Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 16
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2000 Bókmenntir eru brýr draumanna Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir árið 2000 verður úthlutað í Helsingfors á miðviku- daginn. Islendingar hafa fengið þessi verðlaun fimm sinnum. JÓHANN HJÁLMARSSON telur það góðan árangur og segir að íslensku bækurnar hafi jafnan notiðathygli nefndarinnar. ÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962. Oft hefur verið deilt um þau. Um tilnefn- ingamar hafa menn ekki alltaf verið sammála og ekki heldur um verðlaunahafana sem dómnefndarmenn greiða at- kvæði um. Stundum hafa niðurstöður nefndar- innar þótt fráleitar. Hér heima eru verðlaunin ekki lengur til um- ræðu. Halda mætti að íslensku dómnefndar- mennirnir ynnu erfið störf sín í sátt við alla eða má spyija sem svo að tilnefningarnar og verð- launin snerti enga. Líklegasta skýringin er þó sú að menn sitji á strák sínum. íslensku bækurnar nú Að þessu sinni eru tilnefndar skáldævisögur Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dul- magn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar, og skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur Elskan mín ég dey. Guðbergur veltir fyrir sér uppruna sínum í skáldævisögunum og sér hlutina í eigin ljósi, oft á mjög sérstæðan hátt. Kristín bregður á leik í Elskan mín ég dey með mjög óvæntum hætti. Ljóðabækur áberandi Skáldsögur hafa oftast verið tilnefndar og margar þeirra hlotið verðlaun. Síðustu tvö ár hafa ljóðabækur aftur á móti fengið verðlaunin. Danir leggja nú fram nýja ljóðabók eftir eitt helsta skáld sitt, Henrik Nordbrandt. Finnar tilnefna Ijóðabók eftir Peter Sandelin sem líka er mjög þekktur. Sama má segja um norska skáldið Georg Johannesen og sænsku skáld- konuna Katarina Frostenson. Hér er á ferð einvala lið. í Drömmebroer er Henrik Nordbrandt sem oft áður á mörkum draums og veruleika. Hann er ferðamaðurinn, útlaginn, hefur búið lengi ut- Katarina Frostenson Henrik Nordbrandt an Danmerkur, einskum á Spáni og Tyrklandi. Peter Sandelin yrkir í anda hinnar miklu módernísku hefðar í Finnlandssænskri Ijóðlist. Meðal lærimeistara hans eru Gunnar Björling og Rabbe Enckell. Ljóð hans eru stutt og afar fáguð. Georg Johannesen var hátt á strái fyrir nokkrum áratugum, orti þá pólitískari ljóð en nú. Ars vivendi eftir hann er með klassísku svipmóti, miðleitin ljóð. Hún kallast á við Ars moriendi frá 1965 en hún var ákaft lofuð. Sama er óhætt að segja um nýju bókina. Þegar maður les hana er vitundin sterk um að roskið skáld yrki en það kemur þó ekki að sök. Menn tala um að skáldið hafi endurnýjast. Katarina Frostenson er sjálfri sér lík í Kor- allen en ljóðin einfaldari en oft áður því stund- um gerir hún tilraunir, einkum með orðin og getur verið afar torræð. Hún er fædd 1953 og var valin í Sænsku aka- demíuna 1992. Það er til marks um stöðu henn- ar í sænskum bókmenntum. Margs konar skáldsögur Finnar leggja fram skáldsöguna Faustus eftir Paavo Rintala (1930-1999). Þetta er eigin útgáfa Rintala af Faust, hann er sjálfur að mestu í aðalhlutverki. Rintala skrifar um tíma okkar sem Mefist- otíma, hið góða og illa. Rintala er sá sem segir frá en samstundis er hann Faustus og Faust. Gullgerðarmaður miðalda, Georgius Sabellicus Faustus, upphafsmaður Faust-sagnarinnar, hrærist í sínum tíma. Jafnframt er skáldsagan, eins og Elisabeth Nordgren bendir á, eins og fyrri menningarsöguleg verk höfundar, í senn lýsing og gagnrýni á Evrópu nútímans. í mörgum bóka sinna er Rintala í hlutverki ritgerðahöfundarins, kalla má skáldsögur hans ritgerðaskáldsögur. Bikubesong eftir Norðmanninn Frode Grytten leiðir hugann að samfélagsskáldsögum sjöunda áratugar. Sama má að visu marki segja um framlag Svíþjóðar, skáldsöguna Jag smyger förbi en yxa eftir Beate Grimsrud sem er reyndar af norskum uppruna, fædd 1963 í Ósló og er uppa- lin þar, en fluttist 1984 til Svíþjóðar og skrifar á sænsku. Sagan fjallar í sextíu smáköflum um bama- fjölskyldu í þröngu áttunda tugai- samfélagi. Heimilisfaðirinn er atvinnulaus og óábyrgur, móðirin óhamingjusöm, bömin sex rótlaus, hið yngsta vangefið. Aðalpersóna sögunnar er átta ára stúlka, Lydia, sem lesandinn fylgist með fram á ungl- ingsár. Lögð er áhersla á að skáldsagan sé ekki raunsæisleg, höfundurinn taki mið af fyrstu bókum Hamsuns, minni