Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 12
RAGNAR ANDRES ÞORSTEINSSON STJORNU§TRIÐ EDDU í MAI 2000 EFTIR GUÐRÚNU K. MAGNÚSDÓTTUR RÁ maflokum ’99 fram í bj;rjuri júní ’OO er Þór á ferðalagi í Ýdöl- um. Dvöl Þórs í Ýdölum nú, býður heim vináttu og framförum hjá okkur í Miðgarði. Ullur er í Ýdölum. Ullur er gott goð heim að sækja. Ýdalir eru naestí bær við Þrúðheima Þórs. Þamæsti bær er Álfheimar Freys, en þar er að finna innri auð og huldufjársjóði okkar. Stundum ferðast Þór hinn þrúðgi áss fót- gangandi og öslar ár og strauma. Stundum hleypir Þór hafradrottinn höfrum sínum Tanngrisni og Tanngnjósti á rafmagn- aðri ferð um sólkerfið okkar, umhverfis gyðj- una okkar björtu, Sól. Hann ferðast um heimana í dýrahring himin- hvolfsins. I eddusögum er Þór nefnilega stund- um reikistjarnan Júpíter. Stundum er Þór túlkaður einfaldlega sem rafmagnsfræði. Stundum er Þór persónugerv- ingur ki’afts okkar á ýmsum sviðum jarðlífa okkar - þegar við treystum á mátt okkar og megin til allra góðra verka. (Athugið: Ekki trúa. Trú er talin geta verið stórhættuleg frjálsum vilja manns. En að hafa trú á mætti okkar og bera traust til megins okk- ar er bara gott.) Þór sem máttur okkar og meg- in er vfljastyrkur okkar á sviði andlegs þroska, góðs gengis, dugnaðar við að vinna og græða og auka jarðargróða. Gullið hár Sifjar er bæði and- legt og veraldlegt gull - andlegt gull sem laufg- aður Glasir, veraldlegt gull sem þroskaður ak- urinn, uppskeran, eftir starfið (lífið). Þór er okkur hér þekking, dugnaður, rétt- læti, menntun, auður, auðna og velgengni. Vel- famaður í jarðlífum. Þór er gott að eiga að og Þór er gott finna innra með sér. Hann er bróðir hinn besti. Sonur Jarðar, okkar móður. Táknmól eddu i mörgum skemmtilegum myndum Þegar Þór er að berja tröll og þursa er hann að brjóta okkur leið frá vanþekkingu, frá liðn- um tímaskeiðum, og frá stöðnun, inn í nýja tíma. Framþróun heitir þetta. Að mölva hið liðna og staðnaða tíl þess að geta skapað áfram. Þróast áfram. Þessi breyting, með máttkan Mjölni að vopni, er forsenda framfara, mögu- leikar tii nýrrar sköpunar. Og aldrei skyldum við óttast. Þetta sífellda ferli Æsir-jötnar - Æsir sem hin skapandi öfl í Ymi, og svo jötnar sem „éta“ og bijóta niður - eru hið veraldlega h'f í hring- rás framþróunar, og um leið forsenda framþró- unar. Stjörnustriðið nú árið 2000 Þór lendir í vandræðum með Loka íÝdölum. Ýdalir = Hrútur, Mesha, í næturskuggsjá dýrahrings Grímnismála sem Einar Pálsson út- skýrði og Bjöm Jónsson í Manitoba skrifaði um. Á táknmáli eddu segi ég ykkur sögu. Þessi saga varar okkur við, en nánasta framtíðin (maí 2000) h'tur óheillavænlega út. Við þiufum að finna Eir, kyrrðina, friðinn, innra með okkur. Loki eyðileggur gott gengi Þórs í Ýdölum. Móð- ir Jörð og við menn í Miðgarði erum í mikilli hættu. Erfiðir tímar og mikil ókyrrð ganga yfir okkur í vor. Hlustíð nú enn: Þór er á ferð í Ýdöl- um og það er hið besta mál. En Loki (Satúmus, Shani) fer líka í Ýdali, og það er hið versta mál. Loki er gervingur hins tvískipta mannseðlis, hálfguðlegs, hálfveraldlegs. Loki (mannlegt eðli) er raunar til vandræða, en Loki stendur svo í reddingum þegar allt er komið í steik. Þetta er hið svokallaða mannlíf- sem við höfum mikið gagn og gaman af. Mann- kynið klúðrar, mankynið reynir að redda. Brös- ótt er vor þróun. En alltaf dettur okkur í hug að fæðast