Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 21
að miklu meira og talið hin merkasta lækningajurt og margra meina bót. Hér verður því tilgreint það sem segir um nytsemi þess til slíkra hluta í þrem- ur eldri bókum, að mestu orðrétt, en engin tilraun gerð til að leggja nokk- urn dóm á þær upplýsingar sem þar er að finna, enda er ég ekki fær um það. í „Lachanologiu“, eða Mat-urta-bók Eggerts Ólafssonar (sjá Björn Hall- dórsson 1774) segir um hrútaberja- lyngið: Peirra berja má eins neyta til heilsu- bótar sem jarðarberja, í sykri saltaðra, þar þau bæta útbrot og stemma blóð, nasadreyra og lífsýki; blómið er vel lyktandi. í „Gras-nytjum“ Björns Halldórs- sonar (1783) er langt mál um hrúta- berjalyng og þar segir m. a. að af skollareipunum ríði norskir bændur körfur, þegar þeir hafi áður hreinsað og reytt af þeim alla anga. Ennfremur segir: Þessi ber hafa góða lykt, styrkja hjartað og magann, gefa nýjan kraft veikum sóttlera manni og eru líka góð í móti skyrbjúgi. Þau eru einkar góð í móti heitri köldu, stilla lífsýki, lækna sár, munnfýlu og útslátt varanna, eins kláðaútbrot öll þegar þau eru kramin við lögð. Séu þau lögð yfir hársvörð, segja menn þau geri hárið svart, sem þar vex út af síðan. Vín sem á þeim stendur er hjartastyrkjandi, líka brenni- vín, og fær hvort tveggja þar af þægan smekk. Þessi ber eru góð holdsveikum mönnum og þeim sem hafa skyrbjúg; af þeim gerist sykrað jukk eða musl, sem haldið er mikið sælgæti. í „íslenzkri grasafræði“ Odds Hjaltalíns (1830) er eftirfarandi upp- lýsingar að finna um nytsemi hrúta- berjalyngs: Ber þessi eru barkandi, kælandi, vessa- þynnandi, forrotnun mótstandandi. Þau eru því góð móti hjartveiki, lífsýki og skyrbjúgi. Mauk af berjunum tilbúið takist 2 teskeiðar í senn, 4 til 6 sinnum daglega, móti ofannefndum sjúkdóm- um. Af berjunum má dropa þannig til- búa: Tak af berjunum steittum eða mörðum 6 lóð, af sterku brennivíni 1 Vi pela, lát á flösku og set í heitan sand í 3 dægur, sía síðan hið þunna frá og geym. Af dropum þessum takist lítill mat- spónn 3svar daglega. Dropar þessir eru hjartastyrkjandi og maga, samt ágætir móti skyrbjúgi. Loks skal aftur vikið að því sem sagði hér að framan um renglur hrúta- berjalyngsins, og haft eftir „íslenskum sögum og sagnaþáttum" Guðna Jóns- sonar, að sú trú hafi verið á að fyndust svo langar renglur að vefja mætti með þeim búkinn, mætti lækna með þeim gigt- SKYLDAR TEGUNDIR Ættkvíslin Rubus er býsna stór, þó að ekki vaxi nema þessi eina tegund hennar villt hér á landi. Þannig segir í „Flora Europaea 11“ (af T. G. Tutin o. fl., 1968) að til hennar teljist 75 tegundir sem vaxa villtar í Evrópu, en þær skiftast mjög ójafnt á hinar fimm deiliættkvíslir sem hrútaberjalyngs- ættkvíslin skiftist í. Langstærst er sú sem heldur nafni ættkvíslarinnar og nefnist Rubus, eða 66 tegundir sem langflestar æxlast með geldæxlun, þ. e. mynda fræ án þess frjóvgun verði; þær skiftast svo aftur í aragrúa smátegunda og hefur um 2000 slíkum verið lýst í ýmsum ritum. Ein algeng- asta tegundin í grannlöndunum er Rubus fruticosus, brómber, runni með dökkfjólubláum-svörtum berjum sem vex í skógum og kjarri og er óskaplega breytileg, þ. e. ótal smátegundir hafa myndast. Til minnstu evrópsku deili- ættkvíslarinnar telst aðeins ein tegund, Rubus chamaemorus, harðgerð jurt sem vex í súrum mýrum langt norður fyrir heimskautsbaug í Norður-Evrópu og til fjalla í Mið-Evrópu, og á svipuð- 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.