Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. marz 1963 MORCVISBLAÐIÐ 11 Samdi kantötu við Þrymskviðu Örstutt spjall við ungan tónsmið IJM ÞISSAR mundir er staddur hér heima ungur námsmaður, sem vakið hefur mikla athygli fyrir námsafrek og hæfileika í sinni grein, tónfræði og tónsmíðum. Maðurinn er Jón S. Jónsson ættaður vestan af fjörðum. Hann hóf tónlistarnám heima á ísafirði árið 1948, er Ragnar H. Ragnar tók að að byggja upp músiklíf, en sem kunnugt er, hefur Ragnar unnið á ísafirði mikið starf og merki- legt í þágu tónlistarmála, þ-au 14—15 ár, sem liðin eru frá því hann settist þar að. Til Reykjavíkur kom Jón fyrst árið 1951 og hóf þá nám í Tónlistarskólanum hjá þeim Árna Kristjánssyni, píanóleik- Jón S. Jónsson ara og Jóni I»órarinssyni, tón- skáldL Hafa því mætir músik- menn frá upphafi mótað feril Jóns. Til Bandaríkjanna hélt hann árið 1958, tók þar meist- aragráðu (varð Master of Music) eftir eitt ár og er raú senn að Ijúka doktorsprófL Við hittum Jón að máli fyrir nokkrum dögum og spjölluðum smávegis við hann um dvöl hans við Northwest- ern háskólann, þar sem hann sturadaði nám, en sá skóli er í háskólabæ skammt frá Chi- cago. Þar hóf Jón dvöl sína með því að þreyta inntöku- próf, sem veitti honum náms- gráðuna „Baohelor of Music“. — Ég hafði skrifað til há- skólaras, sagði Jón, og fengið ieyfi til að þreyta þetta próf. Áður hafði ég að sjálfsögðu kynnt mér vel allar kröfur og undirbúið mig eiras og mér var unnt. — f hverju hefur nám þitt verið fólgið, Jón? — Þarna er kennt allt sem varðar tónfræði; hljómfræðL formfræðL kórstjórn, hljóm- sveitarstjórn, og svo allt sem að tónsmiðum lýtur. Er raá- kvæmlega farið gegnum allar stíltegundir alveg frá upp- hafi tU vorra daga. — Eru nemendur einnig búnir undir að semja elektrón íska músik? — NeL ekki í Northwest- ern-skólanum. I Bandaríkjun- um öllum eru aðeins tveir eða þrír háskólar, sem hafa tæki til þess að kenna elektr- óniska tónsmíðatæknL — Er þetta ekki hálfgert eðlisfræðinám? — í>að má svo sem segja, því nauðsynlegt er að hafa staðgóða þekkingu á rafmagns fræði og all't varðandi þau tæki, sem notuð eru. — Hefur þú samið elektr- óniska músik? — Nei, því miður, ég hef ekki haft neitt tækifæri til þess. — En hefðir hug á því? — Já, vissulega, það kemur að því eirahvern tíma að mað- ur reynir þetta. Elektróniska músikin á fullan rétt á sér og á áreiðanlega eftir að ryðja sér mjög til rúms. — Er mikill áhugi á þessari tegund tónlistar með ungu fólki vestra? — Já, afar mikill og á allri nútímamúsik yfirleitt, eink- um meðal skólafólks. — Hvernig er námstíminn í bandarískum háskólum, er hugsanlegt að vinna með námi? — Það ex algengt að menn vinni eitthvað með námi, nokkuð misjafnt þó, eftir því hver greinin er. Sjálfur vann ég allan tímann, kenndi tón- listarsögu við háskólann einn vetur, vann um hríð hjá fyrir tæki, sem gefur út nótur, og hafði jafnframt oftast nem- endur í píanóleik. Námsárinu er nokkuð mismunandi skipt, ýmist eru tvö kennslutimabil, þá 414 mán. hvort, eða þrjú tímabil, 214 mán. hvert — Við höfum heyrt, Jón, að þú hafir samið allmargar tón- smiðar á þessum árum, það mun mikils hafa verið krafizt fyrir lokaprófið? — Já, aðalgreinar mínar voru tónsrraíðar og tónfræði, svo að mér var áskilið að semja heilt „program" af kammertónlist og eitt stórt verk fyrix hljómsveit, með eða án kórs. Auk þess varð ég að skrifa allmargar rit- gerðir og ítarlegar skýringar með verkunum. Kammerverk samdi ég þrjú, eitt fyrir blás- arakvartett, annað fyrir 12 hljóðfæraleikara, dimensions, (Víddir), og hið þriðja fyrir 7 hljóðfæraleikara og kalla ég það „Traynour“. — Traynour? — Já, það er franskt tón- fræðiorð frá 13. öld, sem er dálítið erfitt að skýra. Það nær yfir ýmislegt, sem raú ex kallað „polyrythm" — og er