Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 20
VERK ÚR KJARVALSSAFNIÖÐLAST VARANLEGAN SESS í DAGSKRÁ LISTASAFNS REYKJAVÍKUR - GAMALL DRAUMUR AÐ RÆTAST I austursal Kjarvalsstaða verður á morgun opnuð sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR gekk um salinn í fylgd sýningarstjórans, KristínarG. Guðnadóttur, en þarer að finna nokkur kennileiti langrar starfsævi sem ætla má að gefi innsýn í þróunarferil listamannsins. MYNDIR úr Kjarvals- safni er yfirskrift sýn- ingarinnar, þar sem sjá má hátt í áttatíu verk meistarans, sem öll eru í eigu Lista- safns Reykjavíkur. Hornsteinn safnsins er gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar frá árinu 1968. Síðan hefur Kjarvalssafnið vaxið jafnt og þétt, hvort tveggja með málverka- gjöfum velunnara safnsins og markvissum innkaupum, en þannig hefur verið leitast við að bæta í eyðurnar til þess að gefa sem gleggsta mynd af ævistarfi Jóhannesar ^JSveinssonar Kjarvals. Með sýningunni, sem opnuð verður í aust- ursal Kjarvalsstaða á morgun kl. 17, öðlast verk úr Kjarvalssafni loks varanlegan sess í dagskrá Listasafns Reykjavíkur en þar mun hún standa um óákveðinn tíma, með ein- hverjum breytingum þó. Með því er gamall draumur að rætast, seg- ir sýningarstjórinn, Kristín G. Guðnadóttir. „Sökum plássleysis höfum við alltaf þurft að taka sýningarnar niður og verið „kjarvals- laus“ inn á milli, sem er auðvitað ekki gott fyrir húsið. En frá og með þessari sýningu er það liðin tíð. Héðan af verður alltaf hægt að sjá Kjarval hér í húsinu,“ segir hún. A síðustu árum hafa verið settar upp á Kjarvalsstöðum þrjár stórar yfirlitssýningar á verkum Kjarvals og þar með er að sögn Kristínar búið að gera mikla úttekt á safninu *og ferli listamannsins, sem nú er byggt á. Fyrsta sýningin í þessari röð var árið 1995 og var yfirskrift hennar Mótunarár 1885- 1930, önnur sýningin, Lifandi land 1931- 1945, var árið 1997 og skemmst er að minnast sýningarinnar Af trön- um meistarans 1946- 1972, sem sett var upp á síðasta ári. „Með þessari sýningu reyn- um við að gefa yfirlits- mynd af ferli Kjar- vals,“ segir Kristín en leggur áherslu á að hér sé þó ekki um að ræða heildstæða, tæmandi *yfirlitssýningu, því hún takmarkist eðlilega af því sem safnið eigi af verkum listamannsins. Gagngerar breyting- ar hafa nú verið gerðar á veggjaskipan og lýs- ingu austursalarins, sem skiptist nú upp í sex rými eða hluta. Að sögn Kristínar hefur salurinn verið að- lagaður sýningunni, rýmið skipulagt út frá verkunum. A sýningunni er stiklað á stóru gegnum feril listamannsins, að mestu leyti í tímaröð. I hverju rými hafa verið settar upp ’.já vegg tilvitnanir í ummæli Kjarvals úr við- tölum frá ýmsum tímum, sem lýsa list hans og viðhorfi hans til listarinnar. A einum stað má t.d. lesa þessar hugleiðingar listamanns- ins úr viðtali við Berlingske Aftenavis frá ár- inu 1939: „Áður fyrr málaði ég aðeins bak- grunn, fjall, ekki satt, án nokkurs forgrunns. Nú er ég farinn að mála öðruvísi, meira eins Morgunblaðið/Kristinn Kristín G. Guðnadóttir sýningarstjóri handfjatlar litskrúðug fuglabréf Kjarvals. og aðrir, áberandi forgrunn, tvenns konar miðkafla og örlítinn bakgrunn, aðeins hinn bláa tón fjallsins og síðan himin yfir til þess að verja heildina. Ef það er þá pláss fyrir nokkurn himin, vel að merkja, annars verður málverkið að vera án himins: án varnar, þannig verður það að vera og við því er ekk- ert að gera. Þar sem ekki er pláss hefur jafn- vel sjálfur himinninn misst rétt sinn.“ Sýning í sýningunni Það fyrsta sem blasir við þegar inn í salinn er komið er hið stóra og mikla verk Krítik, sem Kjarval málaði á árunum 1946-1947. Draumaland, 1907. Skjaldbreiður - séð frá Grafningi. 1957-62. Bleikdalsá, 1967. „Þetta er glæsiverk sem er kjarninn í því sem hann gerði á löngum tíma,“ segir Krist- ín. Sé gengið rangsælis um salinn má svo rekja sig eftir ferlinum í tímaröð. Þar gefur t.d. að líta elsta varðveitta verk Kjarvals, Illu Rauðku, frá árinu 1901, en þá var hann aðeins sextán ára. Þar má einnig sjá nokkrar myndir sem hann málaði á íslandi á árunum 1907-1911, þá vatnslitamyndir frá Róm og Kaupmannahöfn og málverk frá fyrsta landslagstímabilinu, sem svo hefur verið nefnt. Það hefst 1930, þegar Kjarval dvelur sumarlangt á Þingvöllum, rýnir í hraunið, mosann og birtuna. Tímaröðin er brotin upp í litlu rými sem þá tekur við en þar gefur að líta nokkrar tússteikningar, sem Kristín seg- ir vera einskonar sýningu í sýningunni, sem eigi eftir að þróast, breytast og mótast. Jafn- vel sé hugsanlegt að önnur verk verði sett inn í það rými seinna, önnur lítil sýning í sýningunni. Úr heimahögum Málverkin stækka smám saman eftir því sem líður á ferilinn, þegar hér er komið göngunni blasa við stór verk úr heimahögum Kjai-vals í Borgarfirði eystra og af Héraði en þangað fór hann árið 1948. Þá hafði hann ekki komið þar síðan 1922 og leit nú landið öðrum augum. Frá þessu tímabili má einnig sjá Þingvallamyndir og í glerkassa gefur að líta svokölluð fuglabréf sem hann skrifaði vinum sínum, listilega skreytt sendibréf með fuglamyndum, flest frá fimmta og sjötta ára- tugnum. „Hann sinnti vinum sínum ákaflega vel,“ segir Kiistín um leið og hún handfjatlar bréf sem Kjarval sendi Guðmundi Daníels- syni og annað stílað á Þórunni, frænku Kjar- vals í Geitavík í Borgarfirði eystra. Farið er að síga á seinni hlutann. Nú blasa við málverk frá árunum upp úr 1955, nokkur úr Gálgahrauni sem hann uppgötvaði um þetta leyti og heimsótti oft á næstu árum. „Hann kom alltaf á sömu staðina og málaði sama umhverfið í mismunandi birtu og á mismunandi árstímum, rétt eins og hann gerði á Þingvöllum áður,“ segir Kristín. Nú styttist í að hringurinn lokist. Fyrst lítum við þó á nokkur af síðustu verkum ferilsins og staðnæmumst við verk frá árinu 1967, úr síðustu myndröð listamannsins sem hann málaði við Blikdalsá á Kjalarnesi, sem Kjar- val kallaði raunar Bleikdalsá. Þar baðaði hann sig og dvaldi löngum stundum og mál- aði, kominn yfir áttrætt. Síðustu verk hans eru frá 1968 en þá segir hann í viðtali að hann teikni eitthvað og máli ennþá en það sé bara „inniföndur". % 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.