Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 6
REYKJAVIK - MENNINGARBORG EVROPU BLOÐIÐ GEGN PLASTINU „Andspyrnan er mikilvæg nú og þar gegna lista- menn stóru hlutverki, þeirra er að setja upp síð- asta vígið gegn ómenn- ingunni og heimskunni sem veður uppi," segir Claudio Parmiggiani, einn kunnasti samtíma- listamaður Ítalíu. ÞRÖST- UR HELGASON ræddi við hann í tilefni af því að í dag verður opnuð sýn- ing ó verkum hans í Lista- safni íslands og verk hans, Islandsvitinn, vígt ó Sandskeiði. . ÉG er einungis kominn HmW hálfa leið inn í fyrstu "T spurninguna til lista- 0 mannsins og hann þegar orðinn óþreyjufullur. Ég bæti samt við nokkrum orðum og túlkurinn snarar þeim snöfurmannlega. Ég skýt enn inn orði til að afmarka spuminguna betur en þá brestur listamanninn þolinmæði og segir eitthvað með ákveðnum handahreyfmgum við túlkinn sem snýr sér síðan að mér: „Hann biður mig að benda blaðamanninum á að hann verði að fá tækifæri til að segja eitthvað líka.“ Ég viðurkenni að inngangurinn að spum- ingunni var svolítið langur en þó ekki óeðli- lega. Og þótt ég hafi stundum lagt ítarlegar spumingar fyrir viðmælendur hafa þeir aldrei brugðist við með þessum hætti. Hér var augljóslega kominn maður með skoðanir. Það boðaði gott í huga blaðamanns, sem þarf oftar en ekki að hafa tal af listamönnum sem hafa fátt ef nokkuð um list sína að segja. Listamaðurinn ókveðni Þessi ákveðni listamaður heitir Claudio Parmiggiani og er einn af kunnustu sam- tímalistamönnum Ítalíu og Evrópu. Hann kom írarn á sjónarsviðið á sjöunda áratugn- um þegar mikil umbrot áttu sér stað í mynd- listinni. Hann vakti þegar mikla athygli fyrir djörf og áleitin verk sem flokka má sem rým- isverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Hann hefur síðan hlotið alþjóðlega viðurkenningu en einkum haldið sýningar í Evrópu. Yfirlitssýn- ing sem haldin var á verkum hans í Torino haustið 1998 hlaut víða mikla umfjöllun. I dag verður opnuð sýning á verkum Parmiggianis í Listasafni íslands en henni er ætlað að veita innsýn í listferil hans. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1968 en þau yngstu eru gerð sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu og hefur ekki borið fyrir augu manna áður. Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar Parmiggiani tók þátt í alþjóðlegri nám- stefnu um myndlist á vegum Háskóla íslands haustið 1998. Þar kynnti hann einnig í fyrsta skipti hugmynd um útilistaverkið íslandsvit- ann, sem nú hefur verið reist í Hraunhólum vestan við Sandskeið og verður vígt í dag, kl. 10 árdegis. Báðir þessir viðburðir eru hluti af opnunardagskrá menningarborgarársins sem hefst formlega í dag en þess má geta að Parmiggiani er búsettur í Bologna á Ítalíu, sem er ein af níu menningarborgum Evrópu á árinu. MorgunblaSið/Golli „Hlutverk listarinnar er það sama og það hefur alltaf verið, hún á að miðla skáldskap," segir Claudio Parmiggiani. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Um íslandsvitann segir Parmiggiani: „Það er ekki mikilvægast að hafa hann fyrir augunum heldur vita að hann lýsir." „Mikilvœgast af öllu í listinni erpófrelsið. Frelsiö tengist ávallt peim möguleikum sem felast í listinni. Frelsipýðir líka andspyrna. Fyrir mér er vitinn tákn um andspyrnu gegn pví ástandi sem við höfum verið að ræða hér. “ Skáldskapur fjarverunnar Það er ekki hlaupið að því að skilgreina fjölbreytt verk Parmiggianis en í lærðri grein sinni um listamanninn sem birtist í sýningar- skrá kallar ítalski heimspekingurinn Gianni Vattimo list hans „skáldskap fjarverunnar“. Eitt af meginþemum Parmiggianis er fjar- veran, fjarvera hlutanna og stundum mynd- anna af þeim, verkanna. Vattimo heldur því fram að síðastliðinn áratug eða svo hafi öll verk Parmiggianis með einum eða öðrum hætti verið rannsókn á hvernig hægt sé að jarðsetja veruleikann (og verkin sjálf), hvem- ig hægt sé að afmá, þurrka út. Vattimo segir: „Verkið L’invito a viaggio / Boðið til ferða- lags frá 1981, þar sem svartur ferningur, sem haldið er uppi með hendi, þekur að hluta til lýsandi skærgulan flöt sýnir þetta glöggt. Éerðalagið, sem okkur er boðið í, er könnun- arleiðangur um það hvemig megi afmá, grafa og þannig bjarga mikilfengleik og návist vemleikans með fjarveru sem er sannari en nærveran." Þessi greining Vattimos skírskotar meðal annars til fjögurra skúlptúra eða „andhögg- mynda“, eins og listamaðurinn vildi kalla þá sjálfur, en þeir vom staðsettir nokkuð utan alfaraleiðar í ólíkum heimshlutum, á eyju í ánni Níl, úti í sveit í Lombardíu, uppi í fjalls- hlíð á Ítalíu og í skógi í Tékklandi. Með stað- setningunni er fólki gert erfitt fyrir að nálg- ast verkin og þannig afneita þau öllu gildi sem „sýningargripir". Segja má að íslands- vitinn geri það einnig en hann er eins og áður sagði uppi á Sandskeiði, fjarri byggðu bóli. En greining Vattimo vísar einnig til tíðar- andans, til hins ofhlaðna samtíma þar sem áreitið (frá menningunni og fjölmiðlunum) er orðið óþolandi, nánast plága. í þessu ástandi þjáist fólk ekki úr upplausn og afmáun ver- unnar, segir Vattimo, heldur úr of mikilli vem, nærvem, hlutlægni, upplýsingum, vem- leika. Gegn niðurlægingu listarinnar En hver er staða listamannsins í þessu ástandi? Sumir telja langt síðan hann missti stöðu sína sem viti, ljós sem vísar mönnum veginn, og maður hefur á tilfinningunni að hann sé orðinn hluti af atburðarásinni sem hann sjálfur átti þátt í móta áður, hann sé ekki annað en tákn á meðal tákna, - ein vindhviða í táknastormi samtímans. Lista- maðurinn virðist því vera í ákveðinni kreppu. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.