Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. man 1963 Varnarliðið sá sovézkar njösnaflug- vélar yfir hafinu fyrir austan land 'i S 1Ð A S T L. fimmtudag kvaddi Robert S. McNám- ara, landvamaráðherra Bandaríkjanna, frétta- menn á smn fund í Penta- gon-byggingunni í Was- hington. Er þetta fyrsti fundur, sem ráðherrann hefur efnt þar til með fréttamönnum um 8 mán- aða skeið. Tilefnið var, að undan- farið hefur orðið vart lang- fleygra sovézkra njósna- flugvéla yfir bandarískum herskipum við æfingar, bæði á Kyrrahafi og At- lantshafi. Nú síðast átti þetta sér stað fyrir nokkrum dögum, er fjórar fjögurra hreyfla þotur af gerðinni TU-95 (Bjöminn), flugu yfir bandaríska flugvélamóð- urskipið „Forestal11, er það var statt skammt suðaust- ur af Azoreyjum. Líklegast má telja, að sovézku þoturnar kömi frá flugvelli nærri Murmansk, en þaðan er haldið uppi áætlunarflugi til Havana. Landvarnaráðherrann skýrði frá því, að njósna- flugvélanna hefði orðið vart löngu áður en þær nálguðust „Forestal“, eða um það leyti, er þær voru á flugi austur af íslandi. Vom það omstuþotur af gerðinni F-102 frá Kefla- víkurflugvelli, er urðu var ar við ferðir sovézku þot- anna, og var því hægt að fylgjast með ferðum þeirra, er nær dró Azor- eyjum. Breyting um áramót McNamara var að því spurður á blaðamannafundin- um, hverja hernaðarþýðingu það hefði, að vart hefði orðið njósnaflugvéla af þessu tagi. Ráðherrann svaraði því til, að fram til þessa hefðu Sovét- ríkin beitt meðallangfleygum njósnaflugvélum, eða allt fram undir síðustu áramót. Eftir það hefði hins vegar svo brugðið við, að skrúfuþotur af langfleygustu gerð hefði ver- ið teknar í notkun. Lýsti ráðherrann því, að í janúar sl. hefði flugmóður- móðurskipið „Kitty Hawk“ orðið vart slíkra flugvéla, er það var að æfingum á Kyrra- hafi. Þá hefði áhöfn flugmóð- urskipsins „Enterprise", sem er kjarnorkuknúið skip, orðið vör við njósnaferðir sömu flugvéla nýverið. Fleiri flug- móðurskip hafa orðið fyrir sömu reynslu síðustu vikur. Frá því hefur áður verið skýrt, að sovézkar njósnaflug- vélar af skammfleygari gerð hafi flogið yfir bandarísk her- skip, er þau hafa komið nærri ströndum yfirráðasvæðiS Sovétríkjanna, bæði á Mið- jarðarhafi og KyrrahafL Skipulagt njósnaflug um langa vegu Drap McNamara á þetta, og bætti því við, að „gert hefði verið ráð fyrir því, að Sovét- ríkin gætu sent njósnaflug- vélar jafn langa leið, og raun bæri nú vitni“. Sagði ráðherr- ann, að er TU-95 hefði fyrst orðið vart, hefði verið talið, að aðeins væri um einstök njósnaflug að ræða. Er ljóst hefði orðið, hins vegar, að um skipulagt njósnaflug væri að ræða, sem beint væri sérstak- lega gegn flugmóðurskipum, hefði hann talið rétt að gefa út sérstaka fréttatilkynningu. Þrjú afbrigði sömu tegundar Skrúfuþotur þær, sem vart varð yfir flugmóðurskipun- um, eru af gerðinni TU-95, eins og áður segir. Talið er, að þær séu sérstaklega gerð- ar til njósnaflugs, en beri ekki kjarnorkuspregjur, þótt það sé reyndar ekki hægt að full- yrða. Venjulegar skrúfuþotur af gerðinni TU-95 eru hins. vegar sérstaklega gerðar til þess að bera kjarnorku- sprengjur, og eru mjög lang- fleygar. Þriðja afbrigðið af sömu flugvélategundinni er TU- 