Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Rax Helena Stefánsdóttir í Nornaveiðum. NORNAVEIÐAR í NÚTÍMANUM Leikfélagið Undraland frumsýnir nýstárlega sýningu í Kaffileikhúsinu annað kvöld. „UNDRALAND er leikfélag sem nálgast leik- list og leikræna sköpun á óhefðbundinn máta og leggur áherslu á samspil ýmissa listgreina s.s. dans, myndlistar og tónlistar," segir Helena Stefánsdóttir um stefnu leikhópsins sem reynd- ar telur ekki fleiri en þau Jonathan enn sem komið er. „Ég stofnaði Undraland 1996 og Jonathan kom til samstarfs við mig eftir að við kynntumst í Leiklistarskóla Lecoqs í París veturinn 1997- 98.“ Nomaveiðar er fyrsta leiksýning Undralands í fullri lengd og Jonathan segir að þau beiti öðr- um aðferðum en honum hafí sýnst tíðkast í ís- lensku leikhúsi. „Ég hef reyndar ekki séð mjög margar sýningar en mér sýnist að leiksýningar hér séu mjög bundnar texta. Við notum nánast engan texta en reynum að hrífa áhorfendur með okkur í ferðalag um veröld lifenda og dauðra." Utgangspunktur þeirra við spunann er saga noma og nomaveiða undanfarin þúsund ár en þau segjast sjá ýmsar hliðstæður í nútímasam- Jonathan Young. félagi við ofsóknir gegn hinum svokölluðu nom- um á miðöldum. „í einu atriði sýningarinnar flyt ég lýsingu frá miðöldum á nom sem var líflátin og þetta er einfaldlega lýsing á eðlilegri konu,“ segir Helena. Jonathan bætir því við að í nafni trúarinnar hefur einnig ýmislegt verið fordæmt og bannfært „... sem í rauninni er bara hluti af manninum eða náttúranni." Helena og Jona- LEIKARAR OG,LISTRÆNIR STJORNENDUR NORNAVEIÐAR. Spunasýning. Leikarar: Jonathan Young, Helena Stefánsdóttir Leikstjóri: Jonathan Young Dansar: Ólöf Ingólfsdóttir Ljós: Alfreð Sturla Böðvarsson Hljóð: Bjöm Snorri Rósdahl than hlutu leiklistarþjálfun í alþjóðlegum leik- listarskóla Jacques Lecoq í París. „Jacques Lecoq þróaði sinn eigin leikhússtíl á þeim 40 ár- um sem hann rak skólann og við höfum einsett okkur að halda tryggð við aðferðir hans en á sama tíma varast stöðnun með því að sækja námskeið í ýmsum listgreinum á hverju ári,“ segir Helena. Þrátt íyrir að sýningin sé mjög myndræn og hreyfmgar leikendanna dansi líkastar segja þau þetta ekki vera dans. „Mun- urinn á dansi og hreyfingu í leiksýningu er t.d. sá að dans þarf ekki fela í sér merkingu. Hann getur verið hrein og tær hreyfíng. Við byggjum okkar stíl á líkamlegri hreyfingu en hún hefur alltaf leikræna merkingu. Enda er ég ekki dans- ari og kann ekki að dansa,“ segir Jonathan. LISTAMENN IHUNGUR- VERKFALLI Tirana, Albaníu. Reuters. TÓNLISTARMENN við Albönsku óper- una neita nú að koma fram og era jafnvel farnir í hungurverkfall til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja ógna tilvera óperuhússins. Samkvæmt nýju lagagerðinni ber óperanni að endurgreiða þá ríkisstyrki sem veittir era til að setja upp verk. Miðasala óperuhússins nær hins vegar sjaldnast að dekka þann kostnað sem fylgir uppsetningu ópera og óttast lista- mennirnir nú að óperahúsið verði leigt undir bingó og aðra slíka starfsemi. Til að mótmæla þessu hafa söngvar- arnir, hljómsveitin og hljómsveitarstjór- inn verið í hungurverkfalli sl. viku. Þau hafa komið sér fyrir i brúðuleikhúsi í ná- grenni óperannar þar sem búið er að reka þau fyrir að neita að koma fram. „Við ein- faldlega neyddumst til að ganga þetta langt þar sem ekki var lengur hlustað á listamennina,“ sagði hljómsveitarstjórinn Bujar Llapaj. ORGELKONSERT JONS 1.EIFS FRUMFLUTTUR I BANDARIKJUNUM í TILEFNI af því að þúsund ár eru liðin frá Ameríkufundi Leifs Eiríkssonar efna nokkrar stofnanir í Cleveland til íslenskrar listahátíðar næstu vikur og mánuði, þar sem boðið verður upp á íslenska kvikmynd, íslenska myndlist og íslenska tónlist. Á meðal þess sem íbúum Cleveland gefst kostur á að heyra er flutningur Björns Steinars Sólbergssonar organista á orgel- konserti Jóns Leifs, en þeir tónleikar fara fram á morgun, sunnudag. Þar leikur Björn Steinar ásamt Cleveland Institute of Music Orchestra undir stjórn Carls Topi- lows. Þetta er frumflutningur á konserti Jóns Leifs í Bandarikjunum og í annað sinn sem Björn Steinar flytur verkið opinberlega; áður lék hann ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands í febrúar siðastliðnum þegar kon- sertinn hljómaði í fyrsta sinn á íslandi. Auk orgelkonsertsins mun Clevelandbú- um gefast kostur á að hlýða á tónsmíðar Björn Steinar Jón Leifs Sólbergsson Jóns Nordal, Jóns Þórarinssonar, Jónasar Tómassonar, Hjálmars H. Ragnarssonar og þjóðlagaútsetningar Viktors Urbancic í flutningi bandarískra tónlistarmanna. