Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 102

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 102
ur alfarið sleppt greinaskilum og verður textinn því erfiðari til lesturs fyrir vikið. Einnig hefði ég kosið að Hjálmar hefði skipt myndatextum upp, þannig að greini- legt væri hvaða texti ætti við hvaða mynd. Geysilega mikill fróðleikur og upplýsingar um land og þjóð eru í bókinni sem ásamt vöntun greinaskila þyngir hana að mun. Myndatextar eru oft það fyrirferðarmiklir að erfitt er að fylgja megintexta bókarinn- ar. Myndir eru allar mjög góðar en sumar heldur smáar. Heimildalisti aftast í bókinni kemur lærðum sem leikum til góða og er til fyrirmyndar. Bókin er í óvenjulegu broti, 23x23 cm og kemur líklega til vegna myndavélar Hjálm- ars (6x6). Fróðlegt væri að hafa ýmsar tæknilegar upplýsingar í svona bók, svo sem um tegundir myndavéla, filmur o.fl. I heild finnst mér bókin höfundi sínum til hins mesta sóma, góð landlýsing, mjög fróðlegur og ýtarlegur texti og frábærar ljósmyndir, þeim til hins mesta gagns sem nema vill. Helgi Torfason. ELDUR ER í NORÐRI Margir höfundar Sögufélagið Reykjavík, 1982, 462 bls. í tilefni sjötugs afmælis prófessors Sig- urðar Pórarinssonar, þann 8. janúar 1982, var gefin út merk bók. Efni bókarinnar er valið með tilliti til áhugamála Sigurðar sem voru m.a. landafræði, íslensk fræði og skáldskapur, þótt jarðfræðin væri hans helsta viðfangsefni. Bókin hefst á æviágripi Sigurðar sem Þorleifur Einarsson tók sam- an. Síðan er tabulagratulatoria eða „heilla- óskatafla" og næst eru 16 myndasíður úr lífi og amstri Sigurðar. Pá tekur við mikið greinasafn eftir eina 47 höfunda. Eins og við er að búast fjalla flestar greinanna unt jarðfræði, fáeinar um landafræði og nokkr- ar um íslensk fræði, bragfræði o.fl. Þótt flestar séu greinar þessar ágætar vil ég þó eindregið benda lesendum að lesa hina mjög svo skemmtilegu grein eftir Jón Helgason. Einnig hefur slæðst inn í bókina undarlegur og fljótlesinn greinarstúfur eft- ir meistara Halldór Laxness. Ekki skal reynt hér að greina frá ein- stökum greinum eða rekja alla höfunda- rununa, en flestar eru greinarnar vel skrif- aðar og skemmtilegar. Þó er rétt að benda á fróðlega grein eftir Pál Líndal um upphaf náttúruverndar á íslandi. Bókin er vissulega falleg og snyrtileg, og þeim til sóma er að henni stóðu. Nokkrar myndir hefðu vissulega verið betri, ef þær hefðu verið stærri og furðulegt er að enn skuli menntamenn nota stafinn z, sem trónir eins og minnismerki íhaldsemi og þvermóðsku í íslensku máli, fáum til gleði og til einskis gagns. Helgi Torfason. 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.