Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 142

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 142
pláss frekast leyfir, enda munu ekki aðrir staðir betri fyrir byggingarfjelag sjálfstæðrar kríu. En nú hefir dýraverndunarráð SPEGILSINS, sem lengi hefir starfað í kyrrþei (eins og mannúðarfyrirtæki ættu sem oftast að gera), samið víðtækar tillögur til fuglaverndunar, og munum vjer opna faðminn við öllum þeim tegundum fiðurkvikinda, sem reika hjer um nágrennið við misjafna aðbúð. Munu tillögur vor- ar að vísu kollvarpa núverandi skipulagsuppdrætti borgarinnar, en kannske mætti segja, að farið hefði fje betra. Fyrir utan jarðnæði það, er bætt verður við kríuna í Vatnsmýrinni, þegar öll Tjörnin er upp- mæld handa henni og álftinni, verða þar reistir nokkrir klettar í skipulegum röðum, alt suður að Skerja- firði, fyrir landfugla þá, hverjum slík heimkynni henta. Hljómskálinn er ætlaður álftunum til söngæf- inga, en á þakinu verður hinum einu eða tvennu arnarhjónum, sem enn ku vera á lífi, boðið pláss, ef þau fýsir að eyða æfikvöldi sínu í hinum pólitíska arnsúg höfuðstaðarins. Við Skerjafjörðinn verður aðal- mannvirkið, en það er fuglabjarg úr járnbentri steinsteypu, með sillum og þrepum, er rúma nokkrar þúsundir sjófugla, og er aðallega ætlað fýlnum og hans ættingjum. Fyrir utan bjargið verður gerð lending með nauðsynlegum vitum og sjómerkjum. Bjargið sjálft verður holt innan og haganlega innrjettað. Þar verða meðal annars sundlaugar með tilheyrandi síldar- klaki og öðrum næringarforða, svo fuglinn geti róið þar þegar ekki gefur á sjó. Bjargið verður alt raf- lýst og upphitað, og með lyftivjelum, þar sem gamlir fýlar og aðrir karlfuglar verða dregnir upp, svo þeir þurfi ekki að klöngrast fótgangandi og fara sjer að voða, er þeir eigra heim til kerlinga sinna að kvöldi, með björgina. Smurningu á vjelunum leggur fýllinn sjálfur til. Meðal annara deilda verður þarna betrunarhús fyrir svartbaka og aðra ránfugla, þar sem þeir verða vandir af ránskap og lambadrápi. Sjerstök deild í þessu húsi verður fyrir aflóga skarfa, þar sem þeir verða látnir fljetta hnappeldur og hakka skarfakál, til að hafa eitthvað fyrir stafni og fullnægja dundfýsn sinni, í staðinn fyrir að ganga lausir með ihana, öðrum til bölvunar. Einnig verður þarna sjúkrahús, með tilheyrandi klakstöð eða fæðingarstofnun, einnig kynsjúkdómadeild, svo ekki komi fyr- ir sömu afferurnar með sjófuglinn eins og urðu með börnin, þrátt fyrir alt eftirlit. Allir fuglarnir verða undir stöðugu lækniseftirliti og sjóvátrygðir. Einnig verður þarna dagheimili fyrir fátæka fýlunga. Verð- ur yfirleitt sjerstök rækt lögð við blessað ungviðið og ungum innan viss aldurs harðbannað að koma heim með blað í nefinu eða aðra björg til búsins, því um hana munum vjer sjá, það sem á kann að vanta getu foreldranna. : Ríkissjóðslán það, er vjer væntum til allra þessara framkvæmda, verður að mestu leyti greitt aftur (ef vjer þá hugsum nokkuð um endurgreiðslu) í eggjum og fýlungafiðri, og opnast þá nýtt perspek- tív fyrir ríkisrekstur, þar sem er fiðurhreinsun og fúleggjasnapsabrugg, en nokkuð af kostnaðinum byggjumst vjer að fá inn með því að útvarpa nokkrum kvöldvökum frá fuglabjarginu, þar sem meðal annars gamlir, velmetnir stúkufýlar geta sagt frá þeim tíma, er þeir sjálfir voru bruggarar, ungunum til viðvörunar og háðfuglunum til athlægis. Mun þá einnig mörgum þykja það skemmtileg nýbreytni að fá skarfakóra, fýlharmóniska fóhornahljómkviðu og annað þvílíkt góðgæti á kvöldvökunni. Að öðru leyti treystum vjer bæjar- og ríkisstjórn, svo og einstaklingum, til að styðja til framkvæmda þessar sjálf- sögðu mannúðarráðstafanir, sem verða til ómetanlegs gagns og prýði fyrir ríkið og höfuðstaðinn. Upp- drættir og kostnaðaráætlanir eru til sýnis (og þakksamlega tekið við bendingum, ef eitthvað kynni að hafa gleymst úr þeim) hjá undirrituðum. Dýraverndunarráð Spegilsins (fugladeildin). Gagnbylfing. Eitt af því, sem breyttist eftir stríðið, og ekki hefir viljað sækja í gamla horfið, er það, að kven- fólk sje eins og eldspýtur í vaxtarlagi. Margir líta á þetta sem eitthvert ómerkilegt atriði, en því fer fjarri, að svo sje. Afleiðingarnar hafa verið miklu meiri og margbrotnari en nokkurn grunar í fljótu bragði. Mest og best hafa amerísku kvikmyndafjelögin gengið fram í því að svelta kvenfólkið: harð- bannað því að fara yfir vissa vikt og lagt við atvinnumissi. Hefir þetta orðið til þess að ýmsar kvik- myndakonur hafa dáið úr sulti, og er það í rauninni meinlausasta hlið málsins, því nóg er til samt af þessu argasta pakki þjóðfjelaganna. En hitt er verra, að það eru þessar sultarráðstafanir á kvenfólkinu, sem beinlínis hafa valdið heimskreppunni, sem ekki er almenn ástæða til að elska neitt, enda þótt hún 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.