. í aðalmálgagni norska Ver'kamannaflokksins, Ar- beiderbladet í Osló. birtist grein hinn 19. fyrri mán- aðar sem heitir: „Henrv Wallace, fredsvennen og ar- -beiderens talsmann“ (ekkert um, að hann sé talsmaður Rússa!), eftir Jon Sannes. framkvæmdastjóra norska Verkamannasambandsins og einn aðalkrata Noregs. Um Wallace segir Sannes: „Allra sízt höfum við rétt til að gleyma hver Wallace er. — Hann er síðasti fu-lltrúi hinn- ar ungu, róttæku kynslóðar stjórnmálamanna, sem eftir 1933 fylgdu Roosevelt for- seta í hrifningu í hinu mikla stríði hans gegn kreppum og neyð í ríkasta landi heims“. Sannes segir að stuðningur verkamanna hafi tryggt Wallace vald hans í flokki demókrata, hann hafi ætíð verið þar fulltrúi verkalýðs- íns (•••• „men de amerikanske arbeidere oppfatter Wallace som sin mann“). Og ennfremur: „Wallace hlýtur að hafa haft ríkar á- stæður. þegar hann nú leiðir athyglina að sér og gengur í opna baráttu gegn Byrnes og valdamönnunum í demókrata flokknum, sem hefur nú fá einkenni erfðavenja frá tíð Roosevelts“. Áfram heldur Sannes: — „Wallace bendir á, að Banda ríkin neita að gefa Rússum sömu hernaðaraðstöðu í Austur-Evrópu og þau sjálf Vyggja sér, og telja sjálfsagt. í Panama og á Kyrrahafi“. (Þið æ-ttuð að hugsa ykkur þetta birtast í Alþýðublað- inu!) Eftir að hafa rætt um frið- arvilja Wallace segir Sannes: „Það er efalaust, að hin nýja uppgangandi stefna í utan- ríkismálum Bandaríkjanna hefur leitt til aukinna mót- sagna í samvinnu stórveld- anna. Einnig er það efalaust, að stríðsæsingarnar gegn Sov étríkjunum (den krigiske stemning overfor Sovjet- samvel-det) hefur aukizt jafn- hliða uppgangi hinha beinu afturhaldsafla í innanlands- -málum Bandorxkjanna. Gegn FramÍ'.a'id á 7. síðn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.