aftur - og aftur og aftur. Til hvers? Til þess að komast að lokum í Val- höll þar sem hinir fullkomnu lifa, þar sem eigi er vopna né brynja þörf, þar sem hroki og eigin- hagsmunadekur hafa verið gjörsigmð. Ekki bættí úr skák í þessari stjömustríðs- sögu minni í nútímanum, að í fyrrasumar var Týr á ferð öndurt við Þór í skuggsjánni, og það kryddar söguna enn meir. Þótt Týr sé bjartur himinguð og gervingur okkar innri réttlætiskenndar, seinþreyttur til illinda, fómfús og yfirvegaður, var hann sem reikistjama (Mars, Mangala) í ham. Hann hegðaði sér eins og reiður yfirlögreglustjóri á óeirðatímum. Þetta má einnig orða svona: Óréttlæti, stríð og ójafnvægi era samvisku okkar mikið áhyggjuefni og æsa réttlætiskennd okkar mjög. Týr sem reikistjarna gerði þarna Þór erfitt fyr- ir. Það mun og lævís Loki gera í enn ríkara mæli í maí vor með því að vera að þvælast í Ýdölum. Við þurfum að skilja að ofbeldi verður aldrei sigrað með ofbeldi, því það mun aðeins leiða af sé meira ofbeldi. Sólmyrkvinn yfir Evrópu var einnig, í eddulegri túlkun, óheillafyrirbæri Sólmyrkvanum, sem var yfir Evrópu iyrir skemmstu, fylgdu dökkir tímar í Evrópu. Myrkvinn var dauði Baldurs. Höður - sem er blindni okkar mannanna - fleygði dauðaskeytum. Fenrir reyndi að slíta Gleipni. Urður Verðandi og Skuld sendu okkur vorar skuldir. Blóð. Stríð. Illar róstur. Hamfarir. Evrópa skelfur, svitnar, tárast. Evrópu blæðir - en hún reynir samt. Morðingjar í nafni grimms heimsyfirráða- og peningaguðs (sem var fundinn upp fyrir stuttu, eða fyrir u.þ.b. 3000 árum) heyja blóðug trúar- bragðastríð. Þetta era innflutt stríðandi guðveidi. Surtur fer sunnan með sviga lævi. En Freyr hinn sverðlausi mun samt lifa enn, og gefa ár og frið á ný eftir nokkurt skeið. Guð- veldin þynnast upp og lognast útaf. Heimsveldi og stofnanir fara og koma. Það er sagan. Álfheimur bíður þess að við finnum álfaklett- inn innan okkar. Álfamir era elfur eða rásir inn í þann stað. Við skulum ekki vera hrædd um að það sé hættulegt að finna þennan fólgna fjár- sjóð á jólanótt eða nýjársnótt - eða hvaða dag sem er - þótt einhverjar innfluttar stofnanir hafi skrökvað einhverju bulli að okkur. Slíkt er bara lélegur áróður. Hvað er með Golfstrauminn okkar? Er illt með ólfum, er illt með Asum? Aukning ferskvatns í hafinu okkar (minnk- andi selta) fer að verða hættuleg Golfstraumn- um okkar. Hjartsláttur hafstraumanna er hér fyrir norðan okkur. Án Golfstraumsins mun ís- öld ríkja á íslandi. En við gefumst ekki upp. Við vitum að Miðgarðsormur (miðbaugur) byltir sér, það illyrmi, af og til, og ísöld kemur og ísöld fer. Ætli hann hafi pissað í sjóinn, bölvaður? En Jörð og sonur hennar Þór munu lifa og hjálpa okkur enn um sinn. Við óttumst heldur ekki um lífið þótt búkur- inn okkar verði ónothæfur, því eftir kaffipásu hjá Helju sem Bergelmir fæðumst við á ný - eins og Baldur. Breiðablik = Vog, Libra, Tula. Okkar bíða þar Urður, Verðandi og Skuld með vorar gjörð- ir og vorar skuldir, góðar sem og vondar. Eng- inn má sköpum renna, og örlög okkar eru okkar eigin gjörðir. Hver maður er ábyrgur fyrir ör- lögum sínum. Urður er það sem orðið er. Bil- bugur mun eigi á okkur finnast. Hugleysi er oss eigi að skapi. Vér munum opna vor gluggaum- slög af æðraleysi. Við ættum líklega að hætta að drepa og eyða og eyðileggja í framtíðinni, ha? Er ekki kominn tími til þess? Öll eddukvæði og eddusagnir