merking þess nátengd þeim vinnuaðferðum, sem notaðar voru við samningu þessarar tónsmíðar. — En tónsmíðin þín, sem byggist á Þrymskviðu — var það ekki skemmtilegt verk- efni? — Jú, mjög svo, Þryms- kviða er skemmtileg. Hún er til í prýðilegri enskri þýð- iragu, er kanadíski prófessor- inn Watson Kirkconnell gerði þegar fyrir meira en þrjátíu árum. Hann hefur þýtt mikið af íslenzkum ljóðum. Tónverk ið er kantata fyrir sex ein- söngvara, blandaðan kór og kammerhl j ómsveit í einum Efni Til ISIotkunar Vörunafn Silicone Vatnshrindir Silcone Grunnur Silcone Grunnur Silicone Fráhrindir Silicone Fráhrindir Silicone Fráhrindir Silicone Vatnshrindir Silicone Smurolía Silicone Smurolía Silicone Snyrtiolía Silicone Feiti Alls konar steinsteypu. Undir málningu, utanhúss. Undir málningu, innanhúss. Á valsinn í prentsmiðju og eins sem rafmagnseyðir. Járnsteypu, Shell Molding'* Steypmót. Leður, tau, svefnpoka, tjöld. Fyrir háan og lágan hita. Skera frauð, plast og gúmmL Snyrtivöruiðni. Ver og einangrar elektronisk og radartæki; kveikju í blí- um, bátum og flugvélum; há spennupostulín. Ver gegn skammhlaupi, spansgrænu, ryðbruna, málm tæringu, smurning við háan og lágan hita, þvæst ekki af. Sama og fyrir KÍSILUBE Við smurningu við háan og lágan hita. Gegn geislun (330 megaro- entgen.) Há Vacum smurning 1x10—12 mm Hg, og líka fyrir glerhana. Smurolía fyrir gúmmí/frauð plast og þéttilista í bílum. Fyrir pappír. Gúmmihúð á alls konar efni, eins og málm, plast, gler, o. fl. Loft þurrkandi: fyrir alls- konar iðnaðarbyggingar. VATNVERJA KÍSILCONE FERNISIL FRÁHRINDIR “G” FRÁHRINDIR “E” FRÁHRINDIR “E—S” KÍSILÞURRT VERSILOLÍA “F” SKERSILOLÍA VELVASIL INSULGREASE KISILUBE 4000 INSLULJEL VERSILUBE “G—300" RADSIL Silicone „Spray'* feiti Silicone Feiti Silicone Geisla-Feiti Silicone Vacum-Feiti Silicone Emulsion Silicone Vatnshrindir Silicone-Gúmmivökvi Silicone - Málning Silicone Gúmmí (í föstuformi). Okkar framleiðsla er úr efnum frá SltlCONE PRODUCTS sem eru stærstu frumframleiðendur SILICONE efna í heimi. VACSIL GÚMMÍSIL PAFPÍRSIL RTV — LTV SICON ALUMISIL VERÐTILBOÐ AÐEINS HÆGT AÐ GERA SAMKVÆMT TEIKNINGU EÐA NÁKVÆMRI VERKLÝSINGU. GENERAL $H ELECTRIC Gætið að hvort þetta 33=» 35^ merki er á umbúðum. I»að tryggið yður gæðin. 4; 4 * * * < !*» ** * Verksmiðian K í S I L L Lækjargötu 6b sími 1 5 9 6 0. FYRSTIR MEÐ SILICONE Á ÍSLANDI. IJTSALA IJTSALA Seljum í dag og næstu daga nýtt úrva! af vetrarkápum með og án skinna. — Mikill afsláttur. Verð frá kr. 985,00. — Einnig mikið úrval af jerseykjólum. — Verð frá kr. 595,00. Eygló Laugavegi 116 þætti og tekur flutningurinn um það bil 45 mínútur. Það var upphaflega samið við enska textann,, því það var skilyrði af hálfu skólans, en ég hef nú nýlokið við að sam- ræma það íslenzka textanum. — Hefurðu von um að fá þetta flutt hér innan tíðar? — Nei, það held ég ekki, það væri fremur eitthvert af kammerverkunum. — En þú hefur fengið eitt- hvað fhitt vestra? — Já, „Traynour" var frum flutt á Tónlistarmóti 1961 og stjórnaði ég því sjálfur. Þá vax ég svo lánsamux, að tón- listarstjóri eins stærsta sláttu- hljóðfæraframleiðenda í Bandaríkjunum, Deagan Inc, var meðal áheyrenda og ósk- aði hann eftir að fá eintök af „Traynour" og fleiri verkum mínum til þess að koma þeim á framfæri við aðra skóla. — Hvað hyggstu fyrir að loknu doktorsprófinu — koma heim, eða halda áfram starfi vestan hafs? — Það er með öllu óráðið. f vetur verð ég stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og hugsa málið jafnframt. Éig hefi samt von um að fá að ljúka því, sem eftir er prófs- ins hér heima, en hefi ekki endanlega fengið úr því skor- ið. Ef til vill fer óg aftur utan þvi að hér heima eru að sjálf- sögðu takmörkuð verkefni, enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.