Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 101

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 101
Að lághitasvæði sé suður af Trölladyngju á Reykjanesskaga og margir menn, nafn- greindir og ónafngreindir bornir fyrir þeim „sannindum" er næsta skrýtið, nema þá kortið sé svo illa teiknað. Bæði orðin þyrp- ing og sveimur, sem margir aðrir ásamt höfundi nota, missa marks þegar um sprungur er að ræða. Heppilegri eru t.d. sprungubelti eða sprungurein. Hið síðara held ég besta orðið, sern við eigum yfir þetta. Ekki er mér ljóst hvernig höfundur (bls. 32) fer að því að giska á að innskot að magni „80 rúmkílómetrar" séu á „um 8000 ferkm. svæði“ við Reyðarfjörð. Ágiskun af hvaða tagi sem er hlýtur að verða að byggj- ast á einhverjum grunni. Hver er hann? Taflan á bls. 33-34 er ærið handahófs- kennd og vandséð hvers vegna. Áhugavert væri fyrir skólafólk og almenning að fá lista yfir gos á nútíma, ég held að slíkt hafi ekki verið tekið saman. Hvað þetta snertir er höf. á réttri leið. Hugmyndin er góð en útfærslan ekki. Vel hefði mátt sleppa bollaleggingum eins og þeim (bls. 47) að „gosefni í Skaftáreldum 1783 séu ættuð ofan úr Grímsvötnum“ svo Iítið er í raun vitað um slíkt. Almenn jarðsaga fær lítið rúm í bókinni og ekki er gerð tilraun til að draga fram eitthvað af því sem einkennandi er talið fyrir hvert og eitt af tímabilum jarðsögunn- ar. Hefði slíkt þó verið eðlilegt í kennslubók og auðvelt að gera, því taka má það upp úr hvaða handbók, sem vera skal. Jarðsögu íslands hefði mátt gera betri skil. Myndir eru margar og misgóðar í bókinni, en ekki verður fallist á þá skoðun höfundar að litlu varði hvort myndir séu í litum eða svart/hvítar. Svo augljósir eru kostir litmyndanna. Pað er leitt að geta ekki verið jákvæðari í afstöðu til þessarar bókar, því ekki er ástæða til að efast um áhuga höfundar á efninu. Útgáfa kennslubóka og fræðirita hlýtur óhjá- kvæmilega að leggja útgefanda nokkrar skyldur á herðar. Það verður varla hjá því komist að álykta að með því að senda þessa bók á markað hafi hinni mikilvirku og að maklegheitum mikið virtu bókaút- gáfu orðið á nokkur mistök. Jón Jónsson. ÍSLAND - SVIPUR LANDS OG ÞJÓÐAR Hjálmar R. Bárðarson Útgefin af höfundi á íslensku, ensku og þýsku Reykjavík, 1982, 420 bls. (650 ljósmyndir, kort og teikningar, þar af 220 lit- myndir). Bækur sem lýsa landslagi og þjóðháttum með hinu alsjáandi auga myndavélar eru um fátt óvenjulegar nú á tímum. Hins vegar þykir mér bók Hjálmars R. Bárðar- sonar, ísland, svipur lands og þjóðar, vera um margt sér á báti. Ekki aðeins er þessi bók ein þykkasta myndabók íslensk, held- ur hefur hún að geyma mikinn fjölda frá- bærra ljósmynda og er fróðleiksnáma um okkar skrýtnu þjóð og fagra land. Hjálmar er slyngur ljósmyndari og sækir myndefni sitt á hina ótrúlegustu staði og ósjaldan á ókristilegum tíma. Náttúran er megin við- fangsefni bókarinnar og skipar þar lands- lag og jarðfræði veglegastan sess, fáeinar jurtir og einstaka fuglar slæðast þó með. Einkum eru það eldgos og jöklar sem brýna raustina á síðum bókarinnar, enda áhugaverð fyrirbrigði. Fræðimönnum er hollt að skoða myndir Hjálmars og sjá hvernig hann höndlar fegurð náttúrunnar og ljær henni mál á myndfletinum. Með einni ljósmynd er oft unnt að skýra fyrir- brigði sem annars tæki margar setningar að lýsa, - en aðeins ef myndin er vel tekin. Þannig skiptir það öllu máli að kunna sitt fag, fínustu tæki bjarga ekki mynd sem er illa tekin. Með því að skoða góðar ljós- myndir geta menn lært að bæta sína eigin ljósmyndun og einmitt á þann hátt verður bók HjálmarS náttúruljósmyndaranum dýrmætur „kennari". Bókinni er skipt í 20 kafla: 1. Fundur fslands, 2. Víkingar og landnám, 3. Jarð- sagan, 4. Þjóðarsaga og síðan eru kaflar 5—20 hringferð um landið, byrjað í Reykjavík og Reykjanesi og haldið vestur um land. Texti bókarinnar er á fremur þungu en annars ágætu máli og fáar prentvillur. Það uppátæki þótti mér verra að höfundur hef- 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.