Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 1
24 síður 50. árgangur Kvefið er dýrf - Kostar 250 Jbiís. millj. kr._ árlega i USA STÓRBLAÐIÐ New York Herald Tribune skýrði írá því ’ íyrir helgina að ef- til vill verði uant innan fárra ára að sigrast á einum elzta og út- breididasta sj úkdómi, seim 1 þjáð hefur manninn — kvef- I inu- Blaðið segir að í Bandaríkj t unum komi fyrir 250 milljón kvef-tilfelli á ári. Hefur það eftir tímariti læknasamtak- anna þar í landi að kvef kosti bandarískan iðnað um 6 þús- und milljónir dollara árlega í vinnutapi. Að minnsta kosti I sex bandarísk lyfjafélög og | þrjú brezk vinna að rannsókn- um á bóluefni gegn kvefi, og má búast við að þær geti stór lega dregið úr kveftilfellum. Fyrir rúmu ári spáði dr. Justin M. Andrews, forstöðu- maður rEinnsókna á ofnæmis og smitsjúkdómum í Banda- ríkjunum, því að innan fimm ára tækist að finna bóluefni gegn algengustu tegundum kvefs. Hann sagði einnig að tíu árum eftir að bóluefni i þessi hafi verið tekin í notk- un, mætti búast við að kvef- tilfelli væru orðin sjaldgæd, jafnvel svo til horfin með öllu. Fyrstu kvefbó'luefnin verða sennilega gefm mejí innspraut ingum, en seinna má búast við að bóluefni úr lifandi veir- um verði tekið inn í töflum. í>að er ekkert einfalt við venjulegt kvef. í>etta er flók- inn sjúkdómur, sem orsakast af um 120 eða fleiri veiru af- brigðum, eða af Eaton sjúk- dómsvaldi, smálífveru, sem er hvorki sóttkveikja né veira. Hinsvegar var skýrt frá því i tímaritinu „Medical World I News“ í október að vandinn að gera fólk ónæmt við kvefi „sé ef til vill ekiki eins flók- inn og veirufjöldinn gæti gef- I ið til kynna.“ Segir tímaritið að í ljós hafi komið að í sjúk- lingum, sem tekið höfðu Asíu inflúenzu, hafi myndaat mót- 1 eitur, ekki aðeins gegn þeim sjúkdómi, heldur einnig gegn öðrum afbrigðum inflúenzu, sem ekki gengu á þeim tíma. En það eru svipaðar veirugerð | ir sem valda inflúenzu og venjulegu kvefi. „Hagkvæm hagnýting slíkrar þekkingar 1 gæti leitt til þess að bóiuefni, sem inniheldur móteitur við tiltölulega fláum veirutegund- um, gæti haft áhrif á aðrar veirur,“ segir tímaritið. Abb- I ott rannsóknarstöðvarnar í Ohicago hafa reynt kvefbólu- efni undanfarin fjögur ár á starfsmenn verksmiðju einn- ar í Louisiana og á sjóliða í I Great Laikes flotastöðinni, með góðum árangrL Einnig hefur verið reynt bóluefni I gegn adenovirus með góðum árangri, en veirur þessar hafa I valdið ýmsum sjúkdómum, allt frá kvefi í krabbamein í ' hömstrum. Myndin hér að ofan er af sovézkri fjögnrra hreyfla skrúfuþotu, sem notuð er til njósna. Myndina tók handaríski flotinn. Flugvélin er ein af fjórum, sem þotur varn- arliðsins komu auga á fyrir austan land fyrir nokkrum dögum — sjá nánar á síðu 10. Engin skýrgreining er til á aukaaöild, — segir Hallstein — Rœðir við Kennedy um viðskipti USA og Evrópu XVashington, k- marz — (AP) WALTER Hallstein prófess- or, framkvæmdastjóri. Efna- hagsbandalags Evrópu, er nú í Washington og átti í dag fund með Kennedy forseta.Að fundinum loknum sagði hann við fréttamenn að hann væri sannfærður um að Bretar gerðust aðilar að EBE. — „Hvenær? — Það veit eng- inn.