Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 11
Þórður Þórisson frá Eyrarbakka 10. april sl. fór fram minningarat- höfn frá Eyrarbakkakirkju um skip- verja sem fórust með m/b Hafrúnu sem fór til loðnuveiða frá Eyrarbakka 2.marzsl. Tilbátsins hefurekkispurzt síðan. Það var að kveldi dags. 3 marz s.l. að ég frétti að báts væri saknað frá Eyrarbakka og aö meðal skipverja væri frændi minn, Þórður Þórisson. Næstu daga þar á eftir voru dagar óvissu en þó vonar um að bátur og skipshöfn kæmu heil af hafi. A næstu dögum leituðu á hugann minningar og hugsanir um öryggis- leysi sjómannsfjölskyldunnar, þegar bátur kemur ekki að landi á tilsettum tima, sá biðtimi er vissulega sár, en gefur þó tilefni til bjartsýni, aö vel geti endað, er rifjuð er upp hrakningar- saga Islenzkra fiskibáta. Þegar skipverjarnir á Hafrdnu höfðu verið taldir af kom enn á ný upp Ihuganum hve við öll höfum lltið vald yfir því, hve lengi við dveljum meðal óstvina og samferöamanna. Þótt við mennirnir vitum harla lltið fyrir fram hver örlög biða okkar á langri eða skammri lifsleið, þá er okkur öllum Ijóst að dauðinn er I raun og veru sá eini þáttur i tilveru okkar, sem er öruggur og viss. Þrátt fyrir þá staðreyndkemurdauðinn okkur oftast nlstandi á óvart ekki sizt þegar við heyrum um andlát ungs fólks i blóma Hfsins. Þórður Þórisson var fæddur i Vest- mannaeyjum 11. desember 1943. For: eldrar hans voru hjónin Sigriöur Þórðardóttir frá Sléttarbóli I Vest- mannaeyjum og Þórir Kristjánsson frá Merkisteini á Eyrarbakka. Sig- riður og Þórir hófu búskap árið 1943 i Vestmannaeyjum þar fæddist Þórður ásamt Kristjáni tviburabróður sinum Eftir tveggja árá búskap I Eyjum fluttu foreldrar Þórðar að Brennu á Eyrarbakka og áttu þar heima upp frá þvi. Nokkru síðar flutti einnig að Brennu móðuramma Þórðar, Guö- finna Stefánsdóttir. Þórður missti Þóri förður sinn 1969. Systkini Þórðar eru Kristján, Magnús og Eygeröur. OU gift og búsett á Eyrarbakka. Þórður ólst upp i hinu kyrrláta og aölaðandi umhverfi á Eyrarbakka i skjóUástrikra foreldra. Æskudagarnir liðu i leik og starfi I hópi systkina, frændfólks og vina og .margar góðar stundir átti Þórður einnig i nágrenni viö báðar ömmur sinar og föðurafa. Þórður byrjaði ungur að ganga til fullra starfa. Á Eyrarbakka stundaði hann öll algeng störf. Hann byrjaði einnig ungur að stunda sjó og gerði sjómennsku að ævistarfi. Hann reyndist traustur i starfi og góður vinnufélagi. Árið 1968 kvæntist Þórður eftirlif- andi konu sinni Guðlaugu Jónsdóttur frá Eystri-Hellum i Gaulverjarbæjar- hreppi. Var hjónaband þeirra afar far- sælt og gott þau eiga einn son, Þóri, sem nú er 7 ára, en þau hjón urðu fyrir þeirri þungu sorg aö missa þrjú börn. Ég gat þess að Þórður frændi minn heföi alizt upp i hópi frændfólks og góðra vina og ég hef þá trú og vissu að frændi minn er nú kominn til nýrra og góðra heimkynna þar sem hann hefur bætzt i hóp góðra ástvina. Ég samhryggist nánum ástvinum, Þóröar, eiginkonu, syni, móður og systkinum, sökum þess hve missir þeirra er mikill. En ég þakka minning- ar um góðan dreng og samferðar- mann. Orð eru litils megnug i' dýpstu sorg, þá er þaö trúin ein sem gefur styrk. 1 þeirri trú kveð ég kæran frænda og bið Guð að styrkja ástvini hans i sorg þeirra. Eyþór Þórðarson til Reykjavikur vann hún á sauma- stofu hálfan daginn meðan heilsan entist. Þá ferðaðist hún talsvert á siðari árum, er hún heimsótti börn sin I Gautaborg og New York. Sólveig var hannyrðakona og kenndi hún stúlkum handavinnu á Fáskrúðs- firði og allmörg ár við Barnaskóla Akureyrar. Fór^t henni það vel úr hendi, enda vann hún þau störf af mik- >Hi samviskusemi eins og allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún starfaði mikið I Góðtemplara- reglunni, fyrst á Fáskrúðsfirði og islendingaþættir siðar á Akureyri. Stóð hún þar við hlið manns sins og var heimili þeirra fyrir- myndar bindindisheimili. Þau voru I st. Isafold-Fjallkonan nr. 1 á Akureyri. Sólveig starfaði einnig i kven- félaginu Hlif þar til hún fluttist úr bæn- um. Það félag beitti sér fyrir velferð barnanna og rak lengi sumarheimiliö Pálmholt. Bæði voru þau hjónin i Barnaverndarfélagi Akureyrar. Allt þeirra félagsstarf miðaði aö þvi sama : Að koma uppvaxandi æsku til heilbrigðs þroska. 1 þessari grein hefur litiö verið sagt frá Hannesi, manni Sólveigar, en hann var sem kunnugt er merkur skóla- maður og rithöfundur. Bæði voru þau hjónin trúhneigð og bar iieimili þeirra vott um það. Kristin trú einkenndi heimilisbraginn viö uppeldi barnanna. Undanfarin ár hefur Sólveig oft boðið heim til sin heilulitilli konu, sem mér er kunnug, til þess aö veita henni ánægjustundir. 1 þvi lýsir sér vel hjartagæska hennar. Og þegar ég nú kveð þessa hlé- drægu, merku konu, sem alltaf var jafn ljúflynd i viðmóti, kemur mér i hug, að ég mundi óska þjóðini okkar þess, að hún ætti sem flest heimili eins og hennar. A þessari kveðjustund sendum við hjónin Sólveigu og ástvinum hennar hlýjar kveðjur og þökk fyrir margar 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.