Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 16
sem bjuggu á Karlsá endur fyrir löngu. Vafalaust hefur komið til þessara jarðakaupa hvatning eldri systk- inanna sem nú voru uppkomin og tek- in að dreifast um landið. Karlsá var miklu betra ábýli heldur en Gullbringa, var reyndar fyrr meir talin með betri jörðum i Svarfaðar- dalshreppi hinum forna, annars vegar vegna góðs beitilands, hinsvegar fyrir sjávargagnið. Fyrir búskaparlag nú- timans er hún hinsvegar miður fallinn, áveðra fyrir svalri norðanáttinni á snóþungri strönd. Þangað úteftir flutti Gullbringufólk vorið '47 og hófst nú blómaskeið i bú- skap þeirra Guðmundar og Sigur- bjargar þótt komin væru þau af léttasta skeiði. Tók fjölskyldan öll brátt mikla tryggð við sin nýju heim- kynni, enda voru aðstæður allar á Karlsá svo sem skapaðar fyrir fólk, sem kann að meta lif i umgerð stór- brotinnar náttúru og hefur yndi a£: að takast á við krafta hennar á landi og sjó. Búskapurinn óx og með honum batnaði efnahagurinn, enda var nú upprunnin nýr timi allsnægta i Islandi. Jafnframt búskapnum stunduðu Guð- mundur ogsynir hans, þeir sem heima voru, sjóinn af þeim mun meira kappi sem aðstaðan til sjósóknar var nú betri en meðan búið var frammi i sveit. Þeir eignuðust bát og veiddu oft vel: hrognkelsi i net, þorsk og ýsu á linu bg handfæri. Ekki var byssan heldur látin rykfalla heima i skemmu heldur notuð til fuglaveiða á sjó og landi eða til hnisu- og selveiða i firðin- um. Ég hefþað fyrir sattað þeim hjónum hafi liðiö vel á Karlsá og börnin gera ekki upp á milli heimila sinna hér I sveit þótt ólik væru, dalbýliö og sjávarjörðin. A Karlsá 'varð þessi hrausta fjöl- skylda þó fyrir þvi mikla áfalli að einn sonanna, Ragnar, missti lfkamsheils- una, hraustur og haröduglegur piltur kominn undir tvitugt. Lævis, ólækn- andi taugasjúkdómur, sem hefur i för með sér stigvaxandi lömun lfkamans, hertók hann i blóma lifsins og lagöi i ævilanga fjötra. Það er mikill vitnis- burður um mannlega reisn gagnvart þungum,óumflýjanlegum örlögum að unntskuli vera aðhalda sér uppréttum andlega og sætta sig glaöur við svo þungt hlutskipti ilifinu. En þannig hef- ur Ragnar tekið örlögum sinum, að sögn kunnugra, og er i dag andlega óbugaöur maður á öryrkjastofnun i Reykjavik. Aldurinn færðistyfir hjóniná Karlsá og smátt og smátt tók heilsa Guö- mundar að bila. Börnin dreifðust og 16 stofnuðu heimilihér og þar um land. Þetta voru ár, sem ekki voru hagfelld landbúnaði á útkjálkajörð. A árunum 1964 og 65 var búskapur lagður niður á Karlsá en túnið leigt öðrum til slægna. Svo komu enn ný þáttaskil og Guð- mundur dó snemma árs 1966 á 80. aldursári. Sigurbjörg bjó þó afram á Karlsá og voru næstu árin jafnan einhver barnanna viðloöa á staðnum. Siðustu árin var þó aðeins dvalið þar yfir sumarið, en að lokum flutti ekkjan inn á elliheimilið i Skjaldarvik. Hún a ndaðist i október siðastliðnum. Otför hennar var gerð frá Dalvikur- kirkju og þar var hún jarðsett við hlið Guðmundar bónda sins. Að lokinni athöfn var gestum boðið í erfidrykkju út að Karlsá þar sem enn eru ágæt húsakynni, hituð og lýst af gömlu rafstöðinni við bæjarlækinn. Það var stafalogn og heiðskirt veður og land og haf baðað geislum haust- sólarinnar. Á slikum dögum er dýrlegt útsýni frá Karlsá inn eftir Eyjafirði og fram um Svarfaðardal. Þetta var riki þeirra Guðmundar og Sigurbjargar. Þarna höfðu örlögin, haslað þeim völl I slðasta þætti lifsbar- áttunnar. Þau höfðu barizt vel og hetjulega og þau hnigu að velli með sæmd eftir langan og ágætan ævidag. Af þvi að þetta greinarkorn fjallar um eitt brot mannlifssögunnar þá er áframhald, sem engan enda tekur. Framhaldiö er bundið við eftirfarandi lista yfir börn hjónanna Guömundar og Sigurbjargar: Sigurrós f. 1919, dó sama ár. Haraldur Ingvar f. 1920 rafvirki á Dal- vik, kvæntur Ingibjörgu Helgadóttur. Sigurrós Lára f. 1921 húsfreyja gift Sigfúsi Hallgrimssyni fyrrum bónda, nú búsett á Egilsstöðum. Jón Marvin f. 1923 kennari og taxi- derm (stoppar upp dýr) I Reykjavi"k, kvæntur Margréti Sæmundsdóttur. Leifey Rósa f. 1924 dáin 1970 gift Erik Christiansen. Guömundur f. 1925 húsasmiöur I Reykjavik, ókvæntur. Anna Freyja f. 1926 húsfreyja á Akur- eyri gift Svanlaugi Ólafssyni. Hjörleifur Bjarki f. 1928 vélsmiður I Reykjavik kvæntur Kristinu Guð- mundsdóttur. Guðrún Hulda f. 1930 hjúkrunarkona I Egedesminne á Grænlandi gift Viggo Block. Gestur f. 1931 rafvirki á Blönduósi kvæntur Sigrúnu Sigurðard. Ragnar f. 1935 öryrki i Reykjavik, svo sem áður var ritað. Snjólaug Birna f. 1936 fóstra I Reykja- vik ekkja Kristjáns Ólsen, er drukkn- aöi af rækjubát á Isafjarðardjúpi. Jónatan Vilhelm f. 1937 bilstjóri i Reykjavik, ókvæntur. Aðalheiður f. 1940 húsfreyja i ólafsvfk gift Marteini Karlss. Tjörn, Svarfaðardal 2. mai 1976. Hjörtur E. Þórarinsson. Leiðrétting I grein-um Eirik Þorsteinsson fyrrver- andi kaupfélagsstjóra i 18. tbl. tslend- ingaþátta féllu niður nokkur orð i fyrsta dálki á forsiðu blaðsins. Þar átti að standa: Eirikur hélt áfram að byggja alla þá tið, sem hann var kaup- félagsstjóri á Þingeyri. Fyrst beindust kraftarnir að þvi að byggja kaupfé- lagið upp. Það gerði hann ekki ein- göngu með þvi að byggja sláturhús, verzlunarhús, frystihús og önnur mannvirki. Það gerði hann einnig með þvi að hvetja og styðja bændur til framkvæmda og sjálfur var hann myndarlegur bóndi og ræktunarmað- ur. Feitletruðu orðin féllu niður. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistök- um. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.