Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 5
Matthías Elmar Skúlason Haga, Hornafirði K. 8.4.1975 — D. 23.3.1976 Hinzta kveðja frá ástvinum. Upp er höggvinn ættar hlynur, útaf fölnuð ein er greinin. Horfinn, dáinn hjartans vinur. Harma ég unga, glaða sveininn. Sól og vor i bæinn barstu, brostir ungur sveinn i ranni. Augasteinninn öllum varstu, eftirlæti hverjum manni. Stari ég gegnum myrka móðu, má ei duldar rúnir skilja. Guðs þig englar geymi góðu, greiði veg að Drottins vilja. Nú er brostið augað skæra, öll á burtu ástarhótin. Þúsund viljum þakkir færa, þér á hinztu vegamótin. Torfi Þorsteinsson Halldór Kristján Júlíusson Framhald af bls. 1. brúnum. Þeir ylja sér nti á kveðju- stund við bjartar minningar, þakka langan og litmikinn dag að kvöldi. Halldór Sigfússon. man glöggt, þótt ég væri barn að a|dri, þegar Halldór Kr. Júliusson tók v'ð sýslumannsstörfum i Strandasyslu af Marinó Hafstein 1909, og er þvi lið- 'nn fullur mannsaldur siðan ég veitti n°num athygli og fundum okkar bar fynstsaman. Einu sinni á ári eða oftar 'agði sýslumaður leið sina norður i af- aUekktustu byggð héraðsins, Arnes- nrepp. Kom hann þá oftast við heima, °8 gisti stundum, varð einu sinni eða lvisvar veðurtepptur einn eða tvo daga. Þótti mér maðurinn mikillar Sd'ðar og höfðinglegur, og var ekki aust við að ég hefði i fyrstu af honum n°kkurn beyg. En það hvarf þó fljótt, Þ' i i reynd var hann „ijtifur og kátur”, 8erði sér engan mannamun og hafði Vndi af að tala við börn. Komst ég Snemma á snoðir um, að sýslumaður var ekki aðeins lærður á bækur heldur var hann og enginn glópur i veraldleg- um efnum. Ég minnist aðdáunar hans 's'endingaþættir álandkostum Norður-Stranda: Hvergi i sýslunni var betra til fanga, hvergi reki né hlunnindi meiri, hvergi gerðu kviaærnar viðlika gagn, hvergi voru silspikaðri sauðir. Mér þótti þetta nýstárlegt sjónar- mið. Þá skoðun hafði ég drukkið i mig með móðurmjólkinni, aðþetta væri ein harðbýlasta og versta sveitin á öllu landinu, en seinna hef ég skilið að gestsauga sýslumannsins var glöggt. Sem yfirvald var Halldór Júliusson i senn röggsamur og virtur. Hann var góöur mannasættir, hélt uppi friði og aga i héraði, enda lét honum vel sú list að kveða niður þrefara og málaþjark- ara. Sóttu engir slikir kumpánar gull i greipar hans. Halldór dró ei laga- sverðið Ur sliðrum nema þess gerðist full þörf. En þá frýði enginn honum hugar né karlmennsku. Hann gekk að málum með kjarki og harðfylgi. Löngu seinna, þegar ég var fullorð- inn maður, kynntist ég Halldóri betur og a annan veg. Man ég sérstaklega eftir mörgum samvistarstundum okk- ar i Lundúnum og Paris veturinn 1933. Ég fór með honum á söfn og ýmsa merkisstaði i Paris. Hann var ótrúlega fróður um sögu borgarinnar og mér er óhætt að fullyrða, að hann naut vel hinnar skömmu dvalar sinnar þar. Eftir að ég kom heim og Halldör var setztur að i Reykjavik, bar fundum okkar nokkuð oft saman, allt til þess að hann var kominn töluvert yfir átt- rætt. Gáfum við okkur góðan tima til viðræðna. Fékk ég þvi meiri mætur á honum sem ég kynntist honum betur. Undir yfirborði, sem virtist stundum hrjúft, bjó mikil viðkvæmni. Hann var ræðinn og skemmtinn, enda viðlesinn og fjölfróður. Rit ýmissa heimspek- inga hafði hann kynnt sér, einkum var Schopenhauer eftirlætishöfundur hans. Lengi sýndist svo, að kerling Elli fengi litt bugað HaUdór, og innviðir hans, andlegir og likamlegir voru fá- gætlega traustir. En aldrei þarf þó að spyrja að leikslokum. Ég hygg, að ég mæli fyrir hönd flestra sveitunga minna, aö þeir muni lengi minnast hins aðsöpsmikla en þó vinsæla yfirvalds sins, sem sameinaði eldforna rammislenzka alþýðumenn- ingu og alþjóðlega hámennlun. Höfð- ingjar af slikri gerö og Halldór var eru nú horfnir af sjónarsviöinu. Simon Jóh. Agústsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.