Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 29.05.1976, Blaðsíða 4
jarövinnslutækjum, sem litt voru þekkt hér heima. Að vetrinum gekk hann i unglingaskóla og var það hans eina skólaganga i llfinu. Vorið 1904 kom hann heim frá Noregi og kenndi bændum aö vinna með plóg og herfi, sem hann kom með þaðan. Einnig kenndi hann bændum i Sveinsstaöa- hreppi að slá með sláttuvél, sem þá voru litt þekktar þar um slóðir. Siðan vann hann mikið við jarðabótavinnu bæði i Húnavatnssýslu og Eyja- fjarðarsýslu; Einnig rak hann um skeið verzlun á Akureyri i félagi við Eggert bróöur sinn. Þann 9. april 1909 gekk Jón að eiga Albinu Pétursdóttur frá Svertingsstöðum i Kaupangssveit og hóf þar búskap sama ár og bjó þar i 3 ár. Þá kaupir hann Hallgilsstaði Hörgárdal og bjó þar allan sinn búskapum 50 ára skeið. Má meðsanni segja, að hann hafi gert þar höfðuból úr smákoti. Jöröin mátti heita húsa- laus, túnið aöeins 12 dagsláttur og kargaþýft, en nú mun það vera um 70 ■ dagsláttur. Þaö kom sér vel, hvað ungu hjónin voru samhent um allt, sem að búskapnum laut. Húsmóðirin afburöa dugleg oghagsýn og húsbónd- inn, hinn sistarfandi atorkumaður til allra verka, sem aldreislepptiverki úr hendi. Oft varð að leggja nótt við dag, svo hörö var lifsbaráttan framan af, þar til börnin fóru að komast upp og hjálpa til en þau voru þeim ómetanleg hjálp við búskapinn. Jón var mikill félagshyggjumaöur, notaöi margar fristundir til aö sinna ýmsum félags- störfum, bæöi innan sveitar og utan. A þjóðmálum hafði hann ákveðnar skoöanir og fór ekki dult meö og talaði þá af fullri hreinskilni við hvern sem var. Hann var mikill samvinnumaður ogætiötrausturinnanþeirra samtaka. Hann mun t.d. hafa setið alla aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga eftir aö hann varð félagi þess, á meöan heilsan og kraftar entust og sýnir þaö bezt þann hug, sem hann bar ætlð til þessa félagsskapar. Jón var mikill gleði- maöur og veittist afar létt að umgang- ast fólk. Alls staöar sem hann kom, fylgdi honum hressandi blær sem gat komiö öllum i gott skap, er nálægt voru. Bæði vegna þessa og annarra góðra kosta, var hann alls staðar aufúsugestur og eignaöist á lifsleiðinni marga góða vini viðs vegar um landið. Hann var hjálpsamur svo af bar og vildihvers manns vanda leysa, sem til hans leituðu, og hafði samúð með öllu, sem minni máttar var. Þó honum auönaöist með mikilli elju og dugnaöi að verða stórbóndi I sinni sveit þá gleymdi hann aldrei 11 ára gamla drengnum, sem varð að fara úr for- eldrahúsum til aö vinna fyrir sér oft viö misjafna aöbúö. Gestrisin voru þau hjón með afbrigðum og var oft gest- 4 kvæmt á heimili þeirra. Börnum sfn- um var hann góður faðir og þau voru honum góöog nærgætin, sem bezt sást á þeirri umhyggju, er þau sýndu hon- um ogþeim báðum, þegar ellin færöist yfir þau. Börn þeirra hjóna eru 7 á lifi: Unndór, Pétur, Ragnheiður, Valdi- mar, Stefán, Dýrleif og Eggert. Stefán er nú bóndi á Hallgilsstöðum en hin börnin eru búsett á Akureyri nema Unndór, sem býr i Reykjavik. 011 hafa þessi systkin svipmót sinna maetu for- eldra. Kæri frændi! Þessar linur eiga aö flytja þakklæti frá mér þegar ég dvaldi á heimili ykkar hjóna um skeið og þið tókuð mér sem ykkar syni, þá sannfærðist ég um, að þú varst búinn öllum þeim hæfileikum, sem islenzkur sveitabóndi þarf að hafa. Jón var jarö- settur að Mörðuvöllum i Hörgárdal siðasta vetrardag. Blessuð sé hans minning. 7. mai 1968 D.