114, farþegaflugvélar þær, sam „Aeroflot" notar í milli- landaflugi. Þeim hefur verið flogið í einum áfanga frá Moskvu til New York. Óhemju flug- og burðarþol Fullhlaðnar, þ. e. með 170 —220 farþega, eiga þær að geta flogið a.m.k. 9.600 km leið í 30.000 feta hæð með um 700 km. hraða. Þessar flugvél- ar munu nú notaðar í beinum ferðum frá Sovétríkjunum til Havana á Kúbu. Er flogið fyr ir norðan ísland. Talið er fullvíst að sprengju flugvélin TU-95 geti flogið mun lengra en afbrigðið, sem að ofan er getið (TU-114) og njósnaflugvélin TU-95 a.m.k. jafnlangt. Sennilegt þykir, og kannski nær fullvíst, að flugvélar þær,' fjórar talsins, sem vart varð fyrst fyrir austan ís- land á leið sinni til Azoreyja, hafi komið frá herstöð við Murmansk. í fyrsta skipti við ísland Þetta er í fyrsta skipti, sem skýrt hefur verið frá því, að eftirlitsflugvélar bandaríska varriarliðsins á Keflavíkur- flugvelli hafi orðið varar við ferðir sovézkra flugvéla hér við land. Bandarísku þoturnar, af gerðinni F-102, urðu fyrst varar við tvær flugvélar af gerðinni TU-95. Var það snemma morguns. Umtveimur tímum síðar komu aðrar tvær flugvélar af sömu gerð. Flugvélar frá „ForestaT' voru þegar komnar á loft, er sóvézku flugvélarnar bar að, enda kunnugt um ferðir þeirra, eftir að þeirra varð vart hér við land. Báru sig að á sérstakan hátt Virtust njósnaflugvélarnar skipta með sér verkum. Flaug önnur tiltölulega lágt, undir skýjum, í um 2000 feta hæð, en hin hélt sig hærra, eða í um 30.000 feta hæð. Endurtók sagan sig, er seinni njósna- flugvélarnar tvær bar að. Fylgzt var með ferðum þeirra í nágrenni við flug- móðurskipið, og einnig urðu bandarísku þoturnar frá Keflavíkurvelli varar við ferðir þeirra, er þær voru á bakaleið, norður á bóginn. Aldrei báru sovézku flugvél- arnar sig þannig á, að ástæða þætti til að hindra flug þeirra, enda raunverulega um „lög- legt athæfi“ að ræða, þar sem bæði skip og flugvélar voru stödd langt utan lögsögu nokkurs lands. Hlutverk varnarliðsins tvöfalt „Interspectors", eða orustu- þotur af gerðinni F-102 og svipuðum gerðum, eru venju- lega búnar radartækjum, og geta greint ókunnar flugvélar í myrkri og vondum veðrum. Þær eru því þýðingarmikill þáttur í eftirlits- og varnar- kerfi hvers lands þar sem þær eru. Þáttur þeirra hér á landi og víðast annars staðar, er að fylgjast með ferðum allra þeirra flugvéla, sem ekki gera boð á undan sér. Á það vdð um flugvélar eins og sovézku vélarnar, en einnig um flug- vélar í venjulegu farþega- flugi, sem ekki halda áætlun, Og þær og aðrar farþegaflug- vélar, sem villast kunna a£ leið. Bandarísku F-102 þoturnar Radartæki, bæði á landi og í orrustuþotunum, gera eftir- litsstarfið miklum mun auð- veldara en annars myndi vera. Dæmi það, sem McNamara nefndi á blaðamannafundin- um, um eftirlitsferðir varnar- liðsins við ísland, mun það fyrsta, sem um getur um ferð- ir sovézkra flugvéla við ís- land, eins og áður segir. Hins vegar hefur það mjög oft komið fyrir, að þotur varn arliðsins hafi leiðbeint erlend um farþegaflugvélum, þá oft leiguflugvélum og flugvélum, sem verið er að ferja yfir At- lantshafið. Koma radartækin 1 Framhald á bls. 22. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.