“ Hallstein sagði að allar á- ætlanir byggðust á því að Bretar yrðu aðilar, en spurn- ingin væri hvað gera bæri þangað til, þ. e. hvort um nokkra bráðabirgðalausn gæti verið að ræða. „Aukaaðild fyrir Breta gæti verið lausn- in,“ sagði hann, en henti jafn- framt á að hvorki Bretar né stjórnir aðildarríkjanna sex hafi samþykkt þá lausn. Varð andi aukaaðild sagði Hall- stein ennfremur að „enginn veit hvað aukaaðild þýðir, þar sem engin skýrgreining er á henni í (Rómar) sátt- málanum.“ Hallstein, sem er 61 árs, var mjög ánægður með viðræðurnar við Kennedy. Sagði hann að um- ræðurnar hafi snúizt aðallega um viðskipti Bandaríkjanna og Ev- rópu. Kvaðst hann vera „bjart- sýnn“ á að Efnahagsbandalagið dragi ekki úr innflutningi Banda rikjanna á landbúnaðarafurðum Framhald á bls. 2. Bidault | hyggst steypa ide Gaulle [ — Viðtal bans við BBC S vekur gremju | í Frakklandi London, 4. marz (AP-NTB) FYRIR skömmu var Georges Bid ault, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands og stjórnmála andstæðingur ðe Gaulle forseta, staddur í London, og var þá tek ið upp sjónvarpsviðtal við hann á vegum BBC. Var viðtal þetta sent út um brezkar sjónvarps- stöðvar í kvöld. Sagði Bidault þar meðal annars, að hann ætti kost á nægum stuðningi til að steypa de Gaulle af stóli. Frönsk yfirvöld hafa látið í ljós undrun sína yfir því að Bret ar skuli sjónvarpa viðtali við mann, sem franska stjórnin hafi fyrirskipað að láta handtaka vegna þátttöku hans í OAS hreyf ingunni og vegna þess að hann er leiðtogi samtaka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að myrða de Gaulle forseta. Er talið að þessi ráðstöfun BBC verði sízt til þess að bæta sambúð Breta og Frakka. Dagskrárstjóri BBC sagði að sjónvarpsviðtalið ' hafi verið „kvikmyndað nýlega — mjög ný lega“ í London, en síðan hafi Bidault horfið. Fulltrúar ScOt- land Yard lögreglunnar neita allri vitneskju um komu Bid- aults til Bretlands. Bidault er nú 62 ára. Hann var um skeið einn helzti stuðnings- maður de Gaulle, en leiðir þeirra skildu þegar forsetinn ákvað a® veita Alsír sjálfstæði. Bidault er nú leiðtogi Þjóðemislegu and- stöðuhreyfingarinnar (CNR), en félagsskapur þessi er nokkurs- konar stjórnmáladeild OAS-sam takanna. Hann kom fram hjá BBC í dagskrá, sem nefnist Framhald á bls. 2. Lýðræðissinnar sigruðu giæsilega í Iðju aðeíns 22% Kommúntstar hafa nú atkvæða í félaginu Framsóknarmenn urðu fyrir miklum vonbrigðum IJRSLIT stjórnarkosninganna í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, sem fóru fram um síðustu helgi, urðu mikill sigur fyrir B-listann, lista lýð ræðissinna í félaginu. Hlaut hann 851 atkvæði eða tæp 62% gildra atkvæða. A-listi kommúnista hlaut 307 atkvæði og C-listi Fram- sóknarmanna, er kölluðu sig „lýðræðissinnaða vinstri menn“, 218 atkvæði. 27 at- kvæði voru auð og 5 ógild. Samtals greiddu atkvæði 1408 af 1727, er á kjörskrá voru. í fyrra voru 1661 á kjör- skrá Iðju, er stjórnarkjör fór fram. Greiddu þá 1384 at- kvæði. Kosningaþátttaka var því hlutfallslega aðeins minni Framhald á bls. 23 Guðjón Sv. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.