Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 68
LOKAORÐ Þær athuganir á lífi í Skjálfta- vötnum, sem hér hafa verið kynntar, eru því miður of fáar og gloppóttar til að af þeim verði dregnar verulegar ályktanir. Þegar einstök sýni eru borin saman, verður að hafa í huga a. m. k. þrenns konar breytingar í lífríki vatns- ins: í fyrsta lagi árstímabreytingar, í öðru lagi breytingar vegna óreglu í um- hverfinu, t. d. vegna jökulvatnsblönd- unar, og í þriðja lagi breytingu sem ætla má að gerist nokkuð stöðugt frá ári til árs eftir því sem vatnið eldist, þ. e. hið raunverulega framgengi (succession) lífsins í vötnunum. Þar sem sýnin eru svo fá og auk þess tekin á mismunandi árstímum við mismun- andi veðurskilyrði o. s. frv., er erfitt að segja um hvaða breytingar tilheyra hverjum þessara þriggja flokka. Athyglisvert er að strax við fyrstu sýnatöku (30. 6. 1976) er lífmagnið í vatninu orðið geysimikið og fjöldi teg- unda sömuleiðis furðu mikill (um 30 greindar tegundir). Þetta skýrist að einhverju leyti af mikilli næringar- auðgi vatnsins, því að bæði er jarð- vatnið sem í það fellur að líkindum næringarríkt (sbr. Mývatn) og auk þess bætast því næringarefni í ríkum mæli úr jarðveginum og frá rotnandi gróðri. Hitt er erfiðara að skilja, að slík massafjölgun vatnalífvera skuli geta átt sér stað á svo skömmum tíma, þ. e. 2—3 mánuðum, jafnvel skordýra (rykmýs), sem hlýtur raunar að þýða það að töluverður fjöldi þeirra hefur verið fyrir á vatnsstæðinu. Svipað fyrirbæri gerist reyndar að jafnaði þeg- ar mynduð eru uppistöðulón vegna virkjana eða vatnsveitinga og er nokk- uð vel þekkt. Innan fárra ára tekur svo lífmagnið að minnka, en tegundafjöldi getur hins vegar vaxið nokkuð. Hið gífurlega magn þráðlaga þörunga í vatninu sumarið 1976 er reyndar góð- ur mælikvarði á næringarmagnið sem þar hefur safnast saman. Að þeim kveður mun minna næsta sumar. Fjöldi nafngreindra tegunda og hópa í sýnunum er yfirleitt frá 15 til 30, nema í því síðasta (8. 9. 1978) en þá voru greindar 45 tegundir, eða u. þ. b. sá fjöldi sem tókst að nafn- greina samanlagt öll árin. Fæstar teg- undir eru í sýnum frá 9. ágúst 1976 (um 15) og frá júní—júlí 1978 (um 10), en það sýni var mjög afbrigðilegt. Innstreymi jökulvatns úr Jökulsá í Skjálftavötn, sem gerðist haustið 1977 og að líkindum aftur sumarið 1978 í nokkrum mæli, hefur eflaust haft mikil og djúpstæð áhrif á lífríki vatnanna, þótt ekki væri það staðfest með beinum athugunum. Atuleysi í vötn- unum sumarið 1979 gæti stafað af því að þá hafi næringarforði vatnsins verið genginn til þurrðar auk hins kalda tíð- arfars, sem eflaust hefur valdið nokkru. í rauninni hafa Skjálftavötnin öll skilyrði til að geta orðið frjósöm og gjöful veiðivötn, þar sem í þau fellur næringarríkt og að hluta volgt lindar- vatn, þau eru öll mjög grunn og hitna því vel af sól og gegnumstreymi er ekki mjög mikið þó eitthvað sé það breytilegt. Frjósemi vatnanna er þó mjög undir því komin að ekki renni teljandi jökulvatn til þeirra frá Jök- ulsá, eins og gerst hefur í sumarhitum undanfarin sumur, en auðvelt væri að stemma stigu við því með dálitlum varnargarði. Nærtækt er að bera Skjálftavötnin saman við Víkingavatn, sem líklega er einnig myndað við landsig og er sömu- leiðis grunnt og næringarríkt með litlu gegnumstreymi, en það er eitt lífrík- asta og frjósamasta stöðuvatn lands- ins, ágætt veiðivatn og fuglaparadís, enda mjög gróðurríkt og í því er árlegt leirlos (vatnamor) eins og í Mývatni. 158
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.