Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 45
Magnús Ólafsson, Páll Imsland og Guðrún Larsen: Nornahár II. Efni, eiginleikar og myndun Myndun nornahára og nornatára er mjög sjaldgæf, ef borið er saman við aðrar gerðir gjósku, og þau varð- veitast auk þess afar illa. Þau eru brot- hætt og molna og verða því fljótt óþekkjanleg í annarri gjósku, sem myndast í mun meira magni. Því er nauðsynlegt að safna nornahárum strax við myndun þeirra, ef taka á þau til varðveislu. Kröflueldar hófust á árinu 1975. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa orðið níu hraungos á svæðinu og enn fleiri kvikuhlaup án gosa. I flestum gosanna varð vart við nornahársmynd- un, mest í hinum fjórum seinustu. Þessi seinustu gos (mynd 1) hafa einn- ig staðið lengur yfir en fyrri gos og meira magn kviku hefur borist upp á yfirborðið. Áttunda Kröflugosið hófst aðfara- nótt 18. nóvember 1981, og stóð í tæpa sex sólarhringa. Hinn 21. nóvember voru starfsmenn Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar á ferð um gosstöðvarnar á vélsleðum. Urðu þeir þá varir við vöndla af nornahári, sem ultu eftir snjónum vestan við Leirhnúk undan hægum norðanvindi. Vöndlarnir stöðvuðust er þeir ultu inn í sleðaslóð- ina og þar var auðvelt að tína þá upp. Hinir stærstu þeirra voru 50 cm langir og 15 til 20 cm í þvermál. Flestir vöndl- anna voru þó eitthvað minni. Nokkrum vöndlum var safnað þarna og þeir fluttir til byggða. Eftir langan flutning og talsvert hnjask hafa þeir rýrnað nokkuð, einkum vegna þess að snjórinn bráðnaði úr þeim. Hluti af einum slíkum vöndli er sýndur á 2. mynd. Vöndlarnir eða lýjurnar eru safn af stökum nornahárum, löngum, örfínum glerþráðum, sem sumir hverj- ir enda í litlum glerperlum, norna- tárum. Til þess að fá nokkra vitneskju um innri gerð nornahára voru gerðar þunnsneiðar til smásjárskoðunar af hárum frá Kröflu, Surtsey, Lakagígum og af kornum úr forsögulegu öskulagi sem gengur undir nafninu „nálalagið efra“ (Guðrún Larsen 1978). Við slíka athugun kemur í ljós, að þó meginein- kennin séu sameiginleg, þá eru hárin af nokkuð breytilegri gerð, eins og meðfylgjandi smásjármyndir sýna (myndir 3 — 10). Nokkur háranna eru svo grönn, að erfitt er að mæla þver- mál þeirra, en flest eru þau þó á bilinu 0.001 til 0.01 mm. Aðeins einstaka hár hafa þvermál á milli 0.1 og 0.2 mm. Erfitt er að meta lengd nornahára, þar eð þau eru yfirleitt brotin. Reynt hefur verið að mæla lengd nokkurra hára úr Kröflugosi í nóvember 1981. Lengsta hár, sem mælt var, reyndist Náttúrufræöingurinn 53 (3-4), bls. 135—144, 1984 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.