Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 75

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 75
Ólafur G. Flóvenz: Jarðhitinn á Reykjum í Fnjóskadal INNGANGUR Reykir eru fremsti bær í byggð í Fnjóskadal, en Vaðlaheiði skilur Fnjóskadal frá Eyjafirði. Þeir eru und- ir fjallshlíðinni vestanvert í dalnum, skammt sunnan ármóta Fnjóskár, sem fellur úr Bleiksmýrardal, og Tunguár sem fellur úr Timburvalladal. Bærinn er í u. þ. b. 200 m hæð yfir sjávarmáli. Á Reykjum er jarðhiti, eins og nafnið ber með sér. Á sléttum malareyrum Fnjóskár koma um 5 1/s (lítrar á sekúndu) af 90° C vatni upp í tveimur laugum með fárra metra millibili. Á 1. mynd, sem tekin er í nóvember 1979, má glögglega sjá hvernig jarðhitinn bræðir af sér snjóinn á stóru svæði kringum laugarnar. Pá er einfaldað riss af aðstæðum sýnt á 2. mynd. Snemma á öldinni var vatnsmeiri laugin byrgð og vatnið úr laugunum látið renna í lokaðri rás undir kartöflu- garð til að hita hann upp. Eftir að vatnið kemur undan kartöflugarðinum myndar það lítinn læk sem hlykkjast 100-200 m um sléttlendið, en fellur loks í Fnjóská. Á einum stað hefur lækurinn verið stíflaður og gerður heitur baðpottur. Á undanförnum árum hefur jarðhit- inn á Reykjum verið rannsakaður ítar- lega með það fyrir augum að nýta hann til húshitunar á Akureyri, ef ekki fæst nægt heitt vatn frá jarðhitasvæð- um í Eyjafirði. RANNSÓKNARAÐFERÐIR OG MARKMIÐ ÞEIRRA Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir þeim rannsóknum sem beitt er við jarðhitaleit á lághitasvæðum. Að- ferðunum sjálfum eru engin skil gerð, enda hefur það verið gert áður á síðum Náttúrufræðingsins (Axel Björnsson 1980, Kristján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson 1980, Sveinbjörn Björnsson 1980, Stefán Arnórsson 1980). Þegar leitað er að jarðhita- svæði, sem nýta má til húshitunar eða annars, er byrjað á að afla upplýsinga um hveri, laugar og volgrur á landsvæði því sem rannsóknin nær til. Mælt er hitastig og rennsli úr þeim öllum og tekin sýni til efnagreiningar. Út frá efnainnihaldi vatnsins má fá allgóða hugmynd um hve heits vatns megi vænta við djúpborun á viðkom- andi stað, hvort vatnið sé neysluhæft og jafnvel hvaðan það er upprunnið. Næsta skref felst venjulega í jarð- fræðikortlagningu og rafleiðnimæl- ingum. Jarðlög, berggangar, misgengi og sprungur sem sjást í nærliggjandi fjöllum eru færð á kort, reynt að meta stefnu þeirra og halla. Kannað er hvort gangar, misgengi eða sprungur liggi um jarðhitastaðinn, en algengt er að heitavatnsæðar séu tengdar þeim. Mæld er rafleiðni í jörðu vítt og breitt um rannsóknarsvæðið. Vatn, sem hef- ur að geyma uppleyst efni, leiðir raf- Náttúrufræðingurinn 53 (3—4), bls. 165—175, 1984 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.