Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 6
Una Hallgrímsdóttir Fædd 11. mal 1928. Dáin 2. marz 1976. Una Hallgrimsdóttir var ein af sex börnum hjónanna Hallgrims Gislason- ar og Guðrúnar Eiriksdóttur á Hrafna- björgum, Jökulsárhliö. Una fluttist til Siglufjarðar og bjó þar meö manni sinum Guðmundi Jónassyni, en þau eignuðust fjögur börn: Rúnar, Lilju, Hrefnuog Hildi og eru þau á aldrinum 16-27 ára. Fyrir um það bil 11 árum missti Una mann sinn og árið 1973 giftist hún föður minum Þorkeli Einarssyni byggingameistara. Þá höfðu þau búið saman um nokkurt skeið, fyrst i Reykjavik en siðan á Efra-Vatnshomi, Vestur Hún. En fað- ir minn var ekkjumaður, þvi móður mina missti hann fyrir rúmum tiu ár- um úr sama sjúkdómi og hann nú missir Unu, þeim sjúkdómi sem eng- inn mannlegur máttur fær við ráðið. HúnUna var búin aöglima við þennan sjúkdóm i heilt ár og ganga undir þær mestu skurðaðgerðir sem ég veit um. Hún náði sér alltaf sæmilega á milli, eins og siðastliöin jól, þá komst hún heim I nokkra daga, en þá hafði faðir minn selt búið fyrir norðan og keypt ibúð hér i Reykjavik. Og hversu þjáð sem Una var þá vildi hún fá aö sjá heimilið sitt og fékk hún að dvelja þar um jólin og má segja að þaö hafi verið hennar viljastyrkur, að hún gat þaö frekarenaðheilsanleyfði það. Já, hún var sterk kona og æðraðist ekki. Hún vartilbúinaðglettastmeð okkurer við heimsóttum hana undir það siðasta. Við vorum sjö systkinin, en erum fimm á lífi þegar Una varð stjúpmóðir okkar, þá öll uppkomin, Viö fundum fljótt að hún var góð stjúpmóöir og vinur. Una var ein af þeim konum sem máltækiö segir: hún var há kona þótt hún sé ekki há i sentimetrum. Una elskaði sveitina og dýrin. Eins var músikin hennar æðsta ánægja og eru verk meistaranna þar efst á lista. Aldrei heyröi ég Unu rifast eða tala illa um nokkurn mann, enda var hún vinur allra. Bezta dæmið um persónu Unu sést er við hennar kveðjuför eru meöal annarra viðstödd öll systkini móður minnar og makar þeirra. Ég þakka Unu góð kynni og votta hennar nánustu samúð mina. Sigurlaug. Guðmundur Halldórsson Kæddur: 26.12. 1891 Dáinn: 29. 04. 1976. Fáein kveðjuorð um minn kæra tengdaföður, sem kveður þennan heim þegar við erum öll að vonast eftir góðu vori og sumri framundan. Þaðmá segja að allt hans lif og starf það sem hann valdi sér aö hlutskipti hafi verið vertiðin hans. Hann var bóndi og sjómaður alla sina tið og hef- ur oft verið harðsótt, þvi það hagaði þannig til þar sem hann ólst upp, að þar var brimasamt og lending erfið. Guðmundur var fæddur á Gerði i Norðfirði. Hann var sonur hjónanna Elisabetar Guðmundsdóttur frá Fannadal og Halldórs Vilhjálmssonar, systkinin voru 6ogkomustþau öll upp nema eitt. Einn bróðirinn, Helgi, lifir Guömund, og voru þeir á sama sjúkra- húsi siðastliðin 2 1/2 ár. Guðmundur tók við búi foreldra sinna, þegar hann gekk sitt mikla 6 gæfuspor að gifta sig, þann 27. nóvem- ber 1915, Guðbjörgu Halldórsd. frá Sandvik. Heimilið stækkaði fljótt, þvi börnin urðu 14, synirnir 10 en dæturnar 4, en hún Guðbjörg var nú svo dugleg i gegnum þetta allt. Þeim var gefið mikið, en þau eru lika búin að missa fimm börn, fjögur á góðum aldri, en eitt dó nokkurra vikna. En þau tóku þessu öllu með jafnaðargeði, voru bæði samhent með það. Alltaf var nóg pláss hjá þeim, þvi oft var mikið af börnum á heimilinu. Þau ólu mikið til upp 3 börn, ásamt sinum stóra barna- hópi. Guömundur var þriðji ættliðurinn sem bjó á Gerði, en árin hans þar urðu 63. En þá fóru nú börnin að fara að heiman og þarna var erfitt að búa nema með góða hjálp, ekkert, að fara nema yfir sjóinn. Árið 1953 urðu þau fyrir þeirri miklu reynsluað rnissa tvo synisina i sjóinn, og ári seinna fluttu þau suður i Garða- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.