enda vel. Æ rís úr sæ jörð iðjagræn. I upphafi er jafnvægi, sagan lýsir róstum, varar við hættum, og í lokin ríkir hið upphaflega jafnvægi, sem var þama bakatil allan tímann án þess að við veitt- um því athygli. Það eitt segir okkur mikið. Launsögn? Já. Fyrst skulum við skilja Ösku- busku, Þymirós, Brynhildi, Mjallhvíti. Svo eddu. I þessari sögu, nútímaeddusögunni minni, vil ég að gyðjumar hjálpi okkur til að finna þetta eilífa jafnvægi sem ríkir bakatil. Við þurfum að finna gyðjumar innan okkar. Leita þeirra. Völvan sér að án innri friðar okkar mannanna mun illa fara. Vituð þér það ekki enn, eða hvað? Innan okkar er friðargyðjan Eir Eir er eirð, ró, kyrrð, og þar með andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hana skulum við finna innra með okkur. Eir skulum við rækta („dyr- ke“). Eir er gyðja fríðar og heilbrigðis, gyðja lækninga meina og linunar spennu. (Athugið að dýrka ekki í nútímaskilningi ís- lensku sagnarinnar. Slíkt er lítilmannlegt og eigi samboðið mönnum. Hlýðum á samvisku okkar. Okkar er ábyrgð- in. Og hvorki ættum við að hlýða boðum né bönnum annarra.) Innan okkar er Freyja Freyja er lífskrafturinn. Freyja er hér vilji okkar og einbeitni til að rækta (,,dyrke“) and- legt líf okkar. Kannski er Freyja skessan mikla í innra helli okkar (sbr. þjóðsögurnar)? Kannski geymir Gunnlöð í Hnitbjörgum (úr goðafræðum) handa okkur (Óðni) mjöðinn sem opnar augu okkar, flytur okkur af dýrastiginu á vit mannsandans? Við eram hið dýrmæta djásn Freyju: Brísinga- men. Hún vill vernda okkur vel. Við skuium sækja til gyðjunnar miklu kraft- inn til að skilja og til að skapa og unna. Freyja er Vanaættar og þar með hinn fin- gerði guðlegi ægikraftur sem við þurfum að finna innan okkar sjálfra og rækta (,,dyrke“) í okkur. Loki má ekki stela Brisingameni og færa það þursum. M.ö.o.: Mannlegt eðli (Loki) má ekki afvega- leiða mannkynið (Brísingamen) frá ást og lífs- krafti og sköpun (Freyju) til stöðnunar eða skrefs afturábak fyrir þróunina (til þursa og jötunheima). Skaði er meyjan, Þjazadóttir, sem flutti úr Þrymheimum í Ásgarð eftir að Þjazi (tákn lið- inna tímaskeiða) var allur, en augu hans má sjá á upphimni sem skaðabætur. Skaði er hrað- skreitt öndurgoð. Hún missir ekki marks því fimi hennar er mikil. Hún er einbeitt og vfljast- erk, bilar hvergi. Hún krefst réttlætis í krafti stolts síns og vilja. Hana ættum við að rækta (,,dyrke“) í okkur. Gerður (sú sem vemdar, umlykur, eða er vemduð, umlukt) - sem nú á tímum er dýrkuð sem Grýla jólasveinamamma - mun þiggja ást Freys eftir níu nætur í lognfara lundi. M.ö.o. Gerður þursamær flytur úr Gymisgörðum (ver- aldlegum allsnægtum eingöngu) og finnur sitt guðlega innra eðli (Frey) í vor (í Barra). Ester vorgyðja mun koma í apríl til Evrópu eins og alltaf. Hér á Islandi er sumardagurinn fyrsti 20. aprfl í ár. Ester flytur boðskap - ef við viljum heyra og skilja - um uppljómun og nýtt fagurt líf, andlegt vor, upprísandi sólargyðjuna í okkur, æðri tilvist okkar mannanna í þessu lífi og næstu. Þessi er gleðiboðskapur Esterar. Vor íokkur. Innan okkar er Iðunn - sú sem ætíð ann. Ið- unn ber í sér eilíft líf, algullin epli, ódáinsfæðu okkar guðlega upplags, ambrosíu, amritanam. Okkar guðlega upplag, ginnungagap hið ginn- helga, er eilíft. Á það minna epli Iðunnar. Ekki skyli Loki (mannlegt tvískinnungseðli) láta Þjaza fá þau, því þau eru okkar