Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 16
litáili Henri Matisse: Vinnustofan, 1902. Henry Ossawa Tanner: Boöun Maríu, 1898. VEIZLA FYRIR AUGAÐ 1900 - LIST á krossgötum heitir sýning, sem nú stendur yfir í The Royal Academy of Arts í London. Þar eru sýnd 250 verk 180 listamanna frá 28 löndum. FREY- STEINN JÓHANNSSON skoðaði sýninguna; varð agndofa yfir umfangi hennar, framlag nor- rænna listmálara kom honum skemmtilega á óvartog Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar á einum veggnum var fagnaðarfundur. Þórarinn B. Þorléksson: Sumarnótt á Þingvöllum, 1900. RÆTUR sýningarinnar liggja í heimssýningunni í París árið 1900. Mörg verkanna í Royal Academy voru á heimssýning- unni í París, önnur eru eftir listamenn, sem áttu verk í París, en þó ekki þau sem hér eru sýnd. í þriðja hópnum eru svo verk listamanna, sem ekki voru með í París, en eru engu að síður taldir ómissandi í þessum hópi, sem á að sýna okkur í hnot- skurn listsköpun í Evrópu og reyndar Ameríku líka í kringum 1900; frá 1897-1903. A það hefur verið bent til þess að staðsetja þennan tíma, að þá hafí Cézanne og Gauguin verið komnir af léttasta skeiði, Degas, Ren- oir, Munch og Rodin verið enn upp á sitt bezta, en Picasso, Mondrian, Kandinski og Matisse að ryðja sér til rúms. Það hefur verið vandi að velja og finna verk á þessa sýningu. Á heimssýningunni í París voru sýnd um 5000 listaverk og starfsmenn Royal Aca- demy hafa í þrjú ár verið að leita þau uppi svo og önnur listaverk, sem til greina komu. En þótt listin nái aftur á 19. öldina, er auglýsingatæknin skilgetið afkvæmi nú- tímans. Sýningin er auglýst sem keppni þungavigtarmannanna og auglýsingaspjöldin sett upp eins og um hnefaleika sé að ræða, þar sem nýlistin og hefðin takast á. Sýningin í Royal Academy er auglýst sem at milli þess hefðbundna og hins nýja. Munch og Klimt með flest verk Af þeim 180 listamönnum, sem eiga verk á sýningunni, eru 23 frá Norður- löndunum, þar á meðal sá málari, sem við annan mann á flest verk; Norðmaðurinn Edward Munch, en þarna eru sex verka hans. I þessum hópi eru sex Danir, sex Finnar, sex Svíar, 4 Norðmenn og 1 Is- lendingur. Þeir, sem í þessum hópi eiga fleiri en eitt verk á sýningunni eru auk Munch; Finninn Elin Danielson-Gambogi, Svíarnir Eugéne Jansson og Anders Zorn og Daninn Peder Severis Kroyer, sem allir eiga tvö verk hver, en samtals eru 32 mál- verk norrænna listamanna á sýningunni. Langflest listaverkanna 250 eru eftir evrópska listamenn, en auk þeirra eru verk eftir þrjá Ástrala, 14 Bandaríkjamenn, tvo Kanadamenn, einn Mexíkana og tvo Japani. Af Evrópumönnunum eru Frakkar flestir, eða 38, Þjóðverjar eru 16, Bretar 15, Rússar 12, Belgar 11, Italir 9 og Hollendingar 7, en færri eru frá Austurríki, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, írlandi, Póllandi, Portúgal, Spáni, Sviss og Norðurlöndunum sem fyrr segir frá. Austurríski málarinn Gustav Klimt á sex verk á sýningunni, eins og Munch, en fímm verk eru eftir Frakkana Paul Cézanne, Edgar Degas, Henri Matisse og Auguste Rodin og Spánverjann Pablo Picasso, fjögur eru eftir Þjóðverjann Franz von Stuck, þrjú eftir Svisslendinginn Ferdinand Hodler, Belgann Constantin Menuir og Frakkana Paul Gaugu- in, Aristide Maillol, Claude Monet, Pierre- Auguste Renoir og Henri de Toulouse-Laut- rec. Aðrir eiga eitt og tvö verk á sýningunni. Elfur tímans áfram rennur Sýningin 1900 - list á krossgötum er í öll- um þrettán sölunum á aðalhæð Royal Acade- my. I fyrsta salnum eru eingöngu verk, sem voru sýnd í París 1900 og eru sett hér saman sitt úr hverri áttinni til að gefa okkur hug- mynd um þá fjölbreytni, sem ríkti í París. Fyrstur blasir við Koss Rodin í bronzi. Mér hefur alltaf þótt vænt um Kossinn og þótt hann eigi í mínum huga fyrst og fremst sitt Lundúnaheimili á gangi Tate-safnisns, þá fannst mér hann hér lofa einkar góðu um framhaldið. Þarna varð mér starsýnt á mál- verk eftir Frakkann Alfred Guillou af kveðj- ustundinni, þar sem hafið er að krefjast sinna fórna. Þessi mynd er fljót að kalla sögu fram í hugann. Eins er með málverk eftir Tékkann Frantisek Kupka af bókamanninum. Það er auðvelt fyrir mann ofan af íslandi að renna inn í myndir um heima hafs og bókar. í sal númer tvö eru nektarmyndir og mál- verk af baðferðum. Nektin er bæði í bronzi og olíu, en það er mynd Paul Chabas af gáska- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.