ó. „Eyjafjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hér”, kvað þjóðskáldið okkar Matthias Jochumsson. Það er mikill sannleikur I þessum orðum, þó að öll héruð þessa lands hafi sina feg- urð, bara á mismunandi hátt. Oll eiga þau sameiginlegt það að hafa alið upp hrausta og tápmikla æsku bæði fyrr og nú. Það fólk sem fæddist fyrir siðustu aldamót og ólst upp á fyrrihluta þess- arar aldar, lifði við mjög ólik skilyrði sé tekið mið af nútimanum. Þá voru flestir bændur efnalitlir og allt varð að spara og nýta sem bezt svo að afkoma heimilanna væri tryggð. Aðeins efn- aðir bændur gátu kostað börn sin. til náms, og öll kennsla fyrir börnin var af skomum skammti. En þau læröu snemma að vinna, og vanda öll sin störf ,enda kom það sér vel siöar á lifs- leiðinni er þau höfðu sjálf myndað sér heimili, og fóru aö kenna sinum börn- um til verka. Hér skal i fáum oröum minnzt einn- ar dóttur þessa fagra héraðs er dvaldi þar alla sina ævi, Albinu Pétursdóttur frá Hallgilsstöðum i Hörgárdal. Hún var fædd að Svertingsstöðum i Kaup-' vangssveit þ. 11. nóvember 1886, dóttir hjónanna Dýrleifar Randversdóttur og Péturs Hallgrimssonar. Móðurætt hennar er svokölluð Randversætt, og er margt myndar- og dugnaðarfólk þar i sýslu komiö af þeirri ætt. Pétur faðir hennar var Þingeyingur, fæddur að Viðivöllum i Fnjóskadal, og var Hallgrimur faðir hans, sonur Signýjar á Ljósavatni, en hún var syshr Þurið- ar konu séra Jóns i Reykjahlið. Er ætt Hallgrims þvi hliðargrein af Reykja- hliðarætt. Árið 1909 giftist Albina unnusta si'n- um, Jóni Stefánssyni Melstað (sem hérer einnig um getiö i annarri grein), og fóru þau að búa á Svertingsstöðum, og bjuggu þar i 3 ár i sambýli við P6t' ur, sem þá var orðinn ekkjumaður. En árið 1912 kaupa þau Hallgilsstaði 1 Hörgárdal, og bjuggu þar allan sinn búskap, en eftir að þau hættu búskap. dvöldu þau á Akureyri I skjóli barna sinna. Það mátti meö sanni segja að Albina fórnaðisinu fæðingarhéraði öllum sin- um starfskröfum um langan starfs- dag, bæði sem húsmóðir á stóru heim- ili og móðir margra barna, oft við mjög erfiðar aðstæður og litil efni framan af búskaparárunum. En það var eins og allt blessaðist sem hún lagði hönd á. Henni var gefið óvenju mikið þrek bæði til likama og sálar, og var hún manni sinum samhent i öllu sem að búskapnum laut, enda annáluð eljusemi þeirra Hallgilsstaðahjóna. Hún kunni vel að blanda geðivið aðra, hafði glaða lund og var frjálsleg i framkomu, ræðin bæði og skemmtileg. Hún hafði mikið yndi af söng og hljómlist, og hafði einnig ágæta söngrödd sem er mjög rikt i hennar ætt ásamt þeirri hag- mælsku sem hún gat einnig brugð- ið fyrir sig, en fór dult með. Hún hafði mjög glöggt auga fyrir öllu þvi skop- lega i lifinu, og gat oft verið hnyttin i tilsvörum. Ég veit að hún verður mörgum minnisstæð sökum þessara mörgu góðu eiginleika sem hún var svo auðug af. Þaö var gaman að koma á heimili þeirra Jóns og Albinu, því þau voru bæði svo frjálsleg og einlæg i framkomu við hvern sem i hlut átti, enda oft gestkvæmt á heimilinu. Það var lika gott að vera þeirra hjú, en það fékk ég að reyna, og minnist oft með gleöi þess tima sem ég dvaldi á heimili þeirra. Albina var ein af þeim mörgu húsmæðrum i þessu landi sem fórnuðu heimili sinu öllum starfskröftum sin- um á meðan heilsan entist. Vinnudag- urinn var oft langur og mikill vandi hvildi á herðum húsmóðurinnar með stóran bamahópog oftúrlitlu að spila, enda voru þá engir styrkir sem hægt- var að gripa til ef með þurfti. Þrátt fyrir allt munu þau hjónin þó alltaf frekar hafa veriö veitandi en þiggj' andi. Gestrisni og góðvild i garö þeirra sem minnimáttar voru i þjóðfélaginu sanna bezt hennar góðu húsmóður- hæfileika og það göfugiyndi sem 1 henni bjó. Ég vil meö þessum fátæklegu orð- um, sem eru nokkuð siöbúin, þakka henni fyrir allt sem hún var mér og minu fólki, og ég veit að það taka margir undir það sem hér hefur verið sagt um þessa ágætis konu, með þakk- læti og virðingu. Hún andaðist þ. 26. nóv. 1969, og var jarðsett við hlið eigin- manns sins að Möðruvöllum i Hörgár- dal. Blessuð sé hennar minning. I).ó. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.