eilítið á hann. Oddvör Johansen er færeysk og skáldsaga hennar heitir I morgin er aftur ein dagur. Þetta er samfélagsleg skáldsaga, snýst hvorki meira né minna um samband Færeyja og Danmerk- ur, einkum í upphafi aldar. Skáldsögunni hefur verið hrósað fyrir það hve skemmtileg hún er og skýringarinnar leitað m.a. í því að höfuðvið- fangsefni skáldkonunnar séu jafnan tónlist og erótík. (Þær fréttir hafa borist frá Færeyjum á síð; ustu stundu að vegna seinagangs við þýðingu í HENRIK NORDBRANDT LYGAR Það er lygi sem ég skrifaði í bréfínu sem ég brenndi að ég sé alltaf að hugsa um þig- En ég hugsa oftast nær um þig Það er sömuleiðis lygi að ég geti ekki sofíð: Ég sef ágætlega og mig dreymir að auki um aðrar konur. En þegar ég vakna erhugur- inn strax hjá þér. Konurnar fögru sem égsé á förnum vegi afklæði égmeð augunum og reyniað hugsa ekki um þig. Og ég anda að mér ilmi þeirra uns mig svimar. En allur samanburður erþér í hag og einmanaleik mínum. Ur Drömmebroer Jóhann Hjólmarsson þýddi. morgin er aftur ein dagur verði tilnefningunni frestað til 2001). Smásögur, ferðasaga Eins konar smásagna- og ferðasögusafn kemur frá Grænlandi og er eftir Jörgen Fleischer. Höfundurinn nálgast að vera rit- gerðahöfundur eða greinahöfundur. Hann hef- ur lengi starfað við blaðamennsku og verið rit- stjóri eins stærsta dagblaðs Grænlands, Grænlandspóstsins. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að ferðasögur og ritgerðir hafa verið tilnefndar. Americas. Rejseminder eftir Danann Thomas Boberg er einmitt af því tagi. Boberg er Ijóðskáld en reynir nú eins og margir fyrirrennarar hans að gera Ameríku skil. Það er vissulega risavaxið verkefni en höf- undinum er yfirleitt hrósað. Boberg býr í Lima. Menn hafa kallað hann undirheimahöfund. Ríkur þáttur bókar hans er notkun ofskynjunarefnisins ayahuasca og reynslan af því fyrir hann sjálfan og aðra. Samar eru ekki með að þessu sinni, en þeir eins og Færeyingar og Grænlendingar mega leggja fram eina bók. Redgrave í hlutverki Prospero London. Morgunblaðið " BREZKA leikkonan Vanessa Redgrave mun í sumar fara með hlutverk Prospero í Fárviðri Shakespeares á sviði Globe-leikhússins í Lon- don. Globe-leikhúsið var byggt sem eftirmynd leikhúss Shakespeares, en á þeim tíma máttu konur ekki leika á sviði og því fóru karlmenn með öll hlutverkin. Nú verður Vanessa Redgrave fyrst kvenna til þess að leika karl- mann á sviði Globe. Globeleikhúsið er undir berum himni og því er aðeins sýnt þar frá maí fram í september. Nú hefur verið skýrt frá því, að hagnaður leik- hússins á síðasta ári hafi numið 800.000 pund- um, en leikhúsið nýtur engra styrkja frá opin- berum aðilum. Um þriðjungur leikhúsgesta sér sýninguna standandi, eins og var fyrrum, og greiða menn aðeins 5 pund fyrir stæðið. Mark Rylance, listrænn stjómandi Globe, sagði, þegar tilkynnt var um afkomuna, að rík- isstjórnin og listaráðið ættu að hætta að styrkja listafélög og borga þess í stað út á áhorfendafjölda, þannig að almenningur gæti „greitt atkvæði með fótunum". Vanessa Redgrave Rylance, sem sjálfur lék Kleópötru í sýningu Globe á Antoníusi og Kleópötru í fyrra, lét þess líka getið að hann hefði boðið Judy Dench að leika Brutus í Júlíusi Sesar, en hún hefði hafn- að því á þeim forsendum að henni líkaði hreint ekki búningurinn. Rylance mun í sumar leika Hamlet í sýningu Globe-leikhússins, en það hlutverk hefur hann áður leikið hjá Shake- spearefélaginu við góðan orðstír. Málareina mynd á dag árið 2000 Bók Onnu er hringlaga, ofin saman með trépinnum og hver dagur ársins er ein opna í bókinni. ANNA Sigríður Hróðmarsdóttir hefur opnað sýningu á Ár- bók 2000 í Gallerí ash Lundi í Varmahlíð. Þetta er hringlaga bók, ofin saman með trépinnum og hver dagur ársins er ein opna í bókinni. Anna Sigríður mun mála/gera eina mynd á dag, allt árið 2000 og bæta í bókina, hægt er að koma í ash Gallerí í Lundi og skoða hvern- ig gengur en verkið mun taka allt árið og bókinni ekki lokið fyrr en 31. desember 2000. Eins er hægt að skoða verkið á heimasíðu Önnu Sigríðar á www.krokur.is/~ashlundur. Anna Sigríður Hróðmarsdóttir hefur rekið gallerí og keramikverkstæði í Lundi Varma- hlíð frá 1988 og hún lauki námi frá málunar- deild Myndlistarskólans á Akureyri sl. vor og er þetta þriðja einkasýning hennar. Anna Sig- ríður hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.