guðafæða. Iðunn er einnig ástúðleg hugsun okkar um móður Jörð. Iðunn er sál Jarðar. Iðunni skulum við rækta með okkur („dyr- ke“) svo sem Jörð ætíð ann okkur og fæðir. En til þess þarf frið en ekki stríð. En það er ekki nóg að hugsa og tala og berj- ast (og skrifa sögur(!!)). Við þurfum að vita að guðin beina okkur inn að ginnungagapi. Hið ginnhelga gap er óveraldlegt. Þangað nær ekki mannleg hugsun. Allar okkar hugsanir, góðar sem vondar, era aðeins veraldleg fyrirbæri. Hugsun um guðin eru eingöngu höft okkar og bönd til hins óendanlega gaps ginnunga innan okkar, leiðin, það sem leiðir okkur þangað. (Aths: „guðin“ eru upphaflega orð í hvorug- kyni fleirtölu; karlkyns eintölu Guð er síðari tíma tilbúningur í íslensku.) I vor (apríl, maí ’OO) er stjörnustríð - samkvæmt reikistjörnu- sögum eddu. Þór á ferð um Ýdali, en Loki skömmin að gera bommertur. Ekki í fyrsta sinn. Við verðum að hjálpa Þór nú. Alltaf hjálpar hann okkur. Við geram það best nú með því að finna og rækta (,,dyrke“) okkar innri gyðjur. Eir er friðarins guð. Hún er miklu mikli meiri en innfluttur stríðsguð Semíta, ef við finnum hana og eilum hana innan okkar. Heill þér, Eir. Við nefnum þig til friðar á jörð, friðar í okkur. Gleipnir mun þá halda þótt brölti Fenrir - þökk sé týhreysti og fórnfýsi Týs. Þór mun þá sigra enn í þetta sinn þótt gnati björg og geyi garmur mjök fyr Gnipahelli. Höfundurinn er goði. A NORÐUR- LEIÐ Á sólheiðum degi um sandinn ég fer frá suðandi Jöklu á vesturleið. Um öræfin fógru mig bíllinn ber bugðóttan veg, þar sem áður reið bóndinn að ferju á fljótsins bakka, með fóggur á klakk og geltandi rakka í öræfakyrrð og kvöldsins seið. Þar Hrossaborgin sér hreykir við ský hrjóstrum vafin í sólarglóð. I vetrarhörkum og veðragný hún vísar leið hér á auðnarslóð, hér bílaslóðir frá brautinni falla og Borginni suður, í átt til fjalla, þá lagði framsækin ferðaþjóð. Við höldum áfram og ökum greitt, auðnin að baki, en gróin jörð blasir við augum og allt er breytt, hér angar lyngið um hól og börð, á aðra hönd er hraunstorkuhafið á hina landið allt gróðri vafið, en fjöllin halda um heiðina vörð. Loks nálgumst við óðfluga Námaskarð, - og nú er talað um sauðaleit, - ferðalaginuflýtavarð svo fengist gisting í Mývatnssveit. Frá hverunum stíga upp hvítir reykir, sem heiðagolan í burtu feykir, því hér er grundin af gufum heit. Skarðið að baki, en brunnin jörð, sem bylgjur á hafi í norðurátt, fjallahringurinn heldur vörð um hraunin, eyjar og vatnið blátt, hér sveitin fagra út faðminn breiðir og ferðalangana til sín seiðir, með gróðurangan og ölduslátt. Höfundurinn, 1905-1998, var kennari ó EskifirSi. BÖÐVAR GUÐLAUGSSON VAKAÐ YFIR VELLINUM Puntstráum grænum á burstlágum bænum blærinn í draumi vaggar. Sóleyjar titra, á túnfíflum glitra tár hinnar fersku daggar. Brosandi gengur draumlyndur drengur ogdilkærúrtúnirekur. Tvævetlu gráa, túnþjófinn fráa Tryggur á flótta hrekur. Húm yfir mónum, móða yfir sjónum, mistur á Strandafjöllum. Nú rifjast upp sögur og rímnabrot fögur af riddurum, álfum og tröllum. Draumskipin líða út í lágnættið fríða’ langtútívíðangeiminn. Fátækur drengur í draumi gengur’, - draumi um að sigra heiminn. Birtir af degi, blik yfir legi. - Bóndinn er kominn á fætur. Hvert draumskip brennur, er dagur rennur úr djúpi þögullar nætur. Höfundurinn er kennari á eftirlaunum. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.