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Louisa Matthíasdóttir. Til 1. febrúar. Galleri@hlemmur.is: Særún Stefánsdóttir. Til30. jan. Gallerí Nema hvað: Olga Pálsdóttir. Til 30. janúar. Gallerí One o One: Ráðhildur Ingadóttir. Til 8. febr. Gallerí Sævars Karls: Anna Líndal. Gerðarsafn: Verk úr safni Þorvaldar Guð- mundssonar. Til 30. jan. Hafnarborg: Ljósmyndasýning. Sigríður Zoéga. Til 28. febrúar. Elías B. Halldórs- son. Til 14. febrúar. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Birgir Andrésson. Til 27. febrúar. Islensk grafík, Tryggvagötu 17, (hafnar- megin) Þriðja árs grafíknemar. Til 30. jan. Kjarvalsstaðir (austursalur): Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjarvals- safni. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Guðný Magnúsdóttir. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í jan. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Claudio Parmiggiani. Til 28. febrúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Lokað í janúar. Mokkakaffi: Stefán Geir Karlsson. Til 7. febrúar. Nýlistasafnið: Sýning á verkum úr eigu safnsins. Til 13. febrúar. Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýn- ing opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Stöðlakot: Messíana Tómasdóttir. Til 6. febrúar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfír fyrirhugaðar og yfirstandandi mynd- listarsýningar í öllum helstu sýningarsölum landsins má finna á slóðinni www.umm.is undir „Fréttir". TONLIST Laugardagur Salurinn: Bræðurnir Yuri og Vadim Fjodorov. Kl. 16. Borgarleikhúsið: Kammersveit Reykjavík- ur. Kl. 20. Ráðhúsið: Janosi Ensamble. Kl. 14. Eðvarð Lárusson og Jóel Pálsson. Kl. 15.30. Pétur Jónasson, gítarleikari. KI. 17. Iðnó: Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ól- afsson. Kl. 13 og 15. Sabottröörit. Fjórir fagottleikarar frá Finnlandi. Kl. 16. Kringlan: Sabottröörit. Fagottleikarar frá Finnlandi. Kl. 14. Janosi Ensemble. Kl. 16. Sunnudagur Hveragerðiskirkja: Píanótónleikar. Miklós Dalmay. Kl. 17. Tónleikahúsið Ýmir: Karlakórstónleikar. Kl.14. Mánudagur Tónleikahúsið Ýmir: Karlakórstónleikar. Kl. 14. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfónían ásamt Davíð Kol- beinssyni. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, fím. 3. feb. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 30. jan. Krítarhringurinn í Kákasus, fós. 4. feb. Tveir tvöfaldir, laug. 29. jan. Abel Snorko býr einn, sun. 6. feb. Vér morðingjar, laug. 29. jan. Borgarleikhúsið: Djöflarnir: fim. 3. og fös. 4. feb. Bláa herbergið, sun. 30. jan.. Litla hryllingsbúðin, lau. 5. feb. Sex í sveit, miðv. 2. feb. Afaspil sun. 30. jan. Leitin að vísbendingu..., fim. 3. feb. Fegurðardrottningin frá Línakri, laug. 29. jan. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 30. jan., mið. 2. feb. Frankie & Johnny, fós. 4. feb. HafnaríTjarðarleikhúsið: Salka, ástarsaga, fös. 4., lau. 5. feb. Loftkastalinn: Panodil, laug. 29. jan., laug. 5. feb. Ég var einu sinni nörd: fös. 4. feb. Kaffilcikhúsið: Ó - þessi þjóð, lau. 29. jan., fös. 4. feb. Nornaveiðar, sun. 30. jan., fim. 3. feb. íslenska óperan: Lúkretía svívirt, fös. 4. feb., laug. 5. feb. Bíóleikhúsið: Kossinn, laug. 29. jan. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblað- ið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning- @mbl.is 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.