Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 31
staðar hér við land (Unnsteinn Stef- ánsson og Pétur Þorsteinsson 1980), svo og harðir sjávarfallastraumar og ör endurnýjun um Hvammsfjarðarröst. Miðað við árið sem heild er meðal ferskvatnsrennsli í Hvammsfjörð um 73 m3 s-1. Samkvæmt upplýsingum Sig- urjóns Rist, vatnamælingamanns, nær rennslið lágmarki á vetrum og er þá sennilega aðeins um 15-20 m3 s_1 að meðaltali. Annað lágmark kemur svo fram síðla sumars. Aftur á móti nær rennslið hámarki í lok apríl og fyrstu dagana í maí. Telur Sigurjón, að þá nemi það um 300 m’ s'1 og geti jafnvel farið upp í 1000 m' s_1. í lok maí má hins vegar svo heita, að allur snjór sé horfinn af vatnasvæðinu, og dregur þá mjög úr rennslinu sem fyrr segir. Eitt- hvað mun það aukast í haustrigning- um, og kann seltulækkunin, sem mældist við Keisbakka í september 1981, að stafa af þeim. Við teljum líklegt, að hin áberandi lága selta, sem mældist í apríl 1981, kunni að ein- hverju leyti að hafa orsakast af fersk- vatnsrennslishámarki á þeim árstíma, en aðallega muni þó vera um áhrif að ræða frá bráðnun íssins í firðinum, sem átti sér einmitt stað um það leyti, sem sýnataka hófst í apríl 1981. Á veturna er fjörðurinn ísi lagður nokkra kílómetra út frá landi, og því er það geysimagn af ís, sem bráðnar á hverju vori inni í firðinum, þótt ísinn kunni að berast að hluta út um Röstina. Á hinn bóginn hlýtur ísmyndun í firðin- um að leiða til nokkurrar seltuaukn- ingar í sjónum undir ísnum. En vetrar- ísinn í firðinum veldur því, að sjórinn næst ísnum helst mjög kaldur (allt að — 1.8°) mánuðum saman. Lífsskilyrði í Hvammsfirði, a. m. k. með ströndum fram, eru því ekki hagstæð á veturna meðan ís er á firðinum. Ætla má, að endurnýjun dýpri laga í Hvammsfirði ráðist að verulegu leyti af seltumagni þess sjávar, sem berst inn í fjörðinn hverju sinni um Röstina. Þegar sjór er seltulítill í sunnanverðum Breiðafirði, einkum í vorleysingum og haustrigningum, er líklegt, að endur- nýjun í dýpstu sjávarlögum innan fjarðarins verði fremur hægfara, með því að eðlismassi ræðst að miklu leyti af seltunni og eðlisléttari sjór sekkur að sjálfsögðu ekki undir þann, sem þyngri er. Um mitt sumar og miðjan vetur ætti seltan að jafnaði að vera tiltölulega há. Athuganir þær sem gerðar voru í ágúst 1981 bentu líka til þess, að endurnýjun dýpri laga í firðin- um væri þá allmikil. Um eða upp úr miðjum vetri ætti þó endurnýjun að vera sérstaklega ör, með því að þá fer að jafnaði saman tiltölulega há selta og lágur hiti þess sjávar, sem berst inn um Röstina. Slíkur sjór ætti að geta sokkið niður í dýpsta álinn í firðinum. Um vetrarástandið í dýpri lögum fjarðarins er að öðru leyti erfitt að fullyrða meðan ekki hafa farið þar fram beinar mælingar á þeim árstíma. Telja má þó mjög sennilegt, að um súrefnisskort geti aldrei verið að ræða í dýpstu lögum Hvammsfjarðar. Á hinn bóginn getur fjörðurinn ekki tal- ist næringarríkur yfir sumartímann, þar eð sjórinn úr sunnanverðum Breiðafirði, sem berst inn um Röstina, er yfirborðssjór, sem á þeim árstíma er snauður af þeim helstu áburðarefnum, sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og við- gang plöntusvifs. Krabbaflær og marflóartegundin Calliopius laeviusculum voru einu svif- 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.