Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 70

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 70
Jarðsil í Pétursey Rétt sunnan við hringveginn þar sem hann liggur um Mýrdal, milli Dyr- hólahverfis og Sólheimasands, trónir Pétursey í flatneskjunni. Pétursey er úr móbergi og að öllum líkindum mynduð við gos á grunnsævi og rís hæst í 284 m. Á myndinni, sem er tekin frá vegin- um, sjást láréttar rendur í jarðvegin- um sunnan í Pétursey. Þessar rendur myndast við að jarðvegurinn silast hægt niður undan hallanum og er fyrir- brigðið því nefnt „jarðsil" (soliflucti- on). Jarðsil er það nefnt þegar vatns- mettaður jarðvegur sígur af þunga sín- um undan halla, stundum á frosnu undirlagi. Þá myndast jarðsilsþrep, sem eru eins og breiðar tröppur í hlíð- um fjalla. Mjög algengt er að sjá jarð- silsþrep í hlíðum fjallanna í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Þrepin eru um einn metri á breidd og hæð þeirra 50-60 cm. Hraði jarðsils hefur ekki verið mældur hérlendis svo mér sé kunnugt, en fróðlegt væri að fá mælingar á sil- hraðanum í Pétursey. Það er ekki alltaf að jarðsil myndi Iárétt þrep því stundum má sjá jarð- veginn mynda litlar bungur, rétt eins og öldur séu að renna niður hallann; er það nefnt jarðsilstungur. Öldur þessar eru um 5-10 m breiðar og fremst allt að metri á þykkt. Einkum hef ég séð slíkar öldur hærra til fjalla, en slíkt er vafalaust staðbundið. Helgi Torfason 1. mynd. Jarðsil sunnan í Pétursey í Rangárvallasýslu. — Solifluction in the southern slopes of Pétursey mountain, Southern Iceland. (Ljósm. Helgi Torfa- son). Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 160, 1984 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.